Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Laugardagur 19. apríl 1975. Tom Jones hangir Það getur verið erfitt að vera heimsfrægur skemmtikraftur, ★ Sérfræðingar fyrir veiðiflotann Menntunarmöguleikar sovézkra fiskimanna aukast stöðugt i samræm við eflingu veiðiflotans. Sem skref á þess- ari brauthefur nú verið opnaður nýr sjómannaskóli i Vladivostok, sem menntar fólk til ýmissa sérstarfa innan fisk- veiða. A fyrsta ári skólans eru teknir inn 450 nemendur. sem alltaf þarf að vera á þönum heimshornanna á milli, en hafa auk þess mikinn áhuga á að iðka alls kyns iþróttir og rækta likama sinn. Tom Jones er einn af þeim.sem þannig er ástatt um. Hann hefur þó fundið ágæta lausn á málunum. Hann hefur fundið upp bretti, sem hann get- ur haft með sér á ferðalögun- um. Það setur hann svo upp i hótelherberginu, þar sem hann býr, og hangir svo á höfði, og æfir sig á margvislegan hátt. Sagt er að æfingin, sem þið sjáið Tom Jones gera hér, sé mjög góð sem vörn gegn yfir- maga. Enda er greinilegt, að Tom er ekki haldinn neinum vandræðum vegna yfirmagnas. Hann er tággrannur og glæsi- legur ungur maður. Talar hún of mikið um Sellers? Fólk i London rak upp stór augu, er það sá þessa skrýtnu fylkingu arka áleiðis til þing- hússins. Blaðaljósmyndari tók þessa mynd og hafði Big Ben- klukkuna á þinghúsinu skemmtilega i baksýn. Menn- irnir á myndinni eru með báta á bakinu, með ævafornu lagi, og eru þeir búnir til úr tágum og þaktir tjörguðum strigadúk. Þeir hafa um langan aldur verið notaðir i Wales við veiðar i ám og vötnum. Fiskimenn þessir (reyndar þrir menn og ein kona) eru að fara i mótmælagöngu með bát- ana sina tii þinghússins, en ástæðan fyrir mótmæiagöng- unni er sú, að i þinginu var verið að ræða, að afturkalla veiðileyfi i ánni Teifi i Dyfed i Suðvestur- Wales. Þeir, sem þarna eru á ferð, segjast hafa atvinnu sina af þessum veiðum, og bætist þeir nú i hóp atvinnuleysingj- anna, ef þessi veiði verði lögð niður. Úrslit i málinu höfðu ekki fengizt er við sfðast fréttum. Nú er svo komið, að Lou Adler og Britt Ekland eru skilin að skiptum. Lou er faðir Nixholasar sonar Britt, en hann verður tveggja ára i júni. Britt á einnig dóttur, Victoriu, sem er lOára, og faðir hennar er Peter Sellers. Vinirnir eru mjög dapr- ir, þar sem Britt hefur talað mikið um það, hversu ham- ingjusöm hún hefur verið með Lou. Hún á ibúð i London, og Lou á hús i Los Angeles, og þau hafa þess vegna mikið verið á ferðinni yfir Atlantshafið, en það hafa þau ekki sett fyrir sig. Þau giftu sig aldrei i „alvöru” heldur bjuggu aðeins saman, þar sem Lou vildi ekki skilja við konu sina Shelley Fabre. Britt sætti sig við það, að þvi er hún segir. Þess vegna getur það ekki verið ástæðan fyrir þvi, að sam- búðin er farin út um þúfur. Ann- ars er ekki ósennilegt, að Lou hafi haft eitthvað á móti þvi, að Britt skuli stöðugt hafa haft samband við sinn fyrri mann, Peter Sellers, en þau hafa venjulega komið saman undir þvi yfirskyni, að þau hafi verið að ræða uppeldi dótturinnar, Victoriu, en fundum þeirra hefur borið æ oftar saman út af þessu málefni. Þar við bætist svo að Britt hefur sagt hverjum sem heyra vill, að Peter Sellers sé með meiri kyntöfra heldur en nokkur annar karlmaður, sem hún þekkir. Ef til vill hefur Lou að lokum orðið þreyttur á þess- um lofsöng um fyrri manninn. Hér er mynd af Britt og Lou, á meðan allt lék i lyndi. ★ DENNI DÆMALAUSI Denni getur ekki komið út núna, Jói. Já, ég er upptekinn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.