Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 26.04.1975, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Laugardagur 26. apríl 1975. Höfundur: David Morrell Blóðugur hildarleíkur 7 væri að gera. Teasle fannst hann hafa beðið nógu lengi. Hann henti sígarettunni út um bílgluggann, setti bílinn í gang og ók niður aðalveginn til að athuga hver f jandinn hefði orðið af unga manninnum. Hann sást hvergi. Auðvitað. Hann er horfinn og farinn. Þetta augnaráð átti að fá mig til að halda, að hann kæmi aftur. Teasle ók í átt, til bæjarins til að hringja. Þegar hann hafði ekið f rarh hjá þrem húsaröðum, kom hann auga á unga manninn. Hann stóð á gangstéttinni vinstra megin, hallaði sér upp að vírgirðingu og horfði á straumfallið. Teasle varð svo mikið um þetta, að hann snögghemlaði. Þetta gerðist svo snöggt, að bíllinn á eftir lögreglubíln- um lenti aftan á honum með braki og brestum. Náunginn sem ekið hafði á sat skelfdur við stýrið. Hann hafði höndina fyrir munninum. Teasle opnaði bíI- dyrnar og horfði á manninn stutta stund áður en hann gekk þangað sem Rambo hallaði sér upp að girðingunni. — Hvernig komstu inn í bæinn, án þess ég kæmi auga á þig? — Galdrar. — Inn í bílinn með þig. — Það held ég ekki. — Hugsaðu þig betur um. Aftan við bílinn, sem ekið hafði á lögreglubifreiðina var bílalest. Ökumaðurinn stóð á miðjum veginum og horfði á mölbrotin bremsuljósin. Hann hristi höfuðið. Dyrnar á bíl Teasle opnuðust út á hina akreinina. Það tafði umferðina. Bílstjórar þeyttu f lauturnar. Viðskipta- vinir og afgreiðslufólk komu út úr verzlununum hinum megin götunnar. — Taktu eftir þvi sem ég segi, sagði Teasle. — Ég ætla aðgreiða úr þessari umferðarf lækju. Þér er bezt að vera kominn inn i bílinn, að því loknu. Þeir horfðust í augu. I næstu andrá var Teasle kominn til náungans, sem ekið hafði á lögreglubílinn. Hann var enn að hrista höfuðið yfir skemmdunum. — Ökuskírteini, tryggingarskírteini og eignarskjöl, sagði Teasle. Hann gekk að lögreglubílnum og lokaði hurðinni. — Mér var ómögulegt að stanza. — Þú ókst of nálægt mér. — En þú bremsaðir allt of snöggt. — Það skiptir ekki máli. Lögin segja, að sá sem ekur aftan á er í órétti. Þetta var neyðartilvik. Þú ókst of ná- lægt. — En... — Ég ætla ekki að þræta við þig, svaraði Teasle. — Láttu mig sjá ökuskírteinið, tryggingarskírteinið og eignarskjölin. Hann leit þangað sem Rambo haf ði staðið, en hann var a'uðvitað horfinn. FIMMTI KAFLI Rambo hélt áfram göngu sinni á götunum. Hann vildi sýna Teasle f ram á að hann reyndi ekki að hlaupa í felur. Teasle gat hætt þessum leik og látið hann afskiptalaus- an. Ef hann gerði það ekki, þá var það Teasle, sem sótt- ist eftir vandræðum, ekki hann. Rambo gekk á vinstri kanti gangstéttarinnar og horfði á straumhraðann bylt- ast áf ram í sólskininu. Hinum megin straumiðunnar var nýlega sandblásinn veggur, málaður skærgulur. Yfir lækinn slúttu svalir og efst á húsinu trónaði skilti: HIÐ SÖGUFRÆGA HÖTEL MADISON. Rambo reyndi að gera sér grein fyrir því, hvað væri sögulegt við bygg- ingu, sem virtist varla meira en ársgömul. í miðjum bænum sneri hann til vinstri og gekk eftir brúnni, sem máluð var í appelsínugulum lit. Hann lét höndina strjúkasteftir mjúkri, heitri málningunni þar til hann var kominn hálfa leið yf ir brúna. Hann nam staðar og horfði' niður á vatnið. Síðdegið var kæfandi heitt, vatnið rann hratt og virtist svalandi. Við hlið hans var kúlutyggjó-sjálfsali, sem soðinn