Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 17.04.1975, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 17. april 1975. TÍMINN 19 0 Alþingi gjöfin verulega rýmkuð frá þvi sem er og framkvæmd öll gerð auðveldari, samræmdari um allt land og skriffinnskuminni með öðrum ákvæðum frumvarpsins. I stað þess, að endanleg ákvörðunartaka um fóstureyð- ingu var skv. lögum frá 1935 að lang mestu leyti i höndum yfir- lækna á fæðingadeild Landspital- ans i Reykjavik og fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri og skv. lögum frá 1938 i höndum Land- læknisnefndarinnar, munu kven- sjúkdómalæknar eða skurðlækn- ar á 12-13 sjUkrahUsum utan Reykjavíkur og 3-4 sjUkrahUsum i Reykjavik hafa þetta Urskurðar- vald i samvinnu við þá konu, sem æskir fóstureyðingar — konu sem getur rökstutt þennan rétt með tilvisun i skýr lagafyrirmæli. Ef þetta fyrirkomulag verður sjálfs- ákvörðunarrétti konunnar veru- legur fjötur um fót i framkvæmd, þá verð ég hissa. En tveggja lækna vottorðið er, að minu viti, nauðsynlegt frá samfélagslegum sjónarmiðum, m.a. vegna þess að SjUkrahUsa- kerfi landsins og starfslið þess er ekki undir það búið að mæta stór- auknum kröfum um fóstureyð- ingar, án þess að það koma niður á þjónustu við konur, sem haldn- ar eru sjúkdómum. Ég óttast nefnilega að frjálsar fóstureyð- ingar leiði til meira skeytingar- leysis um notkun getnaðarvarna, og að á fóstureyðinguna verði nánast litið sem getnaðarvörn i sjálfu sér, og ég óttast mikla fjölgun fóstureyðinga, sem afleið- ingu þess, að þær séu gefnar frjálsar. Erlend reynsla leyfir mér að álykta þannig. Skeytingarleysi 1 41. og 42 tölublaði sænska læknablaðsins frá 1973 eru grein- ar eftir kvensjúkdómalækninn Elisabet Sjövall, sem athugað hefur áhrif frjálsra fóstureyðinga á notkun getnaðarvarna i Gauta- borg. Kemst hún að þeirri niður- stöðu, að skeytingarleysið um notkun þeirra hafi verulega auk- izt þar. Af konum á aldrinum 16- 19 ára, sem fengu fóstureyðingu 1971, fengu 24,5% fóstureyðingu aftur innan hálfs annars árs. Þrátt fyrir hátiðlegar yfirlýs- ingar um, að slikt gerist aldrei á tslandi, er fróðlegt að hugleiða afleiðingarnar ef svo yrði. Á ís- landi eru um 42.000 konur á aldr- inum 15-44 ára. 1971-1972 notuðu 40% þeirra pilluna og 15% lykkju, eða samtals 55%, sem eru 23.000 konur, er nota öruggar getnaðar- vamir. Ef frjálsar fóstureyðingar leiddu til 10% minnkaðrar notk- unar getnaðarvarna, gætum við af þeim sökum fengið 230 óvel- komnar þunganir á einu ári, og hugsuðum við okkur 5% minnkun, væri möguleiki á 115 óvelkomnum þungunum á einu ári. Þannig gæti löggjöf, sem ætlað væri að leysa vanda fyrir fá- mennan hóp kvenna, orðið til að skapa sama vanda fyrir mörgum sinnum stærri hóp. Kæruleysið i þessum efnum er vitanlega ekki aðeins sök konunnar, heldur einnig, og ekki síður mannsins. Reynsla annarra þjóða Fjölgun fóstureyðinga i mörg- um löndum hefur verið mjög mikil, þar sem fóstureyðingar hafa i reynd verið gefnar frjálsar. Sem dæmi nefni ég þetta: Fóstureyð. Fóstureyð. 