Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 1
I 94. tbl. — Laugardagur 26. april 1975—59. árgangur D Bílsturtur Dælur Drifsköft Landvélarhf Flugvöllur á fyll- ingu í Skerjafirði? ÞINGSÁLYKTUNARTILLAGA UAA KÖNNUN SLÍKS LÖGÐ FRAM Á ALÞINGI. GERT ER RÁÐ FYRIR, AÐ ÍBÚÐABYGGÐ VERÐI Á NÚVERANDI FLUGVALLARSVÆÐI AÞ-Reykjavík.— í gær var lögð fram á Alþingi þingsályktunartillaga frá Guðmundi G. Þórarinssyni og Steingrimi Hermannssyni þess efnis, að rikisstjórninni verði falið að skipa nefnd sérfróðra manna til að kanna hugmynd um nýjan flugvöll, sem gæti orðið miðstöð inn- anlandsflugsins, en hugmyndin gerir ráð fyrir, að flugvöllurinn yrði á fyllingu við Lóngusker 1 Skerjafirði. í greinargerð með tillögunni segja flutnings- menn, að samkvæmt hugmyndinni sé gert ráð fyrir, að hinn nýi flugvöllur verði gerður á fyll- ingu, og að staðsetning hans hafi þá augljósu kosti fram yfir staðsetningu á Alftanesi og i Kapelluhrauni, að hún muni liggja nær þunga- miðju byggðar. Enn fremur benda þeir á, að vegagerð að vellinum yrði dýr, þar sem um yröi að ræða brýr yfir fjörðinn, en hraðbraut þarna yrði til mikilla hagsbóta fyrir umferðarkerfið. 1 greinargerðinni segir enn fremur, að ákvörð- un um flugvöll I Skerjafirði myndi auðvelda flugfélögum alla áætlunargerð og gera þeim kleift að miða f járfestingar sinar i byggingum á núverandi flugvelli við það. Þá segja flutnings- menn, að núverandi flugvallarsvæði gæti Reykjavlkurborg tekið til bygginga I framtið- inni. 1 greihargerðinni segir, að hugmyndina að flugvelli fyrir Reykjavlkursvæðið á fyllingu við Löngusker I Skerjafirði eigi ungur arkitekt Trausti Valsson. Nánar segir frá þessu á þingslðu I blaðinu I dag. VERZLUNAR- ÁLAGNING HÆKKAR EINNIG HÆKKUN Á ÚTSELDRI VINNU OG ÝAAISSI ÞJÖNUSTU Oó-Reykjavík. Rikisstjórnin hækkun á hinni almennu samþykkti i gær samkvæmt til- verzlunarálagningu og einnig lögu verðlagsnefndar að leyfa hækkun á töxum nokkurra þjón- g^^^^g^^,^^ ustugreina. Verzlunarálagningin hefur ekki breytzt siðan f marz i fyrra og stafar hækkunin nú aðallega vegna kauphækkana, bæði umsaminna kauphækkana á slðasta ári og láglaunabótanna. Álagningarprósentan i heildsölu hækkar um 6% og I smásölu um 14%, en auk þess fólst I samþykktinni, sem gerð var, að vextir i verðreikningum, sem reiknaðir hafa verið 1% verða 1 1/2% og er það til samræmis við þá vaxtahækkun, sem varð á s.l. ári. Hér ber að geta að vörur hækka ekki um þá prósenttölu sem tilgreind er, heldur kemur prósentuhækkunin á álaningar- prósentið en ekki verð allrar vörunnar. Ef til dæmis álagning i Framhald á 5. slðu. A þessu korti sést hvar nýi flug- völiurinn kemur á fyllingu á Skerjafirði (miðpunktur flug- brautanna er miðpunktur hrings- ins). Einnig eru teiknaðar inn á kortið brýrnar, sem smlða þyrfti vegna bilaumferðar til og frá flugvellinum. <--------------------------------- VÉLSTJÓRAR SLÖKKTU Á VÉLUNUM BH-Reykjavik. — Verkfall vél- stjóra á togurum, stærri en 500 Slökkt á vélum skuttogarans ögra á miðnætti I fyrrinótt. AAINNST 1000 AAISSA ATVINNUNA VEGNA VERKFALLA bls. © lestir, hófst ;í miðnætti í fyrrinótt. Þá gengu I land þeir vélstjórar, sem hafa verið um borð I togurunutn 22, sem eru nú allir komnir til hafnar og bundnir vegna sjómannaverkfallsins, sem hófst 9. aprll sl. — Við spurðum útgerðarmenn aö þvi, hvort þeir óskuðu eftir eftirliti I togurunum, en þeir töldu ekki ástæðu til stöðugs eftirlits a.m.k. nema I togaranum V.eri á Akranesi, en höfnin þar er mjög óörugg, sagði Ingólfur Ingólfsson, formaður Vélstjórafélagsins, er blaðið ræddi við hann I gær. — Þetta verkfall, sagði Ingólfur ennfremur, var boðað þann 17. aprll, og ástæðan til þess er sú, að útgerðarmenn hafa ekkert viljað við okkur tala I hálft annað ár næstum. Við erum búnir að hafa lausa samninga frá þvi um ára- mótin 1973-'74, og á siðasta ári voru svo sem haldnir 16 f,undir, en það gerðist bara ekkert á þeim. Seinasti fundurinn var i nóvem- berbyrjun sl. og við vorum orðnir langeygir eftir samningum, svo að við boðuðum til verkfalls þann 17. aprfl. A miðvikudaginn, þann 23. var haldinn fundur, og þá gerðist ekkert, svo að við fórum i verkfall, eins og til stóð. Við inntum Ingólf eftir kröfum 'vélstjóra, og kvað hann þær ekki opinbert umræðuefni á samn- ingastiginu. Hitt mætti ljóst vera, að vélstjórar hefðu sérstöðu, og gera yrði sérsamninga um kjör þeirra. Kvað hann aðalatriðin i kröfugerðinni hafa komið fram í ársbyrjun 1974, og hefði þau verið endurskoðuð með tilliti til breyttra kringumstæðna fyrir fundinn á miðvikudaginn. — Við höfum I þessari samn- ingagerð haft samstöðu með 2. stýrimönnum og matsveinum, en þeir hafa ekki enn boðað til verk- fallsaðgerða, sagði Ingólfur Ingólfsson. Um frekari samningafundi kvaðst hann ekki vita neitt. Þar yrði sáttasemjari að taka ákvarðanirnar. SVÍAR RÆNDU LYFTINGA- AAÓTINU bls. O Myrkvaðir togarar I Reykja- vikurhöfn upplýstir af vinnu- ljósum hafnarinnar. — Timamyndir: Róbert.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.