Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 22. april 1975. TÍMINN 3 Samningamál BH—Reykjavik. — Kjara- og samningamál voru ofarlega á baugi um helgina. Sjómenn og útvegsmenn komust að sam- komulagi um kjör sjómanna, sem borið var undir atkvæði I fjöl- mörgum sjómannafélögum um helgina og yfirleitt samþykkt. Þá hefur náðzt samkomulag á Vopnafirði. Samið hefur verið I prentiðnaðinum, og mjólkurfræðingar hafa náð samkomulagi um kjör sin og frestað verkfalli til 1. júni. Atvinnuflugmenn hafa boðað til fjögurra daga verkfallsi kvöld, en samningaviðræður við þá, svo og flugfreyjur eru hafnar. Komi til verkfalls hafa flugféiögin, sem verkfallið bitnar á, gripið til varúðarráðstaf - aná, eftir þvi sem tök cru á. Stöðvast flugið i kvöld? BH—Reykjavík.— Atvinnuflugmenn, starfandi hjá Flugfélagi Islands og Loftleiðum, hafa boðað fjögurra daga verkfall frá og með miðnætti I kvöld hafi ekki náðst samkomulag I viðræðum þeirra um kjaramál við atvinnurekendur. Hafa þeir lagt fram kröfur sinar, eins og skýrt var frá hér I blaðinu fyrir helgina. Fundurdeiluaðila með sáttasemjara hófstkl. 5 I gær. Fyrsti fundur með flugfreyjum Þá hafa flugfreyjur einnig visað kjaramálum sinum og flug- félaganna til sáttasemjara og var fyrsti fundurinn haldinn i gær. Hófst hann kl. 2 og lauk um sex-leytið. Að sögn Erlu Hatlemark, formanns flugfreyjufélagsins, gerðist fátt svo sem við mátti bú- ast á fyrsta fundi, en Erla bjóst við þvi, að næsti fundur með sáttasemjara yrði haldinn á föstudag. Fá sex krónum meira á Vopnafirði BH—Reykjavik. — t fyrradag voru samþykktir á Vopnafirði samningar verkalýðsfélagsins við atvinnurekendur á staðnum, en eins og kunnugt er felldi Verkalýðsfélagið þar samkomulag ASl og atvinnurekenda. Mun verkamannakaup á Vopnafirði vera um 6 krónum hærra en á samsvarandi Dagsbrúnartaxta. Var samkomulagið samþykkt á almennum félagsfundi með 31 atkvæði gegn 15. Samkomulagið er frábrugðið þvl eldra að þvl leyti, að núgild- andi mánaðarkaup, sem er lægra en 54.900, miðaö við fulla dag- vinnu, hækkar um 5.100. Þá er og kveðið á um það, að núgildandi laun á bilinu frá 54.900 til 60.000 verði 60.000 krónur á mánuði, en þeir sem hafa yfir 60.000 króna mánaðarlaun fá engar láglauna- bætur. Bráðabirgðasamkomulag á bátunum BH—Reykjavik.— Aðfaranótt sunnudagsins komust samninga- nefndir sjómanna og útvegsmanna að bráðabirgðasamkomulagi um kjör bátasjómanna, og hefur það yfirleitt hlotið jákvæða af- greiðslu hjá félögunum, sem um það fjölluðu um helgina. Var það samþykkt af sjómannafélögunum á Akranesi, Hellissandi Reykjavik, Þorlákshöfr., Grundarfirði, Stykkishólmi og Keflav. Einnig samþykkti Matsveinafélagiö samkomulagiö og Vél- stjórafélag Suöurnesja hefur ákveðið aö fresta áður boðaðri vinnustöðvun um óákveðinn tlma, meðan fjallað er um sam- komulagið. Það var aö visu fellt I Ólafsvlk, en verkfallsaðgerð- um þar hefur verið slegið á frest, meðan máliö er athugað. Viö ræddum við Jón Sigurðsson um bráöabirgðasamkomulag- ið I gær. Kvað Jón helztu bætur vera þær, að út úr þessu fáist rýmri helgarfrl, sérstaklega á netabátum, þá séu helgarfrlin lengri og teljist nú aldrei minna en sólarhringur, þá taki nýtt kauptryggingartimabil sjómanna á loðnuskipum gildi, og loks sé samningurinn uppsegjanlegur frá 1. júnl, ef honum sé sagt upp fyrir 21. mal, annars gildi hann til 15. september. 