Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 9
Fiinnitudagur 17. april 1975. TÍMINN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulitrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrfmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingaslmi 19523. Verð I lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. V 'Blaðaprent h.f, Færeyska ferjan Sú var tiðin, að Austfirðingar voru i einna greið- ustu sambandi við útlönd. Þá voru beinar siglingar á milli Austfjarða og annarra landa, og oft var það, að ekki höfðu aðrir fyrr spurnir af þvi, sem frétt- næmast hafði gérzt erlendis, heldur en Seyðfirðing- ar. Færeyingar eru stórhuga menn, þótt fáliðaðir séu. Þeir hafa nú fest kaup á ferju, sem höfð verður i förum milli Norðurlandanna, og er henni fyrirhug- aður viðkomustaður á Austf jörðum, annað hvort á Reyðarfirði eða Seyðisfirði. Skip þetta er bilferja, svo sem flestum mun kunn- ugt, og er til þess ætlazt, að þeir ferðamenn, sem koma til hafnar eystra með bifreið sina með sér, aki siðan eftir þvi sem þá fýsir, suður um land að aust- an eða vestur um land að norðan til þeirra staða, er þeir vilja vitja. Sendimenn frá Færeyjum eru einmitt hér á landi um þessar mundir til þess að kynna sér, hvort hag- anlegra muni að beina ferðum bilferjunnar til Seyð- isfjarðar eða Reyðarfjarðar. Liklegt er, að bæði Seyðfirðingum og Reyðfirðingum sé nokkurt keppi- kefli að fá ferjuna til sin, en þar mun ráða, hvor staðurinn Færeyingum finnst hagfelldari. Tilkoma ferjunnar er ánægjuefni. Norðurlanda- þjóðir hafa á seinni árum verið að tengjast æ nánari böndum á margan hátt og taka höndum saman um ýmis verkefni. Veigamikil rök hniga að þessari þró- un mála — lega landanna, skyldleiki þjóðanna, samfléttuð saga, sameiginleg menning, likur hugs- unarháttur, svipuð viðhorf á flestum sviðum og sið- ast en ekki sizt gagnkvæm vinátta. íslendingar hafa að sinu leyti fundið, þegar á hefur bjátað til muna, eins og til dæmis i Vestmannaeyjagosinu, að þeir eiga ósviknum vinarhug að mæta um öll Norður- lönd. Okkur þarf ekki að koma á óvart, þótt þjóðum heims finnist smátt til um það, hvorum megin hryggjar við liggjum, en á Norðurlöndum vitum við, að öðrum augum er til okkar litið. Það, sem horfir til aukinnar samvinnu og kynningar okkar og annarra Norðurlandaþjóða, er fagnaðarefni. Hér megum við einnig hafa Færeyinga i huga sér- staklega. Lengi vel var fátitt, að Islendingar gerðu ferð til Færeyja. Með tilkomu flugsamgangna milli landanna breyttist þetta þó verulega, og hefur margt íslendinga lagt leið sina til Færeyja i seinni tið. Nú verður bilferjan nýr tengiliður milli íslands og Færeyja, og má fastlega vænta þess, að tilkoma hennar örvi íslendinga til Færeyjaferða, og þá ekki sizt Austfirðinga. Minnast má þess, að Færeyingar hafa á siðari ár- um unnið stórvirki til samgöngubóta heima fyrir, þótt aðstaðan sé afar erfið — vegað eyjarnar, brúað sund og eignazt ferjur. Er öll vegagerð þeirra unnin af sérstakri snyrtimennsku, sem gestsauganu dylst ekki. En raunar er snyrtimennska ótvirætt einkenni færeyskra byggða, svo að viða er til hinnar mestu fyrirmyndar. Á sama hátt og gera má ráð fyrir, að íslendingar noti ferjuna til þess að leita kynna við nýtt fólk i nýju umhverfi, munu fleiri Færeyingar en áður nota tækifærið til skyndiferðar hingað til lands. Við bjóðum þá velkomna. En einkum bjóðum við vel- komna til Austfjarða gömlu mennina, sem forðum voru þar við útróðra á sumrin, ef þeim kynni að bregða fyrir, og niðja þeirra. —JH Newsweek: Herinn fer með völd í Portúgal næstu ár Stjórnmálahreyfing hersins er um margt sundur- þykk, en sameinast um völdin STJÓRNMALAHREYF- INGU hersins i Portúgal hefir or6i6 afar vel ágengt. Hug- sjónarikir, ungir foringjar innan hreyfingarinnar stóðu aö baki stjórnarbyltingarinn- ar þar fyrir réttu ári. Þeim tókst aö gera byltingu meðal fátækustu og frumstæðustu þjóðar i Evrópu og leystu á svipstundu upp fimm alda gamalt nýlenduveldi. Með þessu tiltæki hefir hreyfingin gjörbreytt valdahlutföllum bæði i Suður-Evrópu og Afriku. Hverjir eru svo aðilar að Movimento das Forcas Ar- madas, og hverju stefnir hún að í raun og veru? Þetta er stjórnmálahreyfing innan landhers, flota og flug- hers Portúgals og félagarnir eru milli eitt og tvö þúsund. Flestir þeirra urðu róttækir er þeir höfðu verið sendir til Afriku hvað eftir annað, þar sem þeim var skipað að vernda nýlenduveldi gegn skæruhernaði, sem staðið hafði i þrettán ár, og