Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.04.1975, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 19. aprll 1975. Laugardagur 19. apríl 1975. TÍMINN 9 1 upphafi þriggja daga aöalfundar miöstjórnar Framsóknarflokksins, sem hófst kl. 2 sfödegis I gær, var Agúst Þorvaldsson frá Brúnastööum kosinn fundarstjóri. Fundarritarar voru kosin þau Guörún Benediktsdótt- ir frá Grundarási V.-Hún., Hákon Sigurgrímsson, Kópavogi og Jónas Gestsson, Hellissandi. Ríkisstjórnin vildi ekki grípa fram fyrir hendur samningsaðila vinnumarkaðarins legum hætti i tíö vinstri stjórnar, jafnt í landbún- aði, sjávarútvegi og iðnaði. Sú atvinnuuppbygg- ing kom fram i ýmsum myndum, sem allir þeir þekkja, er um landið hafa farið, en þeir þó gerzt, sem búa á þeim stöðum, þar sem hrein og bein atvinnubylting hefur átt sér stað. Þessari at- vinnuuppbyggingu verður að haida áfram, þó að um sinn verði að fara nokkru hægar og taka styttri skref en áður. Það er hlutverk okkar framsóknarmanna að sjá til þess, aö fyrri stefnu verði fylgt i þessum efnum og að til þess séu sköpuð nauðsynleg skilyrði eða forsendur, eftir þvi sem aðstæður frekast leyfa. Samdrátturinn komi sem vægast niður á nauðsynlegum fram- kvæmdum hinna dreifðu byggða Ég nefni I þriðja lagi byggðamálin. Byggða- stefna fyrri stjórnar hefur borið rikulegan ávöxt. Atvinnuuppbygging I byggðarlögum vlðs vegar um landið, hefur valdið straumhvörfum. Hún hefur aukið fólki bjartsýni og gefið þvi nýja trú á framtlðina. Strauminum hefur verið snúið við. Nú flytur fólk og vill flytja til þeirra staða, sem það áöur flúði frá. Nú er þar byggt, þvi að vöntun er á húsnæði, þar sem hús stóðu áður auð og yfirgefin. í málefnasamningi rlkisstjórnarinnar er lögð mikil áherzla á framhald byggðastefnunnar. Framlög til Byggðasjóðs hafa verið stórlega aukin. Hann hefur þvi meiri getu en áður til aö stuðla að áframhaldandi eflingu atvinnullfs og félagsllfs á landsbyggðinni. I þvi sambandi má slzt af öllu gleyma samgöngunum. Góðar sam- göngur eru lifæðar byggðarinnar. Við framsókn- armenn verðum að standa hér vel á verði og gæta þess, svo sem frekast er unnt, að sá sam- dráttur I framkvæmdahraða, sem kann að vera óhjákvæmilegur um sinn, komi sem vægast niður á nauðsynlegum framkvæmdum hinna dreifðu byggða. Endurskipulagning orkumálanna Ég minni á orkumálin. Það má með nokkrum sanni segja, að þau séu um þessar mundir mál málanna og verði það á næstunni. Hraða þarf virkjun Islenzkra orkulinda I þvi skyni að gera íslendinga óháðari innfluttum orkugjöfum. Til þess að koma I veg fyrir orku- skort I einstökum landshlutum þarf þegar i stað að ráðast I samtengingu orkukerfa, þar sem þvi verður við komið. Ég held, að tlmabært sé og nauðsynlegt að leggja áherzlu á endurskipulagningu yfirstjórn- ar orkurannsókna, orkuframleiðslu og orku- dreifingar með þátttöku sveitarfélaga og lands- hlutasamtaka. Ég held, að skipulag þeirra mála þurfi gagngerðrar skoðunar við. Úrelt fyrir- komulag þeirra mála á eflaust drjúgan þátt I þvi vanræðaástandi, sem allt of vlða ríkir I þessum efnum og kemur m.a. fram I því, að mörg byggðarlög búa við öryggisleysi og orkuskort. Stefna þarf að nýju skipulagi, er tryggi hag- kvæmar og samræmdar aðgerðir til að ná því markmiði, að allir landsmenn geti átt kost á sem ódýrastri orku án tvlverknaðar og sóunar. Við þurfum að stækka landið okkar inn á við Þá vil ég nefna hið stóra framtíðarmál — land- græðsluna. Jafnframt henni þarf að koma á landnýtingarskipulagi, þar sem gætt sé náttúru- verndar, hagsmuna landbúnaðarins og þarfa al- mennings fyrir útillf og náttúruskoðun. Viö stækkum landið með útfærslu auðlindalögsög- unnar. En við þurfum llka að stækka landiö inn á við, ef svo má segja. Við þurfum að færa út gróðurbelti landsins og stöðva þau eyðingaröfl, sem á það herja. 