Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 23. apríl 1975. Rekstur almennings- bókasafna engu þýðingar- minni en rekstur skólanna — sagði Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, er hann fylgdi úr hlaði frumvarpi um almenningsbókasöfn Vilhjálmur Hjálmars- son menntamálaráð- herra fylgdi nýlega úr hlaði frumvarpi um al- menningsbókasöfn. í ræðu sinni sagði mennta mála ráðherra m.a.: Ég mæli hér fyrir frumvarpi til laga um almenningsbókasöfn en þaö er stjörnarfrumvarp. Þetta frumvarp á sér alllanga sögu að baki. Ég mun ekki rekja hana hér að þessu sinni. Ráðherra svarar fyr- irspurn um fjarskipti A fundi sameinaðs þings i gær svaraði Halldór E. Sigurðsson samgöngumálaráðherra fyrir- spurn frá Eyjólfi K. Jónssyni (S) um fjarskipti við Siglufjörð. Svar ráðherrans var á þessa leið: A fjárfestingaraætlun Pósts og sfma fyrir árið 1975 var gert ráð fyrir byggingu 5 metrabylgju- stöðva á Vestur- og Norðurlandi. Hins vegar gæti hugsanlegur niðurskurður á fjárveitingum til framkvæmda tafið fyrir þvi, að hægt verði að reisa þessar stöðv- ar á yfirstandandi ári. Hins vegar Taka sæti á Alþingi 1 gær tók séra Ingiberg J. Hannesson sæti á Alþingi, en hann er fyrsti varamaður iands- kjörinna þingmanna Sjálfstæðis- flokksins. Tekur hann sæti Guð- mundar H. Garðarssonar. Þá tóku nýlega sæti á Alþingi Jó- hannes Amason (S) fyrir Þorvald Garðar Kristjánsson. Og Soffia Guðmundsdóttir (Ab) tók sæti Stefáns Jónssonar. er það ætlun tæknideildar Pósts ogsima, aðhægt verði á þessu ári að setja upp eina stöð, sem af- greidd yrði frá loftskeytastöðinni á Siglufirði. Til þess að þjónustu- svæði stöðvarinnar verði sem stærst er ráðgert, að hún verði staösett i Grimsey og tengd Siglu- firöi með linu á radiófjölsima- sambandinu. A árunum 1973 og 4 voru reistar örbylgjustöðvar milli Blönduóss og Akureyrar og hafa sambönd um þessar stöðvar verið i prófun að undanförnu og reyndar i notkun að takmörkuðu leyti. Jafnframt hafa verið gerðar ráð- stafanir til að hægt sé að tengja um 30-60 linur áfram frá Blöndu- ósi til Reykjavikur um strengi og radiósambönd. Linur þessar verða aðlikindum teknar i notkun á næstunni. Nú stendur einnig yfir bygging stöðva i örbylgjukerfinu milli Blönduóss og Reykjavfkur og þegar þeim framkvæmdum er lokið i byrjun næsta árs verður hægt að f jölga enn linum og þar að auki leggja niður elstu sam- böndin milli Reykjavikur og Akureyrar. Er þess að vænta, að bilanir og truflanir veröi minni á hinum nýju samböndum. Ég hygg, að allir séu sammála um hvort tveggja, almenna þörf fyrir vönduð og vel upp byggð bókasöfn og svo hitt, að fjárfram- lög rikisins til bókasafna eru og hafa verið um alllangt árabil óeðlilega lág.Löggjöf sú um al- menningsbókasöfn, sem nú er i gildi, er frá árinu 1963. Ákvæöi þeirra laga um fjárhagslegan stuðning hins opin- bera við almenningsbókasöfnin eru löngu úrelt orðin, enda i engu samræmi við þróun verðlagsmála á þessu timabili. Samkvæmt athugasemdum fjárlaga og hagsýslustofnunum hefur frumvarpið i för með sér 72 millj. kr. útgjaldaauka fyrir rikissjóð. En framlög til allra al- menningsbókasafna á landinu eru i fjárlögum 1975 aðeins tæplega 10 millj. kr. Hér er þvi, ef frumvarp þetta verður að lögum óbreytt að þessu leyti um gagngera stefnu- breytingu að ræða. — Þessi ákvæði ræði ég aðeins nánar sið- ar. Þetta frumvarp miðar að þvi að sett verði um almenningsbóka- söfn rammalöggjöf, en um fram- kvæmdaatriði fjölmörg verði nánar kveðið á i reglugerð. t fyrstu grein þessa frumvarps segir svo: „Almenningsbókasöfn skulu starfa i öllum byggðum landsins til sjávar og sveita. Almenningsbókasöf n eru mennta-, upplýsinga- og tóm- stundastofnanir fyrir almenning. Þau skulu gefa fólki sem beztan kost á, að lesa og færa sér i nyt bækur og veita afnot af nýsigögn- um svo sem hljómplötum, segul- böndum