Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Föstudagur 18. apríl 1975. Föstudagur 18. apríl 1975. TÍMINN 11 HLUTFALLSLEGA MEST FJÖLGUN ÍBÚA í BLÖNDUÐUM BYGGÐUM „HLUTFALLSLEGA mest ibúaaukning 1973-1974 varð i sveitarfélögum, sem talin eru blönduð byggö^eða 2,90%, en 0,36% fækkun i strjálbýlissveit- arfélögum. 1 Reykjavik fjölgaði Ibúunum um 0,39%, sem er 332 Ibúa aukning, en milli áranna 1972 og 1973 varð íbúaaukningin 0,42%. 1 öðrum hreinum þétt- býlissveitarfélögum fjölgaði um 2,18% 1973-1974. tbúum fjölgaði hlutfallslega meira I svo nefnd- um stærri þéttbýlisstöðum, utan Reykjavikur, eða um 2,18%, þá er átt viö þéttbýlisstaði, meö 1000 ibúa eöa fleiri.” Þetta er niöurstaða skýrslu frá Fjörð- ungssambandi Norölendinga. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu Islands þ. 1. des. 1974 voru tslendingar 216172 talsins. Þeim hefur fjölgað um 2673 eða 1,25%, miðað við endanlegar mannfjöldatölur fyrir 1973. Hins vegar, ef miðað er við bráða- birgöatölur um íbúafjölda 1/12 1973 er fjölgunin 1973-1974 3102 manns eða 1,46%. Það skal þó- tekið skýrt fram, að við endan- legt manntal fyrir 1974, sem ekki liggur fyrir fyrr en á miðju ári 1975, verða ýmsar breyting- ar til og frá á Ibúatölu einstakra sveitarfélaga. Á Reykjanesi, þar með talin Kópavogur og Seltjarnarnes, varð ibúaaukningin 1675 manns eða um 3,98%. Þetta er heldur meiri aukning en milli áranna 1972 og 1973, en þá var fjölgunin um 2,72%. Hlutfallslega mest fjölgun var i Mosfellssveit 20,99%. tbúafjölgun varð þó mest i Hafnarfirði eða um 469 manns. Fækkun i þéttbýli undir Jökli. A Vesturlandi hefur ibúum fjölgað um 139, sem er 1,02% aukning frá fyrra ári. Þessi Ibúaaukning er heldur neðan við landsmeðaltal, sem er 1,25%. Þetta er minni aukning en 1972- 1973 en þá var aukningin á Vesturlandi 1,84%. I hreinu þéttbýli fjölgaði aðeins um 0,75% og er skýringin sú, að m.a. var nokkur ibúafækkun i Ólafsvfk, á Hellissandi og á Rifi. Hlutfallsleg fjölgun var mest I blandaðri byggö eða 3,55%. t Laxárdalshreppi, þar sem er Búðardalskauptún, fjölgaði Ibú- um um 5,69%, en I Eyrarsveit um 2,51%. t strjálbýli varö fjölgun um 0,87%, sem er stórt frávik frá landsmeðaltali, sem er 0,36% fækkun. tbúaaukning þar varð mest i Hauka- dalshreppi eða 12,50%, en minnst f Klofningshreppi, fækk- un um 11,11%. Ibúafækkun á Vest- fjörðum. tbúum hefur fækkað á Vest- fjörðum milli áranna 1973 og 1974 um 52 eða um 0,52%. Milli áranna 1972 og 1973 fjölgaði ibú- um á Vestfjörðum aftur á móti um 0,58%. t hreinu þéttbýli fækkaði um 46 eða 0,68%. Mest munar um þá ibúafækkun, sem varð á tsafirði, 68 manns, sem er 2,18% fækkun. Hlutfallslega fjölgaði ibúum mest á Suðureyri við Súgandafjörð eða um 3,13%. Hlutfallslega varð fækkun mest á Flateyri eða 5,43%. Fækkun varð I blandaðr; byggð um 12 manns eða 0,87%. t Tálkna- fjarðarhreppi fjölgaði ibúum um 3,41%, en fækkaði i öðrum sveitarfélögum með blandaða byggð og mest i Bæjarhreppi eða um 0,20%. Hins vegar varð dálitil ibúaaukning i strjálbýli eða um 6 ibúa, sem er 3,32%, sem er betra en landsmeðaital. Hlutfallslega mest ibúaaukning varð I Gufudalshreppi, 8,96%. 