Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 9

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. apríl 1975. TtMINN 9 iflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur H\að gera þau í túmstundunum? Tl EINKASÖFNUN, NÚ ÞJÓÐINA aðallega þó útlendri. Þannig rak á minar f jörur heilmikið af hinum frægu þýzku verðfallsseðlum, sem margir kannast við. Verð- gildi sumra þessara seðla voru mörg þúsund mörk, jafnvel tugir þúsunda. Ég á eitthvað eftir af þeim enn. Samt komst ég aldrei neitt sérlega langt i þessari söfnun. Þvi meira sem ég safnaði, þeim mun ljósara varð mér, hve gifurlega mikið mig vantaði, og smám saman missti ég móðinn við þetta og tók að snúa mér að öðru. — Hvað tók þá við? — Hér er bezt að ég skjóti einu að, sem var mér mikið áhugamál á timabili, og er það reyndar enn, þótt ekki geti ég sagt, að afrek min á þvi sviði séu mikil. Það var skógrækt. A unglingsárum min- um var ég mjög áhugasamur um þau efni, las allt sem ég náði i um skógrækt, pældi i gegnum Ársrit Skógræktarfélagsins og vissi nákvæmlega hvar tré væru hæst á tslandi og hvar skilyrði til skóg- ræktar væru talin bezt. En eina' virka framlag mitt til þessara mála var það, að ég fór einu sinni eina ferð með Ferðafélaginu hérna upp i Heiðmörk og gróður- setti þar plöntur eina kvöldstund. Ég hef þvi ekki af miklu aðstáta á þessu sviði. ,,Og alltaf átti maður aura til þess að kaupa fyrir þá bækur....” — Gafst þú svo upp við alla einkasöfnun, þegar frimerkja- safn og gömul mynt voru úr sög- unni? — Nei, ekki var það nú. Ég var um langt árabil ástriðufullur bókasafnari, og i rauninni hefur sú árátta ekki enn við mig skilið, þótt með öðrum og rólegri hætti sé en forðum. Ég fékk þessa bakteriu þegar ég var hér i gagnfræðaskóla, og einkum þó eftir að ég kom i menntaskólann. A þessum árum held ég að varla hafi liðið svo dagur, að ég legði ekki leið mina á einhverja fornbókasölu, aðallcga þó til Stefáns Sveinssonar, sem lengi verzlaði á horni Hverfisgötu og Snorrabrautar. Stefán var Húnvetningur eins og ég, og ég hafði meira að segja haft nokkrar spurnir af honum áður en ég flutt- ist að norðan. Hann var ágætur maður, prýðilega hagmæltur og hvers manns hugljúfi. Alltaf hafði Stefán eitthvað af skemmtilegum, gömlum bókum, þótt kannski hafi þær ekki verið svo afgamlar, að þær væru beinlinis kjörgripir af þeirri ástæðu einni. Og alltaf átti maður aura til þess að kaupa bækur fyr- ir, enda voru þær ekki nándar nærri eins dýrar og seinna varð. — Hylltist þú samt ekki til þess að kaupa bækur, sem þU vissir að voru fágætar? — Ojú, vist gerði ég það. Ég keypti eitthvað svolitið af fágæt- um bókum og eins gömlum. Það kom stundum fyrir, að ég keypti gamla Hólabók hjá Stefáni, stundum nitjándu aldar bækur, og auk þess aðrar nýrri, sem ég keypti eingöngu til þess að lesa þær strax. Ég las mikið á þessum árum, miklu meira en seinna varð, og satt að segja held ég að ég búi enn að þeim lestri, þvi að hann var engan veginn einskorðaður við svokallaðar skemmtibækur, heldur las ég lika mikið af fræðibókum. — Þú hefur með þessum hætti eignazt stórt og vandað bóka- safn? — Nei, ekki vil ég nú taka svo sterkt til orða. Bókasafn mitt varð hvorki stórt né sérlega merkilegt, og lágu til þess ýmsar ástæður. Ég fluttist úr landi og dvaldist við háskólanám erlendis, viðsfjarri minum ágætu kunningjum, fornbókasölunum i Reykjavik. Á þessum árum rauk lika bókaverð upp úr öllu valdi, og þegar ég kom hingað heim aftur, fannst mér sem varla væri orðið nema fyrir auðkýfinga að kaupa bækur, svo nokkru næmi. Þetta ber þó ekki svo að skilja, að ég hafi gersamlega hætt að kaupa bækur. Ég geri það enn, og eign- ast alltaf dálitið af bókum á hverju ári, þótt ég vilji ekki kalla mig bókasafnara i venjulegri