Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 18. april 1975. Sparnaður í notkun eldneytis Fyrir skömmu flutti Steingrlm- ur Hermannsson framsögu fyrir þingsályktunartillögu, sem hann flytur ásamt Þórarni Þórarins- syni, Halldóri Asgrímssyni og Jóni Helgasyni, um sparnað i notkun eldsneytis. Kom Stein- grfmur víða við og gerði grein fyrir ýmsum mikilvægum at- riöum i þessu sambandi. Hér á eftir fara kaflar úr ræðu Steingrims. t upphafi máls sins vakti Steingrimur athygli á þvi að lltiö sem ekkert hefur verið gert af opinberri hálfu hér á landi til þess að draga úr notkun eldsneytis. Aðrar þjóðir gripu hins vegar til margs konar aögeröa, þegar oliu- kreppan skall á haustiö 1973. Olíuinnflutningurinn Steingrimur gerði grein fyrir oliuinnflutningi á árinu 1974: Þús. Millj. kr. smál. 1. Dlsilolia 356,6 3518,0 2. Svartolia 110,8 692,9 3. Bifreiðabensin 72,3 898,7 4. Þotueldsneyti 64,8 1 611,7 Flugvélabensin 1,33 23,8 Siðan sagði Steingrímur: „Aðrir þættir eru stórum minni, fyrst og fremst alls konar smuroliur. Heildarverðmæti i innflutningi þessara þátta, sem hér eru taldir, eru nálægt 6 milljörðun króna. Disilolian er langsamlega stærst, eða meira en helmingur af þessu verðmæti og þvi eðlilegt, að litið sé til disil- oliunotkunar, þegar um spamaöarhugmyndir er að ræða. Það er athyglisvert, að hver smá- lest af svartoliu kostar um 55-60 af hundraði af þvi, sem smálestin af dfsiloliu kostar. Þegar tekiö er tillit til þess, að svartolian veitir jafnvel enn meiri orku en disilolian, þá er ljóst, aö af þvi er verulegur sparnaður að breyta frá dísiloliu yfir I svartoliu, eins og nú er verið að gera á togurun- um, þótt stofnkostnaður i því sambandi sé vissulega nokkur. Dísilolía t ræðunni komu fram eftir- greindar upplýsingar um skiptingu disiloliunnar. Hundraðs- Millj. hluti kr. 1. Til húsahitunar 42 1478 2. Til fiskiskipa 33 1160 3. Á disilbifreiðai 8 280 4. Til raforku- 7 246 framleiðslu 5. Annað 10 352 100 3516 Siðan sagði Steingrimur: „Þarna er þvi húsahitun stærsti liðurinn og nálgast að vera helmingur af disilollunotkuninni. Til húsahitunar renna um 150 þús. lestir af disilolfu. Otsöluverðið er yfir 3 milljarðar króna, eins og verðið er I dag. tsambandi við húsahitun hefur mjög athyglisverð framkvæmd til sparhaðar átt sér stað, þ.e at- hugun vélskólanema, sem hefur veriðmikið um rædd og er ákaf- lega lofsverð. Þeir hafa sýnt fram á, að með stillingu kyndi- tækja má spara mikið i notkun eldsneytis. Þetta kemur ekki á óvart fyrir þá, sem þekkja eitt- hvað til eftirlits á þessu sviði. Ég leyfi mér að fullyrða, að það sé ákaflega litið, og þótt oliufélögin veiti þar nokkra þjónustu, nær það mjög skammt. Hér er um að ræða sérfræðistarf. Til þess þarf sérstök tæki,og ber að fagna þvi, að af opinberri hálfu hefur, eftir að þetta kom fram hjá vélskóla- nemum, verið hlaupið undir bagga, og þeir aðstoðaðir við út- vegun slikra tækja. Þeir áætla, eins og fram hefur komið, að spara megi notkun dlsilollu um 3-400 millj. króna