Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 26. aprll 1975. Laugardagur 26. aprll 1975. TÍMINN RÆTT VIÐ FULLTRÚA Á AÐALFUNDI MIÐSTJÓRNAR FRAMSÓKNARFLOKKSINS Ekki er lengur róið úr sandinum segir séra Ingimar Ingimarsson í Vík Aðalfundur Miðstjórn- ar Framsóknarflokksins var nýlega haldinn i Reykjavik, og sátu hann á annað hundrað fulltrú- ar viða af landinu. Timinn notaði tæki- færið til þess að hafa tal af nokkrum fulltrúum, einkum úr strjálbýli og hinum fjarlægari byggð- um, sem nú koma undan snjó eftir þungbæran vetur. Auðvitað er ekki, i svona skyndiviðtölum, hægt að fjalla um öll mál, en vel mættu þessi viðtöl verða til þess að upplýsa hverjir það eru, sem skipa þessa fram- varðarsveit Fram- sóknarflokksins, sjálfa miðstjórnina. Fyrst hittum við að máli séra Ingimar Ingimarsson, sóknar- prest i Vik I Mýrdal. Séra Ingi- mar er 35 ára að aldri og hefur verið prestur þar eystra i 10 ár, eða siðan i nóvember árið 1965. Hann er annar tveggja fulltrúa á fundinum úr þessu byggðarlagi. Hinn er Einar Þorsteinsson frá Sólheimahjáleigu. Hafnleysa við góð fiskimið — Hvcrnig er byggðaþróun I Vlk? spurðum við fyrst. — Það má segja, að Vik hafi verið i nokkurri uppbyggingu síð- ustu árin. Að visu hefur ekki orðið þarna nein fólksfjölgun siðustu 10-15 ár. í raun og veru eru aðstæðúr þarna mjög óvenjulegar. Þorpið stendur við suðurströnd landsins, beint framan við okkur liggja gjöful fiskimið, en þarna er engin höfn — ekki ennþá — og þar af leiðandi höfum við ekki neina skuttogara, eða bátaflota, og þar af leiðandi ekki þá undirstöðu, sem er i atvinnulifi flestra bæja, er við sjóinn standa. Uppbygging atvinnulifs er þvi örðugri þar en vlðast hvar annarsstaðar. I Vikurkauptúni búa nú um 390 manns. Bærinn tilheyrir Hvammshreppi, en ibúar i hreppnum munu vera um 530. Þrátt fyrir örðugt atvinnulif hefur Vik i Mýrdal haldið velli. Þar hefur verið kyrrstaða, þvi nýsköpun atvinnulifsins hefur ekki náð þangað i sama mæli og vföa annarsstaðar. Efla þarf atvinnulífið Auðvitað er okkur ljóst, að til þess að þjóna samfélaginu betur, væri æskilegt að i Vik gætu risið starfsstöðvar, þannig að fleiri gætu setzt þar að og haft fulla at- vinnu, og þvi er mikill hugur i mönnum núna að treysta at- vinnulifið. Fyrir tveim árum var sett á stofn prjónastofa, þar sem marg- ar konur hafa vinnu. Það er ef til vill fyrsti visirinn að iðnaði i bæn- um. Þar sem aðgangur er ekki að sjávarafla, þá er eðlilegt að menn beini sjónum si'num að afurðum landbúnaðarins, að forinnsla, i einhverri mynd, geti farið þarna Ingimar Ingimarsson fram, eða fullvinnsla eftir atvik- um. Um mjókurafurðir er þó ekki að ræða. Við erum á félagssvæði Mjólkurbús Flóamanna, sem annast mjólkurvinnslu og mjólkursölu fyrir allt svæðið austur að Lómagnúpi og vestur að Hellisheiði. Sláturfélag Suður- lands annast slátrun búfjár að hluta. Sláturfélagiðer með sláturhús i Vlk, og auk þess er þar annað sláturhús, sem er i sameign nokk- urra manna. — Menn hafa hugsað sér, að léttur iðnaður gæti komizt upp i Vik kringum afúrðir bænda. Kaupfélagið stærsti atvinnuveitandinn — Hver er helzti atvinnuvegur- inn núna? — Það er verzlun og þjónusta almennt. A Reynisfjalli er LORAN-stöð, þar sem allmargt manna vinnur. Mikið er um vörubifreiðastjóra, sem þarna eiga heimili, en vinna siðan með bila sina þar sem verk- efni gefast i grenndinni. Kaupfélag Skaftfellinga er stærsti atvinnuveitandinn. Á veg- um verzlunarinnar