Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Miðvikudagur 23. april 1975. Hefur unnið mikla sigra í leikfimi Eberhard Gienger er 23 ára gamall. Hann hefur lengi verið talinn einn af færustu fimleika- mönnum heims, og heims- meistaratitil hlaut hann á móti i Varna i Búlgariu nýlega. Þetta er i fyrsta skipti i áraraðir, sem Þjóðverji nær svona langt á sviði fimleika. Sagt er, að Eber- hard eigi mikið að þakka þjálf- ara sinum, Eduard Friedrich, sem hefur þjálfað hann stöðugt frá þvi 1965. 1 Varma varð fólk mjög hrifið af Eberhard, bæði sem fimleikamanni, mála- manni og skemmtilegum fé- laga, en hann kom mjög vel fram og var ánægjulegur i sam- skiptum við samkeppendur sina. Hér á myndinni er Eber- hard i loftstökki. Sólarorka nýtt til vatnshitunar Það ráðuneyti Bonnstjórnar- innar, sem hefur með rannsókn- ir á orku- og tæknimálum að gera, mun á næstu 5 árum fara fram á 110 milljóna fjárveit- ingu. Hér er mynd af húsi (til- raunahúsi), sem hefur fimm- falda einangrun. Húsið er I Aachen og er verið að prófa, hvort hægt sé að nota sólarorku til að sjá húsinu fyrir nægu heitu vatni og e.t.v. seinna fyrir upp- hitun. Tæknin er ekki fólkin. Svört málmplata á baki safnar I sig sólarhita, vatn er látið taka við hitanum og það látið renna i 40 kúbikm. geymi. Apaspil Ef þú ætlar að vera með eitt- hvert apaspil, þá verður þú að gera það á heiðarlegan hátt, og standa vel I stykkinu, rétt eins og Moira Graves i Manchester gerði. Hún bauðst til þess að hugsa um tvo simpansaunga, Silas og Topaz, á meðan móðir þeirra þurfti að vera á dýra- spitalanum. Moira dvaldist hjá ungunum i búri þeirra I dýra- garðinum, og allt gekk sérstak- lega vel. Apabörnin voru við Moiru rétt eins og væri hún móðir þeirra, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Heldurðu að þetta sé rétti timinn til þess að komast að þeirri niður- stöðu, aö þú hefðir heldur viljað, aö ég héldi áfram að vinna I bank- anum. Enn kemur þú of seint, Jói, og hver er skýringin i þetta sinn. Geturðu sagt mér, hvaö hann er að segja. DENNI DÆAAALAUSI Ég er svo svangur, að ég gæti meira að segja borðað gulrót. Já, þú veizt auðvitað, að ég tók bara svona til orða, en meina það ekki i alvöru.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.