1969 1973 Danmörk 7.474 18.750 Finnland 8.175 23.200 Noregur 6.270 14.000 Sviþjóð 13.735 26.000 1 New York var með lögum frá 1970heimilað að eyða fóstri að ósk konu. Árið 1971 voru þar framkvæmdar 173.900 fóstureyð- ingar og árið 1972 urðu þær 228.100 talsins. Fóstureyðingar að ósk konu hafa verið heimilaðar i Japan frá þvi árið 1949. Á tfmabilinu 1949 — 1972 voru þar skráðar um 20 milljónir fóstureyðingar. Rann- sóknir á 1284 konum, sem fengu fóstureyðingu i Tókió á árunum 1967—1972 sýndu, að 60% þeirra fengu fóstri eytt i fyrsta skipti, en 31% þeirra höföu fengið fóstri eytt tvivegis áður eða oftar. Tálið er, að i 30% þeirra tilfella, þar sem um þungun er aö ræða, sé fóstri eytt þar i landi. Ég, eins og aðrir nefndarmenn, hefi fengið fjölda bréfa frá ein- staklingum, þar sem skorað er á mig að tryggja fullan sjálfs- ákvörðunarrétt konunnar um það, hvort hún ali barn það, sem hún elur undir belti eður ei. Af þvi sem ég hefi áður sagt er ljóst, að frumvarp þetta er mjög frjálslynt i þessum efnum og reynslan af framkvæmd hinna eldri laga bendir einnig til mikils frjáls- lyndis sbr. fjölgun fóstureyðingar i landinu. Landlæknir upplýsir, að aðeins 2% þeirra kvenna, er sótt hafa um fóstureyðingu s.l. 2 ár hafi gengið bónleiðar til búðar. Takmarkanir á sjálfsákvörð- unarrétti kvenna til fóstureyðing- ar samkvæmt þessu frv. eru ekki miklar að minu mati, en þær eru nauösynlegar vegna þjóðfélags- hagsmuna. Dæmi slikra tak- markana á sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga er að finna i fjölda tilfella i löggjöf siðaðra þjóða. Það leiðir af tillitinu til annarra og nauðsyn sambúðarreglna þar sem fleira fólk býr saman. Konan hefur með samþykkt þessa frv. skiran lögvarinn rétt til þess að fá fóstureyðingu af læknisfræðileg- um og félagslegum ástæðum. HUn þekkir þennan rétt sihn og byggir kröfur sfnar á honum og hún hefur það tryggt á marga vegu, að læknar geti ekki tekið þennan rétt af henni á löglausan hátt. Það er konan, sem tekur ákvörðunina um að leita læknis til þess að fá fóstureyðingu. HUn hefur nánast sjálfdæmi um þá ákvörðun, ef hún vill. Það er mat konunnar á eigin aðstæðum, sem lagt er til grund- vallar, þegar um er að ræða mat á félagslegum ástæðum. örvænta mætti öllu frekar um rétt barns- föðurins og fóstursins, sgm ekki viröist mikill skv. frv. en eiga þó vissulega hlut að máli. Fóstureyðingin ekki hættulaus i öðru lagi. Fóstureyðing er ekki hættulaus aðgerð og hefur áhrif á heilsu konu, likamlega og sálar- lega. Afstaða lækna og hjúkr- unarkvenna, sem gjörstþekkja til fóstureyðinga, hefur haft mikil áhrif á skoðanir minar um þetta deiluefni frumvarpsins. óhætt er að fullyrða, að stærstur hluti þessara heilbrigðisstétta sé and- vigur frjálsum fóstureyðingum. Aðalfundur L.