Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 9
8 TÍMINN Miðvikudagur 23. april 1975. Miðvikudagur 23. april 1975. TÍMINN 9 Menntamálaráðherra, Vilhjálmur Hjálmarsson flytur ávarp sitt. Starfsfólk og gestir Þjóðleikhússins hlýða á. Frá afmælishófinu IKristalssal Þjóðleikhússins, taliö frá vinstri: Reinhart Reinhartsson.leikmyndadeild, Þorsteinn Sveinsson form. Þjóð- leikhússkórsins, fyrir aftan hann sést I Sigurjón Jóhannsson leikmyndateiknara, Jón Kristinsson form. Leikfélags Akureyrar, Svava Þorbjarnardóttir, gjaldkeri Þjóbieikhússkórsins, Sigurlaug og Guðlaugur Rósinkranz, fyrrv. Þjóðleikhússstjóri, Herdfs Þorvaldsdóttir, leikkona, Sigmundur örn Arngrlmsson leikari og Anna Kristln Arngrlmsdóttir leikkona. Úthlutað var I fyrsta skipti úr nýstofnuðum sjóði Kardemommusjóðnum, sem stofnaöur er með höfund- arlaunum Thorbjörns Egner, en þaö voru þeir Klemenz Jónsson, sem leikstýrt hefur þeim leikritum Egners, sem sett hafa verið upp I Þjóðleikhúsinu og Carl BiIIich, sem útsett hefur tónlist við leikritin og verið hljómsveitarstjóri I öll skiptin, sem hlutu styrkina, hundrað þúsund krónur hvor. Tlmamyndir: Róbert. Mikið um dýrðir í afmælishófinu Félag islenzkra ieikara, ásamt ættingjum Arndlsar Björnsdóttur, afhentu Þjóðleikhúsinu að gjöf mynd af Arndísi eftir Halldór Pétursson. Kona Halldórs, Fjóla Sigmundsdóttir afhjúpaði myndina. Sveinn Einarsson og Klemenz Jónsson fylgjast með. gébé-Reykja vik. — Þjóð- leikhúsinu bárust margar gjafir og hamingjuóskir i tilefni 25 ára afmælisins sl. sunnudag. Hóf var haldið fyrir starfsfólk og gesti i Kristalssalnum á sunnudaginn og hófst það með þvi að Vilhjálmur Þ. Gislason formaður leikhúsráðs ávarpaði gesti og bauð þá vel- komna. Þá tók til máls Vigdis Finnbogadóttir, leikhússtjóri, fyrir hönd Leikfélags Reykja- vikur og afhenti gjafabréf þar sem lofað er stækkuðum myndum af nokkrum látnum leikurum, þeim Gesti Pálssyni, Ingu Þórðardóttur, Hildi Kalman , Reginu Þórðardóttur og Brynjólfi Jóhannessyni. Jón Kristinsson formaður Leik- félags Akureyrar, flutti Þjóð- leikhúsinu kveðjur frá L.A. og af- henti silfurskjöld með áletruninni: Þjóðleikhúsið 25 ára. Kveðja frá Leikfélagi Akureyrar. Klemenz Jónsson leiklistarstjóri útvarpsins, afhenti, fyrir hönd Félags Isl. leikara, málverk af Arndisi Björnsdóttur, sem af- hjúpað var vjð þetta tækifæri, og Ævar Kvaran leikari tók til máls fyrir hönd Starfsmannafélags Þjóðleikhússins, sem einmitt var stofnað sama dag. Fyrsta verk hins nýja félags var að safna'150 þúsund kr. sem verja á til kaupa á talsimakerfi innan leikhússins. Helga Hjörvar flutti kveðjur og' þakkaði ánægjulegt samstarf fyrir hönd Bandalags isl. leikfélaga og Guðlaugur Rósinkranz fyrrv. leikhússtjóri þakkaði boð til hátiðarhaldanna og afhenti leikhúsinu fallega blómakörfu. Thorbjörn Egner færði leikhúsinu að gjöf skemmti- lega mynd af ræningjunum þrem- ur og ljóninu úr Kardemommubænum og Erland Josephson við Dramateen i Stokkhólmi færði leikhúsinu mynd eftir Lennark Mörk, leikmyndateiknara, sem gerð var i tilefni uppsetningar Ingmars Bergmans af Draumleik Strind- bergs. Að lokum þakkaði Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri góbar gjafir og árnaðaróskir og úthlutaði siðan styrkjum úr Menningarsjóði Þjóðleikhússins. A sunnudagskvöldið var leiksýning fyrir starfsfólk hússins oggesti og rikti þar geysilega góð stemmning að sögn þjóðleikhús- stjóra. Ahorfendur tóku sýning- unni mjög vel, og í lokin komu allir leikararnir fram á sviðið og sungu ísland ögrum skorið og leikhúsgestir stóðu allir upp og tóku undir sönginn. Við lok 52. sýningar á Kardemommubænum fyrr um daginn, tók Thorbjörn Egner, höfundur leiksins ti.l máls, og lét þess m.a. getið að skemmtilegast þætti sér að sjá