starfar fjöldi manns. Þeir reka, auk alhliða kaupfélagsverzlunar, bifreiða- verkstæði, og myndarlegt tré- smiðaverkstæði og flutninga. — Er ekki lengur róið frá Vlk og ekki lengur komið með vörur á skipum? — Nei, það er ekki borið við. Hér áður fyrr var róið úr brim- þungum sandinum, eins og svo vlða við suðurströndina. Þessi aldagamli brimróður hefur verið aflagður með öllu. Sama er að segja um flutninga á sjó. Kaupfélagið átti skip i för- um, SKAFTFELLING, sem flutti nauðsynjar til Vikur, og vörunni var skipað upp og út við ótrúlega erfiðar aðstæður. Nú koma allar vörur með bif- reiðum. Ekki er lengur róið úr Reynis- hverfi og Dyrhólahverfi heldur, þannig að segja má að sjósókn, sem átti sér aldalanga hefð, hafi lagzt af með öllu i þessum byggð- um. Húsnæðisskortur kemur i veg fyrir aukinn ibúafjölda — Hafið þið trú á að fólki muni fjölga i Vik á næstunni? — Við teljum, að fólki gæti fjölgað þar, ef húsnæði væri fyrir hendi. Margir, sem hafa hug á að setjast að i Vik, hverfa á braut vegna húsnæðiseklunnar, og ef til vill er átak I húsnæðismálum það skref, sem næst ber að taka. — íbúar i Vikurkauptúni fylgj- ast svo sannarlega með þeirri þróun, sem nú er i byggðamálum, t.d. útgerðarbæja landsins, og þeir telja, að byggðastefna Framsóknarflokksins eigi fullan rétt á sér, en jafnframt verði að beina þessari atvinnusókn að þeim þéttbýliskjörnum, sem ekki hafa aðgang að sjávarafla. Þeir eru reiðubúnir að leggja sig fram til þess að byggðarlag þeirra og samfélag geti orðið sjálfu sér nægt, — að unnt verði I framtlð- inni að veita atvinnu og húsnæði þeim, sem hér vilja búa, svo að unga fólkið neyðist ekki af at- vinnuástæðum til þess að flytja burt, strax og það getur staðið á eigin fótum, sagði séra Ingimar að lokum. JG Hilmar Danlelsson báta, en þeir fóru á vertið á Faxa- flóasvæðið á vetrum, nema tveir bátar, sem sveitarfélagið átti eignaraðild að. Þeir eru gerðir út á togveiðar allt árið um kring. Þetta voru þeir BJÖRGVIN og BJÖRGÚLFUR, en þeir voru austur-þýzkir, „tappatogarar”, einsog þeir voru nefndir manna á . meðal, 250 tonna skip. — Hvernig er þessu háttað núna? — Atvinnulifið er i blóma. Við erum með litla fiskimjölsverk- smiðju, sem bræðir úrgang og getur brætt sild, ef þvi er að skipta. Þarna er stórt frystihús, sem er I eigu Kaupfélags Eyfirð- inga. Það hefur nýlega vérið endurbyggt og telst mjög full- komið. Það var byggt við húsið, og erþar nú fullkomin aðstaða til fiskverkunar og starfsmannaað- mikið gert út af minni bátum, dekkbátum 12-40 tonna. Þetta eru útlinurnar i þessari starfsemi, sjávarútvegi Dalvik- ur, ‘sem auðvitað hefur úrslita- áhrif á afkomu almennings, og peningaveltuna i byggðarlaginu. t frystihúsinu og á skipunum vinna um 130 manns, og auk þess er mikil atvinna við þjónustu við þennan atvinnuveg. Óttast um sinn hag ef stærri togarinn verður seldur — Atvinnuleysi er óþekkt á Dalvik,en þvi er ekki að leyna, að dálitill uggur er í mönnum, þar eð Þróttmikið atvinnulíf á Dalvík Rætt við Hilmar Daníelsson forseta bæjarstjórnar á Dalvík * Hilmar Danielsson, forseti bæjarstjórnar á Dalvik er 37 ára gamall. Hann var um átta ára skeið sveitarstjóri á Dalvik, en rekur nú bók- haldsskrifstofu þar, en hann lét af störfum sem sveitarstjóri áramótin 1973-4. Hann var fulltrúi á miðstjórn- arfundinum fyrir sina heima- byggð. Hilmar er frá Saurbæ i Eyjafirði, en fluttist til Dalvikur árið 1961. Hann hafði þetta að segja okkur: Dalvik var síldarbær — Það hefur orðið gagngerð breyting á atvinnulifinu á Dalvik á seinustu árum, er það ekki, spurðum við fyrst? — Það hafa orðið miklar breytingar þessi ár sem ég hefi búið þarna. Fyrstu árin þá byggð- ist atvinnan mikið á sildveiðum og sildarverkun, sem þarna var mikil. En siðan hvarf sildin. A Dalvik var mikið um sildar- staða er með þvi bezta sem þekk- ist. Þetta er vel búin starfsstöð, bæði hvað vélar og búnað snertir og aðstöðu til vinnu. Tveir skuttogarar á Dal- vik Hráefnisöflun hefur verið i höndum Útgerðarfélags Dalvik- inga, sem er að hálfu I eigu bæjarins og að hálfu I eigu.Kaup- félags Eyfirðinga. Þetta félag fékk skuttogara I ársbyrjun árið 1974. Hlaut hann nafnið BJÖRG- VIN. Um mitt slðasta ár kom annar skuttogari til Dalvlkur, stór pólskur togari og er hann i eigu Aðalsteins Loftssonar út- gerðarmanns. Heitir hann BALDUR og er 740 tonn. Togararnir hafa aflað fremur vel, sérstaklega BJÖRGVIN. Afli hans var um 2800 tonn þá ellefu mánuði er han var að veiðum árið 1974, eða ársaflinn er rúmlega 3000 tonn, en það mun vera I hrra meðallagi. Hjá stóra togaranum er minni reynsla komin á þetta og reksturinn hefur gengið fremur brösótt, eins og hjá öllum skipum I hans flokki. Auk þessa er all- fyrirhugað mun að selja stóra skuttogarann burtu. Útgerðar- félagið hefur þvi leitað eftir kaupum á sams konar skipi og BJÖRGVIN. Slikt leyfi hefur ekki tekizt að fá enn sem komið er, þrátt fyrir að rikisstjórnin hafi gefið nauðsynleg fyrirheit. Hefur viðskiptabanki okkar ekki treyst sér —enn sem komið er — til þess að gefa endanlegt leyfi til kaup- anna. — Það virðist sérstætt að KEA rekur eina stórfyriríækið i fisk- iðnaði á Dalvlk? — Já. Við erum á félagssvæði KEA. Kaupfélagi Eyfirðinga er stjórnað frá Akureyri og félagið er stærsti atvinnurekandinn á Dalvik. KEA á frystihúsið og helminginn i togaranum. Það hef- ur þvi ráð á þessum atvinnuvegi, sem við byggjum alla okkar at- vinnu á. Þess utan annast kaupfélagið um sölu land- búnaðarafurða frá héraðinu, bæði mjólk og annað. Mjólkin er flutt til Akureyrar, en sláturhús er á Dalvik. • — Nýlega samþykkti bæjar- stjórn að óska eftir viðræðum við KEA um að útgerð og fiskverkum Nýr skuttogari kemur til Flateyrar í sumar Rætt við Eystein Gíslason, kennara ó Flateyri Eysteinn Gislason sat miðstjórnarfundinn sem fulltrúi Kjördæmasam- bands framsóknar- félaganna á Vest- fjörðum. Hann er kennari við barna- og unglingaskólann á Flat- eyri. Við hittum Eystein að máli á fundinum og spurðum hann fyrst um atvinnulifið á Flateyri, og um samgöngumálin. — Það hefur nú verið erfitt tiðar- far á Vestfjörðum og harður vet- ur, eins og allir vita. Samgöngur eru erfiðar, þegar vegir lokast. Flugfélagið VÆNGIR flýgur þangað áætlunarflug tvisvar i viku og svo er farið um Isafjörð, þegar fært er, sem er sjaldan meðan vetur er harðastur. Verður lagður vegur yfir Önund- arfjörð þveran? Flugvélarnar frá Vængjum lenda við Holt i önundarfirði, sem er alllangt frá Flateyri. Fyrir fjörðinn er að fara, en sú leið vill oft verða ófær á vetrum. Þannig var þetta I vetur, en sjóþyngsli voru mikil þá eins og allir vita. — Er ekki unnt að gera flugbraut nær Flateyri? — Eflaust væri það hægt. Sveitarstjórinn hefur áhuga á þvi, og þegar við flugum suður á dögunum, fékk hann einmitt flug- manninn til þess að gera aðflug að ákveðnum stað við kauptúnið, til þess að kanna aðstæður. Rætt hefur verið um að gera veg þvert