Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 23. april 1975. Verkfallsmenn á Selfossi skora á Alþingi og ríkisstjórn: HRAÐAÐ VERÐI SETNINGU LAGA UM VINNUVERND í gær afhentu verkfallsmenn á Selfossi, Alþingi og forsætis- ráðherra meðfylgjandi áskorun, þar sem þeir fara þess á leit að hraðað verði setningu laga um vinnuvernd. Undir áskorunina skrifa allir þeir starfsmenn K.A. sem undanfarnar þrjár vikur hafa verið í verkfalli. í kvöld verður flutt á Litla sviðinu i Þjóðleikhúskjailaranum Ijóða- og söngvadagskrá, sem hlotið hefur nafnið Ung skáld og æskuljóð. Þar verða lesin, leikin og sungin Ijóð ungra skálda, eink- um þeirra, sem enn eru ung að árum, en einnig æskuljóð nokkurra eldri höfunda. Flutt verða verk eftir 20 höfunda. Áskorunin er svolátandi: Eins og kunnugt er, hafa undanfarið geisað alvarleg verk- fallsátök á Selfossi milli Kaupfélags Árnesinga annars vegar og hins vegar hóps manna, sem starfa á einu af verkstæðum þess. Flytjendur eru Edda Þórarins- dóttir, Herdis Þorvaldsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Ævar R. Kvaran, auk þess söngtrióið þrjú á palli (Edda, Halldór Kristinsson, Troels Bendtsen) og Carl Billich. Stefán Baldursson hefur haft umsjón með dag- Framhald á bls. 11 Verkfallsdeila þessi er einstæð að þvi leyti til, að hún á rætur að rekja til aðfarar yfirstjórnar Kaupfélagsins á hendur einum þessara starfsmanna, verkfallið er til þess ætlað að koma i veg fyrir óréttmæta og tilefnislausa uppsögn starfsmanns, sem i 35 ár hefur starfað i þjónustu Kaup- félagsins og þar af verið trúnaðarmaður i 25 ár. Við verkfallsmenn á Selfossi urðum að gripa til þessa neyðar- úrræðis til að standa vörð um þau sjálfsögðu mannréttindi launa- fólks hvar sem er, að njóta öryggis og réttar til vinnunnar, en þurfa ekki að sæta uppsögn vegna geðþótta eða hefndaraðgera at- vínnurekenda. Af þessu tilefni og til þess að forða frá frekari átökum af þessu tagi, skorum við verkfallsmenn á Alþingi og rikisstjórn að hraða, sem mest, setningu laga um vinnuvernd, er tryggi launafólki atvinnuöryggi og veiti saklausum vernd gegn óréttlæti eins og þvi er varð orsök deilunnar á Selfossi. Ung skóld og æskuljóð — Ijóða- og söngvadagskró í Þjóðleikhúskjallaranum „Sá verður að vægja er vitið hefur meira" — segir Oddur Sigurbergsson, kaupfélagsstjóri í bréfi til Snorra Sigfinnssonar, trúnaðarmanns bifvélavirkja 1 BRÉFI sem Oddur Sigur- bergsson, kaupf élagsstjóri K.Á., á Selfossi hefur sent Snorra Sigfinnssyni, trúnaðar- manni bifvélavirkja, tilgreinir hann ástæður til sinnar breyttu afstöðu. Oddur Sigurbergsson hefur sent Timanum þetta bréf, og fer það hér á eftir: ,,Hr. Snorri Sigfinnsson, bif- vélavirki, trúnaðarmaður bif- vélavirkja hjá K.Á. Selfossi. Ólöglegt verkfall starfsmanna á járniðnaðarverkstæðum K.A. hefur nú staðið i þrjár vikur. Til- efni verkfallsins var uppsögn Reyna að fd rússneskan stærðfræðing leystan úr haldi i dag hefur alþjóðleg nefnd stærðfræðinga í samvinnu við Frakklandsdeild Amnesty Inter- national ákveðið að efna til aiþjóðlegs Leonid Plyusch-dags. Leonid Plyusch er 34 ára gamall, rússneskur stæðrfræðingur. Hann var fangelsaður I janúar 1972 ásamt mörgum öðrum félögum og leiðtogum Iftillar, lýðræöis- legrar hreyfingar er hafði vernd- un mannréttinda aö baráttumáli. Plyusch er nú lokaður inni á geðveikrahæli, þar sem geðheilir fangar eru þvingaðir til að deila klefa með geðveilum. Óttazt er um heilsu Plyusch, m.a. vegna falskra lyfjagjafa, auk þess sem hann er