á markaðsverði i dag, og er það ekki litil upphæð. Þarna er um aö ræða allt að 10% af heildarmarkaðsverði. Ber að stuðla að þvi, að slíkar stillingar kynditækja fari sem viðast fram. Hitastig húsa Ég vil einnig nefna annan þátt sem ég hygg að sé litill gaumur gefinn, þ.e. hitastig húsa. Við höf- um lesið i fréttum, að Frakklandsforseti hafi lækkað hitastig hjá sér um 2-3 stig og klætt sig i peysu i staöinn, og svipaðar fréttir fáum við frá Bandarikjunum og viðar. Þetta er ekki að ástæðulausu, þvi að húsahiti, þegar komið er yfir ákveðið stig, krefst i vaxandi mæli oliu. Þannig má áætla, að u.þ.b. 1 gráðu hitaauki yfir 20 gráður krefjist um 7 af hundraði aukinnar oliunotkunar, og siðan fer sá hundraðshluti vaxandi eftir þvi, sem hitastigið verður hærra. Aðeins 1 gráðu hitastig nemur þvi um 1000 milljónum króna á innflutningsverðmæti síðastliðins árs, eða yfir 210 milljónum á út- söluverði. Ég óttast,aðviða sé fullur hiti á verzlunarhúsnæði og öðrum vinnustöðum yfir helgar og á nóttu. A þvi eru að visu takmörk, hvað borgar sig að færa hitastig niöur, en nokkur lækkun á hita- stigi er tvimælalaust hagkvæm. Um þetta liggja ekki fyrir nægi- legar upplýsingar fyrir al- menning, og raunar er ekki unnt að áfellast almenning fyrir at- hugunarleysi á þessu sviði, þegar slikar upplýsingar liggja ekki frammi. Meö þessari tillögu er m.a. ætlunin að vekja athygli opinberra aðila á nauðsyn þess að veita slikar upplýsingar og leiöbeiningar. Við þetta má bæta, að hóflegt hitastig i húsum er stórum heilnæmara, eins og m.a. hefur verið undirstrikað i skýrslum, sem I Bandarlkjunum hafa birzt um þessa þætti, þar sem málin hafa hlotið allitarlega athugun nú vegna oliukreppunnar. Það hefur oft vakið athygli mina, þegar ég kem I hús á Norðurlöndum, að hitastig er iðulega 19 -20 gráður, eða jafnvel niður i 18 gráður, Ég hygg, að sllkt hitastig sé stórum heilnæmara en 24-25 gráður, sem alltof viða er i húsum hér og kostar ótrúlega mikið viðbótar- eldsneyti. Ég held, að þennan þátt þurfi að skoða og koma á farmfæri góðum og aðgengileg- um upplýsingum. Einangrun húsa Um einangrun húsa hefur oft verið rætt. Þar eru i gildi ákveðnir staðlar, sem gera ráð fyrir ákveðnu hitafalli i gegnum útveggi. Þetta samræmist nokkurn veginn 2” eða 5 cm af góðri einangrun. Þó að viða sé pottur brotinn i sambandi við einangrun húsa, er það liklega staðreynd, að hitatap er meira vegna þess, að hús eru óþétt. Þvi eru takmörk fyrir þvi, hvað hag- kvæmt er að auka einangrunina sjálfa á meðan svo er. Sér- fræðingar munu þvi telja, að þetta sé eðlileg einangrun án aukins átaks i þéttingu húsa. Þetta þarf jafnframt að skoða." Notkun innlendra orkugjafa Um notkun innlendra orkugjafa til húsahitunar sagði Steingrim- ur: „Ég vil taka það fram i þessu sambandi, að með þessari tillögu er á engan máta verið að draga úr mikilvægi þess að hraða notkun Islenzkra orkugjafa til húsahitunar, fyrst og fremst notkun jarðhitans. Á það ber að leggja höfuðaherzlu. Ég fagna þvi