Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 20

Tíminn - 18.04.1975, Blaðsíða 20
' " 111 .............. ' Föstudagur 18. apríl 1975. ■■ FÓÐURVÖRUR þekktar UAA LAND ALLT fyrir gæði Guðbjörn Guðjónsson Heildverzlun Siöumúla 22 Simar 85694 & 85295 G^Ðl fyrir góéan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Waldheim, aðalritari S.Þ.: Fer fram á 100 milljón dala til hjdlparstarfs í Indó-Kína Retuer—Sameinuðu þjóðunum — Kurt Walsheim, aðalritari Sam- einuðu þjóðanna, hefur farið þess á leit við rfkisstjórnir, alþjóða- stofnanir og einstaklinga, að þessir aðilar leggi fram upphæð, sem svarar 100 milljónum dala, til að lina þjáningar ibúa Indó- Kina. Waldheim boðaði fréttamenn á sinn fund i gær og las upp frétta- tilkynningu, þarsem fyrrgreindir aöilar eru beðnir að gera allt, sem I þeirra valdi stendur, til að draga úr þjáningum milljóna manna I Kambódlu og Vietnam. Aðalritarinn kvaðst þeirrar skoðunar, að S.Þ. bæri skylda til að vera i fararbroddi I hjálpar- starfi i Indó-Kina. Waldheim sagðist hafa fengið þau skilaboð frá starfsmönnum S.Þ. I Phnom Penh, að hlutleysi Le Phnom hótels, þangað sem flóttamenn hafa leitað, væri virt. A að gizla tvö þúsund manns höfðu leitað hælis á hótelinu sið- degis i gær. Sorsa Klofningur innan finnsku stjórnarinnar NTB-Helsinki. Þingflokkur Þjóðlega lýðræðisflokksins hefur lagt fram vantrauststil- lögu á rikisstjórn Kaievi Sorsa I Finnlandi. Þetta er I tlunda sinn, að borin er fram sllk til- laga á stjórnina slðan hún tók við völdum árið 1972. Kommúnistar ráða að mestu leyti stefnu Þjóölega lýöræðisflokksins og hefur flokkurinn nokkrum sinnum áður borið fram vantraust á stjórn Sorsa, sem skipuö er fulltrúum Jafnaðarflokksins og nokkurra miðflokka. Búizt er við, að vantrauststillagan veröi nú — sem endranær felld, enda nýtur stjórnin stuðnings tryggs þingmeiri- hluta. Aftur á móti er liklegra, að innbyröisklofningur geti bundið enda á lif stjórnarinn- ar. Það er einkum togstreita milli stærstu stjórnarflokk- anna — Jafnaðarflokksins og Miöflokksins — sem komið hefur af stað deilum innan hennar. Urho Kekkonen forseti hefur hótað aö rjúfa þing og efna til nýrra þingkosninga dagana 20. og 21. júli n.k. Fréttaskýr- endur I Helsinki telja þó lik- legra, aö kosningar veröi fyrst haldnar um miðjan ágúst, en fyrirhugaður lokafundur öryggismálaráðstefnu Evrópu getur haft áhrif á, hvaöa dagar verða fyrir val- inu. Kekkonen er nefnilega sagður staðöráöinn I að lækka öldurnar i finnskum stjórn- málum, áður en æöstu menn Evrópu koma saman I Hel- sinki til aö binda enda á öryggismálaráðstefnuna. Nýr leiðtogi í Chad Reuter-N’Djamena, Chad. „Æðsta herráðið” I Chad, sem er vlðáttumikið rlki I Mið-Afrlku og laut fyrrum stjórn Frakka, hefur kosið Felix Malloum hershöfðingja þjóðarleiðtoga iandsins. Kjör- ið fylgir i kjölfar byltingar hersins, er steypti borgara- legri stjórn landsins af stóli um fyrri helgi. Ngarta Tombalbaye forseti, sem var æðsti maður Chad frá stofnun rikisins árið 1960 var tekinn af lifi I byltingunni. Hið svonefnda „æðsta her- ráð”, sem skipað er niu her- foringjum, fer nú með æðstu völd I Chad. Búizt er við, aö herráðið skipi nýja borgara- lega stjórn einhvern næstu daga, þó þannig aö stjórnin verði að öllu leyti háö ráöinu. Hinn nýi þjóðarleiðtogi fékk eins og fleiri þjóðhöfðingjar I Vestur- og Mið-Afriku — þjálf- un slna I franska nýlenduhern- um og baröist hann m.a. I Indó-Kina og Alsir, áður en hann gekk til liðs við her sjálf- stæðishreyfingarinnar I Chad. Svíar ræna banka í Danmörku NTB-Kaupmannahöfn. Dönsk lögregluyfirvöld eru ekki lengur I nokkrum vafa um, að þrlr alræmdir afbrotamenn frá Sviþjóð stóðu að einu stærsta bankaráni, er framið hefur veriö I Danmörku. Ránið var framið I útibúi „Handelsbanken” við „Strandvejen” 4. april s.l. Nam andvirði ránfengsins 194 þúsundum danskra króna (eða sem svarar rúmum 5 milljón- um isl. króna). Jafnframt telja lögreglu- menn vist, að einn þeirra þriggja, er frömdu ránið, hafi verið Clark Olofsson, er kom mjög við sögu árið 1973, þegar nokkrir félaga hans tóku nokkra starfsmenn I banka viö Norra Malmstorg