Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 10

Tíminn - 22.04.1975, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Þriðjudagur 22. aprll 1975. Þriðjudagur 22. aprll 1975. O Stjórnmálaályktun aðalfundar miðstjórnar Framsóknarf lokksins 1975 RÉTTUSTU OG STÓRMANNLEGUSTU VIÐBRÖGÐIN AÐ SAAADRÁTTURINN KOMI FRAAA í AAINNKANDI EINKANEYZLU FREKAR EN AAINNI ATVINNUUPP- BYGGINGU OG OPINBERUAA ÞJÓNUSTUFRAAAKVÆAADUAA „I lok ársins 1973 varð mikil breyting á viðskiptaaðstöðu okkar tslendinga. Viðskiptakjörin sem höfðu farið ört batnandi nokkur ánsamfellt, tóku nú mjög að versna og i lok ársins 1974 voru þau orðin 30% lakari en i byrjun þess. Slik umskipti hljóta að valda miklum efnahagslegum erfiðleikum og þeir mögnuðust við það, að of seint var við þeim brugðizt. Það jók enn á þessa erfiðleika, að kjarasamningarnir snemma á árinu voru gerðir áður en menn höfðu áttað sig á þvi, að nú var i bili minna til skipta. Um sama leyti missti stjórn Ólafs Jóhannessonar starfhæfan meirihluta vegna klofnings i röðum annars samstarfs- flokksins og kom þvi ekki fram tillögum sinum i efnahagsmálum. Tilraun formanns Framsóknar- flokksins til að efna til viðtæks samstarfs um nauðsynlegar efnahagsaðgerðir tókst ekki. Var þá ekki um annað að ræða en efna til nýrra þingkosninga. Af þessum sökum dróst að gera nauðsynlegar ráðstafanir til viðnáms gegn verðbólgunni og til að treysta atvinnugrundvöllinn. Urðu þvi þau vandamál, sem biðu nýrrar stjórnar enn erfiðari en ella. Að kosningum loknum leiddu tilraunir formanns Framsóknar- flokksins til að endurskipuleggja rikisstjórnina með þátttöku Alþýðuflokksins i ljós, að sú leið var ekki fær.Var þá ekki annarra kosta völ en mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum, ef koma átti á þingræðisstjórn i landinu. Fundurinn þakkar alveg sér- staklega formanni flokksins Ólafi Jóhannessyni, skelegga og far- sæla forustu hans i pólitiskum sviftingum þessa sögulega árs. Það olli vonbrigðum, að vinstri stjórnin varð að hverfa frá áður en hún hafði lokið verkefnum sin- um. Fundurinn vonar, aö núver- andi rikisstjórn takist að leysa þann efnahagsvanda, sem við er að fást. Rikisstjórnin hefur, siðan hún var mynduð, unnið að þvi að tryggja afkomugrundvöll atvinnuveganna og atvinnu- öryggii landinu. í þvi skyni var gengisbreytingin i september framkvæmd og þær ráðstafanir, sem henni fylgdu, en sökum siversnandi viðskiptakjara reyndust þær ráðstafanir ónógar og ný gengisbreyting i febrúar varð óhjákvæmileg. í kjölfar hennarfylgja ýmsar ráðst i efna- hagsmálum og fjármálum til þess að stuðla að jafnvægi i þjóðarbúskapnum og treysta undirstöðu atvinnu og lifskjara. Aðalfundur miðstjórnar Fram- sóknarflokksins 1975 lýsir stuðningi sinum við ráðstafanir rikisstjórnarinnar sem miða að þvi að dreifa þeim byrðum, sem bera þarf, sem réttlátast á þegna þjóðfélagsins og að vinna sem fyrst bug á þeim erfiðleikum, sem við er að fást. Fundurinn telur þau viðbrögð réttust og stór- mannlegust, að sá samdráttur, sem nú um hrið er óumflýjanleg- ur eftir mikið þenslutimabil , -komi að verulegu leyti fram i minnkandi einkaneyzlu frekar en minni atvinnuuppbyggingu og opinberum þjónustuframkvæmd- um. Sem félagshyggjuflokkur