Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 1
TARPAULIN RISSKEMMUR HF HÖRÐUR GUNNARSSON SKÚLATÚNI 5 -SÍMI (91)19460 SLONGUR BARKAR TENGI 95. tbl. — Sunnudagur 27. april 1975—59. árgangur Lándvélúrhf Reykjavík fær lögsögu yfir Viðey — þar með fylgir skipulagsréttur og ákvörðun um byggð í eynni OÓ-Réykjavik. Viðræður um makaskipti hafa staðið lengi yfir miili fulltrúa Reykjavikurborgar og Seltjarnarness og eru nú á lokastigi. Samkomulag hefur tek- izt um aö Seltjarnarneshreppur fái landspildu á Grandanum, þar sem byggja á miöbæjarhverfi i framtíðinni, en I staöinn fær Reykjavikurborg lögsögu yfir Viðey, Engey og Akurey. Ef til vill verða einnig einhver maka- skipti á landi við Nesveg. Formlega kjörnar nefndir sveitarfélaganna hafa unnið að þessu máli, sem nú er á lokastigi og væntanlega verður skýrt frá ákvörðunum um breytingarnar innan tiðar. Eins og skýrt var nýlega frá i Timanum heyra eyjarnar við Reykjavik undir lögsögu Sel- tjarnarneshrepps, en það sveitar- félag á enga þeirra. Viðey er að langmestu leyti i einkaeign. Reykjavikurborg á Akurey bg rlkið á Engey. Lögsögu yfir landi fylgja meðal annars skipulagsréttindi á land- inu. Tfminn skýrði frá þvi s.l. sunnudag, að skipulagsfræðingar væru farnir að gæla við þá hug- mynd að skipuleggja hverfi I Við- ey og hefja byggingar þar. Reykjavikurborg er farið að skorta land undir ný hverfi og er borgarlandið nær fullbyggt eða skipulagt allt að mörkum ann- arra sveitarfélaga. 1 Viðey er hins vegar um 160 hektara tlr- valsland og tæknilegur möguleiki er á bruarsmiði úr Geldingarnesi út I eyjuna. Ekki er að efa að lóðir I Viðey yrðu eftirsóttar. Starfandi er félag er nefnist Viðeyjarfélagið og eru skráðir i þvi um lOO.manns, sem ýmist eru Viðeyingar eða hafa sérstakt eftirlæti á þessari fögru náttúru- smlð rétt við bæjardyr höfuð- borgarinnar. Einn stjórnar- manna I Viðeyjarfélaginu er ör- lygur Hálfdánarson. Timinn bar undir hann hvernig honum litist á hin breyttu viðhorf varðandi nýja lögsögu yfir Viðey og fer svar hans hér á eftir: „Vonandi á þessi frétt blaðsins ekki við rök að stuðjast, því þetta eru slæmar fréttir. íbúum Stór- Reykjavikur veitir ekki af þessu fjölskrúðuga griðlandi til útivist- ar. Það hefur sýnt sig á siðustu árum. Betur færi að þeir sem blaðið segir vera að vinna að þessu verki að tjaldabaki væru fremur að skipuleggja framtíð Viðeyjar með Bygdö Oslóarbúa i huga, svo dæmi sé nefnt. Landslag og náttúrufar Við- eyjar- við bæjardyr höfuðborgar- innar — býður upp á óteljandi möguleika til slfkra nota og þeir, sem eftir okkur koma, munu áreiðanlega fremur kunna að meta slikt framlag heldur en það, að leysa lóðavandamál borgar- innar fyrir verksmiðjur og íbúðarhús til skamms tima á um- ræddan hátt. Sfðan áðurnefnd frétt kom i Tlmanum hefur það flogið fyrir, að I þessum baktjaldaumræðum væri rætt um að setja verksmiðj- ur austast á eyna, fbúðarbygging- ar þar fyrir vestan, en taka siðan Vestureyna til náttúruverndar. Ef þetta er rétt þá er sannarlega haft hausavixl á hlutunum. Nátturuvernd er ekki einungis vegna náttúrunnar sjálfrar, held- ur einnig vegna mannsskepnunn- ar, sem raunar