Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 8
* r 3 f ir- r TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Hvað gera þau í. tómstundunum? . Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum ? „Þessa Bibllu gef ég Gubi og kirkjunni ab Hálsi Gufts biessaöa orbi til eflingar og framgangs. Bib ég og býb þá sem kirkjuna halda ab geymí og forvara hana vel og bera hana ekki úr kirkjunni, ei ljá hana I burtu, utan þeir bæti spjöll, et' verb. .” — Svo ritabi Gubbrandur Þorláksson biskup meb eigin hendi „þann niunda dag jóla annó 1588.” — Og hér sést þjóbminjavörburinn á islandi „annó” 1975 opna hina fornheigu bók meb viröingu og gát. Þóu Þjóbminjasafn sé vitaniega ekki bókasafn I venjulegri merkingu þess orbs, þá á þab nokkurt magn gamalla og viröulegra bóka, enda er prentsagan einn af þáttum Isienzkrar þjóömenningar og ekki sá ómerkasti. HANN HÆT EN SAFNAR FYRIR ALLA ÞAÐ MUN VERA KUNNUGT flestum, sem eitthvað þekkja til, að Þór Magnússon þjóðminja- vörður er mjög elskur að sínu starfi og rækir embætti sitt af mikilli kostgæfni og árvekni. Það mætti þvi ætla að hvers kyns söfnun væri köllun hans og ástriða, og að það sé á þeim vett- vangi, sem hann hefur leitað hvildar og hressingar á liðnum árum. Fyrst var það fri- merkjasöfnun Og þá liggur ekki annað fyrir en að kanna, hvort þessi ágizkun er rétt eður ei: — Ert þú, þjóðminjavörður, fæddur með söfnunarástriöu, eöa vinnur þú verk þitt hér aöeins af embættisskyldu? — Ég held að ég sé að eðlisfari mikill safnari. Og fyrst að þú ert hingað kominn til þess að tala við mig um tómstundir minar og tómstundaiðju, held ég að ég verði að tala um fortiðina, fremur en um það sem nú er. Þvi að það er nú svo komið, að tómstunda- iðja min, —-sem einu sinni var — er nú runnin inn i mitt aðalstarf. — Varstu þá einhvern tima safnari fyrir sjálfan þig? — Já, já, og það ekki svo litið. Ég byrjaði á þvi að safna frlmerkjum eins og margir strák- ar gera. Mér er enn i minni, hvemig það hófst. Ég var þá strákur heima á Hvammstanga, lfklega niu ára eða svo. Þá gerðist það einn sumardag, að jafnaldri minn, sem dvaldist i næsta húsi við mig, kom að máli við mig og spurði: „Safnarþúfrimerkjum?”.,, „Nei, en ég ætla að gera það,” svaraði ég. Þá dró hann upp úr vasa sinum rautt, danskt fri- merki með mynd af Kristjáni ti- unda og gaf mér. Það var tuttugu aurar að verðgildi. Þetta var fyrsta frímerkið sem ég eignaðist ég átti það lengi, en nú er það löngu horfið úr eigu minni. Afi minn var lengi simastjóri á Hvammstanga. Hann var mikill hirðumaður og geymdi öll fri- merki, sem honum ákostnuðust en á þeirri tið fengu viðtakendur póstsendinga að hirða afklipping- ana með frimerkjunum. Þarna fékk einhver dulin ástriða hjá mér útrás, og ég fór að safna af kappi. Nú, þá var auðvit- að ekki að sökum að spyrja það varð að reyta i' mig öll frimerki sem fyrirfundust á heimilinu, og það var reyndat' ekki svo litið. Ég man enn brúnu fimm króna frimerkin með myndinni af Kristjáni konungi tiunda, en af þeim átti ég mjög mikið. Og mörg fleiri frtmerki fékk ég, sem ég seinna vissi, að höfðu verið gifur- lega dýrmæt, þótt ekki væri mér það ljóst á þeirri stundu sem ég eignaðist þau. Svo fór um sjóferð þá — Stóð þessi frimerkjasöfnun þin lengi? — Hún stóð i allmörg ár, en þvi miður fór ég þar ekki eins hyggi- lega að ráði minu og ég hefði átt að gera. Ég hafði ekki minnstu hugmynd um, hvernig átti að fara að, og það fyrsta sem ég gerði var að fá mér skæri og klippa frimerkin af blaðasnifsunum, sem þau voru limd á. Þetta gekk þó ekki betur en svo, að margir takkar og rendur frimerkjanna klipptust af um leið, og það var ekki fyrr en seinna að sá sann- leikur laukst upp fyrir mér, að ég hefði átt að losa frimerkin af i vatni. Eftir að ég var kominn hingað suður, fór ég að kaupa frimerki og skipta, þvi að ég átti fjölmörg eintök af sama merkinu, eins og auðskilið er, þegar þess er gætt, hvernig meginhluti safns mins var til min kominn, til dæmis þjónustumerkin frá afa minum. Þegar ég átti slik frimerkja- skipti við jafnaldra mina, fór það venjulega þannig fram, að ég fékk hjá þeim tvö útlend frimerki fyrir hvert islenzkt, sem ég lét af hendi. Þetta mun hafa verið nokkurn veginn eðlilegur skipta- grundvöllur, eins og hann gerðist og gekk á þessum árum, en fyrir mig varð afleiðingin sú, að ég eignaðist mikið safn erlendra fri- merkja, en min islenzku merki gengu jafnt og þétt til þurrðar. Eftir á — og um seinan, auðvit- að — uppgötvaði ég að ég hafði veriðheldur en ekki hlunnfarinn, og að fallegu, útlendu frimerkin min voru þvi sem næst verðlaus. Þar að auki voru þessi merki min ekki annað en slitrur úr hinum stóru frimerkjasamstæðum út- lendinga, og þar af leiðandi alveg gersamlega vonlaust fyrir mig að geta nokkru sinni eignazt það allt, án þess að skörð yrðu i. —Allar þessar hrakfarir urðu til þess, að áhugi minn á frímerkjum þvarr, og að lokum seldi ég það, sem ég átti eftir, fyrir litið verð. Myntsöfnun og áhugi á skógrækt — Einhvern veginn hefur þú orðið að bæta þér upp þennan raunalega ósigur. — Já,rétterþað,næstfórég að safna mynt, en það gerði ég að visu ekki lengi. Ég man meira að segja enn, hver var fyrsti útlendi peningurinn, sem ég eignaðist. Það var enskt penny frá árinu 1876 með mynd af Viktoriu drottningu á bakhliðinni, geysi- lega slitinn, — einn af þessum stóru ensku hlunkum. En þótt peningurinn væri slitinn orðinn, mátti vel lesa á honum ártalið, og vangasvipur drottningarinnar blasti við. Nokkru seinna var mér gefinn enskur peningur, 6 pence, sem afi minn hafði átt og notað sem buddupening, en þeir höfðu margir þann sið, gömlu mennirn- ir, að láta einhvern sérstakan pening, helzt útlendan, vera að jafnaði i buddunni, og átti hann að draga fleiri peninga að. t framhaldi af þessu eignaðist ég svo talsvert mikið af mynt, Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Grefr

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.