Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Bílsturtur Dælur Drifsköft HF HORÐUR 6UNNARSS0N SKuLATUNl 6 - SÍMI (91)19460 BLONDUVIRKJUN: 88. tbl. — Föstudagur 18. aprill975—59. árgangur. Landvélarhf 50 KM3 LANDS UNDIR LÓNIÐ gébé Rvlk — Eitt brýnasta verk- efni i Húnaþingi, er að leysa þann geigvænlega orkuskort er hrjáir héraöiö. — Allt bendir til þess, aö hagkvæmt sé að virkja Blöndu, og eru rannsóknir þar aö lútandi i fullum gangi, aö sögn Jakobs Björnssonar, orkumálastjóra. Eini ókosturinn við Blönduvirkj- un er sá, að mikið afréttarland fer undir vatn eða um 50 ferkm. Rannsóknarstofnun Landbúnað- arins hefur verið falið að kanna á- hrif hugsanlegrar virkjunar á beit og gróður, en fundur verður haldinn með heimamönnum, á- samt fulltriium iðnaðarráðuneyt- isins og orkumálastjóra, á Blönduósi i næstu viku. Verður þar gerð grein fyrir virkjuninni og hvernig hún er fyrirhuguð i stórum dráttum, luín kynnt heimamönnum, og athuguð við- brögð þeirra, sem eiga þarna af- réttariand, sem myndi fara undir vatn. Rannsóknarstofnun landbúnað- arins hefur verið falið að kanna á- hrif Blönduvirkjunar á beit og gröður, og mun sU vinna vera á lokastigi. Athugað mun vera, hve mikil skerðing verður á afréttar- landi bænda. Siðar mun svo vera rætt um bætur til bænda, ef þeir verða fyrir tjóni vegna virkjunar- innar. Bætur geta orðið i einu eða öðru formi, annaö hvort bætt i fé, eða að ræktað verði upp land i stað þess sem undir vatn fer, en enn er of snemmt að tala um hugsanlegt samkomulag milli yfirvalda og bænda um þetta atr- iöi. Afstaða þessi skýrist öll eftir fyrirhugaðan fund á Blönduósi, eins og áður er sagt frá. jFramhald á bls. 8. 17.500 FERM. VORU- SKEMMUR RÍSA SENN FB-Reykjavík. Miklar bygginga- framkvæmdir standa mí yfir inni viö Elliðavog, nokkru fyrir innan Kleppsspitalann, en þar er verið aö reisa miklar vöruskemmur á vegum Innflutningsdeildar Sam- Kortið sýnir hina fyrirhug- uðu Blönduvirkjun og lónið (1), sem verður. Vatninu verður veitt um Þrlstiklu (2) Austur-Friðmundarvatn (3) og Gilsvatns (4) til stöðvar- hússins (5). Frá stöðvarhús- inu eru aðeins um 8 km I byggðallnuna, sem merkt er með brotnu striki efst á kort- inu. TILHÆFULAUS ROGBURÐUR" n SJ-Reykjavik „Hvað er það, sem knýr lækni, sem áður hefur ekki hvað sízt hampað heiðri og sið- ferðisvitund læknastéttarinnar I málflutningi si'num,til að beita i rökræðum tilhæfulausum róg- burði í garð þeirra, sem eru á annarri skoðun? Það virðist helzt sem læknirinn skeyti hvorki um skömm né heiður". Svo fórust Ellsabetu Gunnarsdóttur i mið- stöð Rauðsokka orð I gær, er við leituðum umsagnar félaga I Rauðsokkahreyfingunni um um- mæli Guðmundar Jóhannessonar læknis I umræðuþætti um fóstur- eyöingar í sjónvarpsþætti á mið- vikudagskvöld. Guðmundur sagði þa m.a. að Rauðsokkar hefðu hvatt ungar konur til dð fara til Englands til fóstureyðingar án þess að freista þess fyrst að fá leyfi til aðgerðarinnar hér heima. Kvaðst Guðmundur þekkja dæmi um þetta. Tilgangur Rauðsokkahreyfing- arinnar með þessu hefði verið að geta fært fram tölur um mikinn fjölda islenzkra kvenna, sem leit- aði fóstureyðinga erlendis, þvi máli til stuðnings að fóstureyð- ingar yrðu gefnar tiltölulega frjálsar hér á landi. — Þetta eru óheiðarleg vinnubrögð, sagði Guðmundur Jóhannesson læknir ennfremur