sem gert er á þvi sviði, en ég hygg að við þurfum aö gera enn meira. Ég vil sömuleiðis leggja áherzlu á, að rafhitun verði skoðuð vandlega og framkvæmd- Steingrimur Hermannsson. um hraðað. Það er hins vegar fyrir utan svið þessarar þings- ályktunartillögu. Þó vil ég iáta það koma fram, að ég tel, að þar sé mikið verkefni óunnið, fyrst og fremst á hvern máta nota á raf- orkuna. Raforka notuð til upp- hitunar er ekki hagkvæm,þegar tekið er tillit til mikils kostnaðar, sem felst i löngum dreifilinum og til þess að álagstimi raforku- hitunar er tiltölulega óhagkvæm-. ur, um 4000 st. á ári, og fellur þar að auki á þann tima ársins, þegar raforkan frá vatnsalfsstöðvum er fremur af skornum skammti, þ.e.a.s. á veturna og á daginn. Þvi ber að leggja áherzlu á að kanna nýjar leiðir, eins og t.d. er nú gert i Vestmannaeyjum, þar sem afgangsorka verður notuð, en toppa-og álagsrimi bættur upp með notkun svartoliukyndingar. Þannig getur verið hagkvæmt aö sameina þetta tvennt, notkun raf- orkunnar á þeim tima, sem bezt hentar fyrir vatnsalfsstöðvarnar, og svartoliu á topptima álagsins. Einnig er um að ræða nýjar leiðir, sem ég vil drepa á, þótt það sé nokkuð utan við það verk- efni, sem sérfræðingum er ætlað að vinna samkvæmt þessari þingsály ktunartillögu. t þessu sambandi vil ég nefna hitadæluna, sem vafalaust getur fjölgað verulega þeim stöðum, sem geta nýtt lágan jarðvarma tií upphitunar. Kostir hennar eru fyrst og fremst þeir, aö hún getur náð úr lágum hita miklu varma- magni. Nokkur stofnkostnaður er við slik tæki, en miðað við hið háa oliuverð, sem er orðið,og miðað við mikinn kostnað i dreifilinum, o. fl„ er ég sannfærður um, að hitadælan á aukinn rétt á sér. Þetta þarf að athuga. Einnig þarf aðskoða, hvort rétt er af þéttbýlisstöðum að hita beint með rafmagni i einstökum ibúðarhúsum, eða frá kyndi- stöðvum. Kyndistöðvarnar hafa þann kostinn, að þar má nota svartoliu á álagstoppum, en eins og ég sagöi áöan; er það mjög stórt atriði. Þessum athugunum og fleiri þarf að flýta. Dísilolía til fiskiskipa A árinu 1973 gerði Fiskifélag tslands mjög athyglisverða úttekt á þessum þætti. Það er I fyrsta lagi staðreynd, að minni siglingarhraði sparar mjög verulega oliu. Til dæmis ef siglingarhraði er lækkaður um 5-7 af hundraði, þá er sparnaður i oliunotkun u.þ.b. 10 af hundraði. Það þýðirhvorki meira né minna en rúmlega 100 millj. króna sparnað. og 10 af hundraði lækkun á siglingarhraða sparar um 12-15 af hundraði, eða um 300 millj. króna á innkaupsverði oliunnar. Þess ber hins vegar að gæta, að um slika lækkun á hraða er ekki að ræða á öllum þáttum útgerðar- innar. Til dæmis er ekki unnt að lækka hraða, þegar togað er. Raunar er fyrst og fremst um að ræða lækkun á hraöa á siglingum til og frá veiðistöð og til heima- hafnar, eða þegar siglt er með afla. Þess ber þó jafnframt að gæta, að gera má ráð fyrir þvi, að minni timi fáist til veiðanna,ef hraði er lækkaður. Þá má aftur á móti ef til vill gera ráð fyrir þvi, að minni afli