Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 11

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 11
Sunnudagur 27. aprll 1975. TÍMINN 11 Fjármagni verði varið til arðbærra virkjunarfram- kvæmda í stað olíu- kaupa — segir stjórn Laxárvirkjunar LAXARVIRKJUNARSTJÓRN hélt fund mcð fréttamönnum á Akureyri á þriöjudag á Hótel KEA og hafði Valur Arnþórsson, formaöur Laxárvirkjunarstjórn- ar orö fyrir stjórninni. Fréttatilkynning Laxárvirkj- unarstjórnar er á þessa leiö: „Eins og öllum er kunnugt rlkir nvl verulegur orkuskortur á öllu Noröurlandi, og sifelldar tilkynn- ingar um rafmagnsskömmtun I vetur sýna hvaö ástandið er al- varlegt, og er ekkert iltlit fyrir að þaö batni alveg á næstunni. Það, aö ástandiö er nú eins og það er, stafar fyrst og fremst af þvi, að á- framhald varð ekki á virkjun Laxár og ekki var i tæka tið brugðÍEt við að leysa vandann með annarri framkvæmd. Laxár- virkjun fór fram á að fá að stækka gufustöðina i Bjarnarflagi um 8 megavött, en þeirri málaleitan var ekki sinnt i iðnaðarráðuneyt- inu, en sú framkvæmd heföi leyst þennan vanda að minnsta kosti I 2—3 ár. Þar sem ljóst var að liða myndi langur timi — nokkur ár — áöur en nýtt grunnafl bættist við á svæðinu fór iðnaðarráðuneytið þess á leit við Laxárvirkjun að hún reisti nýja disilstöð á Akur- eyri,.sem þá jafnframt yrði vara- afl vegna fyrirhugaðrar byggða- linu. Féllst stjórn Laxárvirkjunar á þessi tilmæli, enda þvi heitið af ráðuneytinu, að Laxárvirkjun yrði tryggt fjármagn til þessarar sérstöku framkvæmdar. Sú fyrir- greiðsla hefur þvi miður enn ekki fengizt með þeim hætti, að fjár- hagur Laxárvirkjunar fái undir henni risið. Þessi stöð, sem er 6,9 megavött að afli eykur vissulega rekstraröryggið verulega, en hún leysir ekki úr þeim mikla orku- skorti sem nú er á Norðurlandi. Orkuframleiðslan með disilvél- um á svæðinu kostar nú þegar stórfé og fer kostnaður ört vax- andi. Aætlað er að olfukostnaður á Norðurlandi öllu vegna orku- framleiðslu meö dísilvélum verði 170—180 millj. kr. I ár, 270—290 millj. kr. 1976 og 340—370 millj. kr. árið 1977. Hér er um miklar fjárhæðir að ræða, og væri þessu fé vissulega betur varið i aröbærar virkjunar- framkvæmdir heldur en til slíkra ollukaupa. Nokkuð hefur verið rætt og rit- að um leiðir til lausnar, og ef litið er til næstu framtiðar þá hefur nú veriö tekin ákvörðun um lagningu byggðalinu, auk þess hefur einnig verið tekin ákvörðun um virkjun við Kröflu. önnur þessara framkvæmda myndi vissulega nægja til aö leysa orkuvanda Norðurlands næstu árin, en báðar fram- kvæmdirnar kosta mikið fé, sennilega 7—8000 millj. kr. HVER ER SINNAR MUNIÐ ibúðarhappdrætti H.S.I.' L2ja herb. íbúðað verðmæti kr. 3.500.000.- Verð miða kr. 250. Af þessum tveimur valkostum er byggðalfnan sennilega fljót- virkari. Hins vegar eru litlar lik- ur á að hún veröi fullgerð fyrr en I árslok 1976, þannig að liða mun a.m.k. einn vetur enn án viðbót- arafls ef ekkert annað veröur gert. En hvað er þá hægt að gera? Að frátöldu framhaldi I Laxá er aðeins um einn möguleika að ræða, þ.e. bráöabirgðavirkjun við Kröflu. Laxárvirkjun benti á þennan möguleika seinnt á fyrra ári og hóf könnun á þvi, hvort hægt myndi vera að fá nauðsynlegan útbúnað i þessu skyni. Niðurstöö- ur þeirrar könnunar