Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 3
Miövikudagur 23. april 1975. TÍMINN 3 Við keyptum áfengi fyrir 3,850 kr. á mann fyrsta fjórð- ung þessa árs SJ-Reykjavík.Landsmenn keyptu áfengi fyrir sem svarar um 3.850 kr á hvern ibúa fyrsta árs- fjórðung þessa árs, eða um 45.3% hærri upphæð en á sama tima ár- ið áöur. Til hliðsjónar má geta þess, að fyrsta ársfjórðung þessa árs var kaupgjald i landinu gróft áætlað 22-25% hærra en á sama tima árið 1974, svo við gerum meira en að halda i við launa- hækkanirnar í áfengiskaupum okkar. Okkur bárust nýlega tölur frá Áfengisvarnaráði um áfengissöl- una fyrstu þrjá mánuði þessa árs og ársins i fyrra i hinum ýmsu út- sölum Afengis og tóbaksverzlun- ar rikisins. Til fróðleiks reiknuð- um við út hver áfengiskaupin eru á hvern ibúa landsins, og voru þau um 2.650 kr jan.-marz. 1974, en um 3.850 kr. á sama tima á þessu ári, svo sem fyrr var skýrt frá. Þá deildum við einnig áfengis- kaupum á hinum ýmsu stöðum niður á ibúa bæjarfélaganna, þar sem áfengisútsölurnar eru. Reykjavik var þar næst efst á blaði bæði árin með áfengiskaup fyrir 7.565 kr. á ibúa og 5.382 kr. i fyrra á sama tima. Þess ber þó að gæta, að margir aðrir en höfuð- staðarbúar verzla við útsölurnar hér, þar sem ekki eru útsölur i ná- grannabæjunum nema Keflavik. Seyðfirðingar skáka okkur Reykvikingum þó heldur betur eftir tölunum að dæma. Voru áfengiskaupin á ibúa 20.576 kr fyrstu þrjá mánuði þessa árs og 13.287 kr. á sama tima i fyrra. Taka ber með i reikninginn að áfengisútsalan á Seyðisfirði er sú eina á Austurlandi auk þess, sem aðkomusjómenn eiga eflaust hlut að þessum kaupum. Minnst voru áfengiskaupin fyrsta ársfjórðung þessa árs i Keflavik miðað við hvern ibúa bæjarins eða fyrir 5.265 kr á hvert mannsbam. Akureyringar voru i næstlægsta sætinu. í fyrra jan.-marz keyptu hins vegar Siglfirðingar minnst áfengi miðað við hvern ibúa eða fyrir 3.626 kr á mann, og Akureyringar voru næstlægstir. U, 3 lo ÁFENGISSALAN 1. jan. til 31. mars 1975. Heildarsala: co • o> -Q T3 03 xO -í CO — fiÞ Selt I og frá Reykjavik .. .kr. 640.349.501,00 84.642 7.565,- Selt á og frá Akureyri . .kr. 76.744.260,00 11.646 6.590,- Seltá og frá Isafirði .. .kr. 22.894.840,00 3.045 7.519,- SeltáogfráSiglufiröi .. .kr. 12.410.900,00 2.092 5.933,- Selt á og frá Seyðisfirði .. .kr. 19.053.790,00 926 20.576,- Selt I og frá Keflavik .. .kr. 32.099.420,00 6.097 5.265,- Selt I og frá Vestmannaeyjum. .. .kr. 27.812.760,00 4.384 6.344,- Kr. 831.365.471,00 Ibúar á öllu landinu (bráðab, tölur) 216,172 3.846,- Sömu mánuöi 1974 var salan sem hér segir: tbúar 1. des ’75 Afengis sala á ibúa Selt i og frá Reykjavik ... .kr. 453.864.029,00 84.333 5.382,- Selt á og frá Akureyri ... .kr. 49.606.110,00 11.484 4.320,- Seltáogfrá Isafirði ... .kr. 15.167.000,00 3.114 4.870,- Selt á og frá Siglufirði ... .kr. 7.522.960,00 2.075 3.626,- SeltáogfráSeyðisfirði ... .kr. 12.357.035,00 930 13.287,- Selt I og frá Keflavlk ... .kr. 25.973.220,00 5.978 4.345,- Kr. 564.490.354,00 íbúar á öllu landinu 213.499 2.644,- Söluaukning, miðað við sama tlma 1974, er 47,3%. Áfengi hækkaði i verði hér I mai 1974 og i desember sama ár um 15% um það bil i hvort skiptið. Þá varö enn u.þ.b. 20% hækkunnú I febrúar. Tíu 14—16 ára öku menn ollu slysum — fyrsta fjórðung drsins SJ-Reykjavik. 