Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 17. april 1975. TÍMINN 17 Umsjón: Sigmundur Ö. Steinarsson .Super-Mac' skoraði 5 mörk á Wembley — þegar Englendingar unnu sigur (5:0) yfir Kýpur í gærkvöldi í Evrópukeppni landsliða MALCOLM MacDONALD — „Super-Mac”, eins og hann er kallaður, var heldur betur á skotskónum i gærkvöldi, þegar Englendingar unnu stórsigur (5:0) yfir Kýpur i Evrópukeppni iandsliöa. 68 þús. áhorfendur sáu þennan marksækna lcikmann senda knöttinn fimm sinnum i netið hjá Kýpur-búum. Englend- ingar fengu óskastart og eftir að- eins 2 min. var MacDonald búinn að senda knöttinn I netið og siðan komu fjögur mörk i viðbót frá honum — 35, 52, 55 og 87 mín. MacDonald opnaði marka- reikning sinn hjá enska landslið- inu þegar Englendingar sigruðu Tékka (3:0) á Wembley fyrir MALCOLM MacDONALD.... hef- ur skorað 6 mörk fyrir England i tveimur leikjum. stuttu i Evrópukeppninni. Þá voru fróðir menn sammála um að það mark væri fyrsta, en ekki það siðasta sem „Super-Mac” myndi skora fyrir England. Nú hefur MacDonald undirstrikað þessi orð og nú biða menn bara spennt- ir eftir næsta landsleik. Englend- ingar hafa nú loksins eignast markaskorara — en það hefur verið heitasta ósk þeirra undan- farin ár. STAÐAN STAÐAN er nú þessi i 1. riðli Evrópukeppni landsiiða í knatt- spyrnu: England ........3210 8:0 5 Portugal........10 10 0:0 1 Tékkóslóvakfa .... 1 0 0 1 0:3 0 Kýpur...........10 0 1 0:5 0 Ipswich-leikmaðurinn snjalli KEVIN BEATTIE lék sinn fyrsta landsleik i gærkvöldi og kom hann mjög vel út frá honum. Ann- ars var enska liðið skipað þessum leikmönnum: Peter Shilton (Stoke), Poul Madeley (Leeds), David Watson (Sunderland), Col- in Todd (Derby), Kevin Beattie (Ipswich), Colin Bell (Man. City), Alan Ball (Arsenal) fyrirliði, Alan Hudson (Stoke), Mike Channon (Southampton), Mal- colm MacDonald (Newcastle) og Kevin Keegan (Liverpool). ÞJALFARINN FEKK HJARTAÁFALL — og Wales-búar unnu Ungverja 2:1 í gærkvöldi Wales-búar unnu góðan sigur (2:1) yfir Ungverjum I gærkvöldi, þegar þjóðirnar mættust i Evrópukeppni landsliða f Búda- pest. Fyrir leikinn var útlitið ekki gott hjá Ungverjum, sem eru nú f miklum öldudal, — annar þjálfari liðsins þurfti að hætta, þar sem hann fékk hjartaáfall og hinn þjálfarinn var niðurbrotinn á taugum. Þetta hafði ekki góð áhrif á ungverska liðið, sem mætti til leiks með marga nýliða. John Toshack fór illa að ráði N-IRAR VORU EKKI -Á SKOTSKÓNUM— — þegar þeir sigruðu Júgóslava 1:0 í gærkvöldi BRYAN HAMILTON tryggði N-lrum sigur I leik gegn Júgó- slövum (1:0) f gærkvöldi, þegar þjóðirnar mættust á Windsor Park I Belfast f Evrópukeppni landsliða. Hamilton skoraði eina mark leiksins á 23. min. Þetta eina mark gefur ekki rétta mynd af leiknum, þvf að N-trar héidu uppi einstefnu að marki Júgó- slava, en þeir voru ekki á skot- skónum. Júgóslavar áttu aðeins eitt tækifæri f leiknum —Oblak (Hadjuk Split) skaut þá rétt yfir þverslá. Maður ieiksins var hinn snjalli Everton-leikmaður, Dave Clements, sem átti hreint og beint stórkostlegan leik. En Clements, sem er fyrirliði liðs N-lra, var . TTi... einnig gerður að „einvaldi” n.-frska landsliðsins i gær. Lið N-írlands var skipað eftir- töldum leikmönnum I gærkvöldi: Jennings (Tottenham), Rice (Arsenal), Nelson (Arsenal), Nicholl (Aston Villa), Hunter (Ipswich), Clements (Everton), Hamilton (Ipswich), O’Neill (Nott. For.), Spence (Bury), Mcllroy (Man. Utd.) og Jackson (Nott. For.). Staðan er nú þessi i 3. riðli Evrópukeppninnar: N-írland 3 2 0 1 4:2 4 Júgóslavfa.........2 1 0 1 3:2 2 Noregur ...........2 1 0 1 3:4 2 Svfþjóð ...........1 0 0 1 0:2 0 sinu á 13. min. leiksins, þegar hann misnotaði vítaspyrnu, sem John Mahoney hafði fiskað — hann var felldur inn i vitateig Ungverjanna. Kovecs Meszaros, markvörður, varði