uppfærslu á leik- ritum sínum i Reykjavik, þar rikti ætið góð stemmning á sýningum. Hann afhenti siðan Klemenzi Jónssyni og Carl Billic hundrað þúsund krónur úr ný- stofnuðum sjóði, Kardemommu- sjóðnum, en auk þeirra fær einn Norðmaður, sem Egner velur, sömu upphæð i styrk til tslands- ferðar. Úthlutað var úr Menningarsjóöi Þjóðleikhússins, og I lok hófsins afhenti Sveinn Einarsson Þjóðleik- hússstjóri eftirtöldum fimmtlu þúsund krónum hverjum: Brlet Héðinsdóttir og Glsla Alfreössyni sem sjást á meðf. mynd, en auk þeirra fengu Bryndls Pétursdóttir, Jón Benediktsson og Guðmundur Magn- ússon úthlutun úr sjóönum. íslenzk menning er og á að vera hluti af heimsmenningunni Virðulegu þingfulltrúar. ,,Ég, sem á að deyja, dvel hjá yður, sem drottinn hefur gefið eilift lif.” Þetta brot úr þriðja bréfi Páls postula til Korintumanna i út- leggingu Steins Steinarrs kom mér strax i hug, þegar ég sá fram á, að mér yrði kippt inn fyrir dyrastafinn hérna i Tjarnarbúð i byrjun listamannaþings. Ég hef lengi borið drjúga virð- ingu fyrir þvi fólki, sem gerir eða skapar listaverk i litum og i form- um, tónum, orðum og túlkun, listaverk, sem aldrei gleymast. Og mér fannst sem ég myndi kikna i knjáliðunum, eins og karl- inn sagði, þegar ég kæmi hingaö til þess að ávarpa ykkur. En svo sá ég i blöðum, að hér átti að ræða stjórnunarhliðar list- anna og menningarinnar, og mér létti stórum og minntist þá einnig vinsamlegra samræðufunda með sumum ykkar, gott listafólk, inn- an ráðuneytis og utan. — Og vers- ið hans Steins er lika lengra en þetta, sem ég hafði yfir áðan, þvi i heild er það vist svona: ,,Ég, sem á að deyja, dve| hjá yður sem drottinn hefur gefið eiliftlif. Og drottinn gefur öllum eilift lif, en eilift lif er ekki til, þvi miður.” Já, þegar allt kemur til alls, þá erum við nú öll á sama báti, og. a.m.k. er það hverju orði sannara hið fornkveðna, að „allt hefðar- stand er mótuð mynt, en maður- inn gullið þrátt fyrir allt.” Svo er það nú þetta : 1 þrihyrn-^ ingnum list, valdstjórn, fólk eru öll hornin ómissandi. Við og þið, almenningur og listafólk, getum hvorug án hins verið. List ykkar gefur lifi okkar með vissum hætti ljós og lit og yl, og við eigum að geta orðið ykkur til nokkurs stuðnings og upp- örvunar með þvi að sýna skilning, og umfram allt jákvætt hugarfar gagnvart listsköpun og listtúlkun i ýmsum myndum. Nú ætla ég ekki að gera neina tilraun til að leggja linur um stjórnun menningar á sviði list- anna á voru landi, Islandi, nema árétta þá meiningu mina, að stjórnvöldum beri að visu að gera sitt til að listin, listafólkið, eigi jafnan aðgang að myldnumbeði i frjórri jörð. En ég tel ekki æski- legt að marka þvi bás innan fjög- urra veggja i kappkyntu gróbur- húsinu. Ég mun hins vegar fylgj- ast af áhuga með umræðum, og einkum niðurstöðum þessa lista- þings. Samskipti rikis og lista eru hreint ekki svo litil i gegnum árin. Ánægjan með þessi samskipti hefur ekki alltaf. verið óblandin. Þeim mun meiri ástæða er til að ræða málin og leita leiða til úr- bóta, en_þaðskilst méreinmitt, að sé eitt helzta verkefni þessa þings. Siðan ég var settur til starfa i menntamálaráðuneytinu, hefur sitthvað borið þar á góma á þess- um sviðum. Má ég e.t.v. rifja upp nokkur atriði. 