Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 19. apríl 1975. Um það að tefla að framkvæma samþykkt borgarstjórnar eða leyfa hundahald með skilyrðum — sagði Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í umræðum um hundamdl í borgarstjórn í fyrradag rlkjunum, sem ég vil leyfa mér að vitna til, en það er könnun, sem fram hefur farið á vegum tima- rits, sem gefið er Ut af bandarísk- um sveitar- og borgarstjórnar- mönnum: BH-Reykjavik. A fundi borgar- stjórnar í fyrradag svaraði Birgir tsl. Gunnarsson borgarstjóri fyrirspurn frá Alfreð Þorsteins- syni varðandi framkvæmd banns við hundahaldi i Reykjavlk. 1 svari borgarstjóra kom fram, en hann vitnaði I skýrslu lögreglu- yfirvalda, að lögreglan hefur haft talsverð afskipti af þessum mál- um, og greinilegt er, að hunda- hald er vaxandi I Reykjavík. Alfreð Þorsteinsson gagnrýndi dómsyfirvöld fyrir seinagang I afgreiðslu mála, sem lögreglan hefur sent þeim, og sagði, að þetta mál væri að komast á það stig, að um það væri að tefla, að framkvæma samþykkt borgar- stjórnar um bann við hundahaldi frá 1970, að öðrum kosti yrði að leyfa hundahald með ströngum skilyrðum, þvi að hér væri um mikið tilfinningamál að ræða, sem erfitt yrði að fást viö, ef frek- ari dráttur yrði á þvi að fram- fylgja hundabanninu. Alfreð Þorsteinsson sagði m.a.: „Málið er tviþætt — annars vegar er um að ræða forsendurn- ar fyrir banni við hundahaldi. Og hins vegar sú alvarlega staö- reynd, að samþykkt borgar- stjómar frá 1970 hefur ekki verið virt, en samkvæmt henni fengu hundaeigendur frest til 1. sept. 1971 til að losa sig við hunda sína — eða 9 til 10 mánaða frest. Það liggur fyrir, aö þessi frest- ur var ekki notaður, og ekki að- eins það, heldur er það staðreynd, að hundahald hefur stóraukizt I borginni og heldur áfram að vaxa. Ég vil i þvl sambandi vitna til viðtals við formann hunda- vinafélagsins, sem birtist I einu dagblaðanna I nóvember 1973, en þá sagði hann, að hundum hefði farið ört fjölgandi,og hann gizkaði á, að þeir væru um 2 þúsund tals- ins. Ástæðulaust er að rengja þá tölu, tæplega hefur hún verið of há. Síðan er liðið eitt og hálft ár og á þeim tlma hefur hundum fjölgað ört. Þáttur lögreglu- og dómsyfirvalda Þetta þýðir það, að samþykkt borgarstjórnar hefur verið virt að vettugi. Lögregluyfirvöld og dómsvöld hafa ekki framfylgt ákvörðun borgarstjórnar I þess- um efnum. Ég vil aöeins staldra við þann þátt málsins, þvi að I raun og veru er sá þáttur sérstaks eðlis og gæti út af fyrir sig veriö tengdur hvaða máli öðru sem er. Við getum hugsað okkur algerlega óskylt mál, t.d. I sambandi við umferö. — Við ætlumst til þess, að lög- regluyfirvöld og dómstólar, ef með þarf, annist framkvæmd sllkra mála. Hér er um það að ræða, að ákvarðanir, teknar af kjörnum fulltrúum, séu virtar. — En I þessu tiltekna máli er það ekki gert. Lögregluyfirvöld vlsa mál- um til sakadóms og sakadómur — að sögn — visar málum til sak- sóknara, en einhvers staðar á þessari löngu leið týnast eða hverfa þau. Það eina, sem sjáanlegt er I