1 þeim efnum var stefnan mörkuð á þjóðhátlðarþingfundi á Þingvöllum s.l. sumar. Þann fána, sem þar var reistur, má ekki láta falla. En þar voru aðeins byrjunar- sporin stigin. Islenzk þjóð má aldrei gleyma skuldinni við moldina — hina blessuðu islenzku gróðurmold. Þá má ekki gleyma verkefnum á sviði menntamála, félagsmála og heilbrigðismála. Þar hefur mikið verið gert á stuttum tlma, og ætti sízt að vnmeta það. En þar blða mörg og stór verkefni. Hér yrði of langt mál að gera þeim verkefnum öllum viðeigandi skil og þess vegna minni ég aðeins á þau. Kaupgjaldsvisitalan myndi hækka um 74 stig ef henni „væri sleppt lausri” 1. júni Á næstunni verða eflaust verðbólga, kjaramál og visitölumál I brennidepli. Ég hygg, að það verði þau mál, sem alveg á næstunni verði það viðfangsefni, er á önnur skyggir. Bráðabirgða- kjarasamningarnir gilda aðeins fram til 31. mal, og enn veit enginn, hvað þá tekur við. Verðbólg- an er glfurleg bæði vegna erlendra verðhækkana og hækkana á ýmsum þjónustugjöldum. Kaupgjaldsvisitalan er nú lögbundin viö 106,18 stig, en sú vlsitölubinding rennur út 31. maí. Ef henni væri sleppt lausri 1. júní færi hún senni- lega I nær 180 stig og hvernig halda menn að færi þá? Fyrirkomulag á útreikningi vlsitölu þarf að breytast. Aðilar vinnumarkaðarins hafa gefið fyrirheit um að nota það svigrúm, sem nú gefst, til endurskoðunar þeirra mála, og ýmsar leiðir til úrbóta eru I athugun. En það er ljóst, að ein- hver verðtrygging verður aö vera, þvl að hún er skilyrði fyrir varanlegum vinnusamningum. Sem stendur er allt I óvissu, en eins og ég sagði áðan þá er það undir lausn þessara meginmála, svo og verðlagsþróun erlendis, komið, hvernig til tekst með siglingu þjóðarskútunnar okkar á næstunni”. DAGSKRÁ aðalfundar 1975 Föstudagur 18. apríl: Kl. 14.00 Fundarsetning Kosning fundarstjóra Kosning fundarritara Yfirlitsrœöa formanns Skýrsia ritara Skýrsla gjaldkera Skýrsla framkvæmdastjóra Tímans Almennar umræöur Kosning starfsnefnda Kl. 20.30 Hafréttarmálin: Þórarinn Þórarinsson alþm. Almennar umræður Laugardagur 19. april: Kl. 9.00 Nefndastörf Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 13.30 Nefndastörf Kl. 16.00 Kosningar Afgreiösla mála Kvöldiö frjálst Sunnudagur 20. aprpfl: Kl. 10.00 Afgreiðsla mála Kl. 12.00 Matarhlé Kl. 14.00 Afgreiösla mála Ávarp menntamálaráöherra Fundarsiit Að lokinni ræðu Ólafs Jóhannessonar fluttu þeir Steingrímur Hermannsson, Tómas Árnason (t.h.) og Kristinn Finnbogason (T.v.) skýrslur ritara flokksins, gjaldkera og fram- kvæmdastjóra Timans Á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokks- ins, sem hófst I gær, flutti formaður flokksins, Ólafur Jóhannesson, yfirlitsræðu, þar sem hann gerði grein fyrir helztu þróun og atburðum, sem orðið hafa frá þvi er slðasta flokksþing var hald- ið dagana 17.