yfir fjörðinn, á svo- kölluðum Vöðum, en þar er hrægrunntog ekkert til fyrirstöðu Eysteinn Glslason að gera veg yfir. Þá kæmi vegur- inn að landinu hinum megin við fjörðinn, rétt þar sem núverandi flugvöllur er. Innri hluti önundarfjarðar er grunnur — þornar nánast um fjöru- og vegurinn liggur nú inn fyrir fjarðarbotninn. Það væri þvl umtalsverð samgöngubót að fá veg yfir á Vöðunum. Ýmsir möguleikar koma til greina, en talað er um að beinn vegur verði þá frá Breiðadal (frá ísafiröi) yfir i Bjarnardal. Ég er ekki viss um hvað þetta styttir leiðina á flugvöllinn mikið, eða leiðina til Þingeyrar, en aðalatriðið er, að þessi vegur myndi losa okkur við erfiða vetrarleið fyrir fjarðarbotninn. Skuttogarakaup og tryggja hráefni til vinnslu Atvinna hefur verið allgóð i vet- ur, og flestir hafa haft nóg að starfa. Mjög miklar endurbætur hafa verið framkvæmdar á frystihúsinu, og það er nú mjög fullkomin starfsstöð. Þó er talið, að frekari endurbóta þurfi við á Flateyri til þess að allt verði eins og bezt verður á kosið. Aðstaða til þess að taka á móti sjávarafla verður þó að teljast allgóð. Frá Flateyri hafa róið fjórir bátar i vetur, og auk þess hafa aðkomubátar á stundum lagt þar upp afla sinn, þvi við erum ekki enn komnir með skuttogara, og höfum þvi minna hráefni en unnt er að anna i frystihúsinu. Skuttogari er væntanlegur til bæjarins I sumar, en skuttogarar eru sem kunnugt er viða á Vest- fjörðum. Þessi skip hafa einnig lagt upp afla á Flateyri, þegar ekki hefur verið unnt að nýta afla þeirra i heimahöfn. Mjög góð reynsla sagði Eysteinn að fengizt hefði af þvi á Vestfjörðum að reka minni gerðtogara ásamt fiskvinnslunni, þannig að nægjanlegt hráefni væri ávallt til vinnslu og þegar togarinn kemur, munu aðstæður gjörbreytast á Flateyri. J.G. yrðu sameinuð i eitt félag þvi að við teljum það fyrirkomulag að reka þetta i tveim hlutum vera mjög óheppilegt, þannig að bær- inn sé aðeins hluthafi I útgerðinni. Við teljum að þarna þurfi meiri samvinnu. Markmið þessara viðræðna var það, að Dalvlkingar gerðust eignaraðilar að frystihús- inu, eða nýju félagi, er tæki við rekstrinum öllum. Við teljum eðlilegt, að hafa einhvers konar áhrif á stjórn þessara atvinnu- tækja, sem eru hin þýðingar- mestu I þessu 1600 manna byggðarlagi, sem er á Dalvik og i sveitinni i kring. Skuttogari i Hrísey? Viðræður sem þegar hafa farið fram, hafa þróazt þannig, að KEA telur nauðsynlegt að ræða einnig um Hrisey i þessu sam- bandi. Hrisey er þarna beint fyrir framan okkur. Þar rikir nú mjög erfitt ástand i atvinnumálum. Frystihúsið (eign KEA) býr við stöðugan hráefnisskort. Kaupfélag Eyfirðinga hefur ámálgað það, að Hriseyingar þyrftu að fá eignaraðild i togara- útgerðinni á Dalvík, en við telj- um, að ef svo eigi að verða, þá sé nauðsynlegt að kaupa tvo skut- togara til viðbótar, þ.e.a.s. miðað við að stærri skuttogarinn verði seldur, eins og fyrirhugað er. Gætu Hriseyingar þá fengið hluta af afla þriggja togara á móti Dalvíkingum. Slik fiskimiðl- un hefði óneitanlega ýmsa kosti. Hilmar sagði þvi að gera mætti ráð fyrir nýju skipulagi á þessum málum I náinni framtið. \ — JG Magnús Einarsson, fulltrúi: Bændur á Héraði óttast kal í túnum ir snjóþungan vetur MAGNÚS Einarssori/ full- trúi kaupfélagsstjóra á Egilsstööum er 34 ára. Hann situr miðstjórnar- fundinn fyrir heimabyggö sína sem varamaður. Magnús hefur tvívegis áður sétið miðstjórnar- fundi Framsóknarf lokks- ins. Við hitfum