hlýtur Framsóknarflokkurinn að vara við þvi að tekjur rikisins séu rýrðar með þvi að lengra sé gengið i lækkun skatta. Af þvi hlyti að leiða minni félagslegar framkvæmdir. Fundurinn vill þó vekja athygli á þvi, að enn er þörf frekari aðgerða á ýmsum sviðum, ef tryggja á jafnvægi i þjóðarbúskapnum. Fundurinn bendir á þann mikla vanda sem leysa þarf, áður en lög um launajöfnunarbætur falla úr gildi 1. júni n.k. Nauðsynlegt er að endurskoða tilhögun visi- tölubóta á kaupgjald. Fundurinn telur sjálfsagt, að launþegar njóti verðtryggingar kaupgjalds, en það verður að gerast með þeim hætti, að komizt verði sem mest hjá skaðlegum áhrifum á verð- lagsþróunina, og að það torveldi ekki almenna stjórn efnahags- og fjármála. Þannig telur fundurinn ótækt að skattheimta til sam- eiginlegra þarfa, sem ákveðin er af lýðræðislega kjörnum fulltrú- um þjóðarinnar, hafi gegnum visitölukerfið áhrif til almennrar kauphækkunar. Fundurinn telur nauðsynlegt að beita áætlanagerð og skipulags- hyggju i vaxandi mæli, og að endurskoða skipulagskerfi at- vinnuveganna, ekki sizt sjávarút- vegsins. Fundurinn telur nauðsynlegt, að haldið sé áfram eftirliti með verðlagi og bendir á, að taka verður tillit til þeirrar staðreyndar, að vörudreifing er ódýrari i dreifbýli en i þéttbýli. Telur fundurinn nauðsynlegt að fundnar séu leiðir til að jafna vöruverð i landinu i rikari mæli en nú er. Fundurinn lýsir ánægjú sinni yfir þeim mikla árangri, sem náðst hefur i byggðamálum. At- vinnuuppbyggingin hefur aukið fólki bjartsýni og áræði og valdið straumhvörfum i byggðaþróun i landinu. Fundurinn leggur áherzlu á, að áfram verði haldið á sömu braut og hvetur sérstaklega til, að þess sé gætt svo sem frekast er unnt, að sú minnkun framkvæmdahraða, sem nú er óhjákvæmileg um sinn, komi sem vægast niður á framkvæmdum hinna dreifðu byggða. Hættan á atvinnuleysi getur verið yfirvof- andi i einstökum byggðarlögum, þó þensla sé i þjóðfélaginu i heild. Fundurinn fagnar stórauknum framlögum rikisins til Byggða- sjóðs og treystir þvi, að þessu fjármagni verði einbeitt til áframhaldandi eflingar at- vinnulifs á landsbyggðinni. Fundurinn leggur áherzlu á, að ekki verði frekari dráttur en orðið er á endurskipulagningu stjórnar orkurannsókna, orkuframleiðslu og orkudreifingar með þátttöku sveitarfélaga og samtaka þeirra Fundurinn telur, að úrelt fyrir- komulag þessara mála eigi mik-' inn þátt i þvi, að mörg byggðarlög búa við öryggisleysi i orkumál- um og orkuskort. Stefna verður að nýju skipulagi, sem tifyggi hagkvæmar og samræmdar’að- gerðir til að allir landsmenn fái sem ódýrasta orku án tviverknaðar og sóunar. Það þarf að auka virkjunar- rannsóknir og gera sérstök átök i virkjun bæði fallvatna og jarðvarma. Það þarf að vinna að þvi, að innlendir orkugjafar leysi oliuna af hólmi, eftir þvi sem kostur er. Auknar virkjanir eru einnig undirstaða vaxandi iðnaðar, hvort heldur er i stærri eða smærri stil. Fundurinn fagnar þeim mikils- verða áfanga i landhelgismálum, sem náðist með útfærslu i 50 milur og hefur þegar skilað mikl- um árangri. Væri illa komið, ef vinstri stjórnin hefði ekki mótað þá stefnu á sinum tima. Minnir fundurinn á þá forustu, sem Framsóknarflokkurinn