Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 19. apríl 1975. TiMINN 5 l ■I1111 VrfV ^SugPq, Hin „flokkspóli- tíska misbeiting" i Þjdðviljanum i gær birtist mikill vandlætingarleiöari um „flokkspólitiska misbeitingu” og er tilefniö það, að Halldór E. Sigurðsson ráðherra gerð- ist svo ósvifinn að mati blaðs- ins að ganga framhjá kunnum Alþvðubandalagsforsprakka viö ráðningu deildarstjóra á Veðurstofuna. Mun valið hafa staðið milli Markúsar A. Einarssonar, er hlaut stöðuna, og Páls Bergþórssonar. Þcgar siðapostular Þjóðvilj- ans geisast fram á ritvöllinn, eru þeir ekkert að spara lýs- ■jngarnar og i þetta skipti ligg- ur mikið við. Talað er um ,,að sökkva i svartakaf i fen hrossabrasks og spilling- ar, flokkspólitiska misbeit- ingu”og fleira i þeim dúr. Loks er þess krafizt, að Bandalag starfsmanna rikis og bæja skerist i leikinn, þvi að sárt er Sámur leikinn. Óheppni Þjóðviljans En varla gat Þjóðviljinn veriðóheppnari með dæmium „flokkspólitiska misbeitingu” en i þetta sinn. Blaðið segir, að „starfsmenn jafnhátæknilegr- ar stofnunar og Veðurstofu ís- Iands eigi að sjálfsögðu að vera ráðnir eftir visindalegum verðleikum cinum saman”. Einmitt það atriði réði úrslit- um um ráðningu Markúsar A. Einarssonar. Hann var eini umsækjandinn, sem hafði full- gilda háskólamenntun i grein- inni og visindaieg hæfni hans verður ekki dregin i efa. Auk þe ss hefur Markús það fram- yfir Pál Bergþórsson, að hann var settur deildarstjóri i veð- urfarsdeild meðan varafor- maöur Alþýðubandalagsins, Adda Bára Sigfúsdóttir, gegndi störfum sem aðstoðar- ráðherra Magnúsar Kjartans- sonar. M.ö.o. „flokkspólitisk mis- beiting” að dómi Þjóðviljans felst i þvi, að ráðherrann valdi til starfsins mann, sem óvé- fengjanlega hefur fyllri menntun til að gegna deildar- stjórastarfi, sambærilega vis- indalega hæfni og reynslu um- fram hinn umsækjandann við deildarstjórn á Veðurstofunni. Hið flokkspólitiska siðferði Lúðvíks Timinn er sammála þvi grundvallarsjónarmiði Þjóð- viljans, að hæfni, menntun og starfsreynsla eigi að ráða úr- slitum, þegar fólk er ráöið til starfa, eins og átti sér stað i þessu dæmi. Það er aðeins óheppni Þjóðviljans að velja rangt dæmi. Timinn getur bent Þjóðviljanum á fjölmörg dæmi, þar sem raunveruleg flokkspólitisk misbciting hefur átt sér stað. T.d. má nefna það, þegar Lúðvik Jósepsson þáverandi við- skiptamálaráðherra beitti valdi sinu gegn vilja mikils meirihluta bankaráðs Seðla- bankans og tróð Guðmundi Hjartarsyni I bankastjóra- embætti i Seðlabankanum. Og flokkspólltískt siðferði AAagnúsar Einnig má nefna það, að Magnús Kjartansson þáver- andi tryggingamálaráðherra beitti valdi sinu til að koma Guðrúnu Ilelgadóttur I starf hjá Tryggingastofnun rikisins og hikaði ekki við að stofna nýja deild við stofnunina til að koma ásetningi sínum fram gegn vilja meirihluta trygg- ingaráðs. Þá var settur til hliðar starfsmaður með ára- tuga reynslu, sem hafði bæði meðmæli forstjóra stofnunar- innar og tryggingaráðs. Hvernig væri nú, að Þjóð- viljinn gerði úttekt á emb-' ættis veitingum ráðherra Alþýðubandalagsins. Sú úttekt gæti orðið uppistaða i næsta vandlætingarleiðara Þjóðvilj- ans. — a.