Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 19

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 19
Föstudagur 18. apríl 1975. TÍMINN 19 /i Framhaldssaga i | FYRIR RÖRN Mark Twain: Tumi gerist leyni- lögregla Hér gerði Tumi stutt' hlé til þess að ná sem beztum „áhrifum” — siðan hélt hann áfram mjög hægt og með áherzlu á hverju orði slöngvaði hann frá sér: „Maðurinn, sem fór i dulargervið, var Júpiter Dunlap”. Tumi gerist leynilög- regla Átjándi kafli „Mikil undur og býsn”, hrópuðu á- heyrendur einum munni, og Silas frændi hreint og beint gapti af undrun. Tumi hélt áfram, eins og þetta væri orðið allt of auð- velt fyrir hann: „Já, það var Júpi- ter Dunlap. Hann var svo sem ekki alveg dauður, eins og þið skiljið. Siðan drógu þessir tveir menn stigvélin af hinum myrta manni og settu skóblöðrurnar hans Júpiters á fæturna á likinu i staðinn, en Júpiter fór i stigvélin. Siðan hélt Júpiter kyrru fyrir i lundin- um, en hinn maðurinn bar likið burtu i tungl- skininu. Og nokkru eftir miðnættið gekk sá sami maður heim til Silasar frænda og tók niður gömlu vinnutreyjuna hans ofan af snaganum, þar sem hún hafði alltaf hangið i gangin- um milli ibúðarinnar og eldhússins. Hann fór i treyjuna og stal spaðanum með langa skaftinu og gekk út á *****************++++** í *• * k I { ★ ★ ★ ★ ★ I ★ ★ 4- ¥ ! ! ¥ ¥ ¥ I ! í I- ¥ I 1 1 ★ ★ ★ I ¥ í ¥ ¥ ¥ ¥ ! ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ *• í k k k k i k k k k k Föstudagur 18. apríl 1975 5t®rnu5®ð Vatnsber- inn: ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ t ★ i ★ I ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ v •¥■ JÍL Þú skalt ekki + kippa þér upp J við, þótt eitthvað * óvænt komi fyrir. * Þú máttir vita * það. ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Þú skalt koma i ¥ veg fyrir mis-J skilning i tima og ¥ gera dagsverkið J árangursrikt. ¥ ¥ ¥ Nautið: $ Vélar, og hvers J konar tækni er * bezt komin ij höndum þeirra ★ sem vit hafa á $ ★ 'Fiskarnir: Hamingjan virð- ist þér hliðholl i dag, þótt á ósam- komulagi kunni að brydda: Hrúturinn: vit hafa þess háttar. Í jU'7 Tviburarnir: Uppreisnarskap þitt lætur heldur betur á sér kræla i dag, reyndu að hemja það. Krabbinn: Enda þótt ósam- komulag kunni að láta á sér bæra, skaltu vera umburðarlyndur og rólegur. Ljónið: Þú skalt ræða málin i stað þess að láta þau fara i taugarnar á þér. Samlifið skánar. Jómfrúin: Sýndu þroska þinn i meðferð á vandamálum. Hreinskilni er mikil dvggð. Vogin: Félagslif kostar fórnir, enda þótt þú reynir að komast hjá þvi að axla byrðarnar. ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ V ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ x ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ★ ■*• ★ ★ ★ ★ ★ ★ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ ¥ Sporð- drekinn: Reyndu að nýta kosti þina til hins itrasta og ná þvi J bezta út úr erfið- ¥ leikunum. J Bog- maðurinn: ¥ JÍf. Þú skalt sinna* þeim verkefnum,¥ sem krefjast at-*. hygli þinnar og¥ óskertrar einbeitni. Steingeitin: Þú skalt forðast deilur, og alls ekki fara að blanda þér i mál- efni annarra. *********************** O Útlönd vel settir i Afghanistan, og þaðan veita þeir riflegri, ó- beinni