Tíminn - 22.04.1975, Page 1

Tíminn - 22.04.1975, Page 1
aldek TARPAULIN RISSKEMMUR Miil Bílsturtur Dælur Drifsköft HF HORÐI B GUN*M<\SO!y 91. tbl. — Þriðjudagur 22. april 1975—59. árgangur. J Landvélarhf 8 þús. manna byggð á Seltjarnarnesi Nýtt heildarskipulag í sumar Oó-Reykjavík, —Til eru áætlanir um a auka byggö á Seltjarnar- nesi þannig, að þar búi 7000 til 8300 ibúar, en nú eru ibúar hreppsins um 2600. Þútt mikið hafi verið byggt á Seltjarnarnesi undanfarin ár, er mikið rúm eftir þar enn, og sé athuguð loftmynd af nesinu, sést glöggt, að ekki er byggður nema um fjórði hluti þess, sagði Sigurgeir Sigurðs- son, sveitarstjóri, er Timinn ræddi við hann. — Enn sem komið er hefur ekkert verið friðað af nesinu nema Grótta. sagði Sigurgeir, en sam- kvæmt skipulagstillögum okkar er mikið um opin svæði, t.d. allt suðurnesið, Valhúsahæðim grandarnir, snoppan út i Gróttu, og siðast. en ekki sizt allar eyjarnar uti fyrir. Liklega sér ekkert sveitarfélag á landinu i þéttbýli ibúum sinum fyrir meira opnu svæði en við, að ógleymdum okkar stóra hluta af fólksvangin- um i Bláfjöllum. Þjóðminjasafnið hefur umsjón með Nesstofu, sem verður og varðveitt. Þar með fylgir hálfur hektari lands kring- um stofuna. Hugmynd okkar á Seltjarnarnesi er að stækka það, og höfðum við ýmsar stofnanir aðrar i huga, svo sem heilbrigðis- stofnanir, kannski smábarna- skóla og fíeira. Fyrir nokkru fól bæjarstjóri skipulagsnefnd að gangast fyrir samkeppni um endurskoðun á aðalskipulagi bæjarins, sem nú er orðið fimm ára gamalt, og á að endurskoðast i ár, lögum sam- kvæmt. Reiknað er með að sam- keppni þessi fari fram i sumar. Viðræður eru hafnar við Arkitektafélagið um fyrirkomu- lag hennar, og er vonazt til að skemmtilegar hugmyndir skjóti upp kollinum. Akvörðun um framtiðarskipulag verður ekki tekin fyrr en niðurstöður sam- keppninnar liggja fyrir. En okkur bráðliggur ekki á, þvi innan byggðarmarkanna eða við byggingarhæfar götur, erum við með hundrað óbyggðar lóðir, þannig að enginn hörgull verður á byggingarlóðum fyrst um sinn, þótt þær lóðir séu flestar komnar á nafn nú þegar. Veruleg aðsókn er að byggingarlóðum hér á Seltjarnarnesi, og hefjast byggingarframkvæmdir jafn- skjótt og þeim er úthlutað. Mest Loftmynd af Seltjarnarnesi. Þótt byggð og ibúaaukning hafi verið mjög ör á undan- förnum árum, eru um þrir fjórðuhlutar . nessins enn óbyggðir og möguleiki á að reisa þar mörg hverfi til viðbótar. 33 ÞÚSUND Á MANN í KÓPAVOGI 300 ÞÚS.Á MANN í BORGARNESI -f.j.-Reykjavik.- Stofnkostnaður- inn við hitaveitu er 33 þúsund krónur á mann i Kópavogi, Hafnarfirði og Garðahreppi, en um 300 þúsund krónur á hvern Ibúa i Borgarnesi og á Blönduósi. Magnús E. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri Sambands is- lenzkra sveitarfélaga, kom fram i sjónvarpsþættinum Kastljósi á föstudagskvöld. Þar gaf Magnús upplýsingar um hitaveitufram- kvæmdir á fimm stöðum utan suðvesturhorsnins, á Akranesi, i Borgarnesi, á Blönduósi, i Siglu- firði og i Þorlákshöfn. Heildarkostnaðurinn við hita- veituframkvæmdirnar i Kópa- vogi, Garðahreppi og Hafnarfirði er áætlaður um 1900 milljónir krona,eða um 33 þúsund krónur á hvern ibúa. Hitaveitufram- kvæmdimar á Suðurnesjum munu kosta um 2500 milljónir (kaupverð lands ekki innifalið), sem gerir um 210 þúsund krónur á hvem Suðurnesjamann. A Akranesi er kostnaðurinn áætlaður um 150 þúsund krónur á ibúa, hver Siglfirðingur þarf aö standa undir 180 þúsund krónum og sama upphæð fellur á hvern ibúa Þorlákshafnar. Hins vegar er kostnaðurinn á Blönduósi áætlaður um 300 þúsund á hvern ibúa og sama upphæð er áætluð á hvern Borg- nesing. Það skal tekiö fram, að hér er aöeins um stofnkostnaðinn að ræöa, þ.e. kostnað við rannsóknir, boranir og lagnir á hitaveitunum. er hér byggt af einbýlishúsum og raðhúsum, og talsvert hefur verið byggt af fjölbýlishúsum, t.d. blokkirnar við Tjarnarból, sem i eru tæpar 100 íbúðir. 1 mýrinni handan vegarins er verulegt landsvæði, sem kemur til með að fara undir einhvers konar fjölbýlishús. Reykjavikur- borg hefur svipaðar áætlanir á prjónunum sin megin við hreppa- mörkin, og koma skipulag og framkvæmdir til með að haldast i hendur. Það er nýja sjúkrahúsið á Akureyri sem í verða reykhólf o Kleppsspítalinn eina sjúkra- húsið sem er í beinu sambandi við slökkvistöðina í Reykjavík Gsal-Reykjavik — Aðeins á einu islenzku sjúkrahúsi eru bruna- boðar sem gefa merki beint til siökkvistöðvar, en það er á Kleppspitalanum i Reykjavik. A hinum sjúkrahúsunum, þar sem á annað borö eru brunaboöar, eru þeir tengdir inn i herbergi, þar sem ráðsmaður hefur aðsetur eil- ÞÚSUND SETT AF KÓRÓNA- FÖTUM TIL DANMERKUR — VERÐMÆTIÐ UM 20 MILUÓNIR KR. BH-Reykjavik. — útflutningur á isienzkum fatnaði er i þann veg- inn aö hefjast, en islenzkir fata- framleiðendur hafa fengið pöntun á 1000 fötum fyrir danskan mark- að. Hér er um að ræða íatafram- leiðendurna Sportver, sem m.a. framleiða hin kunnu Kórónaföt. Söluverðmæti þessa er hér um 20 milij.kr. Það eru danskir aðilar, sem hinir islenzku fataframleiðendur hafa haft samvinnu við um nokk- uð langt skeið, sem annast sölu fatnaðarins á dönskum markaði. Kóróna-föt hafa vakið athygli, hvar sem þau hafa komið fram, og nú er verðlag þeirra tiltölu- lega hagstætt á erlendum mark- aði. Þessir dönsku aðilar hafa haft samvinnu við Sportver um árabil hvað varðar snið tækniað- stoð og einnig á sviði efniskaupa. — Ástæðan til þess, að ráðizt er i þennan útflutning á Kórónaföt- um, sagði Björn Guömundsson, er sú fyrst og fremst, að við vilj- um halda fullum afköstum. Við verðum að skila þessum 1000 föt- um fyrir 1. ágúst, og með þessu teljum við okkur hafa tryggt okk- ur það, að geta byrjað á nýjum lager með fullum afköstum að af- loknum sumarfrium. En hinu skal ekki neitað, að við stæðum betur að vigi, ef við byggjum við sömu skiiyrði og fataframleið- endur eriendis. Við þurfum t.d. að greiða söluskatt af vélum, og hvað varðar ýmis önnur aðföng er aðbúnaður okkar á þann veg, að um samkeppnisaðstöðu er naum- ast að