1 dag er þjóðleikhúsið 25 ára. íslenzki ballettinn var viður- kenndur með fjárveitingu á fjár- lögum þessa árs. Vonazt er til, að lög verði sett um Leiklistarskóla tslands, áður en þingi lýkur I vor Frumvarp til nýrra þjóðleikhúss- laga hefur verið tekið fram og lagt fyrir Alþingi. Keppt verður að þvi að afgreiða það frumvarp á þessu ári. Frumvarp til nýrra laga um stuðning við áhugafólk i leiklist er enn á borði ráðuneytis- ins. Sérstök vandamál leikrita- höfunda hefur borið á góma og eru nú til umræðu. Listskreytingar i skólum eru orðnar fastur liður, 2% af bygg- ingarkostnaði má verja til skreytinga. Byrjað er að veita á fjárlögum fé til byggingar lista- safns. Byggingarnefnd verður nú skipuð, en eins og kunnugt er þá á Listasafn tslands hús, að visu i ónothæfu standí, og hjá þvi bygg- ingarhæfa lóð hérna við Fri- kirkjuveginn. Fyrir Alþingi liggur nú laga- frumvarp um aukinn stuðning við tónskólana. En þeim er ætlað að veita þá undirstöðufræðslu, sem gerir hvort tveggja i senn, að þroska almennt tónskyn þjóðar- innar og greiða fyrir framgangi mannsefna á sviði tónlistar. Ég hef orðið áþreifanlega var við öfluga starfsemi tónlistar- fólksins á ýmsum sviðum þá mánuði, sem ég hef starfað i menntamálaráðuneytinu. Snemma i vetur var lagt fyrir Alþingi frumvarp um launasjóð rithöfunda. Ég rek ekki efni þess, en það yrði til verulegra hags- bóta, ef samþykkt yrði. Hef ég enn von um, að svo verði, en vil þó engu spá. t stjórnarfrumvarpi um al- menningsbókasöfn eru ákvæði, sem hafa verulega þýðingu fyrir rithöfunda, en leitazt verður við að ljúka þvi máli á þessu ári. Húsagerðarlist á tslandi á liðinni Ræða Vilhjálms Hjálmarssonar menntamálaráð herra í upphafi Listamannaþings tið hefur ekki alltaf verið mikill gaumur gefinn. Greitt hefur verið fyrir þvi að fær kunnáttumaður gæti tekið saman sögu húsagerðarlistar á tslandi. Nú eftir helgina mun ég leggja fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um stofnun húsafriðunarsjóðs, með dálitlum framlögum rikis og sveitarfélaga. Húsafriðunarnefnd mun stýra sjóðnum, en hún er ná- tengd þjóðminjasafninu. Nú þreyti ég ykkur ekki, góðir þingfulltrúar, með öllu lengri upprifjan. Þó vil ég enn vikja að tveimur atriðum. t landinu eru nú 160 félags- heimili, og fimm i smiöum. Tekj- ur félagsheimilasjóðs eru 90% af skemmtanaskatti, sem er breyti- legur frá ári til árs, og 10 hundraðshlutar af þvi, sem i félagsheimilasjóð rennur, gengur til menningarsjóðs félagsheimila, sem er beinlinis stofnaður til þess að auðvelda félagsheimilunum að fá menningarlegtefni til flutnings eða sýningar. Sjóði þessum hefur nú safnazt nokkurt, fé og hef ég falið ráðu- neytisstjóranum i menritámála- ráðuneytinu, Birgi Thorlacius, að kveðja forráðamenn félags- heimila til fundar til þess að ráðg- ast um, hvernig menningarsjóður félagsheimila geti bezt gegnt þvi hlutverki sinu. Til þess fundar mun stjórn Bandalags islenzkra listamanna einnig verða boðuð, svo og forráðamenn leiklistar- starfsemi áhugamanna, sem er i reynd viðast hvar nátengd starfi félagsheimilanna. Við erum vist öll á einu máli um það, að islenzk menning er og á að vera hluti af heimsmenningunni, en ekki einangrað fyrirbæri, þótt hún beri fyrst og fremst svip þess lands og þeirrar þjóöar, sem hún hefur þróazt með. Bókmenntirnar hafa verið menningarathvarf ts- lendinga um aldir, og hinn raun- verulegi grundvöllur okkar sem menningarþjóðar. En breyttir timar, og þar á meðal breytt tækni, svo sem sjónvarp, gera það nauðsynlegt, að menningar- legu efni sé komið á framfæri, einnig i öðru formi. Fjöldi ann- arra listgreina hefur einnig þró- azt og eflzt hér að undanförnu, og eiga þó sumar þeirra rætur langt aftur I aldir, svo sem myndgerð ýmisss konar. Það er nauðsyn- legt, að hið mikla áhrifatæki, sjónvarpið, flytji menningarlegt efni, en venji menn ekki á að una sér við það, sem er ómerkilegt, af þvi að það fæst fyrir litið fé. En þessu fylgir það, að sjónvarp verður að reka með allmiklum kostnaði. Sjónvarpið hefur þegar sýnt, að það hefur i þjónustu sinni ágætt starfslið, og við eigum næga menningarsmiði til þess að gera góðar sjónvarpsdagskrár, ef fjármagn væri fyrir hendi. En það er enginn vafi á þvi, að ef sjónvarpið hér á ekki að „skril- menna