Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 7
Laugardagur 26. apríl 1975. TÍMINN 7 Útgefandi Framsóknarflokkurinn. Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.) og Jón Helgason. Ritstjórn- arfulltrúi: Freysteinn Jóhannsson. Fréttastjóri: Helgi H. Jónsson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar Í8300 — 18306. Skrifstofur I Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Verö I lausa- sölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuöi. " Biaöaprent h.f. v________________________________________________________________y Álandseyjar Arið 1936 orti danska skáldið Hans Hartvig See- dorff-Pedersen frægt kvæði um svani norðursins, sem þreyttu oddaflug sitt til einnar áttar, fimm að tölu. Þessir hvitu fuglar voru i huga skáldsins tákn Norðurlandaþjóða og bræðralags þeirra. Nú blakta sjö norrænir krossfánar hlið við hlið á stöngum sinum, þegar stund er og staður til há- tiðlegra viðbragða. Færeyjar og Álandseyjar hafa með heimastjórn og viðurkenningu á sér- stöðu sinni eignast þjóðfána, og fánar þeirra sjást viðar en margra annarra landa, sem eru miklu fjölmennari, þvi að þessar eyþjóðir, Færeyingar og Álendingar, eru öðrum þræði hafsins börn og eiga helft lifs sins á söltum bárum. Kynni íslendinga og Álendinga hafa ekki verið mikil, og hinn litriki fáni Álandseyja, gulur og rauður kross á bláum feldi, kemur liklega enn mörgum íslendingum annarlega fyrir sjónir. En nú hefur verið leitazt við að glæða nokkuð viðkynninguna og auka við þær hugmyndir, sem íslendingar hafa fengið um Áland og Álandseyjar af bók eins og Katrinu eftir skáldkonuna Sally Salminen. Álandsvika hefur verið haldin i Nor- ræna húsinu i Reykjavik til kynningar á þessum eyjaheimi i miðju Eystrasalti, þar sem hólmar, dagslátta eða meira, eru taldir 6429, og lifi og list- rænum störfum þess fólks, sem þar á þegnrétt og heimilisarin, rúmlega tuttugu þúsund að tölu — viðlika margt þeim, sem byggja Akureyri, Dalvik, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók og Eyjafjarðar- og Skagafjarðarsýslur, svo að tekið sé dæmi til viðmiðunar. Álandseyjar er veröld, sem áreiðanlega kemur íslendingi nýstárlega fyrir sjónir. Þær eru eitt- hvert sólrikasta svæðið á öllum Norðurlöndum, og þar er litskrúð jurta og gróðurs meira á sumr- in en viðast annars staðar, en á milli gróðurbelt- anna firnamiklir, ávalir bergskallar með skófum hér og þar og dauðanaktar klappir, sem vetraris og hafalda sverfa og fága án afláts á ótal vegu. Óviða verða önnur eins umskipti á mótum árstiða og á Álandseyjum, þegar eyjar, hólmar og sker losna úr klakaböndum við isbrot og loks er unnt að draga eik á flot, eins og Borgarbóndinn komst að orði, að liðnum sannkölluðum hvitavetri. Sérkennilegt náttúrufar eyjanna og þeir lifs- hættir, sem það hefur fætt af sér, hafa fellt Alend- inga i það mót, er þeir bera: Einangrun og samhyggð litilla samfélaga, hörð lifsbarátta við fiskidrátt og ræktun hins grunna jarðvegar, stórhættuleg glima við duttlungafull og hrikaleg náttúruöfl, langar fjarvistir ungra manna i sigl- ingum um höfin, seiðmögnuð fegurð blækyrra daga við sker og tanga og eldskim sumarkvelda, þegar funarauð sól hnigur I mar og bræðir gull sitt á haffletinum. Við þökkum Norræna félaginu framtak sitt og Álendingunum komuna og kynninguna. íslend- ingar og Álendingar eru bræður og systur i smæð- inni, og við finnum skyldleikann við þessa eyja- búa, sem etja kappi við Isa og öldu og stunda sild- fiski. Okkur væri geðfellt, ef stigið spor yrði upphaf þess, að leiðir okkar fléttust meira en verið hefur. Berið, góðir gestir, beztu kveðjur úr norðurhöfum heim til