1 dag heldur sáttasemjari fund um kjör sjómanna á stærri tog- urunum með deiluaðilum, en nú er vika slðan seinasti fundur var haldinn, og 16 togarar af 22 þegar bundnir I höfn og tveir til viöbótar væntanlegir I dag. Samið í prentiðnaðinum BH—Reykjavik.— Sl. miðvikudag undirrituöu fulltrúar Félags Isl. prentiðnaðarins annars vegar og hins vigar Hins ísl. prentarafélags, Bókbindarafélags lslands og Grafiska sveina- félagsins samkomulag um launajöfnunarbætur. Er þar fariö I öllum atriðum eftir samkomulagi þvl, er nlu manna nefnd ASl og atvinnurekendur komust að fyrir skömmu. Hér er um að ræða jöfnunarbætur aö upphæö kr. 4.900, og ná þær til allra sem við prentiönaö starfa, og mun hér vera um að ræöa stærsta skref sem iðnnemar hafa náð I launabótum til þessa, hvað hundraðshlutfall snertir. Prentarar og bókbindarar hafa þegar samþykkt samkomulag- iö, en Graflska sveinafélagiö haföi ekki fjallað um málið, er við vissum seinast. Fél. Isl. prentiðnaðarins boðaði til fundar I gær- kvöldi. Hávaði i mjólkurbúum rannsakaður BH—Reykjavik. — Aðfaranótt sunnudagins var undirritað á fundi með sáttasemjara samkomulag I vinnudeilu mjólkurfræð- ingaog viösemjenda þeirra, svoog yfirlýsing á þá leið, að reynist ekki unnt aö útiloka heilsuspillandi áhrif hávaða á vinnustaö, skuli starfsmenn, sem verða fyrir slikum heilsuspillandi áhrif- um, fá sérstakar greiðslur. Undir samkomulagið og yfirlýsing- una undirrita fulltrúar Mjólkurfræöingafélags Islands, Verka- lýðsfélagsins Þórs á Selfossi, Vinnuveitendasamands Islands og fulltrúar Vinnumálasambands Samvinnufélaganna. Samkomulagið fjallar um launajöfnunarbætur til mjólkur- fræöinga, hinar sömu og aðrar séttir hafa samið um, þannig að mjólkurfræöingar frestuðu boðuðum verkfallsaögerðum til 1. júnl. En hávaða-atriöiö er búið aö vera mikiö áhugamál mjólkur fræðinga og þeirra, er að mjólkurvinnslu starfa, og hafði samningaaðilum borizt yfirlýsing landbúnaðarráðherra, þar sem þvl var heitið, að sérfræðingar verði fengnir til þess aö mæla hávaöa I mjólkurbúum og gera tillögur til úrbóta I þeim efnum. Aukaflug vegna verkfallshættu BH—Reykjavlk. - Flugmenn hjá Flugfélagi tslands og Loftleiö- um hafa boðað til fjögurra daga verkfalls frá miðnætti i nótt, hafi samkomulag ekki náðst við áðurnefnd flugfélög eins og segir frá hér að ofan. Að sögn Sveins Sæmundssonar, blaöafulltrúa, voru vissulega nokkrar horfur á samkomuiagi I gær, en óráðlegt þótti annað en gripa til sérstakra ráðstafana varðandi flugáætianir, ef til verkfalis kæmi. 1 dag klukkan 16 verður farin aukaferð til Evrópu. Flogið verð- Framhald á bls. 6 gébé- Rvlk. Þá er Alandssýningin komin upp, en erfiðleikar voru á flutningi munanna á sýninguna frá Gautaborg, og hófst hún siðar en áætlað var. Sýningin er haldin I Norræna húsinu, en á miðvikud. verður samfelld dagskrá frá Álandseyjum, þættir úr atvinnu- og stjórnmálasögu landsins. Þá verður m.a. sýnd kvikmynd ki. 17.00 um siglingar á seglskipum og álenzkur skipstjóri rifjar upp endurminningar frá þeim tima. Ki. 19.00 hefst kynning á atvinnulifi Álendinga og vikið er að stjórnarfarsiegri stöðu þeirra 1 dag. Mcðal fyrirlesara verður