vitaspyrnuna frá Liverpool-leikmanninum — snilldarlega. Toshack bætti fyrir mistök sin stuttu siðar, þegar hann skoraði glæsilegt mark eftir sendingu frá Leighton James. Síðan bætti Mahoney öðru marki við f siðari hálfleik. Ever- ton-markvörðurinn snjalli Dai Davies lék sinn fyrsta landsleik fyrir Wales i gærkvöldi og stóð hann sig frábærlega 1 markinu og varði hvað eftir annað snilldar- lega. Hann réði þó ekki við skot frá Branikovitsá 77 min. og Ung- verjar minnkuðu muninn i 2:1. Lið Wales var skipað þessum leikmönnum: Daives (Everton), Page (Birmingham), Roberts (Birmingham), Thomas (Derby), Phillips (Cardiff), Mahoney (Stoke), Terry Yorath (Leeds) fyrirliði, Griffiths (Cardiff), Reece (Cardiff), Toshack (Liver- pool) og James (Burnley). Staðan er nú þessi I 2. riðli Evrópukeppninnar: Wales...........4 3 0 1 10:3 6 Austurriki .....4 2 1 0 4:2 5 Ungverjal.......4 112 5:6 3 Luxemborg....... 3 0 0 3 3:11 0 MacDougal opnaði marka- reikning JOHN TOSHACK... skoraði mark fyrir Wales, eftir að hafa misnot- að vitaspyrnu. JAFN- TEFLI ■ ■ ■ ■ ■ — hjú Val og Keflavík í gærkvöldi VALUR og Keflavik gerðu jafn- tefli (1:1) i Meistarakeppni KSÍ, þegar liðin mættust á Melavellin- um. Birgir Einarsson skoraði mark Valsmanna, en nýliðinn Kári Gunniaugsson jafnaði fyrir Keflvikinga, sem áttu meira i ieiknum. sinn — hann skoraði jöfnunarmark Skota (1:1) gegn Svíum MARKASKORARINN mikli frá Norwich TED MacDOUGALL tryggði Skotum jafntefli gegn Svium (1:1) i gærkvöldi, þegar þjóðirnar léku vináttuleik i knatt- spyrnu i Gautaborg. MacDougali, sem lék sinn fyrsta landsleik fyrir Skota, skoraði jöfnunarmarkið, þegar aðeins 5 niin. voru til leiks- loka, en áður hafði Jan Sjöeberg skorað mark Svfanna á siðustu min. fyrri hálfieiksins. Skotar léku án 5 leikmanna frá Leeds, en Biliy Bremner fyrirliði Skotiands og félagar hans i Leeds fengu fri vegna Evrópuleiksins gegn Barcelona á miðvikudaginn kem- ur. Það vakti nokkra athygli, þegar skozka liðið kom til Sviþjóðar, að Jock Stein, framkvæmdastjóri Celtic, var með i förinni. En sænsku blaðamennirnir fengu fljótlega skýringu á þvi — Willie Ormond.einvaldur Skotlands, tók Stein n»eð sér til Sviþjóðar, sem aðstoðarmanna. Sviar og Skotar háðu einnig landsleik, skipað leikmönnum undir 23ja ára aldri, i Gautaborg i gærkvöldi. Skotar sigruðu Svia — 2:1. „STRÁKARNIR HAFA ÆFT • • MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.I. 2ja herb. ibúð að verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. MJOG VEL I VETUR — og þeir hafa aldrei verið betri en núna", segir AAichal Vachum, þjdlfari júdóliðsins „Við gerum okkur vonir um að strákarnir standi sig vel I keppninni, þar sem þeir hafa æft mjög vel I vetur”, sagði Michal Vachum, þjálfari íslenzka júdó- landsliðsins, sem tekur þátt I Norðurlandameistaramótinu. Mótið verður haldið I Laugardals- höilinni um helgina, og er þetta i fyrsta skipti, sem NM er haldið hér á landi. tsiendingar hafa tvisvar sinnum áður tekið þátt i NM I júdó og I bæði skiptin staðið sig vei. Júdósamband íslands hefur leitazt við að vanda sem bezt til NM.enda verður mótið að teljast meiriháttar iþróttaviðburður hér á landi. Allur útbúnaður við keppnina er nýr og mjög vandað- ur — t.d. verða tveir fullkomnir keppnisvellir i Laugardalshöll- inni, samkvæmt ströngustu kröf- um. tslenzka júdó-landsliðið hefur æft mjög vel f vetur og undirbúið sig vel fyrir NM- mótið. Leikmennirnir hafa aldrei verið i betri æfingu en núna, en þeir hafa æft samkvæmt sérstakri áætlun I vetur, undir stjórn lands- liðsþjálfarnas — Michal Vachum 4. dan, sem hefur verið lands- liðsþjálfari undanfarin tvö ár og undir hans stjórn stóð landsliðið sig mjög vel á sfðasta NM — þá varð íslenzka sveitin i öðru sæti I keppninní.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.