Mariuhafnar og allra byggða Álandseyja. —JH The Economist: Vietnamstyrjöldinni sýnist vera að Ijúka Thieu forseti hefur látið af völdum, og rætt er um samninga við Þjóðfrelsishreyfinguna Truong Chinh herfræöingur i Noröur-VIetnam sagöi einu sinni: „Timinn er lang snjall- asti herfræðingur okkar”. Indókinastyrjaldirnar tvær hafa nú staöiö hartnær þrjá áratugi og þrautseigja kommúnista loks borgaö sig. Styrjaldirnar hafa tekiö ýms- um myndbreytingum, en meginmálin tvö hafa ávallt verið þau sömu: í fyrsta lagi var barizt um, hverjum ætti að takast aö ná völdum I Vietnam, þegar lyki skammvinnum yfirráöum Japana, sem tóku við af Vichy-stjórninni frönsku árið 1945, en þar meö var rofin hin samfellda nýlendustjórn Frakka. 1 ööru lagi var um það bar- izt, hvort Vietnam ætti sem heild að lúta kommúnista- hreyfingunni, en hún var i upphafi liöur i stefnu Sovét- manna og er enn aðalaflgjafi uppreisna hvarvetna um Asiu. (Ho Chi Minh var bæöi einn af stofnendum kommúnista- flokksins I Frakklandi og um- boðsmaður Comintern.) Það var siðara atriðiö, sem dró Bandarikjamenn inn i átökin, en þeir höfðu ekki i upphafi neina tilhneigingu til þess aö koma á nýlendustjórn að nýju i Vietnam. Sennilega hafa orðiö raunveruleg þátta- skil i afstööu Bandarikja- manna, þegar Chiang Kai- shek beið endanlegan ósigur i Kina árið 1949. Truman forseti gerði sér þá vonir um, að unnt yrði að gera Indókina að hluta af varnarhring umhverfis Kina Maos. 8. mai 1950 tók Bandarikjastjórn þá ákvörðun að veita Frökkum efnahags- og hernaðaraðstoö Banda- rikjamenn voru farnir að greiöa 78 hundraðshluta af styrjaldarkostnaöi Frakka, þegar kom fram á árið 1954. Sagnfræðingar deila enn um samhengi atburðanna I Indó- kina, en sumir helztu áfang- arnir veröa taldir hér á eftir: 2. september 1945 lýsti Ho Chi Minh yfir stofnun lýðveld- isins Vietnam I Hanoi. Þegar Bretar og Kinverjar höfðu blandáð sér i málin, féllst hann á, að franskar hersveitir kæmu að nýju til Hanoi i marz 1946. 23. nóvember 1946 gerðu Frakkar loftárásir á stöövar Vietminh i Haiphong. 6000 manns féllu þar. Þetta var til- efni árása kommúnista á setu- liö Frakka i Hanoi i desember 1946, en hún var upphaf fyrri Indókinastyrjaldarinnar, alls- herjarstyrjaldarinnar gegn yfirráðum Frakka. 8. mai 1954 féll Dien Bien Phu, afskekkt herstöð skammt frá landamærum Laos. Þar féllu eða voru teknir til fanga 16.000 menn úr her Frakka, og þar meö var bar- áttukjarkur þeirra brotinn á bak aftur. En stjórnmála- áhrifin skiptu þó meira máli. Ósigurinn við Dien Bien Phu varð fyrst stjórn Laniels að falli i Frakklandi og olli siðan þeirri ákvöröun Frakka að hverfa burt frá Indókina. 21. júli 1954 undirrituðu Frakkar Genfarsáttmálann, þar sem Vietnam var skipt i tvennt um 17. breiddarbaug- inn. Bandarikjamenn og nýja rikisstjórnin i Suður-Vietnam neituðu aö viröa lokaákvæði sáttmálans, en þar var kveðið á um kosningar i Vietnam öllu árið 1956. Þessi neitun olli þvi, að sáttmálinn varö I raun litiö annað en vopnahléssamning- Tran Van Huong, ur. Þvi má þó ekki gleyma, að þjóðaratkvæöagreiðsla fór fram i Suður-Vietnam árið 1955, og þar kom fram afar mikið fylgi við tilveru þess sem sjálfstæðs rikis. i mai 1959 ályktaði flokksstjórnin i Iianoi að tima- bært væri að hefja „vopnaða baráttu” gegn stjórn Diems i Saigon. 14. desembcr 1961 ritaði Kennedy forseti Diem bréf, þar sem hann tilkynnti um aukna aðstoð Bandarikja- manna i baráttunni „gegn of- beldi og ógnunum..... sem staðið er að og stjórnað að utan eða af valdhöfunum i Hanoi”. Þar með var byrjuð önnur Vietnamstyrjöldin, þar sem barizt var um, hvaða stjórnmálakerfi Suður-Viet- nam ætti að lúta. Diem forseti var ráðinn af dögum i nóvem- ber 1963, og bandariskir her- menn i Vietnam voru orðnir um 16.000 þegar Kennedy var myrtur siðar i sama mánuði. t ágúst 1964 var árásin á Tonkinflóa gerð, og Banda- rikjamenn hófu loftárásir á Norður-Vietnam i hefndar- skyni. 