1 Hrófbergshreppi var 15,91% fækkun íbúanna. Tæp meðaltalsf jölgun á Norðurlandi. A Norðurlandi fjölgaði ibuum milli áranna 1973-1974 um 376 manns eða 1,13%, sem er rétt fyrirneðan landsmeðaltal. Milli áranna 1972 og 1973 fjölgaði hins vegar um 1,85% eða 604 ibúa. t hreinu þéttbýli fjölgaði 1973-1974 um 345 manns eða 1,50%, en milli áranna 1972 og 1973 fjölg- aði I sama þáttbýli um 682 ibúa eða 3,06%. Dregið hefur veru- lega úr ibúafjölgun á Norður- landi milli áranna 1973 og 1974. tbúaf jölgun 1973-1974 er aftur á móti svipuð og á milli áranna 1971 og 1972, en þá fjölgaði ibú- um um 308 manns, sem var 0,95%. Ibúaaukning á Akur- eyri Mesta Ibúaaukning i hreinu þéttbýli á Norðurlandi var á Akureyri eða um 163, sem er 1,42%. Hins vegar var mest hlutfallsleg ibúaaukning á Skagaströnd, 26 ibúar eða 4,56%, Hofsósi 11 ibúa eða 4,18% og á Blönduósi um 29 ibúa eða 3,83%. Fækkun er aftur á móti á Hvammstanga um 1 ibúa eða 0,25% og i Hrísey um 4, sem er 1,35%. Þróunin hagstæðust á Skagaströnd og Hofs- ósi. Þessi þróun er mjög athyglis- verð. A Skagaströnd, þar sem nú fjölgar um 4,56%, fjölgaði einnig um 4,97% milli áranna 1972 og 1973, en á milli áranna 1971 og ’72, fækkaði ibúum um 2,51%. A Hofsósi hefur það gerzt I fyrsta skipti i mörg ár, að veruleg Ibúaaukning hefur orðið i sveitarfélaginu. Frá árinu 1960 og til ársins 1973 hafði ibúum þar t.d. fækkað um 46, sem er um 15% fækkun. A Blönduósi, Dalvik, Þórshöfn og Grimsey hefur einnig orðið veruleg hlut- fallsleg ibúafjölgun 1973-1974. Blönduð byggð eflist á Norðurlandi. tbúum i blandaðri byggð á Norðurlandi fjölgaði um 51, sem er 2.10% fjölgun frá fyrra ári. Mest var hlutfallsleg ibúaaukn- ing i Seyluhreppi 12 ibúar eða 4.94% og i Svalbarðsstrandar- hreppi um 11 ibúa eða 4.66% aukning. Lltilsháttar fækkun varð I Grýtubakkahreppi eða 4 Ibúar, sem er 1,05% fækkun og i Skútu- staöahreppi um 4 ibúa, sem er 0,80 fækkun. t strjálbýli á Norðurlandi fækkaði um 20 manns 1973-1974 og er það 0,25% fækkun, en landsmeðaltal er 0,36%. í öxna- dalshreppi fjölgaði mest hlut- fallslega eða um 8,25%, sem er aukning um 8 ibúa. 1 Skarðs- hreppi I Skagafirði fjölgaði um 6 Ibúa eða um 5,94%. Ibúafækkun I strjálbýli var svo að segja öll i Áshreppi um 13 ibúa og I Vind- hælishreppi um 5 ibúa. Samtals um 18 ibúa. Hlutfallsfækkun i Ashreppi er 8,44% og i Vindhælishreppi 6,49%. Afturkippur i búsetu- þróun Austurlands tbúum á Austurlandi fjölgaði 1973-1974 um 134 eða 1,14%, sem er nálægt landsmeðaltali. Milli áranna 