þ. SUMARFAGNAÐUR Skagfirðingafélagsins aðÁtthagasal Hótel Sögu siðasta vetrardag, 23. april 1975. Menningardagskrá i tali og tón- um helguð Friðrik Hansen. Húsið opnað kl. 18:30 fyrir mat- argesti. Dagskrá hefst stundvis- lega kl. 21. Skagfirðingafélagið í Reykjavik. Tilboð óskast i nokkrar fólksbifreiðar, jeppabifreið og 8 sæta fólksbifreið, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 22. april kl. 12—3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sala varnarliðseigna. Almennur fundur um mólefni aldraðra í Domus Medica Fjölgun í efri aldursflokkunum verið jdkvæð SJ-Reykjavík A einni öld hefur meðalævi fólks i landinu nær tvö- faldazt. Fólki fjölgar ört i efri aldursflokkunum, þ.e. yfir fimm- tiu ára, og á næstu árum mun þessi breyting ganga hraðar en nokkru sinni fyrr. Jafnframt eykst starfshæfni og starfsfærni fólks i þessum aldursflokkum, hér er þvi eigi i raun um vanda- mál að ræða, heldur hagkvæma þróun fyri.r þjóðfélagið, ef rétt er á haldið. Þessi hliðmála aldraðra hefur sennilega verið fæstum ofarlega i huga, en þessi atriði verða meðal þess, sem bera mun á góma á al- mennum fundi um félagsmál og heilbrigðismál aldraðra, sem Reykjavikurdeild Rauða kross tslands efnir til laugardaginn 19. april I Domus Medica. Þar flytja fjórir sérfróðir menn um þessi mál stutt framsöguerindi hver um sitt svið. Rætt verður um þjónustumið- stöðvar fyrir aldraða, sem telja má óþekktar hér á landi. Þá verður skýrt frá félagsstarfi aldr- aðra i borginni. Sagt verður frá könnun á högum aldraðra hér á landi, sem gerð var 1972, rætt um vandamál i sambandi við ellilif- eyristakmörk og fjallað um hugs- anlegar útbætur i atvinnumálum aldraðs fólks. Þá verður greint frá vistunarrými fyrir aldraða I sjúkrahúsum hér á landi og skýrt frá hugmyndum um hvernig þró- un þeirra mála gæti orðið i fram- tfðinni. Gert er ráð fyrir að fundar- menn komi með fyrirspurnir og orðið verður frjálst fyrir þá, sem vilja ræða það efni, sem fram kemur i framsöguerindunum. Frummælendur svara fyrir- spurnum. Sveit Tvær duglegar 15 ára stelpur óska eftir aö komast í sveit í sumar. Upplýsingar í síma 4- 21-77 og 4-24-85 eftir kl. 1 á daginn. Styrktarfélag vangefinna 17 ára AÐALFUNDUR Styrktarfélags vangefinna var haldinn 23. marz sl„ á 17 ára afmælisdegi félags- ins. Hjálmar Vilhjálmsson og Sig- riður Ingimarsdóttir, sem verið hafa formaður og ritari félagsins frá stofnun þess, gáfu ekki kost á sér til endurkjörs, og voru þeim þökkuð mikilsverð brautryðj- endastörf i þágu vangefinna hér- lendis. Núverandi stjórn skipa: Magn- ús Kristinsson, formaður, Gunnar Þormar, varaformaður, Jóhann Guðmundsson, ritari, Hörðui As- geirsson og Kristrún Guðmunds- dóttir, meðstjórnendur. Auglýsing frá Póst- og símamálastjórninni Vegna stækkunar sjálfvirku slmstöövarinnar á Brúariandi má búast við truflunum og minnkandi afkastagetu stöðvarinnar frá há- degi laugardaginn 19. april til miðvikudagsns 23. april. Ef simnotendur veröa þess varir, eru þeir vinsamlega beónir um að takmarka sima- notkun sina eftir föngum. Reykjavik, 18. aprfl 1975.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.