Portú- galir hlutu sýnilega að verða að láta þar i minni pokann fyrr eða siðar. Mjög margir undir- menn þessara foringja gerð- ust liðhlaupar og þegar foringjarnir komu heim til Portúgals komust þeir að þvi, aö landsmenn voru yfirleitt jafn þreyttir á nýlendu- styrjöldinni og þeir sjálfir, — en litu samt niður á þá. FÆSTIR herforingjanna höfðu lesið sér til um stjórn- mál, hvað þá kynnt sér kenn- ingar Marx af gaumgæfni. Flestir þeirra komust fyrst i kynni við raunverulega rót- tækni i bæklingum um Mao og Che Guevara, en frelsis- hreyfingarnar,sem þeir börð- ust gegn i Afriku, höfðu gefið þessa bæklinga út. Herforingjarnir, sem hleyptu stjórnmálahreyfingu hersins af stokkunum og stjómuðu henni, kepptu ekki að öðru i fyrstu en hækkuðum launum hermanna. ,,Ef til vill hefði aldrei komið til april- byltingarinnar i Portúgal ef Salazar og Caetano hefðu ekki verið jafn nánasarlega naum- ir á laun foringjanna i hernum og þeir voru”, er haft eftir hermálasérfræðingi við eitt sendiráðið i Lissabon. EN byltingin var gerð og lánaðist, og stjórnmála- Vasco dos Santos Goncalves Otelo Saraiva de Carvalho hreyfing hersins gerði Antonio de Spinola hershöfðingja um- svifalaust að fyrsta forseta hinnar nýju stjórnar. Til þess lágu tvær ástæður: Spinóla hafði vakið alheims- athygli með nýútkominni bók sinni: „Framtið Portúgals”, þar sem hann krafðist þess, að nýlendunum yrði veitt sjálf- stæði smátt og smátt. I öðru lagi átti valdataka hans að sannfæra hina hóf- samari liðsmenn um, að rót- tæk öfl væru ekki potturinn og pannan i byltingunni. HERFORINGJARNIR i stjórnmálahreyfingu hersins hétu þvi skömmu eftir að byltingin var um garð gengin, Francisco da Costa Gomes og Antonio de Spinola að „hverfa til herbúðanna að nýju” áður en langt um liði. Þeim tókst hins vegar að sjá svo um, að öll völd skiptust milli borgaralegra afla og hersins með þeim hætti, að fulltrúar hersins höfðu hvar- vetna undirtökin. Francisco da Costa Gomes hershöfðingi, sem tók viö völdum af Spinóla, er undir- förull en engan veginn glæsi- legur leiðtogi. Hann er sextug- ur að aldri og hefir ekki verið talinn fylgjandi róttækasta hópi hinna ungu foringja, en hann hefir gætt þess vendilega að lenda aldrei i andstöðu við þá. Hann hefir fyrst og fremst lagt sig fram um að skipa fylgismenn sina i æðstu valda- stöður i hernum. Framagirnin hefir raunar ávallt verið höfuðeinkenni Costa Gomes. Hann hlaut meira að segja viðurnefnið „Júdas” meðan hann stundaði nám við háskóla hersins i Portúgal. ANNAR valdamesti maður- inn i Stjórnmálahreyfingu hersins, næstur Costa Gomes, er Vasco dos Santos Gon- calves hershöfðingi. Hann er fimmtfu og þriggja ára að aldri og gegnir stöðu forsætis- ráðherra. Goncalves er alveg einstakur eljumaður og hefir vakið skelfingu miðstéttanna með hugsjónalegri ákefð sinni, enda óttast margir, að hann sé kommúnisti. En Goncalves hefir um nokkurt skeið verið að þokast nær hóf- sömum sósialistum, en þeir eru fjölmennir innan Stjórn- málahreyfingar hersins. En fleiri hershöfðingjar keppa sýnilega að æðstu völd- um innan Stjórnmála- hreyfingar hersins. Þar ber einna mest á Otelo Saraiva de Carvalho hershöfðingja, en hann hefir með höndum yfir- stjórn leyniþjónustunnar. Hann er fæddur i Mozambique og dugnaður hans og skjótur frami innan hersins hefir gert hann að eins konar þjóðhetju, enda er hann einn af valda- mestu leiðtogum Stjórnmála- hreyfingar hersins. STJÓRNMALAHREYFING hersins er fámenn, en innan hennar hafa eigi að siður þeg- ar orð’ð mikil átök, bæði milli einstakra manna og stjóm- málastefna. Vinstri öflin virtust ná yfir- höndinni eftir hina misheppn- uðu byltingartilraun um miðj- an marz, en þó er enn innan hreyfingarinnar allstór hópur foringja, sem helzt verður að telja hægra megin við miðju i stjórnmálum. En mikill meirihluti foringjanna virðist enn óráðinn og hefir alls ekki hallast að neinni ákveðinni hugsjónastefnu i stjórnmálun- um. En þrátt fyrir óljós og sundurleit stjórnmálaviðhorf að ýmsu leyti virðast allir for- ingjar i Stjórnmálahreyfingu. hersins sammála um eitt atriði: Þeir ætla sér alls ekki að láta nein önnur öfl ráða ör- lögum Portúgals að sinni. Borgari einn i Lissabon komst þannig að orði um miðj- an marz: „Að minu áliti er Stjórn- málahreyfing hersins að verða helzt til hrifin af völdun- um”. Og maður þessi verður ekki með nokkru móti sakaður um að taka meira upp i sig en efni standa til.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.