og öðrum miðlunargögn- um til fræðslu og dægradvalar.” Hér er reynt i örstuttu máli að gera grein fyrir megintilgangi frumvarpsins og um leið starf- ..m Vilhjálmur Hjálmarsson semi almenningsbókasafna i landinu. Það er mál manna, að al- menningsbókasöfn hafi sifellt þýðingarmeira hlutverki að gegna i þjóðfélaginu þrátt fyrir allt. Góð bókasöfn eru t.d. engu þýðingarminni I þéttbýli en i strjálbýli, nema siður sé. Og þéttbýlið auðveldar raunar stöð- ug og sameiginleg not alls al- mennings af slikum söfnum. Bókasöfnin hljóta nú, ekki siður en áöur, að koma til hjálpar, þar sem getu almennings til bóka- kaupa þrýtur og tryggja það, að unnt sé að fullnægja lestrarþörf og lestrarþrá ungra og gamalla. Söfnin hljóta að verða i rikari mæli upplýsingamiðstöðvar fólks i leit að margvislegum fróðleik og tómstundaverkefnum. 1 1.-6. gr. frv. er i mjög stuttu máli mælt fyrir um það, hvernig skipa skuli bókasafnsumdæmum i landinu og starfsemi safnanna almennt. Þessar greinar gera ekki ráð fyrir neinum stór- breytingum frá þvi kerfi, sem nú er i gildi. Þvert á móti eru al- menningsbókasöfnin flokkuð i Framhald á 11. siðu. Vilja þrengja ókvæðið Fjórir þingmenn, Gunn- laugur Finnsson (F), Pálmi Jónsson (S), Lárus Jónsson (S) og Karvel Pálmason (SFV) fluttu breytingartillögu við fóstureyðingarfrumvarpið við 3. umræðu i neðri deild i gær. Gunnlaugur Finnsson hafði framsögu fyr- ir breytingar- tillögunni, sem miðar aft þvl að þrengja ákvæði frum- varpsins um leyfi til fóstur- eyðingar. Aðalbreytingartillaga þing- mannanna er svohljóðandi: Við 10. gr. I stað 1. og 2. málsgr. komi: Fóstureyðing skal fram- kvæmd eins fljótt og auðið er og aldrei eftir 12. viku með- göngutimans, nema fyrir hendi séu ótviræðar læknis- fræðilegar ástæður og lifi og heilsu konunnar stefnt i þvi meiri hættu með lengri með- göngu og fæðingu. Einnig skal fóstureyðing leyfileg eftir 12 vikur séu miklar likur á van- sköpun, erfðagöllum eða sköddun fósturs. Kvöldfundur um efnahagsmál í gær var boðað til kvöldfundar og var á dagskrá þess fundar frumvarp rikisstjórnarinnar um efnahagsráðstafanif. Var ætlunin að afgreiða frumvarpiö til efri deildar, en i gærdag var frum- varpið afgreitt til 3. umræðu. Páll Pétursson í umræðum um áburðarmál á Alþingi: Verðhækkanir í ár samsvara hálfum stofnkostnaði ammoníakverksmiðju Nýlega var samþykkt á Al- þingi þingsályktunartillaga Páls Péturssonar (F) um könnun á þvi, livort ekki sé timabært að hefjast þegar handa um stækkun Aburðar- verksmiðjunnar i Gufunesi, en atvinnumálanefnd hafði haft málið til meðferðar og mælt með samþykkt þess. t umræðum um málið i sam- einuðu þingi sagði Páll Pét- ursson m.a.: ,,Ég ætla ekki að fara mörg- um orðum um þann vanda, sem steðjar að þjóðfélaginu, og þó sérstaklega bændum, vegna hinnar geigvænlegu hækkunar, sem verður á á- burðarverði i vor. Þess má geta, aö I verðlagsgrundvell- inum frá 1. sept. 1973, var á- ætlað að visitölubúin notuðu á- burð fyrir 150 þús. t grundvell- inum I fyrrahaust var fram- reiknað af Hagstofunni 44,5% hækkun á áburðarliðnum, þannig að hann var 216 þús. i fyrrasumar. Ef ofan á þetta hefði bætzt 153% hækkun á á- burði nú i vor, mundi það hafa gert næstum hálft sjötta hundr. þús. á meðalbú. Heild- arhækkunin milli áranna 1974 og 1975 lætur nærri að sé 1 1/2 milljarður, þannig að heildar- verðið i ár er 2 1/2 milljarður i stað tæplega 1 milljarðs árið i fyrra. Rikisstjórnin hefur góðu heilli, svo sem kunnugt er, ákveðið að greiða niður helming þessarar hækkunar og er þar komið til móts við tillögu áburðarnefndar þeirr- ar, sem hæstvirtur landbúnað- arráðherra skipaði á siðasta hausti. Hefði rikisstjórnin ekki tekið þessa ákvörðun og hækk- un áburðar verið hleypt út I verðlagið hefði búvöruverð hækkað um 13,1%. Nú hefur á- kvörðun rikisstjórnarinnar