Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 15

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 15
TÍMINN 15 Fimmtudagur 17. april 1975. Ferðamála- ráð mót- mælir flugvallar- gjaldinu Á fundi ferðamálaráös, sem haldinn var sl. miðvikudag, var einróma samþykkt að vara alvar- lega við álagningu skatts i formi flugvallargjalds. Þá segir i áliti Ferðamálaráðs, að ef skattleggja ætti flugferðir til útlanda frekar en orðið er, mundi það draga úr ferðafjölda milli tslands og ann- arra landa, og þar með veikja fjárhagslega þá islenzku aðila, sem nú halda uppi reglulegum ferðum við umheiminn. Þessir islenzku aðilar eru nú i íarðri samkeppni við fjársterka irlenda aðila, sem greiða ekki íema hluta þess flugvallagjalds, sem gert er ráð fyrir i efnahags- tillögum rikisstjórnarinnar. Hinn fyrirhugaði skattur er, þegar, af framangreindum ástæðum, til skaða islenzkum hagsmunum. Þá mundi hinn hugsaði flug- vallarskattur sennilega fæla er- lenda ferðamenn frá þvi að koma til íslands, auk þess sem áætluð upphæð skattsins er hverfandi lit- ill hluti til úrbóta á yfirstandandi alvarlegu efnahagsástandi i land- inu. Það er von Ferðamálaráðs, að til framangreindrar skattheimtu verði ekki gripið, hins vegar verði að þvi unnið, að tekjur islendinga af erlendum ferðamönnum aukist þannig, að við öflum a.m.k. þess gjaldeyris af ferðamannamóttök- unni, sem það kostai\að veita is- lendingum það frelsi til utan- landsferða, sem þegnar frjálsrar þjóðar óska sér til upplyftingar og til að kynnast öðrum þjóðum. 4H jdlparstofnun kirkjunnar og Rauði krossinn: Söfnun til hjálpar bág- stöddum í Indó-Kína HJALPARSTOFNUN kirkjunnar og Rauði krossinn er að hefja svo- nefnda Indó-Kina fjársöfnun, til hjálpar bágstöddum á ófriðar- svæðunum. Allar Noröurlanda- þjóöirnar eru með svipaðar safnanir i gangi, og er stofnaö til þessarar fjársöfnunar samkvæmt beiðni frá Alkirkjuráðinu og Alþjóða rauða krossinum, sem hafa hjálparsveitir á þessum svæðum. Fjárframlög má leggja inn á gíróreikning Hjálparstofnunar kirkjunnar 20002, og giróreikning Rauða krossins 90002, en auk þess er f járframlögum veitt móttaka á Biskupsstofu, og á skrifstofu Rauða krossins. Sæluviku lokið Gó Sauðárkróki — Sæluviku Skagfirðinga er nú lokið, en henni lauk á sunnudagkvöld með fjölsóttum dansleik i fé- lagsheimilinu Bifröst, þar sem hljómsveit Geirharðs Valtýs- sonar lék fyrir dansi. Menn eru almennt mjög hressir eftir sæluvikuna og lifa i endurminn- ingunni þangað til sú næsta verður. Aðsókn var mjög góð að öllum skemmtununum, og nokkuð var um aðkomufólk, sem sótti þær, en samt ekki eins mikið og oft áður, og er þar sennilega um að kenna köldu og leiðinlegu veðri. Tíminn er peningar y% af fjórum ' dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 640—13 Kr. 5.090 Kr. 4.820 700—13 5.410 5.130 615/155—14 4.020 3.810 5,0—15 3.570 3.330 560—15 4.080 3.870 590—15 4.730 4.480 600—15 5.030 4.770 Jeppahjólbarðar: 600—16/6 4.930 4.670 650—16/6 6.030 5.710 750—16/6 7.190 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 16.970 16.080 af tveim dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 5% 10% 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 135—13 4.230 4.010 145—13 4.290 4.060 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 175—13 5.740 5.440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 5.850 185—14 7.250 6.870 215/70—14 10.980 10.400 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 3.820 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450 4.220 590—13 4.150 3.930 5% TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/F AUÐBREKKU 44-46 SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.t. Óseyri 8 Egilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar VERÐTILBOD til l.mai!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.