fáist. Hins vegar er hugsanlegt, að minni hraði geti unnizt upp i styttri dvöl i heima- höfn, en á þvi gætu oft verið, eins ogallirvita,ýmsar takmarkanir. Allt er þetta miðað við eðlilegan siglingahraða. Þetta er þvi ekki einfaltdæmi. Ef lækkaður hraði i siglingum frá veiðisvæði og heim leiðir fyrst og fremst til minni tima við veiðar, kemst Fiskifélag tslands að þeirri niðurstöðu,að slikt sé ekki hagkvæmt. Niðurstaðan er, að meira muni tapast i aflaverðmæti heldur en vinnst i oliusparnaði með þessu móti. A þessu eru þó fjölmargir varnaglar,og að minu viti er nauðsynlegt, að upplýsing- um sem þessum sé komið á framfæri við útgerðarmenn og sjómenn, þannig að þeir geti sjálfir metið við hinar ýmsu að- stæður, hvort sparnaður yrði i oliunotkun. Inn I þetta spilar niður- greiðslan á oliunni. Slik niður- greiðsla er ávallt nokkuð var- hugaverð, þegar nauðsynleg er hvatning til sparnaðar. Fleira er athyglisvert i umræddri skýrslu, t.d. um stærð vélar og hraða. 1 skýrslunni segir: „Eftirfarandi dæmi sýna afl- þörf við mismunandi hraða fyrir ákveðinn bát,260 rúmlestir aö stærð. Báturinn er með 800 hestafla vél, hámarksgangur er um 11 sjómflur á klst. Ef hraöi er 8 mflur, er nauðsynleg aflþörf aö- eins 150 hestöfl, við 9 milur 240 hestöfl, 10 milur 390 hestöfl, 11 milur 700 hestöfl, 12 mflur 1200 hestöfl.” Siðan segir i niðurstöðum: „Samkvæmt þessum tölum þarf þessi bátur sjöfalt aflmeiri vél til þess að komast á 12 mflna ferð en á 8 milur. Hjá minni bát- um er þetta fall neðar, og aukinnar aflþarfar gætir fyrr, þ.e.a.s. við minni hraða. Ef yfir- stærð af vélum eru settar um borð i skip, segir sig sjálft, að óskyn- samlegt er aö keyra út hestöfl umfram það, sem nauðsynlegt er til að ná viðunandi ferð. Setjum svo,að 10 milna ferð sé viðunandi I framangreindu dæmi, þá kostar aukning i ferð upp i 11 mílur, eða 10% aukning, i oliunotkun rúm- lega 63 af hundraði.” Þetta þarf að athuga nánar,og nauðsynlegt er að koma slikum upplýsingum á framfæri við út- gerðarmenn og sjómenn. í sambandi við fiskiskipin held ég, aðöllum hljóti að vera ljóst.að stflling véla er þar ekki siður náuðsynleg en kynditækja i heimahúsum. Þess má loks geta, að vfða, ekki sizt t.d. I nýju togurunum, eru sérstakar vélar notaðar til upphitunar, en þar er mikill hiti afgangs frá aflvélum.og eflaust mætti koma þar við nokkurri hagkvæmni. Það skal hins vegar viðurkennt, að þetta er ekki nema litiö brot af heildaroliu- og eldsneytisnotkun þessara afl- miklu, stóru fiskiskipa. Bifreiðar Eftir þvi hefur verið tekið, áð viða erlendis er lögð mikil viða erlendis er lögð mikil áherzla á sparnað á þessu sviði með þvi að lækka ökuhraða. Enginn vafi er á þvi, að þannig er unnt að fá nokk- urn sparnað. Hins ber þó að gæta, að ökuhraði hér á landi er tiltölu- lega lágur, og miklu lægri heldur en almennt er á hraöbrautum á fullkomnum vegum erlendis. Jafnframt eru nútlmavélar I bif- reiðum gerðar fyrir mikinn hraöa. Þeir, sem ég hef rætt við um þetta atriði, efast þvi um, að til