Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 17
Föstudagur 18. apríl 1975. TtMINN 17 Umsión: Sigmundur Ó. Steinarsson ísland mætir Finnum og Svíum — d NM-móti unglingalandsiiða í knattspyrnu tSLENZKA unglingalandslið- ið, skipað leikmönnum 16 ára og yngri tekur þátt I Norður- landamóti unglingaiiða, sem fer fram i Finnlandi I sumar — 28. júlí — 3. ágúst. Nú er búiö að draga i riöla og leika is- lenzku strákarnir I riðii með Finnum og Svium, en i hinum riðlinum leika Norðmenn, Danir og V-Þjóðverjar, sem taka þátt I mótinu sem gestir. Undirbúningur undir þessa keppni er hafinn af fullum krafti, og sér Guðmundur Þórðarson, knattspyrnukapp- inn og unglingaþjálfarinn kunni úr Kópavogi, um undir- búning Islenzka liðsins. • Kolbeinn og Þor- steinn — fara ekki til V-Þýzkalands KOLBEINN PALSSON, fyrir- liði islenzka landsliðsins i körfuknattleik, getur ekki far- ið meö iandsliðinu á Evrópu- meistaramótið I V-Þýzka- landi. Kolbeinn hefur átt víð meiðsli að striða. Hann hefur fengið vatn á milli liöa á hendi, og þar að auki voru lið- bönd siitin. Þá er útséð um að Þorsteinn Hallgrimsson.sem leikur með danska liðinu SISU, geti leikið með landsliðinu i V-Þýzka- landi, vegna anna. Fjarvera þessara snjöllu körfuknatt- leiksmanna veikir að sjálf- sögðu landsliðið. TONY KNAPP... landsliösþjálfari sést hér ræöa við landsliðsmennina og að sjálfsögðu rifjaði hann upp öllheiztu atriðin frá sl. keppnistimabili. — (Timamynd: Róbert). SIGURÐUR, KRISTINN OG ÓLAFUR BÆTAST VIÐ — landsliðshópinn í knattspyrnu ★ Tony Knapp stjórnaði fyrstu landsliðsæfingunni í gærkvöldi ó Melavellinum JENS SUMARLIÐASON... for- maöur landsliösnefndar sést hér ræða við Valsmennina Sigurö Dagsson og Kristinn Björnsson, fyrir æfinguna I gærkvöldi. — (Tímamynd: Róbert). Ólafur JúIIusson frá Keflavik aft- ur kominn I landsliöshópinn, eftir árs fjarveru — eins og menn muna, þá gaf hann ekki kost á sér I landsliðiö sl. keppnistimabil. Tony Knapp notaði æfinguna í gærkvöldi aö mestu tii að spjalla við leikmennina og rifja upp ýmislegt frá siðastliðnu keppnis- timabili. Fyrsta útiæfingin verður svo sunnudaginn 27. april — þá um morguninn. — „Til að byrja meö munum viðæfa einu sinni i viku, en siðan verður æf- ingunum fjölgaö”, sagði Jens Sumariiðason, formaður lands- liðsnefndar. TONY KNAPP stjórnaði fyrstu landsliösæfingunni I knattspyrnu á Melavellinum I gærkvöldi. Mik- ill áhugi rikir nú I herbúðum landsliðsins, og mættu nær allir þeir sem valdir hafa verið til landsliðsæfinga. Þrir nýir leik- menn eru nú komnir I landsliðs- hópinn, en það eru Valsmennirnir Sigurður Dagsson, markvörður og hinn ungi og efniiegi framlinu- spilari Kristinn Björnsson. Þá er í GOLFI VORMÓT FYRSTA golfmót ársins verð- ur haldiðá Hvaleyrarvellinum við Hafnarfjörð — hjá golf- klubbnum Keili, á morgun. Keppt verður I 18 holu högg- leik og eru þeir kylfingar, sem hafa áhuga aö spreyta sig — beðnir að mæta tlmanlega, fyrir kl. 13, en keppnin hefst kl. 13.30. Landsliðsmenn okkar í körfuknattleik hafq ekki setið auðum höndum MUNIÐ íbúðarhappdrætti H.S.Í. 2ja herb. íbúðað verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. — þeir æfa 5 sinnum í viku fyrir Evrópumeistarakeppnina í V-Þýzkalandi. Þar leika þeir 5 leiki á 5 dögum LANDSLIÐSMENN okkar I körfuknattleik hafa ekki setið auðum höndum, slöan körfu- knattleiksvertiðinni lauk — þeir hafa æft mjög vel, bæði á séræf- ingum og æfingaleikjum. Loka- spretturinn fyrir Evrópumeist- arakeppnina, sem fer fram I V-Þýzkalandi um miðjan mai, er nú hafinn af fullum krafti, og æfa landsliðsmenn okkar daglega, eða 5 sinnum i viku og er stundum bæði æft og leikiö sama dag. — „Æfingarsóknin er mjög góð, eins og alltaf I sambandi við landslið- iö”, sagði Gylfi Kristjánsson, for- maður landsliðsnefndar, þegar við höfðum samband við hann I gær. — „Strákarnir hafa mætt 100% á æfingar, og hefur ekkert nema veikindi komið I veg fyrir æfingasókn þeirra”. Landsliðsmennirnir eiga stranga keppni fyrir höndum, en þeir leika 5 leiki á 5 dögum I Evrópukeppninni og leika þeir I riðli með Pólverjum, Grikkjum, Svium, Albönum og Luxemborg- armönnum. Verða þvi körfu- knattleiksmennirnir okkar fyrstir til að há landskeppni gegn Grikkjum og Albönum i flokkaiþrótt. Landsliösnefnd KKÍ — Einar Bollason, sem þjálfar jafnframt liðiö og Gylfi Kristjánsson— hef- ur nú þegar valið 16 manna lands- liðshóp til æfinga, en I næstu viku veröur endanlega valinn sá hópur — 12 menn — sem heldur til V-Þýzkalands. — „Viö höldum til V-Þýzkalands 8. mai, en keppnin hefst 12. mai. Það er nú veriö að kanna það, hvort við getum leikið tvo æfingaleiki fyrir keppnina, og þá væntanlega við þjóðir, sem taka þátt I keppninni, en 18 þjóðir verða meö I Evrópukeppninni. Ef af þvi getur orðið, sem við erum mjög bjartsýnir á, þá munum við leika æfinga-Iandsleikina 9. og 10. mai”, sagöi Gylfi. Þessir 16 leikmenn skipa hóp- inn: Kristinn Jörundsson, 1R Simon ólafsson, Armanni Ingi Kristjánsson, tS Stefán Bjarkason, Njarðvik Agnar Friöriksson, tR Jón Sigurðsson, Armanni Kristinn Stefánsson, KR Þórir Magnússon, Val Jón Jörundsson, 1R Jóhannes Magnússon, Val Bjarni G. Sveinsson, ÍS Gunnar Þorvarðarson, Njarðvik Jón Björgvinsson, Armanni Þorsteinn Guðnason, ÍR Kári Mariusson, Val Kolbeinn Kristinsson, tR Landsliðið mun bregða sér til Stykkishólms um helgina, þar sem liöiö mun vera I æfingabúö- um, og þar aö auki leika einn æf- ingaleik — gegn Snæfells-liöinu, sem leikur i 1. deild.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.