Samþykktu veitinga stað að Ármúla 5 BH-Reykjavik. — Á borgar- stjórnarfundi i gær var loks tekin ákvörðun um að staðfesta sam- þykkt bygginganefndar varðandi veitingastað að Ármúla 5. Hér er um að ræða fyrirkomulags- breytingar á áður samþykktum veitingasal á annarri hæð húss- ins, en eins og kunnugt er af fréttum, hafa orðið talsverðar ýfingar út af máli þessu meðal nágranna. Ármúli 5 stendur á hornlóð, svo sem kunnugt er, og eru ýmsir húsnæðiseigendur á lóð þessari. Hafa þeir margir hverjir, eða um 30%, að þvi er borgarstjóri taldi, horn I siðu væntanlegs veitinga- reksturs og telja fyrirtækjum sinum hættu búna, ef skemmti- staðafólk færi aö flykkjast i nágrennið. Eigendur veitinga- staðarins hafa gengið langt til sátta, — meöal annars hefur heyrst, að þeir hafi boðið sérstaka glertryggingu fyrir nágranna sina. Nú blasir opnun skemmti- staðarins við, og mun margur segja, að ekki sé vanþörf á, en tveim spurningum er enn ósvaraö i sambandi við þennan nýja stað: Sækir hann um vinveitingaleyfi, — og verður honum veitt vinveitingaleyfi, ef til kemur? Kópavogsbúar Óskum að ráða i eftirtalin störf: Vörubifreiðastjóra með meira próf og þrjá menn i verksmiðju við framleiðslu. Upplýsingar hjá verkstjóra föstudaginn 18. og mánudaginn 21. þ.m. frá kl. 13—16. Málning h.f. Kársnesbraut 32 Kópavogi. FRAMLEIÐUM RUNTAL OFNA Sendum hvert á land sem er. OFNASMIÐJA NORÐURLANDS H.F. Kaldbaksgötu 5 — Akureyri Pósthólf 155 — Simi 2-18-60. Alfreö Þorsteinsson sambandi við þetta mál, er vax- andi hundafjöldi á götum borgar- innar. Og það virðist ekki vera neitt feimnismál að sýna þá — fólk gengur jafnvel inn I verzlanir með þá og opinberar stofnanir. Hundafjöldinn i Rvik 3-4 þúsund? Enginn veit með vissu um hundafjöldann I Reykjavík I dag, en trúlega er hann á bilinu 3-4 þúsund, — og fjölgar ört. Svo viröist, sem fólk láti ekki lóga hvolpum,heldur gefi eða selji þá, sbr. auglýsingar um hvolpa, sem stundum birtast á sfðum dagblað- anna. I New York er nú talin vera 1/2 milljón hunda, en spáð, að þeir muni verða 2 millj. eftir 15 ár. Ef við hugsum okkur, að hér séu nú 3-4 þúsund hundar — og svipuð þróun eigi sér stað, getur hundafjöldinn I Reykjavlk hæg- lega aukizt 110-15 þúsund á næstu 15 árum. Viljum við það? Ég hef eins og borgarstjóri haft undir höndum skýrslur frá lög- reglunni I Reykjavík. Lögreglu- stjóri hefur vaxandi áhyggjur af þróun mála. Það, sem kemur fram I skýrslum lögreglunnar um hunda, er ekki nema brot af vandamálinu. Fólk veigrar sér viö að kæra út af ónæði vegna hunda af þeirri ástæðu, að það vill forðast nágrannaerjur. En það, sem mér finnst einna mest sláandi i skýrslu lögregl- unnar, er umsögn Bjarka Elías- sonar, þar sem hann segir, að bú- ast megi við, að einhverjir lög- reglumenn kunni að veigra sér við afskiptum af þessum málum, þar sem engin kærumál varðandi hundahald I Reykjavlk hafi fengið afgreiöslu I sakadómi Reykjavlk- ur svo árum skiptir. Þessi þáttur snýr beint að dómsyfirvöldum. Það er leitt að segja það, en þar er einhver brotalöm. Heilbrigðisyfirvöld