Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Föstudagur 18. april 1975. Klaustur notað sem greiðsla fyrir oiíu Vel getur svo farið, að eftirlfk- ing forns klausturs verði senn hvað liður flutt frá Frakklandi til Abu Dhabi, og verði þar not- að sem greiðsla fyrir oliu frá Persaflóa. Haldin var sam- keppni meðal arkitekta i Evrópu um eftirlikingar gamalla bygginga, og svo virð- Það er kominn vorhugur í fólk Okkur dettur I hug, hvort texti dagsins hjá þessum glaðlega presti hefur verið”.... stökkv- andi yfir fjöllin, hlaupandi yfir hæðirnar.” (úr Ljóðaljóðum Salómóns). Þessi mynd af létt- fættu ballett-stúlkunni og káta prestinum birtist nýlega I brezku blaði, en myndatextinn var tilvitnun i Sal. 2-8. ist, sem klausturteikning frá Frakklandi hafi helzt hlotið náð fyrir augum oliujöfranna þarna austur frá. Það var arkitekt að nafni J.C. Bruel, sem kom með hugmyndina að klaustrinu, sem á að vera eins og kiaustur frá Suður-Frakklandi, en áhrif frá Aröbum koma greinilega fram i byggingarstilnum. Sendinefnd heimsótti nýlega Abu Dhabi, og ætlunin er að hún fari einnig til annarra Arabalanda, þar sem er gnægð oliupeninga, og menn hafa látið i ljós áhuga á þvi að kaupa eftirlikingu af klaustri sem þessu. Þá hafa frönsku framleiðendurnir látið i ljós þá skoðun, að vel geti komið til greina að selja klaustur til Bandarikjanna, og jafnvel Jap- ans. Ætlunin er, að byggingarn- ar verði að utan rétt eins og þær væru byggðar i fornöld, en inn- an dyra eiga þær að vera mun nýtizkulegri, með loftkælingu og öilu tilheyrandi. Steinninn yrði hb'gginn til hver og einn i Frakk- landi, og siðan yrði allt hafur- taskið sent til viðkomandi lands, og þar yrðu byggingarnar settar saman, rétt eins og legokubba- hús. Færanlegur mengunarmælir Verksmiðja nokkur i Smolensk hefur hafið framleiðslii á færan- legum, elektórniskum mengunarmælum, sem á 50 sek. telja allt að 5000 ör- smáar rykagnir. Mælir þessi verður i framtiðinni notaður i öllum borgum Sovétrikjanna. * Snjór og blómstrandi magnólítré Á svæðinu umhverfis Sotji, sem er þekktur sumarleyfis- og hvildarstaður á Kákasusströnd Svartahafsins, snjóaði nú i febrúar, jafnframt þvi að gekk á með miklu þrumuveðri. Nú þekur snjórinn hinn si'græna gróður, sýprusvið, pálma og magnóliutré, sem einmitt blómstra i febrúar. Þegar Lana var ung Flestir kannast við Lana Turn- er, sem var fræg leikkona i kvikmyndum áratugum saman, en hún varð fræg á striðsárun- um og ófáir voru þeir bragga- veggir hermanna um viða ver- öld, þar sem hún átti heiðurs- sæti. Þegar hún komst i sviðs- ljósið, þá tók auglýsingastofa að sér að kynna hana fyrir kvik- myndafélagið, sem hún var ráð- in hjá. I þeirri kynningu var sagt, að Lana hefði verið á is- sjoppu i rólegheitum að fá sér Is, þegar kvikmyndastjóri einn rakst þar inn og varð svo hrifinn af ungu stúlkunni, að hann réð hana á svipstundu. Þessi frétt varðtil þess að skriða af falleg- um stúlkum viðs vegar að úr Bandarikjunum fór af stað og gerði innrás i Hollywood. Þar sátu þær á börum, Isbörum, kaffihúsum og öðrum slikum stöðum og biðu eftir þvi að ein- hver leikstjórinn uppgötvaði yndisleik þeirra. Það var auð- velt fyrir leikstjóra á þessum árum að ná sér f aukaleikara fyrir litið kaup, og jafnvel vin- konur, þó svo að það væri aðeins eina og eina nótt. Þeir óðu alveg I fallegum stúlkum, eins og einn leikstjóri segir i ævisögu sinni. En sá hinn sami segir einnig I frásögn sinni, að Lana Turner hafi alls ekki verið uppgötvuð á þann hátt og alltaf hefur verið sagt, heldur hafi hún verið i leikskóla, og þá hét hún Judy Tumer, og aðstoðarkennari þar Baiano að nafni, sern var út- sendari Mervyns Le Roy, kvik- myndaframleiðanda,til að hafa auga með efnilegum stúlkum, kom henni I kynni við Mervyn. Síðan tók auglýsingastofan við og breytti nafni hennar i Lana Turner, lét hana lýsa á sér hárið o.fl. o.fl. Loks var myndum af henni komið á framfæri við blöðin, og svo fór þetta allt að ganga og hún varð fræg á ör- stuttum tima. Myndin, sem fylgir hér með, prýddi veggi margra ungra manna á striðs- árunum. DENNI DÆMALAUSI Það er allt þér að kenna. Jæja, svolitið þér að kenna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.