aðstoð til þeirra, sem tala Pushto og Baluchi og vilja aðskilnað frá Pakistan. Oliuauður iran er mikill, en ef allt fer á versta veg,getur hann hrokkið skammt eftir nokkur ár. Keisarinn kviðir þvi, að tran kunni að lenda i kvi milli öflugra sovézkra her- stöðva við botn og mynni Persaflóa á aðra hönd, en opna leið Sovétmanna að Ind- landshafi á hina. Hún gæti leg- ið um Afghanistan, sem enga andspyrnu veitir, og lepprikið Baluchistan, sem þá kynni að vera risið á legg úr rústum Pakistan. ÞESSI ótti keisarans veldur þvi, að nokkur þúsund iranskir hermenn dvelja i Oman og berjast þar gegn skæruliðum, sem hafa bækistöðvar i Suður- Yemen. irönsku hersveitirnar hafa til umráða þyrlur, fall- byssubáta og stórskotalið á landi. iranskar, herflugvélar af gerðinni F-5 verja Oman úr lofti frá stöðvum sinum við Thamarit. Af þessum sökum styrkir iranskeisari her Pakistan i baráttunni við skæruliða skilnaðarmanna i Baluchi (enda þótt allmargir af þeim þjóðflokki búi innan landamæra iran). Óstyrkir leiðtogar Araba- rikja hamast við að kaupa vig- vélar gegn irönum, sem vig- búast aftur á móti til þess að geta boðið sovézkri ógn birg- inn. íranir berjast i Dhofar gegn skæruliðum samkvæmt ósk soldánsins i Oman, en Arabaleiðtogar i grannrikjum Oman lita á iran sem ásælið veldi, sem blandi sér i innan- rikismál Arabarikja. Sambandið yfir Persaflóann er ávallt slæmt og stundum ekkert, en vigvélarnar hrúg- ast upp báðum megin hans. Þessu vigbúnaðarkapphlaupi er að þvi leyti varið eins og öðrum slikum kapphlaupum, að það verður sjálfvirkt. og réttlætist af sjálfu sér. Og meira af oliudollurum streymir frá Persaflóa sem endurgjald fyrir vigvélar en nokkur önnur aðföng. r r Arnesingar Sumarfagnaöur Framsóknarfélaganna veröur haldinn að Borg i Grimsnesi miðvikudaginn 23. april kl. 21 (siöasta vetrardag) Dagskrá: 1. Avarp flytur Halldór E. Sigurðsson landbúnaðar- ráðherra. 2. Ræðu flytur Þórarinn Sigurjónsson, alþingismaður. 3. Gamanþáttur Jörundar. 4. Tvöfaldur kvartett syngur. 5. Dans, hljómsveit Gissurar Geirs leikur. Allir velkomnir. Skemmtinefndin. J PÓSTUR OG SÍMI óskar að ráða BIFVÉLAVIRKJA nú þegar. Nánari upplýsingar verða veittar i starfsmannadeild Pósts og sima. Nýtt símanúmer: 8-34-44 STÁLVER HF. Funahöfða 17 — Reykjavík REYKJAVÍKURDEILD Rauða Kross Íslands FÉLAGSLEG VANDAMÁL ALDRAÐRA Almennur borgarafundur 19. april, nk. Reykjavikurdeild Rauða Kross Islands efnir til almenns borgarafundar laugardaginn 19. april, kl. 14.00 i Domus Medica. Fundarstjóri: Páll S. Pálsson hrl. Dagskrá: 1. Fundur settur með ávarpi: Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, formaður Reykjavikur- deildar R.K.Í. 5 min. 11. Framsöguerindi: 1. Þjónustumiðstöðvar fyrir aldraða: Þór Halldórsson yfir- læknir, 15 min. 2. Félagsleg þjónusta fyrir aldraða: Geirþrúður Hildur Bernhöft, ellimálafulltrúi, 15 min. 3. Atvinnumál aldraðra: Jón Björnsson sálfræðingur, 15 min. 4. Sjúkrahússþörf aldraðra: Ólafur Ólafsson landlæknir, 15 min. 111. Fyrirspurnir og frjálsar umræður. IV. Samantekt fundarefnis. Fundarlok kl. 17.00. öllum heimill aðgangur að fundinum. Stjórn Reykjavikurdeildar Rauða Kross Islands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.