uggandi Ég vil þá með nokkrum orðum snúa mér að hinni hlið málsins, forsendunum fyrir því, að hunda- hald er ekki talið æskilegt I Reykjavik. Fyrir þvl eru margar ástæður, en kannski einkum sú, að heil- brigðisyfirvöld leggjast mjög gegn þvi — og eru um þessar mundir mjög uggandi vegna þróunar þessara mála. Ég er ekki þeirrar skoðunar, að hundahald sé mjög alvarlegt vandamál I Reykjavik I dag, en er uggandi um framtiðina. Þessi mál hafa nýlega verið rædd I heil- brigðismálaráði og veröa tekin þar upp aftur á næstunni. Yfir- maður heilbrigðiseftirlitsins, Þórhallur Halldórsson, hefur við- að að sér ýmsum gögnum varð- andi þetta mál m.a. frá Banda- Hundavandamálið efst á blaði: Samkvæmt niðurstöðu ein- hverrar yfirgripsmestu skoðana- könnunar, sem nokkru sinni hefur verið framkvæmd meöal sveitar- stjórnarmanna I Bandarikjunum, er „hundavandamálið” efst á lista yfir þau vandamál, sem borgarar hafa fram að færa við sina umbjóðendur. í Bandarlkjunum er einn hund- ur á hverja 6 Ibúa og hundsbit fara þar vaxandi. Árið 1971 voru tæplega 40.000 hundsbit tilkynnt i New York borg einni, en ekki eru skráð nærri öll hundsbit (sam- svarandi tala fyrir Reykjavlk væri 400). Rannsókn I St. Louis leiddi I ljós, að 2% allra barna á aldrinum 5-9 ára urðu fyrir hundsbiti árlega. Þá er talið, að a.m.k. 2% innlagna á slysadeildir I New York borg séu vegna hundsbita. Hundurinn er I þéttbýli ekki lengur „Mans best friend”, held- ur félagslegt, læknisfræðilegt og stjórnmálalegt áhyggjuefni. 1 New York borg skilja hundar eftir sig 150 tonn af saur daglega (sambærileg tala fyrir Reykjavlk væri 1.5 tonn). „Offjölgun hunda og katta I þéttbýli er nú viöurkennd sem ógnun við heilbrigöishætti, árás á fegurð umhverfis mengunarvaldur og hættuberi. Ennfremur er hér um að ræða stóran útgjaldalið bæja og borga. Gera verður Ibúum og stjórnend- um ljóst, hve alvarlegt vanda- málið er.” Tilfinningamál Astæðan til þess, að ég vek at- hygli á þessu máli nú, er sú, að bæði lögreglu- og heilbrigðisyfir- völd hafa vaxandi áhyggjur vegna aukins hundahalds I borg- inni, sem þróast svo að segja stjórnlaust. Ég geri mér fulla grein fyrir þvl, að hér er um mikið tilfinn- ingamál að ræða fyrir fjölda fólks, sem nú á hunda og hefur þá I leyfisleysi. Málið er það, að ef þetta fær að þróast miklu lengur með sama hætti og verið hefur, munu borgaryfirvöld standa and- spænis þeirri staðreynd, að ekki verður hægt með góðu móti að láta koma til framkvæmda bann við hundahaldi. Fjöldinn veröur orðinn það mikill eftir ejtt eða tvö ár. Það er þvl aðeins um tvennt að velja — að láta samþykkt borgar- stjómar um bann við hundahaldi koma fljótlega til fullrar fram- kvæmdar — eða hreinlega leyfa hundahald I Reykjavlk með ströngum skilyrðum, þó að ég sé á móti þeirri lausn. Ekki er um þaö að ræöa að fara milliveg, eins og sum nágrannasveitarfélögin hafa farið, eins og t.d. Hafnar- fjörður — þ.e. að leyfa þeim hundum, sem nú lifa, að vera áfram I umsjá eigenda — en banna frekara hundahald. Reynsla Hafnfirðinga af