er hluti af náttúr- unni. En það er um Vestureyna að segja, og þá tel ég Eiðið ekki með, að hún er marfaltur kollur og mjög veðrasamur, og fjörurnar viðast hvar hinar erfiðustu yfir- ferðar. Ætti einhverju að fórna undir verksmiðjur á altari reikni- stokksins, þá kæmi Vestureyjan helzt til greina, að Eiðinu frá- töldu. Byggð i Viðey og verksmiðju- rekstur krefst meira en göngu- brúar. Hún krefst mikillar og mjög dýrrar umferðarbriiar. Mér er sem leikmanni spurn hvort það væri mikið dýrara að vinna land af sjónum, likt og þeir gera i Hol- landi og hef þá i huga grynn- ingarnar milli Hólmsins, Akur- eyjar, Eiðis á Seltjarnarnesi og Hringbrautar og Grandagarðs. Er þetta ekki jafn mikið að flatar- máli og það sem vinnast á i Viðey. Hvað um Aburðarverksmiðj- una? Er ekki kominn timi til að taka það til athugunar hvort ekki borgar sig að flytja hana af einu fallegasta byggingalandi borgar- innar og fá þannig samfellt bygg- ingaland i Gufunesi, Korptilfs- stöðum, Eiði og Geldinganesi." TRILLA FERST VIÐ KJALARNES — tveir ungir menn drukkna gébé/BH— Rvfk— A föstudag fórst lltil trilla með tveimur ungum mönnum við Kjalar- nes. Þetta var litil opin 1 1/2 tonna trilla frá vistheimilinu á Vlðinesi, sem notuð var til grásleppuveiða. Það var um áttaleytið á föstudagsmorgun að mennirn- ir tveir héldu úr vör til grá- sleppuveiöa og ætluðu að vera komnir til baka upp ur hádeg- inu. Þeir ætluðu að leggja net- in við Brimnes. Þegar þeir komu ekki til baka á tilsettum tima, var farið að óttast um þá og um klukkan hálf fjögur á föstudag fékk tilkynninga- skyldan vitneskju um það og var þá strax haft samband við bæi, sem liggja að sjó og eins við björgunarsveit Slysa- varnafélagsins á Kjalarnesi og var þegar haldið til leitar. Flugvél á vegum Land- helgisgæzlunnar fór einnig til leitar. Seinni hluta dagsins fannst svo Hk annars manns- ins við Hofsvlk, ásamt miklu braki, netum og fleira. Veður á þessum slóöum á föstudags- morgun var af suðvestri, en snerist upp 1 vest-suðvestur, þegar leið á daginn og voru um 5-6 vindstig og mikil hvika. Gengið var á fjörur fram I myrkur á föstudagskvöld og haldið til leitar strax I birtingu á laugardagsmorgun, en þeg- ar blaðið fór I prentun hafði Hk hins mannsins ekki fundizt. Annar maðurinn. var starfs- maður á vistheimilinu á Vlði- nesi, og hét Ragnar Már Jóns- son, 21 árs gamall og ný- kvæntur. Hinn maðurinn hét Stefán Guðlaugsson, vistmað- ur að Viðinesi. NYBRU YFIR KÓPAVOGS- GJÁNA Um miðjan janúar hófust framkvæmdir við byggingu nýrrar briíar yfir „Kópa- vogsgjána", sem tengir saman Hábraut og Alfhóls- veg. Lokið hefur verið við að steypa brúarsporða beggja vegna og slá upp undirstöð- um, en búizt er við að briíar- smiðinni verði lokið á miðju sumri. Þessi nýja brú á að tengja saman Vestur- og Austurbæ Kópavogs ásamt brúnni frá Borgarhólsbraut yfirá Digranesveg, sem þeg- ar hefur verið tekin f notkun. .METRARNIIt' Hvað gera þau í tómstundum? I DAG Þór Magnússon þjóðminjavörður íslenzkir rithöfundar Skáldio Þorsteinn frá Hamri I DAG AAanstu gamla daga? I DAG Jónatan Ólafsson — síðari hluti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.