merkingu þess orðs. Hins vegar þykist ég mega kalla mig bókavin, þvi að mér þykir vænt um bækur, og mér er mikil ánægja að þeim gömlu bók- um, sem til eru hér i safninu, þótt þessi stofnun sé ekki bókasafn. Prentsagan er þó ekki ómerkasti þátturinn i sögu islenzkrar þjóð- menningar, svo að mér finnst ekki fara neitt illa á þvi, að hér séu lika gamlar bækur innan veggja. ,,Þessa Bibliu gef ég Guði.....” — Hér er eitt forláta eintak af Guðbrandsbibliu. Hvernig komst bUn liingað? — Þjóðminjasafnið á tvær Guð- brandsbibliur, en þessi sem þú hafðir hönd á, er þó öllu merkari, þvi að hún er með áletrun Guð- brands sjálfs. Hann gaf þessa bibllu kirkjunni á Hálsi i Fnjóska- dal og skrifaði sjálfur á titilblað hennar tileinkunn, sem enn er vel læsileg, þótt aldir hafi liðið: „Þessa Bibliu gef ég Guði og kirkjunni að Hálsi Guðs blessaða orði til eflingar og framgangs. Bið ég og býð þá sem kirkjuna halda að geyma og forvara hana vel og bera hana ekki úr kirkj- unni, ei ljá hana i burt, utan þeir bæti spjöll, ef verða. Guðbrandur Þorláksson meö eigin hendi annó 1588, þann ni- unda dag jóla.” Ég játa, að þessi gamla, virðulega bók með svo persónu- legri áletrun, kemur alltaf við minar bókasafnarataugar. Guðbrandur lagði svo fyrir, að // Hvort á ég að kaupa þennan gamla hlut fyrir sjálfan mig eða safnið? Siíkt hefði orðið alltof mikil freisting fyrir safnara/' segir þjóðminja- vörður á sinn gamansama hátt í þessu viðtali, þar sem hann lýsir einkasöfnun sinni og svo því, hvernig hann hvarf smám saman frá henni, en lét annarra hag sitja í fyrirrúmi. Þór MagnUsson þjóðminjavörður. Ungur að árum fékk hann starf á fræðasviði, sem honum hafði veriö hugleikið frá barnæsku. Þvf helgar hann nU krafta sina og þarf ekki svo mjög að leita annars, þótt áhuga- mái eigi hann fleiri þessi bók skyldi aldrei fara úr kirkjunni á Hálsi, en þó er hún nú komin i hingað i Þjóðminjasafnið. Til þess er sérstök saga. Um slðustu aldamót var á ferð hér á landi brezk kona, mrs. Bannon að nafni, og forrik. Hún kom að Hálsi, sá þar Bibliuna og fékk augastað á henni. Lauk svo að hún keypti hana fyrir tvö hundruð krónur. En hafi þeir, sem kirkjunni réðu, hugsað sem svo að kirkjan ætti aðrar Bibliur, nýrri og betri en þessa, og að kirkjan hefði meiri þörf fyrir tvö hundruð krón- urnar en þessa gömlu bók, þá voru samt aðrir, sem mundu vel, hvaö Guðbrandur biskup hafði fyrir lagt, og gramdist þessi verzlun. Þegar nú mrs. Bannon frétti, að til væru þeir Islendingar, sem söknuðu sinnar gömlu bókar, bauðst hún til þess að selja Bibli- una Forngripasafninu á Islandi fyrir sama verð og hún hafði keypt hana gegn skriflegu loforði um að hún yrði aldrei látin úr safninu fara. Þá var hún keypt aftur fyrir tvö hundruð krónur, og hér er bréf, undirritað af Birni Sigurðssyni, verzlunarfulltrúa i London 1919, þar sem hann lýsir þvi yfir, að þessi bók skuli aldrei verða látin úr Þjóðminjasafni Is- lands. — Hér ert þú með aðra bók, aö visu i mikiu minna broti. Hver er hún? — Hún er lika tengd Guðbrandi Þorlákssyni. Þetta er sálmabók Guðbrands biskups, prentuð á Hólum árið 1589, og er eitt eintak af þremur, sem til eru i heiminum af þessari bók. Þetta eintak er að vfsu ekki alveg heilt, þvi að það vantar örlftið framan á bókina og eitthvað ofurlitið i miðjuna lika, en mér hefur verið sagt, að ekkert þeirra eintaka, sem til eru, sé heilt. Hins vegar hefur tekizt að ljósprenta heilt eintak eftir þeim bókum sem til eru, þvi að það eru ekki sömu blöðin sem vantar i þau þrjú frumeintök, sem til eru af þessari gömlu bók. m > Lesmál: Valgeir Sigurðsson Myndir: Róbert Ágústsson flokkur Hvað gera þau í tómstundunum? Greinaflokkur Hvað gera þau í tómstundunum? o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.