1972 óg 1973 fjölgaði ibú- um þar hins vegar um 286, sem er 2,49 % aukning. Hér er um mikið frávik að ræða milli ára. t hreinu þéttbýli varð ibúaaukn- ing 1,31% eða um 99 manns. Verulega fjölgun ibúa var ekki um að ræða, nema Höfn i Hornafirði, 6,46% eða 71 ibúa,og á Egilsstöðum, 4,87% eða 40 Ibúa. 1 fjórum af niu hreinum þéttbýlisstöðum varðhins vegar um fækkun að ræða, á Stöðvar- firði 1,28% fækkun, á Neskaup- stað l,25%,Seyðisfiröi 0,43% og á Eskifirði 0,41% fækkun. tbú- um I blandaðri byggð fjölgaði um 27 eða 1,54%. Mest varð hlutfallsaukning i Fellahreppi eða 10,84%. Ibúum i strjálbýli fjölgaði um 8, sem er 0,33% aukning og er jákvæð þróun miðað við landsmeðaltal. I Seyðisfjarðarhreppi fjölgaði Ibúum um 15,79% og i Hjalta- staðahreppi um 11.61%. t Norö- fjarðarhreppi varð aftur á móti hlutfallslega mest íbúafækkun eða 8,04%. Samanburður milli Norðurlands vestra og Norðurlands eystra Á Norðurlandi vestra f jölgaði Ibíium milli áranna 1973 og 1974 um 80, sem er 0,80%. Milli ár- anna 1972 og 1973 var fjölgun meiri eða um 129 íbúa, sem er 1,29%. Heldur hefur þvi dregið úr ibúafjölgun á Norðurlandi vestra og er landshlutinn 0.33% neðan við landsmeðaltal. Þétt- býli hefur vaxið um 1,77%, sem er 103 Ibúa aukning og blönduð byggö um 4,52% eða um 22 Ibúa. tstrjálbýli á Norðurlandi vestra hefur fækkað um 45 manns eða 1,21%. Á Norðurlandi eystra var ibúafjölgun 1973-1974 296 Ibúar eða 1,27%, sem er 0.14% yfir Norðurlandsmeðaltali. Þéttbýli óx um 1,41% eða 242 ibúa og er 0,09% neðan viö þéttbýlismeðal- tal á Norðurlandi. tbúum i blandaðri byggð fjölgaði um 1,49% og ibúum i strjálbýli um 0,60% eða 25 ibúa. Leiðréttingar á ibúatali i Vestmannaeyjum A Suðurlandi varð breytingin milli áranna 1973 og 1974 sú, að ibúum fjölgaði um 68, sem er aðeins 0,37% aukning. Þetta er ekki óeðlileg þróun vegna leið- réttinga á manntali Vest- mannaeyja. A milli áranna 1972 og 1973 fjölgaði einnig aðeins um 0,33% eða 60 ibúa. t hreinu þéttbýli á Suðurlandi fækkaði Ibúum um 292 eða 3,21%. Á Selfossi fjölgaði ibúum samt verulega eða um 195, sem er 7,02% aukning. t Hveragerði fjölgaði ibúum um 4,24%. tbú- um á manntali i Vestmannaeyj- um fækkaði verulega eða um 521, sem er 10,62% fækkun. Þessi Ibúafækkun i Vestmanna- eyjum stafar af leiðréttingu manntals, eftir gosið, þar sem ibúum með lögheimili i Vest- mannaeyjum en búsetu annars staðar var gefinn kostur á að færa lögheimili til búsetustaðar. í blandaðri byggð fjölgaði um 229 ibúa eða 5,17%. Mest varð fjölgunin i ölfushreppi um 118 manns eða 11,91%. Þess er að geta að i ölfushreppi er Þorlákshöfn. I strjálbýli fjölg- aði einnig um 2,66% eða um 131 ibúa. Þróunin er sú, að fækkun hefur örðið i meiri hluta strjál býlishreppanna á Suðurlandi, en i einum hreppi, þ.e. Asahreppi,hefur fjölgað um 140 manns, sem er 