Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 5
Laugardagur 26. aprfl 1975. HIVIINN 5 Portúgal kjósenda frammi fyrir kjörstöð- um og hermdu fréttir, að siðdegis hefðu milli 80 og 90% atkvæðis- bærra manna neytt atkvæðisrétt- ar. Svo virtist sem allt væri með kyrrum kjörum — andstætt þvi, sem tíðkaðist i kosningabarátt- unni, þegar oftsinnis kom til handalögmála milli pólitiskra andstæðinga. t þessum kosningum verða kjörnir 247 fulltrúar til stjórn- lagaþings, er á svo að semja nýja stjórnarskrá fyrir Portúgal. Her- foringjar þeir, sem i raun og veru fara með öll völd i Portúgal með tilstyrk hins svonefnda byltingar- ráðs, hafa þvingað flokkana til að fallast á, að herinn fari með æðstu völd i landinu næstu þrjú til fimm ár. Lýðræðisflokkarnir vonast engu að siður til að fá svo mikið fylgi i kosningunum, að sá styrk- ur geti snúið stjórnmálaþróuninni við að nýju, þ.e. frá einræði til lýðræðis. Og sem fyrr segir er þeim spáð meira fy lgi en byltingarflokkunum. O íþróttir annar i mark — 2:54,49 min. og þriðji varð Trausti Sveinsson — 3:00,24 min. Þessi langa keppnisganga heppnaðist mjög vel og vakti mikla hrifningu áhorfenda, sem voru fjölmargir — enda göngu- brautin lögð stutt frá veginum. Gátu þess vegna áhorfendur ekið á bifreiðum með göngumönnun- um og þannig fylgzt m jög vel með göngunni og hvatt keppendur til dáða. A morgun fer fram göngu- keppni i Fljótum, til minningar um Ólaf Gottskálksson, sem var frægur göngukappi — en nú eru liðin 70 ár síðan fyrsta keppni i göngu fór fram hér á landi og varð ólafur sigurvegari i þeirri göngukeppni. Kcppt verður i öll- um flokkum og verður keppt um stóran og voldugan bikar, sem Agúst Björnsson og Þuriður Mariusdóttir hafa gefið. Ætlunin er að keppni þessi verði haldin ár- lega i framtiðinni og verður næsta keppni háð á Siglufirði. O Álagníng heildsölu á einhverja vörutegund er 5% hækkar álagningar- prósentan um 6% og nemur það 0.3% hækkun á vöruverðinu. Mun þvi vaxahækkunin vera þyngri á metunum i vöruverði. Þá var leyfð hækkun á taxta leigubifreiða um 20% og er það einföld prósentuhækkun á gjald- skrá og taxti efnalauga hækkar um 13%. Taxti vinnuvéla hækkar um 55%. Stafar það af auknum tilkostnaði og auknum eldsneytis- kostnaði. Þa var samþykkt hækkun á út- seldri vinnu til samræmis við lág- launahækkunina og hækkar út- seld vinna sem nemur kaupi sveina og meistaraálagning fyrir föstum kostnaði hækkar hlutfalls- lega. Verzlunarálagning hefur ekki breytzt f rúmt ár en hefur tvívegis verið lækkuð i millitiðinni, eða við báðar gengis- breytingarnar, með hinni svokölluðu 30% reglu. Hin nýja verzlunarálagning gengur i gildi um næstu mánaða- mót. BREZKUR TOGARI FÆRÐUR TIL HAFNAR VARÐSKIP kom i gærdag um kl. 2 að brezkum togara skammt út af Hornbjargi og var sá brezki með ólöglegan útbúnað veiðarfæra. Varð- skipið fór siðan með togarann inn til isafjarðar, þar sem mál skipstjórans verður tekið fy rir. Hrossabændur stofna samtök STOFNAÐUR hefur verið félagsskapur, sem hlotiðhef- ur nafnið „Hagsmunafélag hrossabænda” og spannar félagsskapurinn yfir allt landið, en heimili og varnar- þing er i Reykjavik. Félagið starfar i 10 deildum, sem hver hefur sjálfstæða stjórn. Félagið er samtök hrossa- bænda og gætir hagsmuna þeirra. Það er opið öllum þeim er stunda hrossarækt. Sigurður Haraldsson, Kirkjubæ er formaður. Guðbjörn Guðjónsson HEILDVÉRZLUN Siðumúla 22 — Sími 8-56-94 TORNADO þeytidreifarinn Ausiurrísk gæðaframleiðsla Nákvæmari og sterkbyggðari TILBÚNIR TIL AFGREIÐSLU Annarlegur áhugi Hinu viðkvæma deilumáli á Selfossi lauk með þeim hætti, að uppsögn starfsmannsins var dregin til baka. Er vist um það, að sú lausn var farsælust, eins og málum var komið. Þetta mál er margra hluta vegna athyglisvert, ekki sizt fyrir þátt sumra fjölmiðla og st jórnm álasam taka, sem gerðu sitt til að magna deiluna og gera hana torleystari. Þeir aðilar báru hvorki hag verk- fallsmanna né samvinnufyrir- tækjanna fyrir brjósti. Ahugi þeirra var af allt öðrum toga spunninn, eins og raunar kem- ur fram ileiðara Þjóðviljans á fimmtudaginn. Tvær hliðar Verkfallsmenn hlutu samúð vegna afstöðu sinnar, sem ekki er óeðlilegt, þvi að i hcnni fólst drengilegur stuðningur við