haft það i för með sér, að bú- vöruverðið hækkar einungis um 6 1/2%. Þessari hækkun mun verða skipt á 1. júni og 1. sept. og hefur Stéttarsamband bænda fallizt á þá tilhögun, en hún er bundin þvi skilyrði, að rekstrarlán til landbúnaðar verði hækkuð verul., en þau eru engan veginn fullnægjandi miðað við núverandi ástand, hvað þá þegar bændur þurfa að fara að leysa út áburðinn. Þrátt fyrir nýákveðna niður- greiðslu þarf grundvallarbúið að svara út 165 þús. kr. hækk- un vegna áburðar á þessu ári. Og verður þessi eini rekstrar- liður á meðalbúi kr. 381 þús. Rekstrarfjárstöðu fjölmargra bænda og verzlunarfyrirtækja þeirra er þannig háttað, að þetta veldur geigvænlegum vanda, vanda, sem verður að leysa með verulega auknum rekstrarlánum. Ég vænti þess mjög eindreg- ið, að hæstvirt rikisstjórn beiti alvarlega áhrifuni sinum við Seðlabankann, þannig að hann hækki rekstrarlánin á viðun- andi hátt. Páll Pétursson Verölagiö i ár stafar að langmestu leyti af hækkun þess áburðar, sem Áburðar- verksmiðjan þarf að kaupa frá útlöndum. Það er um 1/3 af þvi magni, sem við tslending- ar notum árlega. Sem dæmi um þennan verðmun vil ég rifja það upp, aö ammoniak framleitt i Gufunesi kostaði á siðasta hausti 177 dollara tonnið, en innflutta ammoni- akið 450 dollara. Hið lága verð hér byggist þó að nokkru leyti á þvi, að verksmiðjan er ekki þung I afskriftum og býr við mjög lágt orkuverð”. Þessu næst vitnaði Páll i ræðu, sem Runólfur Þórðar- son, tæknilegur framkvæmda- stjóri Aburðarverksmiðjunn- ar flutti á siðasta Búnaðar- þingi, en þá sagði Runólfur,aö næsta eðlilega skrefið i aukn- ingu innlendrar áburðarfram- leiðslu væri bygging nýrrar saltpéturssýruverksmiðju i Gufunesi, en áætlað verð slikrar verksmiðju af hæfi- legri stærð væri 770 millj. króna miðað við núverandi gengi. t framhaldi af þvi vitn- aði Páll síðar i ræðu Runólfs: „Ef byggð yrði litil ammoniakverksmiðja I Gufu- nesi, þyrfti hún að geta fram- leitt um 60 tonn á dag af ammoniaki tii viðbótar við núverandi framleiðslu, sem er um 27 tonn á dag. Ljóst er, að varla tæki þvi, að fara af stað með minni aukningu með tilliti til núverandi innan- landsnotkunar, en framan- greind aukning ætti að duga til þess að fullnægja innanlands- þörfinni um allmörg ókomin ár. Til viðbótar við framan- greinda sýruverksmiðju, þyrfti þá að reisa eftirtaldar verksmiðjur i Gufunesi: Vatnsefnisverksmiðju, sem byggðist á rafgreiningu vants, köfnunarefnisverk- smiðju, er ynni úr fljótandi andrúmslofti og ammoniaks- verksmiðju. Þá þyrfti einnig tilheyrandi viðbót við raf- og vantskerfi verksmiðjunnar. Aflþörf slikrar viðbótar yrði um 35 megawött, þannig að heildarafl notað i Gufunesi yrði þá um 55 megawött.” Nokkru seinna segir Runólf- ur: „Ekki liggja fyrir nýlegar tölur um stofnkostnað verk- smiðju eins og þeirrar, sem hér um ræðir, og erfitt er að gera nákvæmar kostnaðar- spár á þeim óvissu tlmum, sem nú eru I heiminum. Það er hins vegar ekki óliklegt, að ammóniakverksmiðja, ásamt tiiheyrandi vatnsefnis- og köfnunarefnisverksmiðjum og öðrum búnaði myndi kosta 2 - 2 1/2 milljarð til viðbótar við þann kostnaö, sem leiddi af aukinni sýruframleiðslu og greint er frá hér að framan. Framleiðslukostnað ammoniaks úr þessari verk- smiðju er ekki hægt að áætla enn sem komið er, til þess þarf m.a. nákvæmar stofn- kostnaðaráætlanir og áætlað verð á raforku.” Hér lýk ég þessari tilvitn- un,” sagði Páll Pétursson, „en ég vil vekja sérstaka athygli á þessum kostnaðartölum. Verðhækkunin i ár er 1 1/2 milljaröur, en þessi 1 1/2 milljarður hefði gert betur en greiða hálfa ammoniakverk- smiðju E.t.v. nægt til þess að greiða langdrægt helming af öllum þeim verksmiöjukosti, sem viö þurfum að eignast til þess að verða okkur sjálfum nógir um köfnunar- efnisáburð.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.