þjóð”, þá þarf að búa þvi góð starfsskilyrði, hér meðal ann- ars að stórefla islenzka kvik- myndagerð. Horfast verður i augu við þá staðreynd, að i stað þess að sitja með bók á siðkvöld- um, þá sitja menn nú við sjónvarp og njóta þess, góðs eða ills, sem það hefur fram að færa. En kvik- myndagerð er kostnaðarsöm og krefst langs þróunarferils. Menn verða þvi að sætta sig við ýmiss konar mistök i þessu efni, eins og á öðrum sviðum. — Það verða ekki allir listamenn, sem til þess hafa löngun og að þvi vinna. Það leiða heldur ekki allar visindaleg- ar rannsóknir til nytsamlegrar niðurstöðu. En það verður, eins og ég hef áður sagt, að beita alla linuna, þótt allir viti, að ekki kemur fiskur á hvern öngul, ástæðan verði aldrei slik, að fisk- ur standi á hverju járni. Samskipti þjóða um sjónvarps- efni leiða svo hugann að þvi, að islenzk list er of litið þekkt er- lendis. Úr þvi þarf að bæta með markvissum aðgerðum, og er full þörf á að það mál verði athugað sérstaklega. Á ráðstefnu Sambands sveitar- félaga um menningarmál komst ég svo að orði: „Stuðningur almannavalds við fagrar listir er með ýmsum hætti. Oft heyrist um það rætt, hvort hér sé nægilega vel að unnið, hvort fagrar listir fái eðlilegan skerf af aflafé þjóðarbúsins, hvort eigi sé unnt að skipuleggja betur stuðn- ing hins opinbera, og svo, hvort réttlátlega sb skipt á milli list- greina og einstakra listamanna. Tel ég æskilegt, að fram fari eins konar úttekt á þessu sviði, bæði með visan til þess, er ég siðast greindi, og svo til þess almennt, að skýra myndina, eyða tor- tryggni og treysta gott samstarf og gagnkvæman skilning með stjórnvöldum, þingi og þjóð, og svo þeim, er þreyta fangbrögð við listanna glæstu gyðjur.” Ég rifja þetta upp nú, um leið og ég skýri frá þvi, að ég hef sett nefnd til að kanna þessa hluti. I henni eiga þessi sæti: Iníjriði G. Þorsteinsson rit- höfundur, sem verður formaður nefndarinnar, Andrés Björnsson útvarpsstjóri og Vigdis Finn- bogadóttir leikhússtjóri. Mennta- málaráðuneytið mun sjá nefnd- inni fyrir tæknilegri aðstoð, en henni er ætlað eitt ár til þess að ljúka störfum. Starf þessarar nefndar er fyrst og fremst hugsað sem könnunar- og úttektarstarf, en ekki tillögu- gerð. Siðan þyrfti að efna til sam- starfs með stjórnvölduni og lista- fólki, meta niðurstöður og gera tillögur um bætta skipan mála, eftir þvi sem efni þykja til. Fleiri en ég hafa hugsað i þessa stefnu. Hefur það m.a. komið fram i blaðagreinum, ekki alls fyrir löngu. Og fljótlega eftir að ég kom i menntamálaráðuneytið i haust, hreyfði Knútur Hallsson deildarstjóri likri hugmynd. Góðu vinir. Það er erfitt að vera skáld og maður á Sviðinsvik Ég er Mjófirðingur. Þar heima er fjörður og fjgra, gróður i hliðum, hamragarðar. hvítir tindar og fleira af þvi tagi, En list af manna völdum, utan sú, sem geymist á góðum bókum og i fögrum hann- yrðum, var fremur fáséð austur þar i ungdæmi minu: Viktoria Englandsdrottning og hennar fólk prýddu veggi niðri hjá afa og ömmu. En uppi hjá okkur var danskur bóndi á hvitum hesti að kyssa konu sina, bersýnilega ný- kominn i hlaðið. Orgelspil alda- mótatónmenntanna hljóðnað þar á bæ. Nú hef ég ratað i það á efri ár- um að vera settur i undarlegan stól uppi á Hverfisgötu 6 að stjórna menningunni. Gjarna vildi ég verða listinni að liði, og um leiö landsfólkinu, og mælist til samstarfs við ykkur gott fólk. En staða min gagnvart listinni, hún er nákvæmlega eins og segir 1 litlu ljóði eftir Seinn Steinar, Ut- an hringsins: „Ég geng i hring i kringum allt sem er. Og innan þess hrings er veröld þin. Minn skuggi féll um stund á gluggans gler. Ég geng i hring i kringum allt sem er. Og utan þess hrings er verötd min.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.