85,89% aukning. tbúafjölgunin i Ásahreppi er vegna starfsemi við Sigöldu- virkjun. Breytt staða lands- byggðarinnar Ljóst er að ibúum á landinu hefur fjölgað álika mikið miiii áranna 1973 og 1974 og milli ár- anna 1972 og 1973. Hins vegar hefur ibúaaukningin orðið mun minni en árið á undan i öllum landshlutum nema Reykjanesi. Reykjanes hefur bætt mikið við sig hlutfallslega og ibúaaukning hlutfallslega séð hefur einnig minnkað i Reykjavik. Þetta leiðir i ljós þá stað- reynd, að Reykjavik er nú nær fullbyggð, en sá fólksfjöldi, sem enn streymir utan af landsbyggðinni, sezt nú að i Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellssveit og þéttbýlis- stöðum á Suðurnesjum i stað Reykjavikur áður. Búseturöskunin mæld tbúum landsins fjölgaði um 2673 milli áranna 1973 og 1974. Þar af fjölgaði ibúum á Reykja- nesi um 1675. t landshlutum utan Reykjaness fjölgaði ibúum alls um 998. Gert er ráð fyrir að Ibúum á Reykjanesi fjölgi um 1,21% eða 529 ibúa, sem er aukning innan landshlutans, en 1146 ibúar eru aðfluttir. Með samanburði á ibúahlutföllum landshlutanna 1973 og 1974 má finna út með tilliti til hlutfalls- legrar fjölgunar eða fækkunar raunverulegar tölur yfir bú- seturöskun. tbúahlutfall Reykjavikur var 39,50% árið 1973 og 39,17% árið 1974. Hlutfall Reykjavikur hefur þvi dregizt saman um 0,33. Þetta jafngildir að til Reykja- ness hafi farið 713 ibúar. Ibúa- hlutfall Vesturlands hefur minnkað um 0,01 sem svarar til missis 22ja Ibúa. A Vestfjörðum er Ibúahlutfall árið 1974 0,09 lægra en árið 1973, þannig að Vestfirðirhafa tapað 194 ibúum. Mismunur á ibúahlutföllum Noröurlands er 0,01' og hefur Norðurland þvi misst 22 Ibúa til Reykjaness. Hlutfalla- mismunur Austurlands er einnig 0,01, sem jafngildir 22 ibúum. Á Suðurlandi er mis- munur Ibúahlutfalla 0,08 og er það búseturöskun um 173 ibúa. Samdráttur i sumum þéttbýlisstöðum t sumum þéttbýlisstöðum úti m á landsbyggðinni, þar sem ibú- um fjölgaði verulega milli ár- anna 1972 og 1973,er nú komin stöðnun I búsetuþróun. í sam- bandi við þetta má álykta að ekki séu fyrir hendi I bili aðstæður til frekari ibúafjölg- unar. Þar er helzt að nefna aö húsnæði sé ofnýtt og húsnæðis- ekla standi I vegi fyrir búsetuaukningu. Ennfremur að þau atvinnutækifæri sem sköp- uðust við komu stórvirkra at- vinnutækja séu fullnýtt. Likleg- ast er að hér ráði mestu hið einhæfa atvinnuval I þéttbýli landsbyggðarinnar. Meðan öll þjóðaraukningin leitar til úr- vinnslu og þjónustugreina er ljóst að byggðaþróun verður ekki snúið við landsbyggðinni i haga fyrr en þessar atvinnu- greinar dreifast um landið. Betur má, ef duga skal A árunum frá 1970-1974 hefur þvi landsmönnum fjölgað um 11594 eöa 1,39% á ári. Fjölgun landsmanna 1973-1974 um 1,25% gefur þvi neikvætt frávik um 0,14 frá árlegri ibúaaukningu frá 1970. t yfirliti