hefur haft i landhelgismálinu, alla tið. Jafn- framt bendir fundurinn á, hver áhrif aðgerðar tslendinga hafa haft á stefnumótun i þessum mál- um á alþjóðavettvangi. Fundur- inn leggur áherzlu á, að Is- lendingar færi auðlindalögsögu sina út i 200 milur á þessu ári, en telur rétt að biða niðurstöðu haf- réttarráðstefnunnar i Genf, sem lýkur i næsta mánuði- Er nauðsynlegt, að sú útfærsla sé sem bezt undirbúin-1 þessu sam- bandi bendir fundurinn á að nauðsynlegt er að skipuleggja nýtingu miðanna með tilliti til verndunar og viðhalds fiski- stofnunum. Fundurinn minnir á ákvæði málefnasamnings rikisstjórnar- innar um endurskoðun stjórnar- skrárinnar og leggur áherzlu á, að henni verði hraðað. Að þvi er varðar stefnuna i utanrikismálum og i einstökum málaflokkum öðrum, visar fund- urinn til samþykkta siðasta flokksþings. • Fundurinn þakkar ráðherrum og þingmönnum flokksins störf þeirra og hvetur þá til áfram- haldandi átaka til að koma fram stefnumálum flokksins. Fundurinn væntir þess að al- mennur skilningur þjóðarinnar á efnahagsstöðunni komi fram i einlægum samstarfsvilja allra stétta og öruggri samstöðu um æuðsynleg úrræði, svo að þess verði sem skemmst að biða að aftur birti i lofti og herða megi að nýju alhliða framfarasókn.” Viðurkenna ber fullan rétt allra kvenna til launaðs fæðingarorlofs og atvinnuöryggis Aöalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins ályktar, að unnið verði markvisst að þvi að fullt jafnrétti kvenna og karla I uppeldi, námi og starfi veröi að raunveruleika. Til þess að slikt nái fram að ganga þarf að bæta mjög félagslega þjón- ustu á ýmsum sviöum. Jafnframt sé viðurkenndur fullur réttur alira kvenna til launaðs fæðingarorlofs og atvinnuöryggis. HMINN Forysta Framsóknarflokksins var endurkjörin á aðalfundinum um helgina. Ragnheiður Svein- björnsdóttir úr Hafnarfiröi var kjörin vararitari, en þvi embætti gegndi Jóhannes heitinn Eiiasson. Einar Ágústsson var endurkjörinn varaformaður flokksins, Halldór E. Sigurðsson varagjaidkeri og i fremri röð frá vinstri, Steingrimur Hermannsson ritari, ólafur Jóhannesson, formaður, og Tómas Árnason, gjaldkeri. FRAAAKVÆMDASTJÓRN 1 framkvæmdastjórn Framsóknaflokksins voru kosnir nlu menn: Aöalmenn eru þessir: Eysteinn Jónsson, Helgi Bergs, Guðmundur G. Þóriarinsson, Þórarinn Þórarinsson, Jónas Jónsson, Ragnheiöur Svein- björnsdóttir, Erlendur Einarsson, Jón Skaftason og Eggert Jóhannes- son. Sjálfkjörnir I framkvæmdastjórnina eru formaðurflokksins, vara- formaður, ritari og gjaldkerfi og form. SUF. Varamenn voru kjörnir: Kristinn Finnbogason, Hannes Pálsson og Halldór Ásgrlmsson. Sigurjón Guðmundsson var kjörinn i stjórn húsbygginga- sjóös. BLAÐ- STJÓRN TÍMANS 1 blaðstjórn Tlmans voru kjörnir: ólafur Jóhannesson, Eysteinn Jónsson, Einar Ágústsson, Steingrlmur Hermannsson, Er- lendur Einarsson, Óðinn Rögn- valdsson, Jón Kjartansson, Þorsteinn ólafsson, og Pétur Einarsson. Varamenn voru kjörnir: Geröur Steinþórsdóttir og Ingi Tryggvason. Þróunin auðveldar út- færsluna í 200 mílur Þórarinn Þórarinsson, alþingismaður, flutti á aðalfundi miðstjórnar Framsóknarflokksins á föstidagskvöld yfirlitserindi um hafréttar- málin. Þetta erindi Þórarins birtist