Karl-Erik Bergman skáld og fiskimaður. A fimmtudag verður siöasli fyrirlesturinn fluttur á Alandseyja- vikunni, en það er Kurt Weber, en hann setti sýninguna upp, sem flytur fyrirlestur um listalif Álandseyja. Timamynd: Gunnar. Thor Vilhjálmsson forseti Bandalags ísl. listamanna gébé-Rvik. Aðalfundur Banda- lags islenzkra listamanna var haldinn sl. sunnúdag. Hannes Daviðsson, arkitekt, sem veriö hefur forseti Bandalagsins undanfarin ár, gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Thor Vilhjálmsson rithöfundur var kosinn forseti bandalagsins. Aðalfundinum lauk um kl. tvö á sunnudaginn og var þá sett Listamannaþing. Þar voru gestir Vilhjálmur Hjálmars- snon menntamálaráðherra og Páll Lindal formaður Sambands islenzkra sveitarfélaga. Vilhjálmur Hjálmarsson sagði I ræðu sinni, að hann hefði nýlega skipað þriggja manna nefnd, sem i eiga sæti: Indriði G. Þorsteins- son, Andrés Björnsson og Vigdis Thor Vilhjálmsson rithöfundur, nýkjörinn forseti B.l.L. Finnbogadóttir. Hlutverk nefndarinnar er að gera könnun á Framhald á bls. 6 Tveir af sex efstu mönnunum, Mecking og Hort, eiga eftir að sitja hjá og eiga þvi aðeins tvær skákir ótefldar, Anderson, Hort, Tal og Friðrik eiga eftir aö tefla þrjár skákir. Næst teflir Friðrik við Femandez, og siðan teflir hann við Bellon og Mecking. Mikiö var um dýrðir i Þjóðleikhúsinu á sunnudag, en þa var haldið hátiðlegt 25 ára afmæli leikhússins. Móttaka var i Kristalssal leikhússins fyrir gesti, og barst leikhúsinu fjöldi gjafa og árnaðaróska. Veittir voru styrkir úr tveim sjóðum, Menningarsjóði Þjóðleikhússins og hinum nýstofnaða Karde- mommusjóði. Þá stofnuðu starfsmenn leikhússins starfsmanna- félag, en um kvöldið var hátiðarsýning á stóra sviðinu, þar sem sýnd voru um 20 atriði úr leiksýningum og söngleikjum, sem sýnd hafa veriö i Þjóðleikhúsinu á 25 ára starfsferli þess. Nánar verður siðar sagt frá hátiðarhöldunum I Timanum. Timamynd Róberts sýnir fyrrverandi og núverandi Þjóðleikhússtjóra: Guðlaug Rósinkranz og Svein Einarssson. „HELD ÉG EIGI MÖGULEIKA Á AÐ KOAAAST SÆMILEGA í HÖFN" — SEGIR FRIÐRIK ÓLAFSSON, SEAA NÚ ER í SJÖTTA SÆTI MEÐ SJÖ VJNNINGA — ÞRJÁR SKÁKIR EFTIR SJ-Reykjavik. — Maður berst til hins siðasta, og ég held að ég eigi möguleika á að komast sæmilega I höfn sagði Friðrik ólafsson, þegar við ræddum við hann I gær en Friðrik hefur unnið tvær siðustu skákirnar gegn Tal og Cardoso. Ekki var teflt i gær á skák- mótinu i Las Paimas — og sagðist Friðrik nota daginn til hvíldar, en veður væri grámuggulegt og engin sól. — Ég held ekki að nein- um takist að ná efsta sætinu af Liuobouevic héðan af, sagði Friðrik. Mecking er nú i öðru sæti og Anderson i þriðja, en hann á ekki siður möguleika á að hreppa annað sætið að lokum, að sögn Friðriks. Teflt er siðdegis kl. 4-9 og biðskákir eftir það og geta þær oft dregizt á langinn til kl. 1 eftir miðnætti. Friðrik Ólafsson kvaðst kikja á skákir jafnframt þvi sem hann hvilir sig. En ekki væri gott að vera háðurundirbúningi meðan á móti stendur, honum ætti að vera lokið áður. Röðin er nú þessi: Liuobouevic 9 1/2 Mecking 8 1/2 Anderson og Hort 8 Tal 7 1/2 Friðrik 7 Petrosjan 6 1/2 Bellon 5 1/2 Tati 5 Orestes og Cardoso 4 1/2

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.