i sjónvarpsþættinum. „Við I Rauðsokkahreyfingunni hljótum að lýsa undrun okkar á grófum aðdróttunum Guðmundar læknis. Sllku verður ekki unað á- tölulaust og munum við svara þessu nánar á opinberum vett- vangi", sagði EHsabet Gunnars- dóttir ennfremur I gær. bands isl. samvinnufélaga. Verð- ur þarna um að ræða 17.500 fer- metra hús, en kjallarinn undir þvi er 4.500 fermetrar að flatarmáli. BUiö er að ganga frá kjallaran- um, og reisa siilurnar, sem vegg- irnir verða reistir upp við, en ekki er gert ráð fyrir, að lokið verði við bygginguna, eða hUn tekin i notk- un, fyrr en eftir tlu til tólf mánuði. Myndin sýnir veggsUlurnar, sem þegar er bUiö að reisa. Sauðkræklingar hefja framleiðslu á sérstökum Færeyingamör Gsal-Reykjavik — Kaupfélag Skagfirðinga á Sauðárkróki hefur tekið upp þá nýbreytni í starfi sinu, aö vinna mör á sérstakan hátt til útflutnings ;i Færeyja- markað. Hér er um að ræða soð- inn mör, svonefndan Færeyja- mör, og þykir frændum okkar hann mikið lostæti. Þá hefur Framhald á bls. 8. Reykjavíkurborg: VANTAR 700 AAILLJÓNIR í ÁÆTLUN MEIRIHLUTANS ÞRÁTT FYRIR NIÐURSKURÐ Á FRAMKVÆMDUM VIÐ NÝ BYGGINGASVÆDI OG FRAMLÖGUM TIL FÉLAGSMÁLA BH—Reykjavík — A borgarstjórnarfundi I gær var til um- ræðu niðurskurðurinn á fjárhagsáætlun borgarinnar, og deildi Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, hart á meirihlutann fyrir það, hvernig að mál- um hefur verið staðið. — Það er komið á daginn, sem ég spáði I desember, að fjárhagsáætlun Reykjavfkur, eins og þá var gengið frá henni, myndi ekki standast lengi, sagði Kristján Bene- diktsson I ræðu sinni. Nú vantar tæpar 700 milljónir króna til þess að ná endunum saman. Þessar 700 milljónir eru þannig til komnar, að vegna almennra verðhækkana I launagreiðslum og fleira vantar 300 milljónir, I aukinn halla á rekstri strætisvagnanna vantar 170 milljónir, og slðan eru 220 milljónir, sem reiknað er með að verði sem aukning á óinnheimtum eftirstöðvum tekna um áramót. Samtals gerir þetta um 700 milljónir króna. Meirihluti borgarráðs hefur lagt fram tillögur um, hvernig bregðast eigi yið þessari fjárvöntun. Tillögur meirihlutans eru þær, að fjármagn til gatnagerðar verði lækkað um 170 milljónir, framkvæmdir við skólabygging- ar, heilbrigðisstofnanir, Iþróttamannvirki og til fram- kvæmda á sviði félagsmála verði lækkaðar um tæpar 300 milljónir. Sparað verði á rekstrarliðum, aðallega þannig aö frestað verði ráðningu nýrra starfsmanna, sem bUið var að áætla fyrir o.fl., og nemi sá sparnaður 60 milljón- um. Þá liggja nU fyrir nákvæmar upplýsingar um tekjurn- ar, og er talið, að tekjur borgarsjóös muni að óbreyttum reglum geta orðið 66 milljón krónum hærri en áætiað var I desember. Þessi f járhagsvandræði borgarinnar eiga sér að sjálf- sögðu fleiri en eina ástæðu. Þar má meðal annars nefna siðustu gengisfellingu, og dýrtlðaraukningu af hennar völdum, skuldasöfnun borgarinnar á siðastliðnu ári, sem gerir henni erfiðara fyrir að rétta Ur kUtnum, og glfurleg- an kostnað viö rekstur borgarinnar. 