hafa fyrir alllöngu verið látnar Kröflunefnd og iðnaðarráðuneytinu i té. Ligg- ur ljóst fyrir, að hægt er að fá tvær 3 megavatta mótþrýstivélar frá Japan á 7—8 mánuðum, og eins mun vera hægt aö fá frá Bandarikjunum 5 megavatta vél á7mánuðum. Því miöur hefur öll ákvörðunartaka i þessu máli dregizt úr hömlu og minnkandi likur eru á að þessi framkvæmd komi að fullu gagni. Því var það, að Laxárvirkjun sendi iðnaðar- ráðuneytinu bréf, 24. febr. þar sem m.a. segir þetta: „örkuöflunarmálum á Laxár- svæðinu er nú þannig háttað, að Kröflunefnd hefur verið skipað til að sjá um byggingu Kröfluvirkj- unar, auk þess sem Rafmagns- veitum rikisins hefur verið falið að byggja háspennulínu frá Kröflu. Þannig eru þessi mál þvi ekki I höndum Laxárvirkjunar og þvi telur Laxárvirkjun að áfram- haldandi aðgerðir i málinu og á- kvörðunartaka sé ekki á hennar valdi, heldur sé það I verkahring ráðuneytis eða Kröflunefndar, og beri þessir aðilar þvi ábyrgð á framhaldi málsins. Laxárvirkjun lýsir þvi hins vegar yfir að hún mun ekki geta tekið á sig sinn hlut af hinum gifurlega oliukostnaði sem hér um ræðir, ef ráðurteytið tekur þá ákvörðun að ráðast ekki I bráðabirgðavirkjunina og sizt af öllu hinn mikla oliukostnað, sem verður á árinu 1977, eða hluta þess, ef Kröfluvirkjun seinkar frá þvi sem nú er áaétlað.” Það er þvi krafa Laxárvirkjunar að hún verði skaðlaus af þeim ákvörðun- um, sem hún er ekki aðili að og ber enga ábyrgð á. Laxárvirkjun erhinsvegar reiöubúin til þess að taka að sér framkvæmd bráða- birgðavirkjunar i Kröflu, að þvi tilskyldu að fjármagn sé tryggt, og að háspennulina Krafla-Laxá sé framkvæmanleg á þeim sama tima.” Stofnkostn aður þessarar bráðabirgða virkjunar meö japönsku vélunum er áætlaður um 200—250 millj. kr. en um 50 millj. kr. ódýrari með bandarisku vélinni. Ef bráðabirgðavirkjunin verður ekki framkvæmd og byggðalfna eða Krafla komast ekki I gagnið fyrr en seint á árinu 1977, þá vantar þaö ár vélafl til aö mæta aflþörf þess ársauka, og ekkert afl er þá tiltækt til að mæta aflminnkun vatnsaflstöðvanna á Norðurlandi vegna rennlistrufl- ana. Ef bráðabirgðavirkjun verður reist og hún kemst i gagnið um næstu áramót, þá áætlast oliu- kostnaður áriö 1975—1976 um 245 millj. kr. á móti 460 millj. kr. ef ekkert verður gert. Ef hins vegar virkjunarframkvæmdum þ.e. Kröfluvirkjun og/eða byggðalinu seinkar t.d. um eitt ár, þá eykst þessi kostnaður um ca 20 milljón- ir i þvi tilvíki að bráðabirgða- virkjun yrði framkvæmd, en um 400 millj. kr. ef ekkert verður gert, auk þess sem þá kæmi stofn- kostnaður vegna vibbótar á disil- afli.” 1 lok fréttatilkynningarinnar lýsir Laxárvirkjunarstjórn yfir á- huga slnum á stofnun Norður- landsvirkjunar. g]E|B]EIS|BlBlElB|E|E|B|E)g|gl§IEI€]ElglSg]gIÍ)E|B|B|Í]B|E|E| STURTUVAGNAR og vorvinnutæki Eigum sturtuvagna 4 1/2 tonna ó 1000x16-8 laga flot- börðum kr. 288 þúsund. Henta vel fyrir alhliða flutninga- og votheys — sem baggahirðingar. HAUGSUGUR — COLMAN/B&SA eru nú aftur komnar — með mjög öflugum búnaði — Verð kr. 543 þúsund. Kaupfélögin UM ALLTLAND Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármúla3 Reykjavik simi 38900 E]E]E]E]E]E]E]ElE]B]E]É]E]E]EÍE]E]E]E]E]ElE]E]E|E]E]É]g]E]Blg|

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.