47 menn og konur hlutu meiri háttar meiðsli i umferðarslysum hér á landi á fyrsta ársfjórðunginum 1975 og voru þar af 41 lagðir inn á sjúkra- hús. Tvö dauðaslys urðu á þessu timabili — bæði i marz. 94 karlar slösuðust i umferðinni á þessum tima og 41 kona, 14 stulkur, og 15 drengir. 156 ökumenn áttu aðild að umferðarslysum þessum, 127 karlar og 29 konur. Umferðarslys þar sem meiðsli urðu á fólki voru 102 fyrsta árs- fjórðunginn. Þá urðu einnig 1602 árekstrar og önnur umferðarslys, þar sem einungis varð eignatjón. Langsamlega mest var um árekstra en þeir urðu 53 (þar sem meiðsl urðu á fólkil.Ekið var á 35 gangandi vegfarendur. 14 ökumenn stýrðu ökutækjum sin- um út af vegi. 44 farþegar i ökutækjum slösuðust i umferöarslysum þess- um, 43 ökumenn bifreiða, 35 fót- gangandi, 9 ökumenn vélhjóla og 4 hjólreiðamenn. 10 ökumannana, sem aðild áttu að slysunum voru 14-16 ára eða yngri, þ.e.a.s. hafa enn ekki rétt til að taka ókupróf. 11 ökumenn voru 17 ára. Um áramótin tóku gildi nýjar reglur um skráningu umferðar- slysa. 1967 var i fyrsta sinn gerð yfirlitsskýrsla um umferðarslys á öllu landi vegna gildistöku hægri umferðar. svo unnt væri að fylgjast með þvi, hvort slysum mundi fjölga eða fækka við umferðarbreytinguna. Umferðarráð hefir siðan haldið þessu áfram og gefið árlega út skýrslu um fjölda umferðarslysa svo og bráðabirgðatölur mánaðarlega. Þær reglur, sem settar voru 1967 um skráningu umferðarslysa, miðuðust fyrst og fremst við það, að unnt væri að fylgjast með fjölda umferðar- slysa frá einni viku til annarrar eða mánuði til mánaðar, en þannig fengust aðeins tak- markaðar upplýsingar um hvert einstakt slys. Sú breyting, sem gerð hefur verið á þessari upplýsingasöfnun Frh. á bls. 11 „Getum varla sagt að talað hafi verið við okkur..." — segja togarasjómenn BH-Reykjavik. — ,,Ég get varla sagt, að það hafi verið talað við okkur,” sagði Jón Sigurðsson, forseti Sjómannasambandsins, þegar blaðið hafði samband við hann i gærkvöldi um kvöld- matarleytið, en hann var þá að koma af fundi með sátta- semjara og útvegsmönnum um kjör togarasjómanna. Þessi fundur er sá fyrsti i vikutima, og höfðu ýmsir gert sér nokkrar vonir um, einhvern árangur, en nú er ljóst, að svo er ekki. Þrátt fyrir fimm tima fundarsetu varð enginn árang- ur. Fjórir stærri togararnir eru enn úti, en tveir koma inn i dag, og hinir verða i höfn fyrir helgi. Hraðfrystihúsin eru mörg að stöðvast vegna efnisleysis — og þótt svo verkfallið leystist skyndilega, fara frystihúsin naumast i gang næsta hálfa mánuðinn. Jón Sigurðsson sagði blaðinu i gær, að ekki hefði enn veriö boðað til næsta fundar meö sáttasemjara og útvegsmönn- um, og vissi hann ekki, hvað væri fyrirhugað i þeim efnum. Þriðji bruninn á Akur- eyri í sömu vikunni Gsal-Reykjavik. — i fyrrakvöld kom upp eldur í húsinu nr. 17 við Gránufélagsgötu á Akureyri og voru upptök eldsins i risi. Húsið, sem er járnvarið timburhús, kjallari, hæð og ris, skemmdist talsvert af eldinum, sérstaklega þó risið, og allt innbú þar. Hins vegar urðu litlar skemmdir á hæðinni. — Þetta er þriðji bruninn á réttri viku hérna á Akureyri, sagði Tómas Böðvarsson, slökkviliðs- stjóri, þegar við ræddum við hann I gær. Það var um miðnætti sem eldsins varð vart, og var fólk i húsinu vakandi og gat komið boðum til slökkviliðs. Eldurinn magnaðist fljótt i risinu, og stúlka sem þar var stökk út um ris- glugga i fáti og hræðslu og lenti