í. s.l. haust lýsti einróma andstöðu við frjálsar fóstureyðingar. Félagsfundur sérfræðinga i kvensjUkdómum, haldinn 10. jan. 1974 lýsti einróma andstöðu við frjálsar fóstureyð- ingar. Fjöldi starfandi hjúkrunar- kvenna hefur einnig lýst andstöðu við frjálsar fóstureyðingar. sbr. undirskriftir 190 hjúkrunar- kvenna, sem barst Alþingi fyrir nokkrum dögum og þannig mætti áfram telja. Læknar og hjúkr- unarkonur eru i' reynd beinir aðil- ar að fóstureyðingu, þvi að þau eiga að framkvæma hana. Á rök þeirra ber þvi að hlýða og þeim er málið skylt. Hæfilegur áfangi í þriðja lagitel ég frv. eins og það nU er, hæfilegan áfanga i þró- un fóstureyðingalöggjafar hér á landi. Þegar ég segi hæfilegur áfangi, tek ég mið af þróun þess- ara mála meðal þjóða, sem okkur eru skyldastar og þjóðfélagshætt- ir likastir, þ.e. Norðurlöndin. Þvi marki, að fóstureyðing og ósk konu sé heimil skv. 1. er var nýl. náð og sums staðar er þessi heimild ekki i lögum eins og t.d. i Noregi. Ég tel eðlilegt að biða frekari reynslu þaðan,áðuren við stigum skrefið á enda, m.a. fyrir þá sök að við höfum fréttir af þvi að sumar þjóðir eins og Pólverj- ar, RUmenar og BUlgarar, sem lögleitt höfðu frjálsar fóstureyð- ingar eru nU horfnir frá þeirri leið. Sé maður f vafa um ágæti einhvers er það góð regla að hafa skrefið styttra en lengra. 1 april á siðasta ári lagði norska rikis- stjórnin fram frv. um fjölskyldu- mál o.fl., þar sem ráð var gert fyrir þvi að konan gæti sjálf ákveðið fóstureyðingu á fyrstu 12 vikum meðgöngutimans, en það náði ekki fram að ganga i Stór- þinginu. NU er unnið þar I landi að þvi að rýmka gildandi lög um fóstureyðingar og gera þannig Ur garði að viðurkenndar verði fé- lagslegar ástæður sem grundvöll fóstureyöinga og að samþykki eins læknis dugi til að fá fóstur- eyðingu gerða á 12 fyrstu vikum meðgöngutimans. í Finnlandi eru félagslegar ástæður grundvöllur fóstureyð- inga að ósk konu. Sé kona eldri en 40ára eða yngri en 17 ára eða hafi hún eignast 4 börn nægir sam- þykki eins læknis til að fá fóstur- eyðingu á sjúkrahúsi. Annars þarf samþykki tveggja lækna eða heilbrigðisyfirvalda. Þetta gildir til 16 viku meðgöngutimans. Þessar reglur gilda skv. lögum frá 1970. t Sviþjóð hefur konan ákvörð- unarrétt til þess að láta eyða fóstri á 12 fyrstu vikum með- göngutimans eftir að hafa haft samráð við lækni og fram að 18 viku meðgöngutimans eftir að hafa haft samráð við félagsráð- gjafa og lækni. Þessar reglur eru skv. lögum frá byrjun þessa árs þ.e. 1975. 1 Danmörku hefur konan fullan ákvörðunarrétt til þess að láta eyða fóstri á 12 fyrstu vikum meðgöngutimans. Þessar reglur gilda frá 1/10 1973. Það er þvi rangt, sem oft er haldið fram, að fóstureyðingar séu frjálsar á Norðurlöndum al- mennt. Deilan um ákvæði 9. gr. 1. i frv. eins og það er nU og eins og það var i fyrra, er e.t.v. i reynd meiri i oröi en á borði. Úr þvi mun reynslan skera. Deilan stendur um það, hvort aðgerðarlæknir eigi að hafa rétt til þess að neita um fóstureyðingu, sjái hann enga frambærilega ástæðu fyrir nauð- syn aðgerðar. Ég held, að enginn ábyrgur læknir taki slika ákvörð- un nema að vel athuguðu máli og hlýtur afstaða hans að mótast af áhættunni, sem aðgerð er sam- fara og hins vegar þvi hvaða vanda fóstureyðing eigi að leysa. Telji kona Urskurð læknis rangan getur hún áfryjað honum til nefndar þriggja manna skv. 28. gr., er Urskurði ágreiningsefnið innan viku. Ég tel þetta ákvæði eðlilegt,um sinn a.m.k., af ástæö- um sem ég hefi gert grein fyrir”. Bræðslu lokið í Eyjum MJOG tregur afli hefur verið hjá netaveiðibátum i Vestmannaeyj- um á verliðinni. 