Magnús að máli á fundinum og spurð- um fyrst hvernig veturinn hefði verið á Héraði og annars staðar á Austur- landi. Fórust honnum orð á þessa leið: — Einkenni þessa veturs, sem nú er að liða er mikið fannfergi. Þarf að leita allt til ársins 1951, til þess að finna hliðstæðu. Þó var liklega enn meiri snjór þá, a.m.k. sums staðar á Héraði. — Það er athyglisvert, að árið 1951 olli fannfergið mun meiri erfiðleikum, þar eð heyskortur var þá mikill og skortur var á fóðurvörum. Nú hefur ræktun aukizt til muna og bar ekki á hey- leysi, þrátt fyrir erfið kalár inn i milli. Túnin virðast vera að ná sér að fullu eftir kalárin. Þó verður að geta þess, að margir óttast nú kal i túnum þar eystra, þvi að klaki hefur legið yfir túnum um langt skeið hjá mörgum. Snjóþyngsli kosta peninga. — Vélsleðar á hverjum bæ — Auk þeirra óþæginda, sem stafa af snjóþyngslum, eru þau beint fjárhagslegt tjón fyrir byggðarlagið. Um tima var ekki viðlit að hugsa til þess að reyna að halda vegum opnum. Það var ekki viðlit. Reynt var að bjargast við snjóbila og nýtt tæki, sem er að ryðja sér til rúms, en það er Sér ekki eftir því að hafa flutzt frá Reykjavík Rætt við Heiðar Guðbrandsson, formann verkalýðs- og sjómannafélagsins á Súðavík Heiðar Guðbrandsson er 28 ára gamall sjómaður, formaður verkalýðs- og sjómannafélagsins á Súðavik. Við hittum Heiðar að máli á miðstjórnar- fundinum, en hann sat fundinn af hálfu Kjör- dæmasambandsins i Vestfjarðakjördæmi. Hann hafði þetta að segja: — Ég er frá Súðavik. Reyndar er ég Reykvikingur, en ég fluttist vestur fyrir tveim árum, og bý þar nú með fjölskyldu minni, konu og tveim drengjum. — Þegar ég kom þangað vestur, var að renna upp að bryggjunni nýr fimmhundruð lesta skut- togari , BESSI’ 1S 410, en hann er nú aflahæsti togarinn I flotanum af minni gerðinni). Skipstjóri á Bessa er Jóhann Slmonarson frá ísafirði. Vond hafnaraðstaða á Súðavik — Þú ert formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Álftfirðinga. Er það mannmargt félag? — í þvl eru flestir, sena starfa að sjósókn og við fiskvinnslufyrir- tækin á staðnum. Félagið telur um 70 manns. Fleiri menn vinna þó þarna, en eru ófélagsbundnir. Mjög þróttmikið atvinnulíf er á Súðavik, en hafnarskilyrði eru mjög slæm. Þarna eru gerðir út, Heiöar Guðbrandsson auk skuttogarans, þrir rækjubát- ar, en i byrjun siðustu vertiðar voru þeir fjórir. 1 óveðri, sem gekk þar yfir skemmdust bátarn- ir mikið, og einn þeirra varð að draga til ísafjarðar til viðgerðar. Báturinn sökk á leiðinni, og þvi eru aðeins 3 rækjubátar eftir. Fiskverkunin, það er rækju- vinnslan og hraðfrystihúsið, er i eigu eins aðila, FROSTA HF- 65% þess fyrirtækis eru I eigu hrepps- félagsins, en auk þess eru einstaklingar hluthafar I þessum rekstri. Næg atvinna er á Súðavik, og at- vinnuleysisbætur hafa t.d. .ekki verið greiddar þar, svo að mér sé kunnugt um. Atvinnutækin eru I góðu ásig- komulagi. Hraðfrystihúsið er mjög gott. Aðstaða var mjög bág- borin, og hafði reyndar orðið að stöðva fiskvinnslu um skeið. Nú hefur það verið fært i nýtlzkulegra horf, og hráefni hef- ur verið nægilegt. Ungt fólk i Reykjavik hefur áhuga á að flytjast út á land Húsnæðismál eru erfið, þótt þau fari batnandi. Nú mun standa til að reisa a.m.k. sex hús með leiguíbúðum, og það mun ef til kemur, bæta nokkuð úr húsnæðis- skortinum á Súðavik. — Nú ert þú úr Reykjavik. Hvernig er að flytjast með konu og börn út á land? — Ég tel að það sé