1 þvi sambandi má benda á, aö fram kom i desember sl„ þegar f járhagsáætl- unin var samþykkt, að af 6 þUs. millj. króna áætluðum tekjum á þessu ári færu hátt I 5 þUs. millj. I reksturinn. Á góðu árunum var slður um það hugsað að halda rekstrin- um I skefjum. NU reynist hins vegar erfitt að feta sig til baka, þrátt fyrir dálitla tilburði I þá átt. Af 60 milljónum, sem ráðgert er að spara I rekstrinum nUna, eru 52milljónir minnkun á gatnalýsingu, þannig að aðeins er um að ræða raunverulegan sparnað upp á 8 millj., eða 0,2% af heildarrekstrarkostnaði. Sé niöurskurðurinn sundurliðaður I helztu liði, Hta þeir þannig Ut: Fræðslumál................................. 13,2 millj. Listir, Iþróttir og Utivera.................... 65,6 millj. Heilbrigöismál.............................. 11,0 millj. Félagsmál.................................. 200,0 millj. Ahaldakaup................................. 7,0 millj. Lægri tala til afborgana..................... 100,0 millj. ( Þessi sfðasta tala er þannig til komin, að kosningavlxl- illinn, sem var upp á 600 milljónir, var til 3ja ára. NU er I athugun hvort ekki sé hægt að fá að greiöa hann á 5 árum). En hversu alvarlegur, sem þessi niðurskurður er, hlýtur það þó að teljast alvarlegast, hversu mjög er skorið niður á sviði framkvæmda við ný byggingasvæði, en þetta hlýt- ur óhjákvæmilega að stuðla að þvl, að enn færri lóðir verði til Uthlutunar næstu árin, og enn færri lóöir tilbUnar hjá Reykjavlkurborg. Niðurskurðurinn nær m.a. til þriggja nýrra byggingasvæða, sem eru þessi, niðurskurðar- upphæðin I milljónum fylgir: Eiðsgrandi................................... 2,5 millj. Stokkaselshverfi I Breiðholti II............... 10,0 millj. Seláshverfin................................ 41,7 millj. Þetta þýðir það, að byggingarframkvæmdum hlýtur að seinkaaðminnstakostiumeittár.ogmá öllum ljóst vera, hver alvara er á ferðum. Við fulltrUar Framsóknarflokksins I borgarstjórn höf- um, I samráði við borgarfulltrUa Alþýðubandalagsins, borið fram ýmsar breytingartillögur. Við óttumst niður- skurð framkvæmda á nýbyggingarsvæöum. Við viljum ekki fella Stokkaselshverfið Ut af áætluninni. Tillögur okk- ar ganga Ut á það, að niðurskurður við þjónustustofnanir borgarinnar verð minni. Við leggjum áherzlu á atvinnu- aukandi framkvæmdir, sem gætu til dæmis orðiö til þess aö efla Vinnuskólann, ef þröngt yrði meö unglingavinnu I sumar. Hins vegar viljum við fá meiri tekjur. 100 milljónir I hækkuðum aðstöðugjöldum, og einnig viljum við láta hækka gjöld af kvöldsöluleyfum, sem verið hafa óbreytt I 10-12 ár. Breytingartillögur borgarfulltrUa Framsóknarflokksins og Alþýðubandalagsins við niðurskurðartillögur meiri- hlutans eru þessar: Tekjur: Þris.kr. Þús.kr. tstað: Koini: Kvöldsöluleyfi.......................... 1.000 5.000 Aðstöðugjöld 827.000 926.000 Gatnageröargjöld....................... 219.400 237.100 Gjöld: Nýbygging gatna............... ...... 366.393 327.243 Nýbygging holræsa.................... 150.560 138.720 Eignabreytingar. Gjöld: Byggingarframkvæmdir. Skólabyggingar........................ 589.800 639.800 Hluti rikissjóðs........................ 325.000 331.000 Nýir leikvellir.......................... 10.000 23.500 Barnaheimili 52.000 82.000 Framlag til stofnana 1 þágu aldraðra............................... 68.000 100.000 Framlag til Framkvæmdasjóðs, þar af kr. 25.000 þUs. v/togarakaupa ........................ 100.000 125.000 Nýr liður: Til atvinnuaukandi framkvæmda eftir nánari ákvörðun atvinnu- málanefndar og borgarráðs 0 22.190

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.