var fastur við brúna. Hann veiddi periing upp úr buxnavasa sínum, setti hann í sjálfsalann og togaði í handfangið. Honum hafði skjátl- azt. Þetta var ekki tryggigúmí heldur f iskifóður hnoðað í kúlu. Á Sjálfsalann var fest málmplata. Þar stóð: GEF- IÐ FISKUNUM. Verð 10 sent. ÁGÓÐI FER TIL UNG- MENNAFÉLAGS BASALT COUNTY. STARFSSÖM ÆSKA ER GLÖÐ ÆSKA. — Nema hvað, hugsaði Rambo. Þeir fyrstu eru auð- veld bráð. Hann leit aftur niður á vatnið. Það leið ekki á löngu áður en hann heyrði einhvern koma gangandi aft- an að sér. Rambo lagði það ekki á sig að athuga hver það var. — Inn i bílinn með þig. Rambo einbeitti sér að því að horfa á vatnið. — Líttu á fiskana þarna niðri, sagði hann. — Þeir hljóta að skipta þúsundum. Hvað heitir þessi stóri, gullleiti? Varla er það raunverulegur gullfiskur? Ekki svona stór. HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R Laugardagur 26. april 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 tþróttir. Umsjón: Jón Asgeirsson. 14.15 Aðhlusta á tónlist, XXVI Alti Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 15.00 Vikan framundan. Magnús Bjarnfreðsson kynnir dagskrá útvarps og sjónvarps. 16.00 Fréttir. 16.15 Veður- fregnir. tslenzkt mál. Dr. Jakob Benediktsson flytur þáttinn. 16.40 Tiu á toopnum. örn Petersen sér um dægur- lagaþátt. 17.30 Framhaldsieikrit barna og ungiinga: „Sadako vill lifa” Börje Nyberg samdi upp úr sögu eftir Karl Bruckner. Fjórði þáttur: Leikstjóri: Sigmundur Orn Arngrlmsson. Persónur og leikendur: Sögumaður — Bessi Bjarnason. Shigeo — Einar Sv. Þórðarson / Hjalti Rögnvaldsson, Sadako — Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir / Sólveig Hauksdóttir. Sasaki — Sigurður Karlsson. Yasuku — Margrét Guömunds- dóttir. Shibuta — Karl Guðmundsson. 18.00 Söngvar I léttum dúr. Tilkyn’ningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. 19.35 Baráttan gegn reyking- um fyrr og nú Bjarni Bjarnason læknir flytur slðara erindi sitt: Reykingar eru ekki lengur einkamál reykingamanna. 20.00 Hljómplöturabb Þor- steinn Hannesson bregöur plötum á fóninn. 20.45 „Heimaþrá” smásaga eftir örn H. Bjarnason. Kristján Jónsson les. 21.25 Alexis Weissenberg ieikur á planó. verk eftir Bach I umritun Busonis og Liszts. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. Laugardagur 26. apríl 16.30 iþróttir. Knattspyrnu- kennsia. 16.40 Enska knattspyrnan 17.30 Aðrar iþróttir. Meðal annars myndir frá Júdó- keppni. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. 18.30 Heimsókn til Oz. Banda- risk teiknimynd. I mynd- inni, sem er eins konar framhald sögunnar um Galdrakarlinn i Oz, greinir frá litilli stúlku og ævintýr- um hennar I undralandinu Oz. Þýðandi Stefán Jökuls- son. 19.15 Þingvikan. Þáttur um störf Alþingis. Umsjónar- menn Björn Teitsson og Björn Þorsteinsson. 19.45 Hlé 20,00 Fréttir og veður 20.25 Pagskrá og auglýsingar 20.30 Elsku pabbi. Bresk gamanmynd. Komdu aftur Sheba litla. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Vaka. Dagskrá um bók- menntir og listir á liðandi stund. Umsjónarmaður Aðalsteinn Ingólfsson. 21.35 Kamilllufrúin. (Camille) Bandarisk biómynd frá ár- inu 1936, byggð á alkunnri skáldsögu eftir Alexandre Dumas, yngri. Aðalhlutverk Greta Garbo og Robert Taylor. Þýðandi Heba Júliusdóttir. Sagan gerist meðal hefðarfólks i Paris um miðja 19. öld og lýsir ástamálum ungrar stúlku, ógæfu hennar og hamingju. 23.20 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.