Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 23.04.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 23. april 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleikur 5 Rambo hrifsaði bréfpokann með hamborgurunum, svefnpokann og steig út úr bílnum. — Ég spurði þig spurningar, sagði Teasle. — HEYRÐ- IRÐU AAIG SEGJA ÞÉR AÐ KOAAA EKKI AFTUR? — Ég heyrði það, sagði Rambo og skellti aftur hurð- inni. — Andskotastu þá til að gera það sem þú heyrir þér sagt. Teasle steig á bensíngjöfina. Billinn skreið áf ram út á heitan veginn og rótaði mölinni undan afturdekkjunum. Hann tók stóra U*beygju og það ískraði og hvein í dekkj- unum. Svo ók hann í átt til bæjarins á miklum hraða. I þetta sinn þeytti hann ekki bílflautuna er hann ók hjá. Rambo horfði á lögreglubílinn minnka og hverfa niður hæðina milli klettanna tveggja. Þegar hann sá ekki leng- ur til bílsins leit hann kringum sig á kornakrana, f jöllin í fjarlægðog hvíta sólina á heiðum himninum. Hann sett- ist hægt niður í skurð og teygði úr sér í rykugu grasinu. Svo opnaði hann bréfpokann. Það var þá aldeilis hamborgari. Hann hafði beðið um mikinn lauk og fékk minna en ekki neinn. Tómatsneiðin var þunn og gulleit. Brauðbollan var feitug og kjötið atað í brjóski. Hann tuggði treglega og tók lokið af plastglas- inu. Hann drakk kókið, hreinsaði munninn og kyngdi. Allt fór niður í sætum, óþverralegum kekki. Hann komst að þeirri niðurstöðu, að bezt væri að eiga nóg kók fyrir báða hamborgarana. Þá kæmist hann hjá því að finna bragðið af þeim. ' Þegar hann lauk máltíðinni tók hann plastglasið og vaxpappírinn utan af hamborgurunum, setti þá í bréf- pokann, kveikti á eldspýtu og brenndi öllu. Hann virti fyrir sér gráðugan logann og velti f yrir sér hversu nærri hönd hans eldurinn myndi ná, áður en hann neyddist til að sleppa pokanum. Eldurinn brenndi f ingur hans og sveið hárin á handar- bakinu áður en hann lét pokann falla í grasið, þar sem hann brann til ösku. Hann slökkti í öskunni með því að stíga á hana. Svo dreifði hann henni í vindinum. Guð minn góður, hugsaði hann með sér. Sex mánuðir voru liðnir frá því hann kom heim úr stríðinu, en þó hafði hann sterka tilhneigingu til að eyða öllum ummerkjum um matarleifar og áningarstað, svo ekki yrði nein um- merki að sjá eftir hann. Rambo hristi höfuðið. Það voru mistök að hugsa um stríðið. Um leið minntist hann annarrar áráttu sinnar f rá því í stríðinu. Svefnörðugleikar, alltaf vaknaður við minnsta hljóð, varð að sofa á bersvæði því gryf jan sem þeir gerðu að fangaklefa hans var honum enn fersk í minni. — Reyndu að hugsa um eitthvað annað, sagði hann upphátt. Þá áttaði hann sig á því, að hann var að tala við sjálfan sig. — Hvað á ég að gera? Hvert á ég að fara? Hann horfði á veginn sem teygðist í átt til bæjarins. Þá komst hann að niðurstöðu. Hann þreif í svefnpokann og slengdi honum yf ir öxlina. Svo reyndi hann að snapa bíl- ferð til AAadison á ný. Neðst á hæðinni inn í bæinn voru tré meðfram vegin- um, hálfgræn og hálfrauð. Rauðu laufin voru á þeim greinum, sem slúttu yfir veginn. Útblásturinn, hugsaði hann með sér. Útblástursmengunin drepur þau fljótt. AAeðfram veginum lágu dauð dýr annað veifið. Bílar höfðu ekið á þau. Dýrin voru þakin flugnasveim, sem sótti á í sólarhitanum. Fyrst var bröndóttur köttur, virt- ist hafa verið bezta gæðaskinn. Þar næst loðhundur, þá kanína og síðast íkorni. Þar voru enn á ferð áhrif stríðs- ins á hann. Rambo veitti dauðanum sérstaka athygli. Það var ekki hryllingur, heldur öllu fremur forvitni um dauðaorsök. Hann gekk fram hjá dýrunum, hélt sig á hægri kanti vegarins og reiddi þumalf ingurinn mót umferðinni. Gul- leitt rykið loddi við föt hans. Sítt hárið og skeggið óhreint á að líta. Þeir sem