um búsetuþróun á ár- unum 1940-1973 sem Fjórðungs- sambandið birti á siðastliðnu ári stóð eftirfarandi: „Þegar litið er yfir búsetuþróun á land- inu timabilið 1940-1973,sem tekið var til athugunar, sést, að fyrst nú á milli áranna 1972 og 1973 hefur náðst nokkurt jafnvægi milli Suðvesturlandsins, þ.e. Reykjavikursvæðis og Reykja- nessvæðis og annarra lands- hluta.” Nú á milli áranna 1973 og 1974 var hlutfallsleg aukning ibúa minni en 1972-1973, þótt raunveruleg fjölgun ibúa sé ámóta mikil. Landsbyggðin hefur að sinni tapaö niður þvi forskoti, sem hún virtist vera að ná og liggja til þess ýmsar ástæöur eins og drepið var á hér að framan. Nú eru erfiðleikatimar hjá þjóðinni og fyrirsjáanlegur samdráttur á ýmsum sviðum. Kemur þessi samdráttur fyrst niður á ýms- um úrvinnslugreinum s.s. bygg- ingariönaði. Þvi er augljóst að leita veröur allra ráða til að tryggja fulla atvinnu og áfram- haldandi góð lifskjör á landinu, ella kemur rót á fólkið i byggð- arlögum úti á landsbyggöinni, sem heldur uppi þjóöarfram- leiðslunni. Fjórðungssamband Norðlendinga: ÁLAGNING ÚTSVARA, AÐSTÖÐUGJALDS OG FASTEIGNASKATTA Helmingshækkun 1974 Nýlega hefur Fjórðungssam- band Norðlendinga lokið við að gera yfirlitsskýrslu um álagningu útsvara, fasteignask. og aðstöðu- gjalda fyrir 1972-1974. A þessu árabili hækkaði álagningin um 75% I landinu I heild. Arið 1974 varð 48.1% hækkun á álagningu i landinu. Fasteignaskattar hækk- uðu um 33% og voru 1.129 millj. kr. Aðstöðugjöld hækkuðu um 77% og voru 983 millj. kr. Útsvör hækkuðu minnst eða um 47% og voru 4546 millj. króna. Heildar- álagning 1974 var 6.658 millj. kr. Tvöföldun álagningar á Austurlandi Sé litiö á timabilið 1972-1974 sem eina heild, kemur i ljós, að álagning hefur hækkað um 98.7% á Austurlandi, sem er 23.7% fram yfir landsmeðaltal. Vesturland er litið lægra en Austurland og er þar 97.2% hækkun, eða 22.2% fram yfir landsmeðaltal. Næstir i röðinni eru Vestfirðir með 92.6% eða 17.6% fram yfir landsmeðal- tal, þar næst kemur Norðurland með 83.3% og 8.3% fram yfir. Reykjanes er með 83.2% eða 8.2% fram yfir meðaltal. Suðurland er með landsmeðaltal 75%. Reykja- vik er með 65.1% aukningu', sem er 9.9% undir landsmeðaltali. Skýringamar á þessari miklu aukningu I hinum ýmsu lands- hlutum er m.a. sú, að sveitarfélög hafa i vaxandi mæli beitt fullum álagningarheimildum, enn frem- ur hefur orðið mikil tekju- og veltuaukning. A Austurlandi hækkuðu útsvör 1972-1974 um 108% og aðstöðugjöld um 100%. Meöaltalsaukning á þessum ár- um erhækkun útsvara um 80% og aðstöðugjalda um 114%. Álangingartekjur á ibúa hæstar i Reykjavik Samanlagður fasteignaskattur, aðstöðugjöld og útsvör 1974 voru 31.185kr. á hvern ibúa landsins og höföu hækkað um 46% milli ára. Álagningin var mest á hvern ibúa i Reykjavík eða 36841, og hækkaði á milli