1 gærkvöldi, 15. april, lauk bræðslu i Fiskimjöls- verksmiðjunni i Eyjum, en þar hefur verið brætt óslitið siðan 9. janúar. DoublelocK Kúlutengi Dráttarkúlur 50 Flexitor Fjaðrabúnaður fyrir léttar kerrur \imaai SfysfdwMi k.f. Suðurlandsbraut 16/ simi 35200. Selfoss Fundur um hrer Eyrarvegi 15. H: .. ________________________________ og Eggert Jóhannsson ræða um störf hreppsnefndar og svara fyrirspurnum. Fundurinn er öllum opinn. Framsóknarfélag Sel- foss. hreppsmál miðvikudagskvöld 16. april kl. 20,30 að 5. Hreppsnefndarmennirnir Hafsteinn Þorvaldsson r Arnesingar Sumarfagnaður Framsóknarfélaganna verðurhaldinn að Borg i Grimsnesi miðvikudaginn 23. april kl. 21 (síðasta vetrardag) Dagskrá: 1. Avarp flytur Halldór E. Sigurðsson landbúnaöar- ráðherra. 2. Ræöu flytur Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaöur. 3. Gamanþáttur Jörundar. 4. Tvöfaldur kvartett syngur. 5. Dans, hljómsveit Gissurar Geirs leikur. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. N--------------------------------------------- M $ K Læknaritarar l.fUs' f'-' ‘:t.v *.#. f*.., v'v/, ■ - J. Stööur læknaritara i Borgarspitalanum eru lausar til umsóknar. StUdentspróf eða önnur sambærileg menntun æskileg. Vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknir skulu sendar til skrifstofustjóra eigi siöar en 22. aprll n.k. m 8 & iCr [fij ' * t \ > Reykjavik, 16. apríl 1975. Reykjavik, 16. april 1975. Borgarspitalinn. Kópavogsbúar Óskum að ráða i eftirtalin störf: Vörubifreiðastjóra með meira próf og þrjá menn i verksmiðju við framleiðslu. Upplýsingar hjá verkstjóra föstudaginn 18. og mánudaginn 21. þ.m. frá kl. 13—16. Málning h.f. Kársnesbraut 32 — Kópavogi. 1 x 2 — 1 x 2 33. leikvika — leikir 12. aprll 1975. Úrslitaröö: 212 — 111 — 112 — 11X 1. VINNINGUR: 11 réttir — kr. 24.500.00 149 2020 5618 5950 10715 11973 12470 + 35684 36193 36975 37282 2. VINNINGUR: 10 réttir — kr. 1.200.00 11 + 3329 6335 10457 35559 36187 + 37161 88 3501 6337 11160 35567 36187 + 37253 149 3847 + 6390 11350 35619 36193 37256 579 3936 6771 + 12130 + 35635 36193 37305 1726 4997 6778 12158 35639 36193 37317 1727 5087 6849 12423 35647 36390 37317 1835 5409 35009 35847 36705 37317 2001 5411 7230 35086 35930 36841 37539 2026 5618 8096 35086 35966 36852 + 37725 2093 5703 8605 35086 36023 + 36915 37829 2252 6025 9528 35120 36071 36918 38185 2375 6139 9662 35291 36082 36918 38185 2798 6253 10321 35370+ 36151 36986 38274 3286 6303 10322 + 35466 36178 36986 + nafnla Kærufrestur er til 5. mai kl. 12 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyöublöð fást hjá umboösmönnum og aðalskrifstofunni. Vinningsupphæöir geta lækkaö, ef kær- ur verða teknar til greina. Vinningar fyrir 33. leikviku veröa póstlagöir eftir 6. mai. Handhafar nafnlausra seöla veröa aö framvisa stofni eöa senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilis- fang til Getrauna fyrir greiösludag vinninga. GETRAUNIR — Iþróttamiöstööin — REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.