Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 5
Sumuidagur 27. apríl 1975. TÍMINN 5 Há og spengileg Tizkusýningarstúlkan Veruschka er talin frægasta módel- eða sýningardama heims. Hún er ekki nein smá- stúlka, þvi að hæð hennar er sögð 6 fet og 1 þuml. (um 183 sm). Hiö rétta nafn hennar er Vera von Lehndorff, og er hún þýzk barönessa 33ja ára gömul. Hún hefur til þessa talið heimili sitt i Bayern, og búið þar I göml- um kastala nálægt Munchen, en hefur verið mikið á ferðinni i sambandi við starf sitt. Nú ný- lega fékk hún sér nýtizkulega ibúð i Paris, bæði vegna tizku- sýningastarfa sinna, — og þó ekki siður, eftir þvi sem hún segir, til þess að geta stundað málaralistina, og ætlar hún sér að halda bráðlega sýningu á myndum sinum i Paris. Veruschka er ein af þeim stúlk- um, sem þurfa ekki nema eitt lak utan um sig, og þá verður úr þvi hinn glæsilegasti búningur, sagði i myndatexta með mynd þessari, sem birtist i banda- risku blaði. ★ Marisa leitar sér huggunar Marisa Berenson hefur af sum- um verið talin fallegasta kona i heimi. Hún er þrátt fyrir það ekkert sérlega hamingjusöm, að minnsta kosti ekki siðan hinn vellauðugi David de Rotschild yfirgaf hana. Hún hefur þó get- að leitað sér huggunar hjá öðr- um, en hann heitir Helmuth Berger. Það er 'sá hinn sami, sem eitt sinn tók að sér að hugga Liz Taylor. Vonandi tekst hon- um vel upp við þetta huggara- starf sitt. Hús i rústum i Buinaksk eftir jarðskjálftana 1970. Öll þjóðin lagði fram krafta sína.... Maimorgun nokkurn árið 1970 sáu fjárhirðar, sem gættu hjarða skammt frá þorpinu Kymtopkal, óvenjulega sjón. Fjallshliðarnar gengu i bylgj- um. Þetta var fyrsta jarðkjálftaaldan i Dag- estan-jarðskjálftunum 1970. Eftir þennan kipp skulfu fjöllin i einn og hálfan mánuð. Jarðskjálftamælar rit- uðu niður 1140 kippi og voru nokkuð margir 5 stig á Richters- kvarða. Jarðskjálftakippirnir lögðu nokkur byggðarlög i rúst og ollu miklum skemmdum á öðrum. Þegar i upphafi fengu þeir, sem orðið höfðu fyrir barðinu á jarðskjálftanum, tjaldbúðir, ibúðarvagna og bráðabirgða- þorp til umráða. En á fjórum undanförnum árum hafa öll byggðarlög, sem eyðilögðust verið endurbyggð. Flest þeirra eru orðin miklu þægilegri. 1 stað þeirra húsa, sem hrundu, voru byggð nitizku hús úr traustum efnum. 011 eru þau byggð með tilliti til jarðskjálfta og þola jarðskjálfta, sem er niu stig á Richterskvarða. A fjórum árum hafa verið byggðar i borgum og þorpum ibúðir, sem eru að samanlögðu flatarmáli 740 þúsund fermetr- ar, lagðar nýjar vatnsleiðslur og stræti. Rikið veitti einstaklingum, sem voru að byggja, mikla að- stoð. Þeim voru veitt langtima- lán. Rikið seldi þeim um 40 þús- und teningsmetra af timbri, 11 þúsund tonn af sementi og 56 þúsund fermetra af gleri. Einn- ig voru til sölu einihgahús, sem voru i heild 7000 fermetrar. Borgin Buinaksk varð mjög hart úti i jarðskjálftunum 1970. Yfir helmingur af húsnæði borg- arinnar var ónýtur. Náttúruhörmungarnar geis- uðu. harðir kippir urðu æ tiðari, en samt var hópur starfsmanna frá Borgaráætlunarstofnuninni i Leningrad að störfum i borg- inni. Venjulega þarf mörg ár til að gera allsherjaráætlun. en i þessu tilviki tók það arkitektana tvo mánuði að vinna að áætlun- inni. Byggingafræðingar telja, að innan 25—30 ára muni risa háhýsi fyrir 200.000 manns á rústum gömlu gatnanna. Það verður i framtiðinni, en hver er nútiminn? Bagaútdin Magometov, vara- forseti framkvæmdaráðs borg- arinnar, segir okkur, að byggingasjóðurinn sé nú þrefalt hærri en fyr- ir jarðskjálftana. „Reistir hafa verið fjórir skólar, þrjú bamaheimili og barnasjúkra- hús. Byggð hafa verið þjónustu- fyrirtæki, lögð ný vatnsleiðsla, sem flytur árvatn úr Súlak-fljót- inu til borgarinnar. ,,A fyrstu dögum jarðskjálft- anna voru yfir 5000 börn flutt burtu úr lýðveldinu”, segir Alexej Knjazev, varamennta- málaráðherra i Dagestan. „Þeirn var séð fyrir dvöl i heimavistarskólum i Moskvu, Leningrad, Voronezj, Jaroslavl, .(■ Krasnodar, Pjatigorsk og fleiri borgum, á kostnað rikisins. Börnin dvöldu i hinum fjarlægu héruðum i þrjú ár, en að þeirri dvöi lokinni voru þau ekki leng- ur fjarlæg, heldur þeirra heima- héruð. Mörg börn, sem lokið höfðu skólanámi, voru farin að stunda framhaldsnám i æðri menntastofnunum i þessum borgum. Mikið endurreisnarstarf var unnið við byggingu skóla og bamaheimila. Nýir skólar voru reistir á 100.000 stöðum. Þessa skólabyggingu byggðu byggingaverkamenn frá Armenlu I borginni Buinaksk eftir jarðskjálftana.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.