i Stokk- hólmi sem gisla I þeim til- gangi að fá Olofsson látinn lausan úr fangelsi. Hinir nýju leiðtogar I Kambódiu: Khieu Samphan (lengst til vinstri) og Norodom Sihanouk prins (annar frá hægri),ásamt tveim af nánustu samstarfsmönnum slnum. Langvinnum dtökum í Kambódíu lokið með fullnaðar- sigri hinna rauðu ,,khmera": Blóðugu stríði lauk á friðsamlegan hátt NTB-Bankok/Peking. Hinir rauðu „khmerar” réðu I gær- kvöldi lögum og lofum I Phnom Penh, höfuðborg Kambódiu — eftir uppgjöf hers fyrrverandi Kambódiustjórnar. Fall Phnom Penh hefur vakið mikinn ugg I þeim rlkjum Suðaustur-Asiu, sem stutt hafa fyrri valdhafa I Kam- bódlu. Hinir rauðu „khmerar” reyndu i gær aö koma á friði og ró i Phnom Penh, en bardagar um borgina hafa nú staðið látlaust I nokkra mánuði. Khieu Samphan, leiðtogi rauðu „khmeranna” og varaforsætis- og landvarnaráö- herra I hinni konunglegu þjóðlegu einingarstjórn I Kambódiu, tók I gær formlega við uppgjafaryfir- lýsingu frá fulltrúum fyrri stjórn- ar. Þúsundir óbreyttra borgara — þ.á.m. stjórnarhermenn, er kast- aö höfðu einkennisbúningnum, streymdu út á stræti Phnom Penh i gærmorgun, er sveitir rauðu „khmeranna” héldu inn- reið sina i höfuðborgina. Fyrsta verk þeirra var að hernema alla mikilvægustu staðina I borginni. Þvi næst tóku þeir við að koma á friði. Útvarpið i Phnom Penh skoraði á alla ráðherra og hershöfðingja að mæta til fundar i inn- anrikisráðuneytinu, svo aö takast mætti að koma á röð og reglu að nýju — útvarpið átti auðheyrilega við þá, er starfað hefðu I þágu fyrri stjórnar. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna kambódiska sendi- ráðsins I Bankok réöust rauðu „khmerarnir” til inngöngu I Phnom Penh við sólarupprás I gærmorgun, þ.e. klukkan 12 á miðmætti að islenzkum tima. Sveitir þeirra sóttu að höfuðborg- inni úr þrem áttum, og virtust þær ekki mæta neinni verulegri mótspyrnu, a.m.k. bárust ekki fréttir af neinum götubardögum I borginni i gær. Klukkustundu siðar — þ.e. klukkan 1 I fyrrinótt að islenzkum tima — gafst stjórn- arherinn upp, og tveim til þrem klukkustundum eftir uppgjöfina var Phnom Penh algeriega á valdi rauðu „khmeranna”. Þeim blóðugu átökum er geisað hafa i Kambódiu um langt skeið, lauk þvi meö friðsamlegum hætti. Óstaðfestar fréttir hermdu i gær, að Long Boret, fyrrum forsætisráðherra, hefði flúið Phnom Penh I fyrrakvöld og komiztheilu og höldnu til Bankok. Þær hafa þó hvorki verið stað- festar né bornar til baka. Útvarpið i Phnom Penh hefur ekki enn skýrt frá þvi, hver verði leiðtogi hinnar nýju stjórnar. Fréttaskýrendur telja liklegast, að Khieu Samphan verði forsætis- ráðherra stjórnarinnar, og þann- ig i raun valdamesti maður landsins. Norodom Sihanouk prins kall- aði útlagastjórn sina, er setið hefur i Peking, saman til fundar I gær, þegar fréttist um fall Phnom Penh. Talsmaður Sihanouks sagði, að prinsinn ætlaði að snúa aftur til Phnom Penh. en ekki væri afráöið, hvenær af þvi yröi. Fyrirætlanir Sihanouks eru mjög óljósar — ýmist gefur hann I skyn, að hann ætli að afsala sér völdum eða setjast á valdastól að nýju. Þó hefur hann viðurkennt, að stuðningsmenn sinir séu I minnihluta I þeirri fylkingu, er barizt hefur gegn fyrri valdhöfum I Kambódiu. Og táknrænt er, að Sihanouk sendi ekki frá sér neina opinbera tilkynningu, þegar ljóst var, að Phnom Penh væri fallin. Viðbrögð við falli Phnom Penh er að vonum mjög misjöfn. Fyrsta stjórnin til að viðurkenna hina nýju stjórn I Kambódiu eftir fullnaðarsigur hennar var ástralska rikisstjórnin. Og búizt er við, að fjöldi rikisstjórna um allan heim fylgi i kjölfarið. Sihanouk verður ófram þjóðhöfðingi SÍÐÚSTU FRÉTTIR: Reuter—Belgrad — Norodom Sihanouk prins sagði I Peking I gærkvöldi, að hann hefði ákveðið að verða við þeirri ósk hinna rauðu „khmera” og verða áfram þjóðhöfðingi Kambódiu. Sihanouk lýsti þessu yfir I hófi, er hann hélt sendiherrum þeirra 70 rikja, er viðurkenndu útlagastjórn hans. Hann kvaðst ekki geta tiltekið, hvenær hann sneri aftur til Phnom Penh — það yrði „ef til vill eftir nokkra daga eða nokkrar vikur....”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.