bæklaður. Allar tilraunir til að fá Plyusch leystan úr haldi hafa hingaö til reynzt árangurs- lausar. Aö morgni hins 23. april munu stærðfræðingar um allan heim senda skeyti til sovézkra raða- manna með náðunarbeiðni og þeirri ósk að hann fái að flytja úr landi með fjölskyldu sina. tslandsdeild Amnesty Inter- national hefur snúið sér til for- manns Stærðfræðingafélags ís- lands, Eggerts Briem, og munu stærðfræðingar við Háskóla ts- lands senda skeyti i samræmi við framangreint með beiðni um náöun Plyusch og að hann fái að flytjast með fjölskyldu sina úr landi. Kolbeins Guðnasonar frá 1. mai að telja, skv. bréfi kaupfélagsins dags. 25. marz undirrituðu af mér. Að morgni fimmtudagsins 3. april komst þú á heimili mitt eftir að hafa áður haft samband við mig i sima. Erindi þitt var að hóta mér þvi, að allir iðnaðar- menn kaupfélagsins myndu sam- stundis leggja niður vinnu, nema ég skilyrðislaust drægi til baka uppsagnarbréfið til Kolbeins. Undir þessa hótun þina var ég ekki reiðubúinn að gangast. Það hefur orðið hlutskipti mitt á nær níu ára starfsferli hjá K.A. að gera marga óvinsæla ráðstöf- un, til þess að verja félagið áföll- um við erfiða rekstraraðstöðu. A það vafalaust einnig við um mál það, sem varð tilefni til hinna ólögmætu verkfallsaðgerða ykk- ar, er valdið hafa félaginu og ykk- ur sjálfum ómældu tjóni. Rétt er að vekja athygli á þeirri staðreynd, að uppsögn Kolbeins miðast við 1. mai n.k., þ.e. að virtur var mánaðaruppsagnar- frestur skv. gildandi kaup- og kjarasamningum undirrituðum af ykkar trúnaðarmönnum og þar skýrt tekið fram, að uppsagnar- frestur sé gagnkvæmur. Þegar umrædd morgun- heimsókn átti sér stað, voru þvi enn fjórar vikur til stefnu. Eðli- legt hefði verið, að þeir, sem ekki töldu sig geta unað málsmeðferð minni, hefðu notað timann fram til 1. mai til sáttaumleitana. Þess i stað kusuð þið að hefja þegar ólöglegar verkfallsaðgerðir. Sáttatilraunir stjórnar Kaup- félags Ámesinga og Vinnumála- sambands samvinnufélaganna hafa engan árangur borið og veldur þar eingöngu óbilgjörn og óhagganleg afstaða ykkar verk- fallsmanna. Þannig hafið þið með öllu neitað að hlusta á tilboð okk- ar um annað starf Kolbeini til handa. Þó er hér um að ræða starf innan sömu deildar. Það er mál þeirra, sem til þekkja, að Kolbeinn hefði getað tekið við þessu starfi með fullum sóma, og þar með hefði málið verið úr sögunni. Þvi miður hlaut þessi sáttatillaga ekki náð fyrir augum ykkar, sem fyrir verkfall- inu standið. Ég hefi frá upphafi verið þeirr- ar skoðunar, að mál þetta snúist aðeins að litlu leyti um persónu Kolbeins Guðnasonar. t afstöðu ykkar til tilboös okkar um nýtt starf til handa Kolbeinivþykist ég sjá þessa skoðun endanlega stað- festa. Mál þetta snýst að minum dómi um óánægju fárra starfs- manna kaupfélagsins með starfs- aðferðir minar sem kaupfélags- stjóra. 1 starfi minu sem kaupfélags- stjóri K.Á. hef ég oftar en ég fái tölu á komið átt tveggja kosta völ: annars vegar að vera allra vinur, hins vegar að gera það sem ég taídi nauðsynlegt til þess að tryggja hag félagsins og þar með hag þeirra hundruða starfs- manna, sem eiga atvinnuöryggi sitt undir velgengni þess. Það er ekkert launungarmál, að ég hefi jafnan valið siðari kost inn, og það er heldur ekkert launungarmál að einmitt vegna þessa mundu nokkrir starfsmenn kaupfélagsins fegnir vilja sjá annan setjast i sæti mitt. Hafandi þetta i huga hefi ég boðið kaup- félagsstjórninni að vikja til frambúðar úr starfi sem kaup- félagsstjói-i K.A. og