Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Gunnar Júliusson á Laugarbóli á sinum 20 ára gamla Farmall, nýi, stóri Farmallinn fjær. STÆRSTI TRAKTORINN Það var komið vor i portið hjá þeim í Sam- bandinu við Ármúlann, þegar TÍMINN átti þar leið um á föstudaginn var. Mikið af velbúnaði var að venju i af- greiðslu. Eitthvað óvenjulegt var þá á seiði, þvi hópur fólks var þarna, viö gamlan FARMALL, og ann- an yngri — gifurlega stóran. Þetta reyndist vera hluti starfs- fólks véladeiidar og Reynir Ragnarsson frá Rsb. Hjörleifur I V-Skaft. — með sinum mönnum Þorsteini og Jóni Kristni að sækja nýjan, stóran traktor svo og Gunnar Júliusson bóndi á Laugarbóli I Reykjavik, með smaladreng sinn, að virða fyrir sér ferlikið og mætti til leiks með sinn nær 20 ára gamla góða FARMALL CUB. Við inntum Gunnar Gunnarsson hjá Véladeild frétta: — Já, — þetta er sá stærsti sem við höfum afgreitt til þessa, ameriskur 140 hestafla og heitir fullu nafni: McCormick Inter- national Farmall HYDRO 100. Já — hann er með þreplausri vökvaskiptingu og drifi (Hydro- static drive) og fer nú austur i V-Skaftafellssýslu og Rangár- vallasýslu i að tæta landið. Okkur finnst þetta vera töluverð timamót, en þeir gera nú sitt gagn margir, þótt minni og eldri séu, sumir. Nafni minn Júlíusson fékk „Kubbinn” sinn 1956 og við getum vist örugglega sagt að hann sé „still going strong”. Ég held að hann sé notaður og hafi verið notaður á hverjum degi I þessi ár við öll algengustu bústörf og án teljandi viðhalds. Þeir eru margir eldri. Og hvað kosta svona gripir? — Sá stóri kostar 3 millj., en al- gengustu heimilistraktorar kosta nú um 1 millj. Ekki gafst tóm til frekari ræðu- halda, sá stóri var kominn I gang og var að leggja iann. =LU RAFMAGNSVERKRERIN HJA flestum verkhera- VERZLUNUM LANDSINS D ÞÚR^ SlMI 8150D ■ ARMÚLAH Mótmæla frjálsum fóstureyðingum K.Sn. Flateyri. Kvenfélagið Brynja á FÍateyri hélt fund sunnudaginn 16. april, þar sem tekið var til umræðu fóstureyð- ingarfrumvarpið. Samþykkt var að mótmæla þvi, að inn i frum- varpið verði sett ákvæði um að konan hafi urskurðarvald um framkvæmd fóstureyðingar. Taldi fundurinn það enga skerð- ingu á mannréttindum, þótt kon- ur geti ekki fengið þetta vald, heldur fælist i ásókninni til- raun til að skjóta sér undan þeirri ábyrgð sem konur verða að bera. JOLBARÐAR Kjara 825x20/12 Nylon 19.530 verft 900x20/14 V1000x20/14 21.830 27.320 28.560 29.560 31.320 1000x20/16 1100x20/14 1100x20/16 FuII dbyrgð d sólningunni söunmBE Senaum póstkröfu Nýbýlavegi 4 Kópavogi Sími 4-39-88 Önnur reyklnga- I r 311 — rdðgerð varnaherrero n*sta hauSt gébé Rvik — Herferðin um reyk- ingarvarnir hefur vakið gifurlega athygli og segist Samstarfsnefnd- in um reykingavarnir hafa haft spurnir af stórum hópi fólks, sem hefur alveg hætt að reykja og mörgum öðrum, sem dregið hafa verulega úr sigarettureykingum sinum. Hin öfluga upplýsingaher- ferð, sem stóð vikuna 13.