ræöa, þótt við séum von- góðir um sölu framleiðslu okkar á hinum danska markaði, auk þess sem islenzkir iðnrekendur lifa i voninni um bætta aðstöðu i fram- tiðinni, sem er okkur i rauninni lifsnauðsyn. Þegar viö spurðum Björn Guð- mundsson að þvi, hvort hann áliti, að um frekari útflutning á tilbún- um fatnaði gæti orðið að ræða, kvað hann það alls ekki fráleitt. En fyrst væri að sjá til, hvernig gengi með þetta. Nokkrir sjálfvirkir bruna- boðar. Lengst til vinstri er hitaboöi eða hitaskynjari sem gefurfrá sér merki þeg- ar hitinn er kominn upp i 50 gráður, þar næst kemur optiskt auga, þ.e. skynjari sem „sér eldinn” og gefur frá sér merki, þar næst kem- ur reykboðinn, og lengst til hægri er svokallaður hita- mismunarboði, þ.e. skynj- ari, sem gefur frá sér merki við ákveðnar hitabreytingar t.d. ef hiti hækkar á 1 min. unt 5 gráður. Fremst á myndinni eru tvær aðrar gcrðir af hitaskynjurum. Timamynd: Róbert egar aðrir umsjónarmenn sjúkrahússins. Að sögn Rúnars Bjarnasonar, slökkviliðsstjóra er ekki hægt aö lita á þá brunaboða, sem einvörö- ungu eru tengdir innanhúss, sem fullkomið viðvörunarkerfi. Við inntum slökkviliðsstjóra eftir þvi, hvort ekki væri nauð- synlegt að hans mati, að setja upp viðvörunarkerfi eins og er á Kleppspitalanum i öll sjúkrahús. — Ég er þvi mjög fylgjandi, a.m.k. að slikir brunaboðar væru settiruppá öllum útgönguleiðum, sagði Rúnar, — og eins i öllum stærri vistarverum. Ég tel að það sé mjög æskilegt, — en það er alltaf horft i peningana. Og það minnir okkur á að s.l„ laugardag sögðum viö frá þvi, að mikill verðmunur væri á hitaboð- um annars vegar og reykboðum hins vegar. Við leituðum þvi til Þorgeirs Skaftfells hjá Johan Rönning hf. sem flytja slika brunaboða inn, og hann tjáði okk- ur að hitaboði kostaði 800 kr. en reykboði milli 13-14 þús.kr. Þor- geir hefur með höndum eftirlit á þessum viðvörunarboðum og á 2ja til 3ja mánaða fresti er hvert tæki yfirfarið. — Já, það er erfitt að meta krónuna, þegar mannslif eru ann- ars vegar, — staðreyndin er sú, að þótt reykboði væri keyptur og settur upp á hverja einustu sjúkrastofu hérlendis er kostnaðurinn við slika fram- kvæmd aðeins litil prósenta af rekstri hverrar sjúkrastofu sagði hann. . Þorgeir sagði, að eina raun- hæfa eldvarnartækið væri reyk- boðari, þvi hitaboðari gæfi ekki frá sér merki fyrr en eldur væri orðinn laus. — Við höfum ekki selt ýkja marga reykboðara til sjúkrahús- anna, — það er eins og litill áhugi hafi verið á þessum viðvörunar- kerfum, og sennilega á mikili verðmunur á hitaboðara og reyk- boðara mikinn þátt i þvi. 1 laugardagsblaði Timans voru brunavarnir á sjúkrahúsum gerð- ar sérstaklega að umtalsefni, en ekkert minnzt á elliheimilin. Við inntum þvi Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóra eftir þvi hvernig brunavörnum væri háttaö á elli- heimilunum. — Brunavarnir þar eru hvorki betri né verri en annars staðar sagði slökkviliðsstjóri, en engu að Framhald á 6. siðu.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.