þá að sjálf- sögðu með það fyrir augum, að brottför min mætti verða til þess að binda endi á „Kolbeinsmálið”, sem fjölmiðlar hafa svo nefnt. Kaupfélagsstjórnin hefur neit- aö að taka boð mitt i þessum efn- um til greina, og m.a. með tilliti til þeirra erfiðu rekstrarskilyrða, sem nú fara i hönd, hef ég ekki talið mér fært að taka einhliða ákvörðun i málinu. Einnig ber á það að lita, að brotthvarf mitt úr starfi er i sjálfu sér engin trygg- ing fyrir lausn málsins. Ég vék að þvi áður, að ég hefi jafnan leitazt við að setja hag félagsins ofar persónulegum tilfinningum. Mér er ljóst, að hin- ar ólögmætu verkfallsaðferðir ykkar eru nú komnar á það stig, að við svo búið má ekki lengur standa. Verður þvi sá að vægja sem vitið hefur meira. Ég harma, að sáttatilboð af hálfu félagsins hafa engan hljó'mgrunn fengið i ykkar hópi. Hins vegar skirskota ég til hins fornkveðna: ,,að með lögum skal land byggja, en með ólögum eyða” og neita að viður- kenna það ofbeldi, sem Kaupfélag Árnesinga hefur verið beitt með tilstyrk fjöldasamtaka verka- lýöshreyfingarinnar, án þess að gerð hafi verið hin minnsta tilraun til þess að kynna sér málið frá báðum hliðum. Til þess að firra félagið frekara tjóni af aðgerðum ykkar tilkynni ég hér með að ég hefi ákveðið að draga til baka uppsagnarbréf til Kolbeins Guðnasonar dags. 25. marz s.l. Ég hefi tilkynnt Kolbeini bréf- lega um þessa ákvörðun mfna. Virðingarfyllst, pr.pr. Kaupfélag Arnesinga Oddur Sigurbergsson”. Farþegum hjú SVR fjölgar BH-Reykjavik. Otlit er fyrir, að farþegum SVR hafi fjölgað nokkuð á þessu ári, enda þótt ná- kvæmar tölur liggi enn ekki fyrir. Farþegum SVR fækkaði nokkuð á siðasta ári eða um 1300 þúsund. Þá ferðuðust 13 milljónir og fjög- ur hundruð þúsund með strætis- vögnunum en árið 1973 voru þeir 14 millj. og 700 þús. Fækkunin hafði i för með sér verulega fjár- hagsörðugleika SVR, sem naum- ast er séð fyrir endann á ennþá, og er þá vonandi, að aukin far- þegatala hafi i för með sér batn- andi hag — hver svo sem ástæða þess kann að vera. Hafa forráða- menn SVR g.eti sér þess til, að fækkuninni á sinum tima hafi valdið „mikil aukning einkabif- reiða, og mikil fjárráð almenn- ings” og fjölguninni á þessu ári „minni f járráð og hækkað bensin- verð.” Stöðumælar á ný í Bankastræti BH-Reykjavik. — Starfsmenn gatnamálastjóra hafa notað góða veðrið undanfarna daga til að koma fyrir stöðumælum I Banka- stræti norðanverðu, en þar skýtur nokkuö skökku við þar sem stöðu- mælarnir upp eftir Laugavegi eru nú að sunnanverðu. —. Þetta er gert vegna umferðarinnar, sagði Guttormur Þormar okkur i gær, þvi að sjálf- sögðu kom ekki til mála að hafa mælana að sunnanferðu. Til þess er umferðin suður i Lækjargötu alltof mikil. Hins vegar á miðak- reinin að nægja fyrir strætó og nyrzta akreinin fyrir þá, sem fara norður Lækjargötu, þar eð um- ferð á þann veginn er tiltölulega litil. — Og það má þá ganga út frá þvi, að þörfin hafi verið á þennan veg? — Já, það er ekki gott að sjá fyrirfram almennu þörfina i þess- um efnum, og þaö var reynt að bæta úr strax og hún var ljós. Nú verður fyrsta tækifærið gripið til þess að merkja götuna, þannig að umferðin megi ganga sem greið- ast. Og veitir vist ekki af i þessari miklu umferðaræð. Þvi má bæta við, að ekki er langtum liðið siðan stöðumælar á þessum stað voru fjarlægðir. En nú hefur borgaryfirvöldum sem sagt snúizt hugur. Unniö viö uppsetningu stöðumælanna 1 Bankastræti Tlmamynd: Gunnar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.