-19. nóvember s.l. Meginmarkmiðið að tryggja at- vinnu og rétta hlut hinna tekju- lægri 1 upphafi máls sins gat ólafur þess, að þróunin I efnahagsmálum hefði þvl miður á margan hátt orðið óhagstæðari en gert var ráð fyrir þegar siðasta flokksþing var haldið. Viðskiptakjör þjóðarinnar gagnvart útlöndum hefðu versnað mjög á siðasta ársfjórðungi ársins 1974, eða um nálægt 10% frá þvl, er forsendur fjárlaga mið- uðu við, og hefðu viðskiptakjörin verið um 30% lakari I árslok en I ársbyrjun. Ólafur Jóhannesson sagði: Aframhaldandi og vaxandi rýrnun viðskipta- kjara skerti þjóðartekjur meira en búizt hafði verið við og leiddi til veikari stöðu þjóðarinnar út á við. Viðskiptahallinn varð þvi mun meiri en gert var ráð fyrir sl. sumar eða um 15.500 millj., en þegar stjórnarmyndunarviðræður fóru fram var talað um 9.200 millj. kr. Af þessum sök- um var gjaldeyrisstaðan mun verri I árslok en gert hafði verið ráð fyrir og I byrjun þessa árs hélt áfram að slga á ógæfuhliðina.” Ólafur rakti I stuttu máli helztu orsakirnar og kvað hið háa oliuverð eiga þar drýgstan þátt, en einnig hefði hækkun ýmissa innlendra kostnað- arliða orðið geysimikil. Nefndi hann I þvi sam- bandi þær upplýsingar Þjóðhagsstofnunar, aö kauptaxtar launþega hefðu aö meðaltali hækkað um 48% á árinu 1974. Þá hefðu ýmsir þjónustu- liðir hækkað mjög mikið og verðlag á innfluttum vörum stórhækkað, mætti sem dæmi nefna hækkun á verði tilbúins áburðar. Einnig heföu óviðráðanleg áföll af náttúrunnar hendi átt drjúgan hlut að máli. Þá sagði Ólafur Jóhannesson: ,,Ég skal ekki að svo stöddu fara lengra út i lýsingar á hinni óhagstæðu efnahagsframvindu, en þaö má segja, að síðasta ársfjórðung fyrra árs og fyrstu mánuði þessa árs, hafi yfirleitt allt gengið heldur á verra veg, þvert ofan I vonir fólks. Til þess að gera langa sögu stutta, þá blasti sú staöreynd við eftir áramótin, að óhjákvæmilegt var að verulegir fjártilflutningar ættu sér með einhverjum hætti stað innan þjóðfélagsins, til þess að hjól atvinnulifsins gætu haldið áfram að snúast og aðstaðan út á við batnaði. I raun og veru var aðeins um tvær leiðir að ræða þ.e. annars vegar gengislækkun og hins vegar millifærsluleið. Að vandalega athuguðu máli var gengislækkunin valin, enda þótt öllum væri ljóst, að henni fylgdu ýmsir annmarkar. 1 mínum huga réði þar um mestu, að með þeirri leið taldi ég meiri tryggingu fyrir þvi, að hægt væri að halda fast við það höfuðmarkmiö stjórn- arstefnunnar að koma I veg fyrir atvinnuleysi, svo og aó með réttum hliðarráðstöfunum væri auðveldara að rétta hlut hinna tekjulægri og verst settu I þjóðfélaginu. Hin leiöin — millifærsluleiðin — var af þeirri stærðargráðu, að hún var óframkvæmanleg, auk þess, sem henni fylgdu allir þeir ágallar, sem sllkri tilfærsluleið jafnan fylgja, þ.á.m. kostnaður, skriffinnska og hætta á misnotkun. Auk þess á millifærsluleið því aðeins við, að um sé að ræða mjög tímabundinn vanda og I flestum tilfellum þarf að lokum að grlpa til gengisfell- ingar. Með gengislækkun ásamt nauðsynlegum hlið- arráðstöfunum er stefnt að lagfæringu á gjald- eyrisstööunni og bættri afkomu útflutnings- greina. Sá galli fylgir þó auðvitaö gengislækkun, að erlendar skuldir og erlendir kostnaðarliðir hækka og þar er I sumum tilfellum um þungar byrðar að ræða. Það er þvl langt frá þvi, að gengislækkun sé hreinn ávinningur fyrir útflutn- ingsatvinnuvegina. Hitt er og augljóst, að gengislækkun fylgir llfskjararýrnun. Markmið hliðarráðstafana er að draga úr þeirri kjara- rýrnun hjá hinum tekjulægri, sem ekki mega neins I missa, og létta byrðar þeirra. Það hefur verið gagnrýnt, að ekki hafi veriö brugðið nógu fljótt við, bæði hvað snertir gengis- breytinguna, þegar sýnt var, að hún var nauðsynleg, og slðar hliðarráðstafanir I kjölfar hennar. Sllka gagnrýni má að vissu leyti til sanns vegar færa. En hér hefur stjórninni verið vandi á höndum. Hún vildi blöa og sjá, hvort samkomulag gæti tekizt á milli aðila vinnumarkaðarins. Hún hafði tilbúnar tillögur um láglaunabætur, en frestaði framlagningu þeirra samkvæmt ósk beggja deiluaðila. Hún vildi