ára um 42.5%. Reykjavik fékk 46.7% af álagningartekjum i landinu, sem er 7.5% fram yfir ibúahlutfallið, sem er 39.2%. Þessi tilfærsla er 5676 kr. á mann eða 479.674 þús. kr„ sem svarar til 15.3% álagningartekna borgar- innar. t hlut Reykjavikur koma 52.3% af öllum fasteignasköttum i landinu, sem er 13.1% fram yfir hlutfall i ibúatölu. Hlutur Reykja- vikur i álagningu aðstöðugjalda er 57.2%, sem er 18% fram yfir Ibúahlutfall borgarinnar. útsvör- in eru 43% af landsheild, sem eru aðeins 3.8% fram yfir Ibúahlut- fall. t Reykjavik eru flestar opin- berar byggingar, og þar eru flest stærstu fyrirtæki landsins. Þar á heimili mest öll heildverzlun og meiri háttar þjónustustarfsemi landsins. Þetta forskot, þrátt fyrir að Reykjavik beitir aðstöðu- gjöldum vægilega, skapar borg- inni auknar álagningartekjur á hvem ibúa til ýmiss konar upp- byggingarstarfsemi, fram yfir öll önnur sveitarfélög landsins. Ef Reykjavik beitti aðstöðugjöldum að fullu, eins og mörg sveitar- félög neyðast til að gera, myndi þessi munur verða enn meiri borginni i hag. Aukningin mest i bland- aðri byggð Hækkun álagningar i hreinu þéttbýli 1974 er 47.6%, sem er lægri en landsmeðaltal. Hins veg- ar er aukning i blandaðri byggð, þ.e. smærra þéttbýli, 57.1% og i strjálbýli 49.1%, sem er aðeins hærra en landsmeðaltal. Aukning álangingar i sveitarfélögum með smærra þéttbýli var mest á Vest- fjörðum 1974, eða 66%, en minnst á Norðurlandi — 37%. 1 strjálbýl- um sveitarfélögum var aukningin einnig mest á Vestfjörðum, 689^ en minnst á Norðurlandi 44%. Þrátt fyrir þessa aukningu i blandaöri byggð er álagningin I þéttbýlissveitarfélögum kr. 7929 hærri á Ibúa en I hreinu þéttbýli. Hins vegar minnkar þetta bilið á milli blandaðrar byggðar og þétt- býlis með hverju ári. Bæði er það, að tekjustigið hækkar, og að sveitarfélögin nota I vaxandi mæli fullar álagningarheimildir. Eftirtektar vert var, að 1974 hækkaði álagning i öðrum þétt- býlissveitarfélögum en Reykja- vik um 52-54% en i Reykjavik að- eins 43%. Þetta bendir augljós- lega til þess að gjaldstofnar sveitarfélaga utan Reykjavikur hafa vaxið tiltölulega meira á ár- inu. Hlutfall álagningar næst ibúahlutfalli á Vest- fjörðum A Vestfjörðum eru 4.6% ibúa landsins, ern þar er 4.1% af heildarálagningu á landinu. Þessi tilfærsla svarar til 0.5% af lands- álagningu 33.289 þús. kr. Hefðu álagningarheimildir verið notað- ar til hins ýtrasta mætti leggja á 6.5 millj. kr. hærri útsvör og 2.3 millj. kr. i fasteignasköttum, eða vannýttir tekjustofnar 8.8 millj. kr. Álagning miðað við hvern ibúa á Vestfjörðum er 3848 kr. lægri — en landsmeðaltal. Mest er frávikið i fasteignasköttum, þar vantar 2316 kr. á ibúa til að ná landsmeðaltali. Þetta stafar bæði af þvi að tiltölulega meira er af fasteignaskatti i lægri gjaldflokk- um og að einhverju leyti