7. nóvember 1964 réðst fyrsta fylkingin úr fastaher Nórður-Vietnama inn i hérað- ið Quang Tri i Suöur-Vietnam. 31. janúar 1965 réöst önnur sveit úr þessum her inn i Kontum i Suður-Vietnam. 7. april 1965 hófu Banda- rikjamenn umfangsmikinn landhernað gegn her kommúnista i Suður-Vietnam. Johnson forseti Bandarikj- anna viðurkenndi i júli það ár, að her Bandarikjamanna i Vietnam væri orðinn fjöl- mennur, og innan tiðar voru bandarisku hermennirnir orðnir um hálf milljón. 31. janúar 1968 hófu kommúnistar Tet-sóknina svonefndu, sem leiddi til ófara Bandarikjamanna i stjórn- málum en stöðvunar innrás- arhersins eigi að siður. Upp- bygging Vietkong viöast um land fór meira eða minna út um þúfur vegna ákefðarinnar við að reyna að efna til alls- herjar uppreisnar. Kommún- istar tóku borgina Hue um stund, en grimmdarverk þeirra þar eyðilögðu áróðurs- gildi þess stundarsigurs. Al- menningsálitið i Bandarikjun- um snerist gegn Johnson for- seta og hann tilkynnti 31. marz, að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér til endurkjörs. Skipun um að hætta loftárás- um var gefin i nóvember. 18. niarz 1970 var gerð upp- reisn gegn Sihanouk prins i foráeti Suður-Vietnam. Kambodiu, og mynduð þar stjórn undir forustu Lon Nols marskálks. Við þessi stjórn- arskipti fengu Suður-Viet- namar og Bandarikjamenn tækifæri til að ráðast á grið- land Norður-Vietnama innan landamæra Kambodiu, og sú árás var hafin i mai. Af þessu leiddi að visu töf á næstu stór- árás kommúnista, en hins vegar drógust Kambodiu- menn inn i styrjöldina, en hjá þvi höfðu þeir að mestu leyti komizt allt til þessa. 30. marz 1972 hófst „páska- innrásin”. Norður-Vietnamar hófu umfangsmikla innrás og beittu öflugum skriðdreka- sveitum. Flugher Bandarikja- manna og landher Suður-Viet- nama tókst i sameiningu aö stöðva sóknina við An Loc, og nýjum hershöfðingja, Truong, tókst aö hrekja innrásarher- inn til baka i noröurhéruðum landsins. i desember 1972 skipaði Nixon forseti fyrir um loftárás á Hanoi, þegar hlé varð á hin- um langvinnu samningavið- ræðum þeirra dr. Kissingers og Le Duc Tho. 27. janúar 1973 var Paris- arsáttmálinn loksins undirrit- aður. Þar var kveðið á um brottflutning alls erlends her- afla frá Suður-Vietnam, en i framkvæmd náði þetta ákvæði aðeins til Bandarikja- manna. Þegar fram i sótti leiddi af samningnum, að Norður Vietnamar náðu á sitt vald stórum svæðum sunnar- lega i landinu, eða hinu svo- nefnda „þriðja Vietnam”. 1 samningnum var kveðið á um heimild beggja aðila til þess að endurnýja „einstök hernaðartæki”. Raunin varö sú, að kommúnistar juku stöö- ugt her sinn og sóttu sunnar og sunnar með sovézka skrið- dreka og loftvarnabyssur, en bandariska þingið var æ treg- ara til þess að fallast á að greiða reikninga Suður-Viet- nama. Hvorugur aðilinn virti sáttmálann, og alþjóölegu eftirlitssveitirnar voru yfir- leitt hafðar að engu. 7. janúar 1975 náðu kommúnistar héraöshöfuð- borginni Phuoc Binh á sitt vald. Þetta var upphaf mikill- ar sóknar frá aðalstöövum i miðhálendinu austur til strandhéraöanna, sem Saigon- stjórnin réð yfir. 17. marz 1975 viðurkenndi stjórn Suður-Vietnam fall Ban Me Thuot og lýsti yfir, að hörf- aö yrði frá miðhálendinu. Þá hófst hinn óskipulegi flótti hers og óbreyttra borgara frá norðurhéruðum landsins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.