ekki gripa fram fyrir hend- ur þeirra á meðan nokkur von var til þess, að samkomulag gæti náðst, og nú hefur náðst sam- komulag til bráðabirgða. Stjórnin hefur lagt fram frumvarp um tiltekn- ar efnahagsaðgerðir, sem einmitt eiga að miða að þvi, er ég áður nefndi, þ.e. að létta byrðar þeirra, sem lakar eru settir, en leggja nokkrar kvaðir á þá, sem betur mega. 1 þessu frumvarpi er að finna verulegar skattalvilnanir bæði i bein- um sköttum þ.e. tekjuskatti og útsvari og óbein- um sköttum þ.e. lækkun söluskatts á tilteknum matvælum. Þar eru ákvæði um skyldusparnað, heimild til lækkunar rlkisútgjalda og lántöku- heimildir vegna opinberra framkvæmda og Framkvæmdasjóðs. Ég mun ekki ræða þessar efnahagsaögerðir nánar I einstökum atriðum á þessu stigi. Ég vil aöeins undirstrika, aðmarkmið þeirra er það, er fram kemur I heiti frumvarpsins, að stuðla að jafnvægi I þjóðarbúskapnum og treysta undir- stöður atvinnu og llfskjara. Að sjálfsögðu er þetta frumvarp að sumu leyti byggt á málamiölun eins og jafnan er um þess konar frumvörp samsteypustjórna. Það endur- speglar því ekki algerlega þá stefnu, sem hvor flokkur fyrir sig kysi helzt, ef hann mætti einn ráða. Ég bendi þó á, að I þessu frumvarpi er að finna sum þeirra atriða, er voru I efnahagsmála- frumvarpi þvi, er ég beitti mér fyrir s.l. vor, en þá hlaut ekki fylgi. Ég vona, að þessar aðgerðir beri tilætlaðan á- rangur. Við erum að sumu leyti I efnahagslegri lægð, þótt að öðru leyti séum við betur á vegi stödd en margar þjóðir aðrar, þar sem atvinnu- leysi er orðið tilfinnanlegt. En hér er sem betur fer ekki hægt að tala um sllkt. Ég er ekki I vafa um, að efnahagslægðin mun ganga yfir, enda höfum við oft átt við meiri erfiðleika að etja, þótt sveiflan nú sé stór frá þvi sem bezt var. Með góðum vilja og samstilltu átaki munum við sigr- ast á þeim erfiðleikum, sem nú er við að fást. Þó má ekki búast við of snöggum umskiptum. 1 öllum efnahagsaðgerðum verður að gæta viss meðalhófs. Um sinn er nokkur samdráttur nauð- synlegur, en á hinn bóginn þarf að gæta þess, að hann verði ekki svo mikill, að hann leiði til at- vinnuleysis eða stofni viðurkenndri byggða- stefnu I nokkra tvlsýnu. Þetta meðalhóf getur verið vandþrætt, og við megum ekki gleyma þvl, sem reynslan hefur kennt okkur, að við erum mjög háð efnahagsframvindunni I umheimin- um. Þvi skal ekki neitað, að tími rikisstjórnarinnar til þessa hefur mjög farið I það, að sinna aðsteðj- andi efnahagsvandamálum. Þvl hefur verið minni tími en skyldi til að sinna framtíðarverk- efnum og stefnumálum á öðrum vettvangi. Þau mál mega þó slzt af öllu falla I skuggann. Engar 50 milur án vinstri stjórnar Ég skal ekki hér fara að rekja þau ítarlega. Þau voru rækilega undirstrikuð I samþykktum slðasta flokksþings. En ég vil þó aðeins minna á nokkur atriði. 1 fyrsta lagi vil ég nefna landhelgismálið. Ég held, að þvi megi slá föstu, að enn hefði ekkert raunhæft verið gert I þvl, ef vinstri stjórnin hefði ekki mótað og framfylgt þeirri stefnu, sem hún gerði. Þá hefði engin útfærsla I 50 milur átt sér stað — og hvernig hefði þá verið ástatt hér? Það er staðreynd, að vandinn I sambandi við 50 milna útfærsluna hvlldi á ráðherrum Framsókn- arflokksins. Um útfærsluna I 200 mllna auðlinda- lögsögu á þessu ári verður nánar rætt af öðrum síöar, og mun ég ekki fjalla itarlegar um það mál hér. Hlutverk framsóknar- manna að sjá til þess að atvinnuuppbygging- in haldi áfram Ég nefni I öðru lagi áframhaldandi atvinnu- uppbyggingu, sem framkvæmd var með glæsi-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.