—19. april hafði þessi áhrif, en áætlað er, að sem næst fimm milljónum króna verði varið I þessu skyni i aprilmánuði, en til mánaðamóta verða birtar viðvörunarauglýs- ingar i timaritum og landsmála- blöðum um reykingavarnir. Það var siðastliðið haust, að Samstarfsnefndin ákvað að gang- ast fyrir herferð gegn reykingum, sem stæði tiltölulega skamman tima vorið 1975, i stað þess að halda áfram birtingu viðvörunar- auglýsinga, eins og tiðkazt hafði i meginatriðum frá þvi árið 1972, að lög um þessa starfsemi töku gildi. Skv. lögunum skal varið til þessarar upplýsingastarfsemi 2 promille af brúttósölu tóbaks hjá Afengis- og tóbaksverzlun rikis- ins. Allt bendirtil þess, að það fyrir- komulag, sem nú hefur verið gerð tilraun með varðandi birtingu viðvörunarauglýsinga nefndar- innarhafi gefizt mjög vel og vak- ið þjóðina til umhugsunar um al- varleg áhrif sigarettureykinga á heilsuna, en reykingamenn vilja oft gleyma fljótt staðreyndum. Þvi hyggst Samstarfsnefndin minna menn á skaðsemi reykinga með fréttum og i fjölmiðlum á næstunni, en önnur varnarvika er fyrirhuguð i októbermánuði i haust. Stjórn Framsóknar var endurkjörin Á aðalfundi verkakvenna- félagsins Framsóknar var stjcrn félagsins endurkjörin, en hana skipa þær Þórunn Valdimarsdótt- ir formaður, Ingibjörg Bjarna- dóttir varaformaður, Guðbjörg Þorsteinsdóttir ritari, Jóhanna Sigurðardóttir gjaldkeri og Helga Guðmundsdóttir fjármálaritari. 1 varastjórn: Kristin Andrés- dóttir og Kristin Simonardóttir. Um áramótin voru alls 2246 konur i félaginu. Einhugur virðist vera um það á liöandi stund — hvað sem annars milli ber — að gæta verði þess að landiðhaldistsem viðast i byggð. Að harðæri og óhöpp höggvi þar ekki skörð i — og stuðla að þvi að fólk dreifbýlisins geti þokað nauðsynjamálum sínum áfram, þótt kjör gerist knappari öðru hverju. Fólkið i þéttbýlinu við Faxaflóa á að rétta hjálparhendur út á landið til ættbyggða sinna eftir þvi sem það getur með góðu móti. Fagurt dæmi um þetta er að konur úr Þingeyjarsýslum — Suð- ur og Norður — hafa hér á Stór- Reykjavikursvæðinu stofnað með sér félag til þess að vinna að menningar-og mannúðarmálum i heimabyggð. Fyrsta verkefni þeirra verður að safna fé til stuðnings elliheimilisbyggingu á Húsavik. Félagskonur eru orðnar rúm- lega 100 talsins. Formaður félagsins er Guðrún Jóhannsdótt- ir frá Hjarðarholti á Húsavik. Aðrar i stjórn eru Birna Björns- dóttir, Oddný Gestsdóttir, Hulda Pétursdóttir, Vilfriður Stein- grimsdóttir, Hrefna Sigurðar- dóttir og Dóra Sigurjónsdóttir. Nú á uppstigningardag 8. mai hefur Félag þingeyskra kvenna kökubasar að Hallveigarstöðum kl. 3 siðdegis til ágóða fyrir starf- semi sina. Grásleppu- NET á gamla veröinu f yrirligg jandi úr girni 60 og 120 fm. Hafið samband við okkur sem fyrst. SEIFURH.F. Tryggvagötu 10 Simar: 21915 & 21286 Framkvæmdir við Hús verzlunarinnar hefjasf í hausf Framkvæmdir viö Hús verzlunarinnar I nýja miðbænum austan Kringlumýrarbrautar I Reykjavik eiga að hefjast I september nk. Hús- ið verður 13 hæðir og koma 7 félagasamtök til með að hafa þar aðsetur. Áætlaður byggingarkostnaður er tæpar 600 milljónir, en gert er ráð fyrir að fyrsta áfanga hússins verði lokið fyrir árslok 1977. A myndinni er likan aö fyrirhugaðri byggingu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.