hér. Ég mun vikja fyrst að gangi mála á þriðja fundi hafréttar- ráðstefnunnar, sem nú stendur yfir I Genf, en síðan ræða um þann þátt hennar, er varðar Is- landsérstaklega. Aðlokum mun ég svo ræða um fyrirhugaða út- færslu islenzku fiskveiðilögsög- unnar i 200 milur sfðar á þessu ári. Það er ljóst að mikið verk verður óunnið, þegar fundinum i Genf lýkur 10. mai næstkom- andi, þótt sitthvað hafi þokazt i rétta átt, og þó sérstaklega i sambandi við efnahagslögsög- una. Þvi verður nauðsynlegt að halda nýjan fund, sem sennilega verður frekar haldinn á næsta ári en þessu ári. Vonir bjartsýn- ustu manna um Genfarfundinn eru nú þær, að i lok hans verði til eins konar uppkast að frum- varpi til nýrra hafréttarlaga, eða einn texti i stað margra texta og valkosta, sem enn eru i gangi varðandi ýms þýðingar- mestu atriðin. Slikur einn texti eða frumvarpsuppkast, er nú að mestu fyrir hendi i 1. nefnd, sem fjallar um alþjóðlega nýtingu auðæfa á botni úthafsins, og i 3. nefnd, sem fjallar um mengun- arvarnir. Hins vegar er slikur einn texti ekki enn fyrir hendi i 2. nefnd, sem fjallar um land- helgina, efnahagslögsöguna, landgrunnsréttindi og siglingar, heldur liggja þar enn fyrir margir textar og valkostir um veigamikil atriði. A fundi stjórnarnefndar ráðstefnunnar, sem var haldinn siðastl. þriðju- dag, var formanni 2. nefndar falið að ganga frá uppkasti að frumvarpi eða einum texta um þau verkefni, sem nefnd hans fjallar um. Búizt er við, að þetta yrði staðfest á fundi sjálfrar ráðstefnurmar, sem átti að halda siðastl. föstudag. Ætiunin er, að formaðurinn hafi lagt þetta uppkast fram áður en ráð- stefnunni lýkur. Þetta uppkast verður byggtá þeim sjónarmið- um, sem virðast hafa átt mestu fylgi að fagna á ráðstefnunni, en jafnframt mun reynt að taka tillit til ýmissa sérsjónarmiða. Þótt þetta uppkast verði ekki á neinn hátt bindandi, heldur geti ráðstefnan breytt þvi eins og henni sýnist, þá getur það eigi að siður haft mikil stefnumót- andi áhrif, og verður talin glógg vfsbending um það, hvert þró- unin stefnir. Þess vegna munu einstakir hagsmunahópar reyna að hafa sem mest áhrif á gerð þess. Þótt það markmið náist á Genfarfundinum, að fyrir liggi i lok hans eins konar uppkast að frumvarpi til nýrra hafréttar- laga, er samt geysimikið og seinvirkt starf óunnið. Fyrst verður að ræða hverja einstaka grein i nefnd, og siðan á fundi ráðstefnunnar sjálfrar. Um mjög margar greinar verður meiri eða minni ágreiningur, og þá mun samkvæmt fundarsköp- um ráðstefnunnar reynt að ná samkomulagi áðui en til at- kvæðagreiðslu kemur. Persónu- lega myndi ég telja það ótrúlega góðan árangut', eða næstum kraftaverk, ef það tækist að ljúka störfum ráðstefnunnar á einum fundi til viðbótar. Ég vik þá að þvi viðfangsefni ráðstefnunnar, sem snertir Is- lands mest, — efnahagslögsög- unni. A siðastl. ári tilnefndi for- seti ráðstefnunnar, Amara- singhe frá Sri I.anka, formenn um 30 sendinefnda á ráðstefn- unni i sérstaka nefnd, sem reyndi að vinna að sam- komulagi um ýms helztu deilu- efni ráðstefnunnar, eins og efnahagslögsöguna, landhelg- ina og landgrunnið. Nefndin, sem ekki tilheyrir ráðstefnunni formlega, er undir stjórn Norð- mannsins Jens Evensens, og