i mis- mun á fasteignamati. Það at- hyglisverða er að útsvarstekjur i þéttbýli á Vestfjörðum eru 862 kr. hærri á ibúa en landsmeðaltal þéttbýlis er. t blandaðri byggð er sami munur kr. 170 á ibúa. Álagningartekjur lægri en íbúahlutfall Greiniiegt er að frá 1972 til 1974 hefur bilið á milli álagningarhlut- falls og ibúahlutfalls farið minnk- aridi. Þetta þýðir að meiri jöfnuð- ur er að nást á milli sveitarfélaga um álagningarmöguleika. Hins vegar er ennþá um veruleg frávik að ræða 1974. A Vesturlandi er frávikið 1.2% eða 79.894 þús. kr. Alagning á ibúa á Vesturlandi er kr. 5772 þús. undir landsmeðal- tali. Þéttbýlið er kr. 3319 undir þéttbýlismeðaltali á Ibúa. Blönd- uð byggð er um landsmeðaltal. Vanálögð útsvör og fasteigna- skattar voru 18.6 millj. kr. Á Austurlandi er frávikið 1% eða 66.578 þús. kr. Alangingartekjur á Ibúa eru kr. 4176 lægri en lands- meðaltal á Austurlandi. Vannýtt- ir tekjustofnar eru 12.3 millj. kr. Á Suðurlandi er frávikið 1.3% eða 86.552 þús. kr. Álangingartekjur á Ibúa eru 4946 kr. undir lands- meðaltali. Vanálögð útsvör og fasteignaskattareru á Suðurlandi 32.5 millj. króna. Alangingartekj- ur eru 1824 kr. á ibúa umfram landsmeðaltal I blandaðri byggð á Suðurlandi og 2101 kr. i strjál- býli Suðurlands. Frávikið i álagn- ingu miðað við ibúahlutfall er 0.8% á Reykjanesi, alls kr. 53.263 þús. Norðurland lægst miðað við ibúahlutfall Frávik á milli álagningarhlut- falls og ibúahlutfalls er 2.9% á Norðurlandi, sem svarar til 193.078 þús. króna. Vannýttar álagningatekur af útsvörum og fasteignasköttum eru 29.4 millj. kr. Hækkun álagningartekna 1974 er undir landsmeðaltali. Sérstaklega er aukningin i bland- aðri byggð verulega undir meðal- tali. Hækkun álagningar 1974 er mest á Ólafsfirði 60%, næst er Dalvik með 57% hækkun og svo Húsavik með 55%. Álangingar- tekjur á Akureyri hækkuðu um 42.5%, sem er lægra en i Reykja- vik og mun lægra en landsmeðal- tal. Hækkun álagningartekja á Sauðárkróki er 50% sem er um landsmeðaltal. A Siglufirði höfðu álagningartekjur hækkað um 40%. Meðaltalshækkun i kaup- stöðum á Norðurlandi var 45.6% sem er undir landsmeðaltali. Meðaltalshækkun i sýslum Norðurlands var 50%, sem er að- eins meira en landsmeðaltal. Þéttbýli Norðurlands undir meðaltali Meðalálagning á ibúa i þéttbýli Norðurlands, þ.e. hrein þéttbýlis- sveitarfélög, er kr. 3966 undir landsmeðaltali. Þetta svarar til álagningarmismununar 91.075 þús. og svarar til 13.4% af álagn- ingartekjum i þéttbýli á Norður- landi. Þetta er sérstaklega at- hyglisvert, þar sem þéttbýlis- sveitarfélög nota álagningar- heimildir að fullu. Frávikið frá landsmeðaltali er mest á Siglu- firði, eða 9.141 kr. á ibúa, og svar- ar til 37% álagningartekna. A Ólafsfirði vantar 8857 kr. miðað við ibúa eða 36% af álagningar- tekjum. Mismunurinn á Dalvik er 