ágætt. Ungt fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur talsverðan áhuga á að flytjast bú- ferlum út á land. Við ákváðum að fara þar eð húsnæði og atvinna bauðst. Auðvitað er þetta öðruvísi en að búa i Reykjavik, þvi að einangrunin er mikil. Allgóður vegurer til ísafjarðar, en þangað verðum við Súðvikingar að sækja alla þjónustu, eða mikinn hluta hennar. Flugsamgöngur eru dá- góðar.og tsafjarðarflugvöllur er milliokkarog Isafjarðar. Við er- um því ekki svo illa sett hvað flug snertir. Mér finnst að það þyrfti að veita ungu fólki, sem þess óskar, tækifæri til þess að flytjast út á land, en þá verður að sjá þvi fyrir húsnæði og öðru, er viða á skortir. -JG. Magnús Einarsson vélsleðinn. Mikill fjöldi vélsleða er nú á Héraði. Ég veit nú ekki hvað þeir eru orðnir margir, er kaupfélagið hefur selt milli 20-30 á þessu ári, en það er aðeins litið brot af þeim fjölda, sem er i notk- un þar eystra. Vélsleðinn hefur komið að miklu gagni, en auðvitað er það aukakostnaður, að þurfa að kaupa ný tæki til ferðalaga yfir tiltölulega skamman tima. Mjólkurvinnsla og mjólkur- flutningar fara alveg úr skorðum við þessar aðstæður. Gripið var til þess að láta jarðýtur og sleða flytja mjólk. Þeir sem næst mjólkurstöðinni búa reyndu að notast við snjóbila, en þeir sem fjærst bjuggu urðu að reyna að nýta mjólkina heima, eða hrein- lega að hella henni niður. — Hver er afstaða bænda á Héraði til þeirra miklu hækkana, seni orðið hafa á rekstrarvörum hér á landi? — Bændur virtust og virðast hafa mestar áhyggjur af hinni miklu hækkun, sem orðið hefur á áburðarverði. Að visu hefur rikis- stjórnin nú gert ráðstafanir, þar eð ákveðið hefur verið að greiða niður helming þeirrar hækkunar, sem orðið hefur á áburði. Hinn hlutinn mun koma inn i búvöru- verðið i tveim áföngum, þannig að málið virðist leysast á þann hátt. Nauðsyn að koma upp léttum iðnaði — Hvernig gengur atvinnuupp- byggingin á Egilsstöðum? — Þar er fyrst til að taka, að við teljum að i þeirri miklu atvinnu- uppbyggingu, sem orðið hefur við sjávarsiðuna, þá hafi sveitaþorp- in, eins og Egilsstaðir farið var- hluta af öllu þvi fjármagni, sem veitt hefur yerið til atvinnuupp- byggingar. Egilsstaðir eru þannig i sveit settir, að afkoma manna byggist fyrst og fremst á þjónustustarf- semi við Héraðið og raunar Austurland allt. Auk þess hefur verið að þróast hér alls konar léttur iðnaður. Vaxtarskilyrði kauptúnsins hljóta að byggjast á þvi, að þessi iðnaður geti þróazt með eðlilegum hætti. Kaupfélagið rekur talsverðan iðnað. Má þar nefna mjólkurstöð- ina, brauðgerð og stórt trésmiða- verkstæði. Þarna eru einnig ýms fyrirtæki i byggingaiðnaði og vél- smiði, auk verktakafyrirtækja, sem vinna um allt Austurland. Þá voru stofnuð hér á sinum tima tvö iðnfyrirtæki, sem menn væntu mikils af, PrjónastofanDyngja og skóverksmiðjan Agila. Á ýmsu hefur gengið með rekstur þessara fyrirtækja, og er nú svo komið að skóverksmiðjan hefur orðið að hætta störfum — i bili að minnsta kosti — en prjónastofan starfar enn af fullum krafti. — Það sem mestu máli skiptir, er EFTA-aðildin, þvi að nú flæða inn vörur erlendis frá og sam- keppnin er hörð, harðari en þessi iðnaður fær risið undir án að- gerða. Er þar bæði átt við að- stöðumun i sölumálum og fjár- mögnun. Þessi mál. sagði Magnús — þróun þeirra og úrslit, munu i rauninni segja endanlega til um byggðaþróunina á Héraði. JG

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.