Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR Bílsturtur Dælur Drifsköft C* HF HÖRÐUR GUNMRSSON SKÚLATÚNI 6 - SÍMI (91)19460 c 89. tbl. — Laugardagur 19. april 1975 — 59. árgangur. J Landvélarhf ELDVARNIR HVERGI NÆGJANLEGAR í SJÚKRAHÚSUM HÉR — REYKBOÐAR OG SERSTÖK REYKHÓLF ERU ÖRUGGASTA VÖRNIN, EN REYKBOÐAR ERU FÁIR OG FULLKOAAIN REYKHÓLF AÐEINS í EINU SJÚKRAHÚSI UTVARP ÍSLAND WINNIPEG I gébé-Jtvik — Nýlega tók til starfa i Winnipeg ný útvarpsstöð, þar sem Utvarpað verður á mörg- um tungumálum, þar á meðal is- lenzku. Stjórnandi islenzku dag- skrárinnar er Guðbjartur Gunn- arsson, og var fyrsta þættinum Utvarpað 9. april s.l. Eigandi stöðvarinnar, Casimir Stancykowsky, gerði at- hugun á þjóðernislegri skiplingu ibúa Manitobafylkis og komst að þeirri niðurstöðu, að 60% ibúanna I helzta þéttbýlinu voru af öðru Gsal-Reykjavik — Augljóst er, að vlða er pottur brotinn i eldvarn- armálum hvað sjúkrahúsum hér á landi áhrærir. 1 heild virðast þó eldvarnir vera allþokkalegar, en þó hvergi nærri góðar. Ætla má, að á öllum Islenzkum sjukrahús- um séu einhvers konar sjálfvirkir • eldvarnarboðar, mismunandi margir eftir stærð sjúkrahúsa og öðrum aðstæðum. Hins vegar eru þeir i fæstum tilvikum tengdir beint á slökkviliðsstöðvar, — og þá aðeins I stærri byggðarkjörn- um. Þessir sjálfvirku eldvarnar- boðar eru tvenns.konar, annars vegar reykboðar, sem eru mjög næmir, og hins vegar hitaboðar, sem virðast koma að litlu sem engu gagni brjótist mikill eldur út á annað borð. Eins og sjá má af ofanrituðu eru reykboðarnir miklum mun betri varnartæki, en sá ljóður er á, að þeir eru dýrir og þvi eru tiltölulega fáir sllkir á sjúkrahúsunum. Hitaboðar eru algengastir, en þvi miður eru þeir langt frá að geta kallast góð eldvarnatæki Ástæðan er sii, að hitaboðinn sendir ekki frá sér merki fyrr en hitinn í herberginu er kominn upp i 70 gráður, — og þá er það orðið alltof seint. Að sögn Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra hefur það hent, að reykboði hefur gefið merki á undan hitaboðara, sem var i sama herbergi og eld- urinn kom upp i, — en reykboðinn var staðsettur á gangi. Það eitt að reykboðar eru fáir sýnirglöggtaðeldvarnir isjúkra- hUsum hér á landi eru langt frá þvi að vera I viðunandi ástandi. 11 ¦JJfl rinri __ •» rm :S "SSi — —" T*.—~-----r™..... w m Guðbjartur Gunnarsson, stjórn- andi Islenzku dagskrárinnar. þjóðerni en ensku eða frönsku, og jafnframt að fjórðungur þessa fólks notaði sina eigin þjóðtungu á heimilum sinum. Þvi var það, að Stancykowsky ákvað að reisa þessa stöð I Winni- peg, og hefur hann lagt um hálfa milljón dala i stofnkostnað. Stöð þessi, CKJS, sem útvarpar á miðbylgju 810, er talin ná til 85% Ibiia Manitobafylkis frá sendi, sem magnaður er 10.000 W orku, en stöðin er i gangi allan sólar- hringinn. ísienzka dagskráin verður hálf klst, einu sinni i viku. Guðbjartur Gunnarsson, stjórnandi isl, dagskrárinnar, flutti frá Islandi til Winnipeg fyrir rUmum tveimur árum, er hann hóf störf frá Manitóbaháskóla. Aður starfaði hann við isienzka sjónvarpið. ALLMIKLAR umræður urðu á borgarstjórnarfundi i fyrradag um hundamál I Reykjavik af tilefni fyrir- spurnar Alfreðs Þorsteins- sonar borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins um fram- kvæmd banns við hunda- haldi. t þessum umræðum kom I ljós, að lögreglu- og dómsyfirvöld hafa af ein- hverjum ástæðum ekki treyst sér til að framfylgja samþykkt borgarstjórnar frá 1970 um bann við hunda- haldi. — Nánari frásögn um þetta mál er á bls. 6. Miðað við það ástand sem hér á landi virðist rikja I þessum mál- um, má leiða að þvi likur, að ef eldur kemur upp i sjUkrastofu að næturlagi séu sjúkl. þegar látnir er slökkviliði berast boð um eldinn frá hitaboðara. Astæðan er ekki einvörðungu sú, að hitaboð- arinn gefur of seint til kynna, að eldur sé laus, heldur ekki siður það, að sængurfataefni sem nú eru tiðast notuð, eru afar eldfim. Eða eins og slökkviliðsstjóri segir: — Þessi nýju efni sem notuð eru i sængurfatnað, dýnur og fleira, er öllu lakara en það sem áður varnotað. Ogég tel, að aðal- orsökin fyrir láti þeirra sjúklinga sem létust I brunanum I Stokk- hólmi hafi einmitt verið þessi nýja gerðaf sængurfatnaði. Sjúk- lingarnir steiktust bókstaflega I rumum sinum. Auk sjálfvirkra eldvarnarboða er talið nauðsynlegt, að hverju sjúkrahúsi sé skipt niður I svo- nefnd reykhólf, og milli hólfanna séu eldtraustir veggir og hurðir. Eru slik hólf talin alveg nauðsyn- leg, svo hægt sé að komast hjá þvi að gripa til þess neyðarUrræðis, að flytja alla sjUklingana út Ur hUsinu. Aðeins eitt sjUkrahús hér á landi er bUið fullkomnum reyk- hólfum, en það er Fjórðungs- sjUkrahúsið á Akureyri. Sjukra- hUsin i Reykjavík eru mörg hver bUin slikum hólfum, en þau eru þó ekki þannig að þau geti talizt full- komin. En, — þvi miður virðast all- mörg sjUkrahUs hér á landi vera svo illa bUin eldvarnarbUnaði, að ekki tekur neinu tali. „VELKOMINN TIL AÐALFUNDARINS ADALFUNDUR miðstjórnar Framsóknarflokksins hdfst I gær. A myndinni býður Ólaf- ur Jóhannesson, formaður Framsóknarflokksins, Gúst- af Halldórsson frá Hvamms- tanga, velkominn til aðal- fundarins. Tlmamynd: Gunnar. t opnu Tlmans idag er birt ræða ólafs Jóhannessonar á aðalfundinum I gær.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.