5613 kr. á ibúa,sem svarar til 20% álagningartekna. Sauðárkrók vantar 3259 kr. á ibúa, sem svarar til 11% álagningartekna. A Akur- eyri vantar 2429 kr. á ibúa til að ná landsmeðaltali þéttbýlis og svarar það til 8% af álagningar- tekjum. Munurinn á Húsavik er minnstur, eða 1787 kr. á ibúa, sem er 6% álagningartekna. Það sem einkennir mest álagningu i þétt- býli Norðurlands er hve fast- eignaskattar hafa litið hækkað, enn fremur að hækkun útsvara og aöstöðugjalda er rétt i meðallagi. t fljótu bragði virðist svo að tekjuaukningin 1973 hafi ekki haft eins snögg áhrif i þéttbýli Norður- lands og i öðrum landshlutum. Þá er ijóst, að ekki hefur orðið eins mikil breyting með hækkun gjaldstiga i álagningu og i öðrum landshlutum. Reykjavlk dregur frá nágrannasveitarfélög- um Svo virðist sem Seltjarnarnes og Garðahreppur séu sérstök hátekjusveitarfélög. Alangingar- tekjur af útsvörum á Seltjarnar- nesi eru 2032 kr. hærri á ibúa en i Reykjavik og I Garðahreppi eru álagningartekjur af útsvörum 1217 kr. hærri á ibúa. Hins vegar eru útsvarstekjur á ibúa lægri en i Reykjavík, i Kópavogi 1105 kr., i Hafnarfirði 1028 kr. og i Mosfells- sveit 1014 kr. Það sem gerir mis- muninn mestan er frávikið á fast- eignasköttum og aðstöðugjöldum miðað við íbúa. Álangingartekjur á Ibúa i Kópavogi er 7968 kr. lægri en i Reykjavik. Þetta frávik svar- ar til 27.5% álagningartekna i Kópavogi 1974. I Garðahreppi vantar 5952 kr. til að ná meðaltali Reykjavikur. Þetta svarar til 19.2% álagningarinnar. I Mos- fellssveit er munurinn 5620 kr. á Ibúa. Þetta er 17.9% af álagningu 1974. A Seltjarnarnesi er munur- inn 5567 kr. á ibúa og 17.7% af álagningu 1974. í Hafnarfirði vantar 5405 kr. til að ná meðaltali Reykjavikur, það svarar til 17.7% álagningarinnar 1974. Heildar- tilfærslan er 191.845 þús. kr. og svarar til 2274 kr. á hvern ibúa Reykjavikur.Yfirburðaaðstaða Reykjavikur til álagningar á fast- eignasköttum og aðstöðugjöldum, vegna atvinnuframfæris ibúa nágrannasveitarfélaganna, hlýt- ur að skerða álagningarmögu- leika þeirra. Með sama hætti hefur Reykjavik miklar álagningartekjur af atvinnu- rekstri, sem þjónar öllu landinu. Álagningarhæstu sveitarfélögin eru á Suðurnesjum Eftirtektarvert er að aðstöðu- gjöld og fasteignaskattar eru hærri miðað við Ibúa i Njarð- vikurhreppi en tiðkast annars staðar á landinu. Alagning á ibúa I Njarðvikurhreppi er 7683 kr. hærri en landsmeðaltal. 1 Grindavik er útsvarsálagning miðað við ibúa 3573 kr. hærri á Ibúa en landsmeðaltal er. Alagn- ing I Keflavik er sem næst lands- meðaltali, en i Miðneshreppi og Gerðahreppi mun hún vera hærri en I blandaðri byggð að meðal- tali. Það er fullkomlega ljóst, að aðstaða sveitarfélaga á Suður- nesjum til tekjuöflunar er mun betri en er úti um landið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.