verulegs sparnaðar yrði að lækka ökuhraða frá þvi, sem hann er, þ.e. leyfilegan ökuhraða. Lokaorð Ég hef nú rætt um nokkra meginþætti. Nefna mætti fjöl- margt fleira, en ég vona að mér hafi tekizt með þvi, sem ég hef nefnt,að sýna fram á, að um mjög verulegan sparnað getur orðið að ræða með skynsamlegri notkun eldsneytis, með bættri stillingu, bæði hitatækja og véla, með réttri notkun kraftmikilla véla i okkar fiskiskipum, með réttri og eðlilegri upphitun húsnæðis, o. fl. Hér er ekki um að ræða sparnað, sem nemur nokkrum tugum milljóna, hér er um að ræða sparnað, sem nemur hundruðum milljóna,og raunar sparnað, sem gæti numið um eða yfir 1000 milljónum króna. Hér er þvi um mjög stórt mál að ræöa. Lagt er til, að sérfræðingar verði fengnir til að skoða þetta mál. Það er sérfræðilegs eðlis,og viö eigum prýðis sérfræðinga á þessu sviði. Við Jeggjum til, að rikisstjómin fái slíka menn til þess að athuga málið og leggja fyrir rikisstjórnina hið fyrsta til- lögur um sparnað. Við teljum, að svo mikil vitneskja sé fyrir hendi um marga þessa þætti, að það starf þurfi ekki að vera langt og viðamikið, og geti niðurstöður, a.m.k. af ýmsum þáttum, legið fyrir mjög fljótlega. Það er ekki okkar hugmynd,að lagaboð eigi að fylgja, t.d. að menn skuli ekki hita hús sin nema i ákveðna hita- gráðu, heldur fyrst og fremst að koma beri slikum upplýsingum til almennings. Við teljum, að mikill vilji sé til þess aö breyta rétt og stuðla að sparnaði á þessu sviði, enda er þetta orðinn ákaflega stór þáttur i kostnaði hverrar fjölskyldu, ekki sizt á lands- byggðinni, þar sem ekki nýtur upphitunar frá jarðhitasvæðum.” 0 Blönduvirkjun — Ýmsar rannsóknir eru enn eftir i sambandi við Blönduvirkj- un, sagði Jakob Björnsson orku- málastjóri. — Þar er jaröfræði- rannsóknirnar langdýrasti liður- inn. Litið eitt var byrjað að bora siðastliðið haust. Fjárveitingin á fjárlögum hrekkur skammt til að ljúka þessum rannsóknum, en Jakob sagði, að þeir gerðu sér vonir um að leið findist til meiri fjárveitingar. Allmargar holur verður að bora, en sú sem boruð var 1 fyrra er um 300 m á dýpt, en grynnri holur skipta tugum, sem þarf að bora við jarðfræðirann- sóknir. Guðmundur Þorsteinsson odd- viti og bóndi i Holti i Svinavatns- hreppi, sagði i viðtali við blaðið, að enn væri ekki timabært að segja neitt um afstöðu bænda i af- réttar-málinu, eða ekki fyrr en fundurinn verður haldinn á Blönduósi I næstu viku. Sauðkræklingar Kaupfélag Skagfirðinga liafið framleiðslu á soönum blóðmör og lifrapylsu fyrir innanlandsmark- að, en siik framleiðsla hefur ekki verið áður á Sauðárkróki. Færeyjamörinn hefur á undan- fömum árum aðallega verið bú- inn til hjá Kaupfélagi Reyðfirð- inga og hjá afurðadeild SIS og er góður markaður fyrir þá vöru i Færey jum. Mör hefur ekki selzt á háu verði hér heima og erfitt er að koma honum Isölu. Milli 10og 15 manns vinna að þessum nýju fram- leiðslugreinum hjá Kaupfélaginu á Sauðárkróki.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.