starfsbróður, hvaða skoð- un, sem menn höfðu annars á hinu ólögmæta verkfalli sem sliku. En það er einu sinni svo, að tvær hliðar eru á hverju máli. Það gerðist i fyrirtæki nokkru i Reykjavík nýlega, að starfsmaður sagði stöðu sinni lausri. Hér var um að ræða traustan og góðan starfs- mann, scm atvinnurekandinn vildi ógjarnan missa. Enga skýringu vildi viðkomandi starfsmaður gefa á uppsögn sinni, og atvinnurekandanum var ekki kunnugt um hvaða ástæður lágu að baki uppsögn- inni. Atvinnurekandinn sagði, að samkvæmt Selfossfyrir- myndinni hefði hann sennilega átt að svara nefndri uppsögn með þvi að setja verkbann á þá 30 aðra starfsmenn, sem hjá fyrirtækinu vinna, til að neyða hinn ágæta starfsmann til að taka uppsögn sina tii baka. Það hefði hann hins veg- ar ekki gert, enda væri slikt verkbann jafnólögmætt og verkfallið á Selfossi. t eðii sinu væri þó um að ræða sams kon- ar aðgerð, dæminu aðeins snú- ið við. Vinnubrögð, sem ber að forðast A þetta er einungis bent til að sýna fram á, hversu fráleitt Sveit 15 ára dreng vantar vinnu í sveit í sumar. Hefur verið í sveit áð- ur. Vinsamiegast hringið eða skrifið. Kristján Guðbrands- son Hjaltabakka 10, Rvík, simi 7-11-28. HÚSEIGENDUR Nú er rétti timinn til við- gerða á húsurn ykkar. Tök- um að okkur alls konar við- gerðir og nýsmiði. Setjum i glugga og hurðir. Upplýsing- ar i sima 1-40-48 kl. 19-20 á kvöldin. það væri, ef aðilar vinnu- markaðarins tækju almennt upp þau vinnubrögð I framtið- inni að leysa viðkvæm deilu- mál með einhliða aðgerðum. Hér hljóta að vera til aðrar leiðir, og undir þá hugmynd Landssambands ísl. sam- vinnustarfsmanna um skipan nokkurs konar gerðardóms til að leysa deilu af þvi tagi, sem upp kom á Slefossi, skal tekið, en I yfirlýsingu frá samband- inu segir m.a.: „Þessi deila sýnir einnig á áþreifanlegan hátt, að innan samvinnuhreyfingarinnar skortir aðila, sem hægt er að skjóta deilumálum sem þessu til. Þaðhefur þvert á móti ver- ið áberandi, að þeir aðilar, sem þarna eiga mestan hlut að máli, frýja sig ábyrgð og nán- ast afsala sér möguleikum til að leysa þessa deilu, eins og stjórn K.A. Þetta leiðir svo aftur hugann að þvl, hvert sé vald og hlutverk stjórna sam- vinnufélaganna eins og háttað er nú. Landssamband isi. samvinnustarfsmanna gerir það að tillögu sinni, að kannað verði gaumgæfilega, bæði með hliðsjón af þessari deilu og öðrum, sem upp geta komið, hvort ekki sé hægt að koma á fót nokkurs konar gerðardómi til lausnar deilumálum, sem ekki er i annarra verkahring frekar að fjalla um.” Má ekki veikjast innan frá Þrátt fyrir, að deilan, sem upp kom á Selfossi hafi valdið tjóni og leiðindum, er vonandi, að hún verði til þess að fyrir- *>.Vggja mál af þessu tagi i framtfðinni. Samvinnu- hreyfingin á íslandi er sterk og öflug. Hún má ekki láta það henda sig að vcikjast innan frá. Nógu mörg eru árásarefni andstæðinga hennar, þu að ekki bætist við innbyrðis deil- ur. —a.þ. RÍKISSPÍTALARNIR lausar stöður VÍFILSSTAÐ ASPÍ TALI: DEILDARHJÚKRUNARKONA óskast til starfa á spitalanum nú þegar eða eftir samkomulagi. HJÚKRUNARKONUR óskast á hinar ýmsu deildir spitalans, til sumarafleysinga eða i fast starf. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir for- stöðukonan, simi 42800. SJÚKRALIÐAR óskast til starfa á hinum ýmsu deildum spitalans. Vinna hluta úr fullu starfi kemur til greina. Upplýsingar veitir for- stöðukona, simi 42800. LANDSPÍTALINN: SÁLFRÆÐINGUR óskast til starfa á Geðdeild Barnaspitala Hringsins frá 1. ágúst n.k. að telja, eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 1. júni n.k. FÉLAGSRÁÐGJAFI óskast til starfa á GeðdeiJd Barnaspitala Hringsins frá 1. ágúst að telja eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur er til 1. júni n.k. KLEPPSSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNAR — tveir að- stoðarlæknar óskast til starfa á spítalanum. Annar frá 1. júni n.k. en hinn frá 1. júli. Umsóknarfrest- ur er til 25. mai n.k. Umsóknum er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að skila til skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 25. april 1975. SKRIFSTOFA RÍKISSFÍTALANNA EIRÍKSGÖTU 5, SÍM111765

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.