þvi kennd við hann. 1 henni eru menn frá rikjum, sem eiga ólikra hagsmuna að gæta. Meðal nefndarmanna er Hans G. Andersen, sem hefur unnið þar gott starf Nefnd þessi hefur MESTUR ARANGUR NÁÐIST Á GENFARFUNDINUM í SAMBANDI VIÐ EFNAHAGSLÖGSÖGUNA haldið þriggja klukkustunda fundi alla vinnudaga siðan ráð- stefnan hófst, og hefur hún ein- göngu fjallað um efnahagslög- söguna. Hún er nú i þann veginn að ljúka uppkasti að þeim kafla nýrra hafréttarlaga, sem mun fjalla um efnahagslögsöguna. Vinnubrögðin eru þannig, að eftir að einstakar frumvarps- greinar hafa verið ræddar, semur Evensen nýtt uppkast, sem á að spegla það, sem hann telur helztu niburstöður nefnd- arinnar. Sjötta útgáfan, og sú endanlega, af þessum tillögum Evensens er væntanleg i byrjun næstu viku. Eins og nú horfir verða tillögur Evensens-nefnd- arinnar hliðhollar íslendingum. Almennt samkomulag er um, að efnahagslögsaga strandrikja megi vera allt að 200 milur. Almennt samkomulag virðist einnig vera um, að innan efna- hagslögsögu hvers strandríkis megi ákveða visst aflahámark og að strandrikið hafi forgangs- rétt til að hagnýta það. Eins og tillögurnar eru nú, hefur strand- rikið einhliða rétt til að ákveða, hvert aflahámarkið skuli vera, og það hefur einnig einhliða rétt til að ákveða, hvort það hefur möguleika til að nýta það til fulls. Þessu sfðara ákvæði, sem sætt hefur mótspyrnu, fékk Hans G. Andersen komið inn i tillögumar. Telji rikið sig ekki hafa möguieika til að nýta afla- hámarkið til fulls, er þvi skylt að leyfa öðrum rikjum að hag- nýta sér afganginn. Það er mik- ið deiluefni, hvaða riki eigi að hata forgangsrétt i þvi sam- bandi. Þróunarrikin vilja láta vanþróuð og landlukt riki eða vanþróuð riki, sem hafa erfið skilyrði til fiskveiða, nafa for- gangsréttinn, en stórveldin vilja láta hinn svonefnda sögulega rétt ráða. Rikin, sem eru land- lukt, eða hafa takmörkuð skil- yrbi til fiskveiða, hafa myndað með sér öflug samtök og ráða sennilega yfir nægu atkvæða- magni til að hafa stöðvunarvald á ráðstefnunni, þ.e.a.s. þau ráða sennilega yfir einum þriðja hluta atkvæða. Þau reyna að nota sér þá aðstöðu til þess að fá sem mestar undanþágur innan efnahagslögsögu strandrikj- anna. Gömlu stdru rikin halda hins vegar fram sögulega rétt- inum. Jafnhliða þvi, sem Evensen- nefndin hefur unnið að uppkast- inu um efnahagslögsögúna, hafa hin svonefndu 77 riki látið vinna að svipuðu uppkasti. Hin 77 riki, sem nú eru reyndar orðin meira en 100, eru þróunar- rikin í Afriku, Asiu og rómönsku 'Ameriku. Samtök þessi eru orð- in eins konar riki i rikinu, ef svo mætti segja. Þau halda daglega marga fundi og þá verða oft sjálfir fundir ráðstefnunnar og nefnda hennar að vikja. Tillögur 77-rikjanna um efnahagslögsög- una eru væntanlegar nú um helgina.Eftirsiðustufréttum að dæma, verða þær likar Even- sens-tillögunum, m.a. ekki tald- ar óhagstæðari Islendingum. Þær munu hins vegar sennilega gera hlut landluktu rfkjanna betri, en hlut stórveldanna heldurverri. Eftir að Evensen- nefndin og 77-rikin hafa lagt fram tillögur sinar, fær for- maður 2. nefndar það hlutverk að sjóða upp úr þeim uppkast að þeim kaíla nýrrar hafréttar- laga, sem fjallar um efnahags- lögsöguna. Þótt