Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. april 1975. TÍMINN 3 Hér gefur á a6 lfta! Gladiatorakerra, vængjaöur vikingahjálmur, fiskabúr — allt skreytingar á matboröum sem hlaöið er hinum lystileg- ustu réttum. Fyrir enda borðsins sést hluti ábyrgðarmanna kræsing- aiina, þrír af átta matsveinum, sem sýndu sveinsstykki sin I húsakynn- um Veitingaskólans á miövikudag. Auk matsveinanna sýndu þarna 6 þjónar borðskreytingar af smekklegasta tagi. Aö þessu sinni útskrifast 12 þjónar og .16 matsveinar úr skólanum, og varö aö tviskipta sýningu sveinanna að þessu sinni. — Timamynd: Gunnar. Bankamenn þinga BH-Reykjavik. — 29. þing Sam- bands Isl. bankamanna var haldið ab Hótel Sögu dagana 21. og 22. april sl. 87 þingfulltrúar frá 11 aðildarfélögum S.l.B. sóttu þing- ið. t tilefni af 40 ára afmæli Sam- bands islenzkra bankamanna hafði stjórn sambandsins gesta- móttöku að Kjarvalsstöðum þriðjudaginn 22. aprfl. Afmælis- fagnaðinn sóttu um 2000 manns. Formaður Hannes Pálsson bauð gesti velkomna en ávörp fluttu: Bankamálaráðherra Ólafur Jó- hannesson, borgarstjóri Birgir ísl. Gunnarsson, f.h. bankanna Ólafur Björnsson, bankaráðsfor- maður, framkvæmdastjóri NBU Lennart Lundgren, f.h. banka- fólks Rósa Kristjánsdóttir, for- maður Finnska bankamanna- sambandsins J. Riuttamaki, for- maður BSRB Kristján Thorla- cius. Ólafur Jóhannesson boðaði að á hausti komandi yrðu sett lög um réttindi og skyldur bankatarfs- manna. Óiafur Björnsson færði sambandinu að gjöf málverk eftir Kjarval og gaf fyrirheit um efl- ingu bankamannaskólans. Lenn- art Lundgren gaf sambandinu kr. 5000 sænskar (um kr. 200 þús. isl.), sem yrði styrkur vegna rannsókna á uppbyggingu at- vinnulýðræðis á Norðurlöndum. Rósa Kristjánsdóttir færði að gjöf bókahnif frá aðildarfélögum SIB og J. Riuttamaki og Kristján Thorlacius gáfu fána sambanda sinna. Hannes Pálsson skýrði frá þvi, að sambandsstjórn hefði ákveðið að efna tii ritgerðarsamkeppni um efnið „Þróun bankamála næstu 30 ár.” Ein verðlaun yrði veitt að upphæð kr. 100 þús. Umkjaramál gerði þingið eftir- farandi ályktanir: Þing SIB leggur áherzlu á þá staðreynd, að með siðustu kjara- samningum fengi bankastarfs- menn mun minni kjarabætur en flestar aðrar stéttir þjóðfélags- ins. Þingið telur þvi einsýnt, að bankamenn, sem flestir eru lág- launamenn, verða að krefjast fullra bóta þeirrar kjaraskerð- ingar, sem holskeflur verðhækk- ana hafa haft i för með sér. Þingið átelur þau vinnubrögð fyrr og nú að fella niður með lagaboði umsamdar verðbætur á laun um lengri eða skemmri tima og valda þannig gifurlegri röskun á fjárhagsstöðu alls þorra laun- þega i landinu. Þing SÍB ályktar að stjórnvöld hafi framvegis samráð við öll samtök launþega þegar samið er um málefni, sem varða þjóðfé- lagið i heild, og hafa úrslitaáhrif á kjör allra landsmanna. Þing SIB bendir á hinn mikla vanda, sem leysa þarf áður en lög um launajöfnunarbætur falla úr gildi 1. júni n.k. Telur þingið nauðsynlegt, að haft sé samráð við öll launþegasamtök i landinu um endurskoðun á tilhögun visi- tölubóta á laun. Bendir þingið á loforð i yfirlýs- ingu rikisstjórnarinnar um sam- ráð við aðila vinnumarkaðarins i þessu sambandi. Fráfarandi stjórn sambandsins gaf ekki kost á sér til næsta hauti yrði sett lög um endurkjörs, en hún var þannig skipuð: Hannes Pálsson, for- maður, Einar B. Ingvarsson, Guðmundur Eiriksson, Þorsteinn Egilsson og Stefán M. Gunnars- son. Ný stjórn var kjörin en hana skipa: Sólon R. Sigurðsson, for- maður og aðrir i stjórn eru Jón G. Bergmann, Guðmundur Eiriks- son, Svavar Jóhannsson og Svein- björn Hafliðason. PIONEER KP-333 PtONCER Nú bjóöum við viöskiptavinum okkar 4 gerðir af PIONEER kassettutækjum, þar af tvær tegundir meö útvarpi, og auk þess gef um viö kost á að velja úr 7 tegundum af PIONEER hátölurum sem festa má bæöi á dyr bifreiðarinnar sem afturhillu. Þið kom- ið með bílinn Vitastigsmegin við Laugaveg 66 og fáið tækin sett í af fagmönnum. Viðgerða- og tækniþjónusta á staðnum. 1 ARS ÁBYRGÐ. TP-6400 TS-160 TS-22 P-16L QP-444 c J v Endumýjun ársmiða og fiokksmiða stendur yfir. Dregið í f. flokki 6. mai.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.