óku hjá litu á hann. Enginn nam stað- ar. Af hverju hressirðu þá ekki upp á útlitið? hugsaði hann. Rakaðu þig og klipptu. Fáðu þér sómasamleg föt. Þá færðu bílferðir að vild þinni. EN: RAKVÉL ER EITT AF ÞVÍ SEAA TEFUR FYRIR ÞÉR. KLIPPING ER PENINGAEYÐSLA. ÞVÍ EKKI AÐ KAUPA HELD- UR AAAT? HVAR ÆTLARÐU SVO AÐ RAKA ÞIG? EKKI GETURÐU SOFIÐ í SKÖGUNUAA OG KOAAIÐ ÚT EINS OG EINHVER PRINS? Af hverju klæddi hann sig þá dags daglega? Af hverju svaf hann í skógunum? Þeg- ar hér var komið tók hugsunin aðra stefnu og hann var aftur farinn að hugsa um stríðið. Hugsaðu um eitthvað annað, sagði hann við sjálfan sig. Af hverju snýrðu ekki við og ferð þína leið? Hvers vegna að fara aftur inn í þennan bæ? Engin sérstök ástæða. AF ÞVÍ AÐ: ÞAÐ ER AAINN RÉTTUR AÐ ÁKVEÐA HVORT ÉG VERÐ UAA KYRRT EÐA EKKI. ÉG LÆT AÐRA EKKI UAA AÐ ÁKVEÐA ÞAÐ FYRIR AAIG. En þessi lögreglumaður er vingjarnlegri en hinir voru. Sanngjarnari. Hvers vegna að níðast á honum? Gerðu Miðvikudagur 23. april 7.00 Morgunútvarp- Veöur- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.15 og 9.05. Fréttir kl. 7. 30, 8.15 (og forustugr. dagbl), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Viö vinnuna: Tónleikar. 14.30 Miödegissagan: ,,Sá hlær bezt...” eftir Ása f Bæ. Höfundur les (10). 15.00 Miödegistónleikar. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphorniö 17.10 Otvarpssaga barnanna „Borgin viö sundiö” eftir Jón Sveinsson.Hjalti Rögn- valdsson les (7). 17.30 Framburöarkennsla i dönsku og frönsku. 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veöurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Spurt og svaraðiErlingur Siguröarson leitar svara við spurningum hlustenda. 20.00 Kvöldvaka.a. Einsöngur Sigurjón Sæmundsson syng- ur lög eftir Bjarna Þor- steinsson. Dr. Róbert A. Ottósson leikur á pianó. b. Frásagnir af læknum og spitalavist.Halldór Péturs- son flytur miöhluta þáttar síns. c. Þegar ungur ég var. Arni Helgason stöövarstjóri i Stykkishólmi talar viö Ind- riða Þ. Þórðarson bónd bónda á Keisbakka á Skógarströnd, sem segir frá uppvexti sinum i Stranda- sýslu og dvöl framan af ævi. d. Aldarfarsháttur eftir Jósep Húnfjörð.Indriöi Þ. Þóröarson kveöur þennan visnaflokk og minnist með þvi aldarafmælis höfundar. e. Haldið til haga.Grimur M. Helgason forstööumaður handritadeildar landsbóka- safnsins flytur þáttinn. f. Kórsöngur Telpnakór Hllðaskóla syngur undir stjórn Guörúnar Þorsteins- dóttur. Þóra Steingrlms- dóttir leikur undir á pianó. 21.30 Gtvarpssagan: ,,011 er- um við Imyndir” eftir Si- mone de Beauvoir. Jóhanna Sveinsdóttir les þýöingu slna (4). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Leiklistar- þáttur I umsjá örnólfs Arnasonar. 22.45 Danslög I vetrarlok. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. AAiðvikudagur 23. april 18.00 Höfuðpaurinn. Banda- risk teiknimynd. Þýðandi Stefán Jökulsson. 18.20 Leyndardómar dýrarlk- isins. Bandariskur fræðslu- myndaflokkur, þýðandi og þulur Óskar Ingimarrsson. 18.45 Ævintýri Beatrix Potter. Bresk ballettmynd, byggð á sögum eftir skáldkonuna Beatrix Potter. Annar hluti af þremur. 19.15 Hlé 20.00 Fréttir og veður 20.30 Dagskrá og auglýsingar 20.35 Umhverfis jörðina á 80 dögum. Breskur teikni- myndaflokkur. 11. þáttur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.05 Anna og Páll. Sjónvarps- leikrit eftir Leif Panduro. Leikstjóri Palle Kjærulff- Schmidt. Aðalhlutverk Frits Helmut og Lane Lind. Þýð- andi Dóra Hafsteinsdóttir. Þetta leikrit er eins konar framhald af leikritinu um Bertram og Lisu, sem var á dagskrá sunnudaginn 20. april, en að þessu sinni ger- ast atburðirnir I Kaup- mannahöfn. (Nordvision — Danska sjónvarpið). 23.10 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.