það uppkast verði ekki á neinn hátt bindandi fyrir sjálfa ráðstefnuna, mun það geta haft mikil áhrif, þvi að það mun þykja glögg heimild um hvcr er meginstefnan, sem er rikjandi á hafréttarráðstefn- unni varðandi þetta mál. Mér finnst flest benda til, að þetta uppkast formannsins verði hag- stætt frá islenzku sjónarmiði. Ég ætla þá að vikja að fyrir- hugaðri útfærslu Islenzku fisk- veiðilögsögunnar i 200 milur, sem ákveðið er i stjórnarsátt- málunum að komi til fram- kvæmda á þessu ári. Mitt mat er það, að það hafi verið rétt ráðið, að fresta útfærslunni fram yfir Genfarfundinn. Það er nú enn ljósara en áður, að sú stefna muni hljóta yfirgnæfandi fylgi, að strandriki megi hafa allt að 200 miina enfahagslög- sögu. Hins vegar er enn ekki leitt til lykta, hvaða undanþág- um þessi réttur strandrikisins skuli háður I sambandi við fisk- veiðar. Mér finnst líklegt, að Is- lendingar hjálpi hér til að höggva á hnútinn með þvi að færa fiskveiðilögsöguna út I 200 milur strax á þessu ári alveg eins og þeir gerðu það, þegar fært var úti 12 milur og 50 milur á sinum tima. Útfærsla Islenzku fiskveiðilögsögunnar út i 200 milur á þessu ári, ætti að geta haft áhrif á þróunina, en vegna þess hvað þróunin er nú langt komin, mun útfærslan út i 200 milur reynast miklu auðveldari en útfærslurnar i 12 milur og 50 milur voru á sinum ti'ma, enda skerðir hún miklu minna útlenda hagsmuni, þvi að fisk- veiðar útlendinga eru enn ekki mjög verulegar á svæðinu milli 50-200 milna. Ég l.vgg að nú verði i hæsta lagi sagt, að við hefðum átt að biða eftir úrslit- um á hafréttarráðstefnunni. Það styrkir svo mjög aðstöðu okkar, að það er orðið opinbert leyndarmál, að Bretar, Banda- rikjamenn, Kanadamenn og Norðmenn hafa ákveðið að færa fiskveiðilögsöguna út i 200 mil- ur, og munu gera það einhliða, ef ekki næst samkomulag um það á hafréttarráðstefnunni. Bretar munu t.d. illa getað mótmælt útfærslunni, þótt við færum út nokkrum mánuðum eða misserum á undan þeim. Vafalitið verður reynt að halda þvi fram, að íslendingum sé það ekki neitt brennandi hagsmunamál að færa fisk- veiðilögsöguna út i 200 milur einu árinu fyrr eða seinna. Það verður bent á, að íslendingar veiði sjálfir litið á svæðinu milli 50-200 milna, veiðar úUendinga séu ekki miklar heldur á þvi svæði og fiskstofnar þar séu ekki álitnir ofveiddir, nema ef vera skyldi grálúðan. Út af fyrir sig er það rétt, að útfærslan i 200 milur hefur ekki eins mikla efnahagslega þýðingu fyrir Is- land, a.m.k. ekki i upphafi og útfærslurnar I 4 milur, 12 mflur og 50 milur á sinum tima. Stærsta sporið var stigið, þegar fiskveiðilögsagan var færð út i 50 mflur. Glöggt dæmi um það eru þær upplýsingar Hafrann- sóknarstofnunarinnar, að um 97% alls þorskafla, sem veiddur er á Islandsmiðum, eru veidd innan 50 milna markanna, 98- 99% ýsuaflans, 82-86% ufsa- aflans og um 50% karfaaflans. Þessar tölur sýna bezt hvilikt risaskref var stigið i' fiskveiði- málum Islendinga, þegar fært var út i 50 milur. Þá var i raun og veru tekið það, sem mestu skipti. En útfærslan i 200 m. hefur verulega þýðingu samt. Með þeirri útfærslu tryggjum við, ab við gelum betur tryggt hóflega friðun ufsans og karf- ans, og jafnframt tryggt okkur