hún á tröppum. Marðist hún illa við fallið. Talið var i fyrstu að litill dreng- ur væri i húsinu og þvi beindist starf slökkviliðsmanna fyrst að þvi, að leita hans innan dyra. Siðar kom þó i ljós, að hann hafði komið sér út i tæka tið. í húsinu bjuggu sex manns, og - auk þeirra voru nokkrir gest- komandi. Þess skal getið, að engir bruna- boðar voru i húsinu, en að sögn Tómasar Böðvarssonar, slökkviliðsstjóra, hefðu þeir getað látið ibúa hússins vita um eldinn áður en þeir urðu hans varir. Sagði Tómas, að fólk gerði almennt of litið af þvi að kaupa brunaboða. í þessu sambandi má geta þess, að á markaðnum eru sér- Innflutnings- tollur á salt- fisk í Brasilíu — Þetta er nú eitthvað málum blandið, sagði Valgarð J. ólafs- son sölustjóri hjá Sölusambandi Isl. fiskframleiðenda, þegar Tim- inn bar undir hann NTB-frétt þess efnis, að Brasillumenn hefðu i gær aflétt banni við innflutningi á þurrkuðum saltfiski, sem gilt heföi siðan 20. marz. Hið rétta er, að vegna slæmrar gjaldeyrisstöðu hafa Brasiliu- menn að undanförnu veriö tregir til þess að veita innflutningsleyfi fyrir öllum þeim varningi, sem háður er slfkum leyfum, og um alllangan tima hefur verið búizt við innfiutningsráöstöfunumaf einhverju tagi. Sé svo að þeir ætli nú, að setja á stakir brunaboðar, sem ætlaöir eru til uppsetningar i ibúðarhús- um, og er verð þeirra um tiu þúsund kr. 1 sllkum boðum er hátiðnibjalla sem gefur frá sér mjög skerandi hljóð, þannig að fólk vaknar undantekningalaust viö hljóð hennar. innflutningsgjöld, eins og segir I NTB-fréttinni eru það auðvitaö slæm tiðindi fyrir okkur, þótt út- flutningur okkar á saltfiski til Brasiliu hafi hrapað úr 3-4000 tonnum árlega niður i 900 tonn s.l. ár. Innflutningstregðan i Brasiliu hefur komið miklu verr við Norð- menn en okkur, sagði Valgarð, enda hafa norsku blöðin slegið þessu máli mjög upp að undan- fömu. Orsök þess, að útflutningur okkar til Brasiliu minnkaði svo mjög á s.l. ári var sú, að við feng- um betra verð i Portúgal og Puerto Rico, en eins og ég sagði áðan eru þetta samt slæm tiðindi, þvi aö Brasilia er stærsti markað- ur heims fyrir þurrkaðan fisk. Um sölu á þessu ári er hins veg- ar ekkert hægt að segja að svo komnu, og verður ekki fyrr en i haust. Framkvæmdir við þjónustumiðstöð á Hlemmi að komast í gang? Formanni stjórnar SVK og for- kanna hvort tök séu á þvi að bjóða stjóra hefur nú verið falið að út tii einstaklinga eða fyrirtækja | 1 «l| ■■WÍÍa.MÍW ■d'-'í.y. | '>5x£! íaBflfiR | {iy ihL- Svona er umhorfs á Hlemmtorginu núna.... smiöi þjónustumiðstöðvar á Hiemmi, sem þegar hafa veriö gerðar teikningar að. Réttinum til að reisa þetta hús fylgja þær kvaðir, að þar verði tryggð aðstaða fyrir SVR og far- þega. Ætlunin er, að i kjallara hússins verði verzlunarmiðstöð, en á jarðhæð verði einnig verzlunarmiðstöð og þjónustu- miðstöð fyrir SVR og farþega. Ýmsar leiðir hafa verið kannaðar til að bæta aðstöðuna á Hlemmi. Akveðið hefur verið að athuga fyrst, hvort unnt sé að rýma skrifstofuhús SVR við Hlemm og flytja starfsemina inn á Kirkju- sand, þar sem er óinnréttuð hæð, sem ætluð er fyrir skrifstofur. Vagnstjórar og stjórnendur gætu þá flutt úr Hreyfilshúsinu i gamla skrifstofuhúsið. Þá yrði unnt að hafa biðskýli i Hreyfilshúsinu og snyrtingu i gömlu bensinstöð- inni, sem nú er biðskýli.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.