þvl er slæm. óæskilegt ástand Ég held, að það ástand, sem nú rlkir hér I Reykjavik I þessum málum, sé mjög óæskilegt, jafn- vel verra en ef við leyfðum hundahald með ströngum skil- yrðum. Lltið sem ekkert eftirlit er með þessum hundum, 3-4 þúsund talsins. Það er þess vegna um það að tefla að gera gangskör að þvl að framfylgja banninu eða leyfa hundahald. Það er I höndum borgarstjóra og borgarráðs aö sjá til þess að samþykktum borgar- stjórnar sé framfylgt I þessum efnum I samráði við lögreglu- og dómsyfirvöld. Ég vil lýsa þvi yfir, að verði ekki gerð gangskör að þvl að framfylgja hundabanninu á næsta misseri, mun ég beita mér fyrir þvl, að hundahald verði leyft I Reykjavik gegn mjög ströngum skilyröum og háum skatti til að standa undir eftirliti og hreinsun. Auk Alfreðs Þorsteinssonar tóku til máls þeir Ölafur B. Thors og Úlfar Þórðarson, og tóku þeir undir flest sjónarmiðin, sem fram komu i ræðu hans. mifij Reykjavíkurborg sýknuð af 17 milljón króna kröfum sænskra verktaka BH-Reykjavik. — 1 bæjarþingi Reykjavíkur hefur verið kveðinn upp dómur, er AB Skánska Cementgjuteriet höfðaði á sinum tlma gegn Reykjavlkurhöfn, vegna túlkunar á verksamningi þessara aðila, er stefnandi tók að sér að reisa 1. áfanga Sundahafn- ar f Reykjavik. Mun ekki fjarri lagi, að kröfur stefnanda hafi numið um 17 milljónum króna við núverandi gengi, en gengisbreyt- ingar hafa orðið allverulegar, svo sem kunnugt er, frá því greiðslur hófust 1967, en ágreiningurinn er varðandi skaða, sem verktakinn álltur sig hafa orðið fyrir vegna gengisbreytinga á timabilinu, svo og dráttarvaxta. Eru dómsorð á þá leið, að stefndi, Reykjavíkur- höfn, skal vera sýkn af kröfum stefnanda, AB Skánska Cement- gjuteriet,'I máli þessu, og skuli stefnandi greiða stefnda kr. 500.000,00 I málskostnað. Dómkröfur stefnanda voru aðallega á þá leið, að stefndi yrði dæmdur til að greiða stefnanda I krónum jafnvirði sænskra króna 431.682,00, auk vaxta, sem mun ekki fjarri lagi að nemi um 17 milljónum króna að núverandi gengi. Er deilumálið risið út af útreikningum á gengisbótum á verkkaupið og túlkun verksamn- ingsins af þvi tilefni. Var það skoðun stefnanda, að gengisbætur bærj að greiða á allan erlendan kostnað, eins og hann varð I raun og veru, án tillits til þess, hvenær stefndi greiddi islenzkar fjárhæð- ir inn á reikning stefnanda við Landsbanka Islands, þar sem stefndi telur, að sá timi er hann greiddi upphæðina, ráði úrslitum, en eftir það beri stefnandi áhættu á gengisfalli Islenzku krónunnar. Nokkurt samband? BH-Reykjavik. — A borgarstjórn- arfundi á fimmtudaginn var veriö að greiða atkvæði um niður- skurðarliði við fjárhagsáætlun. Kristján Benediktsson varpaði þeirri fyrirspurn fram til forseta borgarstjórnar, hvort nokkurt samband væri á milli þess, að styrkur til ljósmæðra- og fæðing- arheimilisins við Þorfinnsgötu væri felldur niður á sama tlma og verið væri að samþykkja fóstur- eyðingafrumvarpið á Alþingi, — og var forseta eigi kunnugt um það!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.