nýtingu fisktegunda, sem enn hafa verið lftið veiddar, eins og blálöngu, langhala, gulilax. Þá getur það veitt okkur i framtið- inni betri aðstöðu i sambandi við loðnuveiðar og sildveiðar. Siðast. en ekki sizt kemur það svo i veg fyrir, að útlendingar beini skipum sinum á þessar slóðir, þegar önnur fiskimið lok- ast þeim. Einmitt þess vegna þurfum við að verða á undan öbrum i þessum efnum. Mér finnst ekki úr vegi að minnast á það nokkrum orðum, hvemig við eigum að vinna að framkvæmd útfærslunnar i 200 milur. Mér finnst t.d. ekki koma til mála að draga miðlinu milli Islands og Jan Mayen, meðan ekki er séð hvaða afstöðu haf- réttarráðstefnan tekur til eyja eins og Jan Mayen. Mér finnst rétt, að þær þjóðir, sem hafa veitt á svæðinu milli 50-200 milna, fái nokkurn umþóttunar- tima og að um það eigi að ræða við þær áður en til útfærslunnar kemur. Hér á ekki aðeins að ræða við vestræn riki, eins og sumir virðast vilja, heldur öll þau riki, sem hafa stundað veiðar á þessu svæði. Eins og áður hefur komið fram, er mitt mat það, að út- færslan i 200 milur eigi ekki að valda okkur neinum meirihátt- ar erfiðleikum og vera miklu auðveldari i framkvæmd en t d. útfærslan i 50 milur, enda lika i rauninni miklu ahrifair.inni að- gerð. Það, sem ég hefi mestar áhyggjur af, er staðan innan 50 milnanna. Ofveiðin, sem á sér stað á íslandsmiðum, er öll inn- an 50 milna markanna. Þar eru nú helztu nytjafiskar okkar, þorskurinn og ýsan, tvimæla- laust ofveiddir. Þar verður fljótt og markvisst að draga úr veið- um útlendinga, og þá fyrst og fremst Breta. Ég álit, að þar sé nú um að ræða langstærsta og vandasamasta þátt landhelgis- málsins. Þar þarf nú að halda fast á málum. Fiskifræðingar okkar hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að Islendingar einir hafi nú nægan skipakost til að nýta allan þann fiskafla, sem eðlilegt séað veiða á Islandsmiðum. Að visu myndi heildaraflinn þá eitthvað minnka fyrstu ánn, en i þvi sé fólgin nauðsynleg hvild, sem einkum þorskurinn og ýsan þarfnist. Ég efast ekki um, að fræðilega er þetta mat þeirra rétt. En vib verðum að lita á fleira i þessum efnum. Við verð- um einnig að taka með i reikn- inginn, að við erum ekki einir i heiminum. Þess vegna getum við ekki i einu vetfangi sagt við þær þjóbir, sem hafa fiskað inn- an 200 milna markanna: Nú hættið þið tafarlaust. En þær verða jafnframt að skilja, að þær verða að vikja eftir eðlileg- an umþóttunartima, og svæðið innan 50 milna verður i framtið- jnni að vera fyrir Islendinga eina. Þótt ég áliti úrfærsluna i 200 milur ekki jafnerfiða. og hinar fyrri útfærslur, er mér ljóst, að hún er ekki vandalaus, og þó einkum, að landhelgismálið i heild er ekki vandaiaust, og á ég þá fyrst og fremst við v eiðar út- lendinga innan 50 milna mark- anna. Hér eins og i fyrri skiptin veltur mest á forustu Fram- sóknarflokksins. Til eru öfl, sem vilja nota flest tilefni til að koma á deilum vib vestrænar þjóðir, og jafnframt eru til önn- ur öfl, sem jafnan eru tilbúin til undanhalds, þegar vestrænar stórþjóðir eiga i hlut. Það er nú sem fyrr skyldan, sem hvilir á Framsóknarflokknum. að finna hér hinn farsæla meðalveg.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.