Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 12

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 12
1? TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? AAanstu gamla daga? Manstu gamía Fjölskyldan afi SkólavÖröustíg 24 — aobaki Jónatans eru þær Gigja og Maja. SUÐUR skemmtanir, þa voru allt her- menn. Fyrst voru það Bretarnir. Svo komu Norðmenn, en þeir voru með stóra flugstöð hérna i Kópavoginum. Þeir lögðu Björn- inn undir sig alveg i heilan vetur. Svo komu Bretarnir aftur, en þá var skipt yfir, og þá komu Banda- rikjamennirnir. Þá breytti nú margt um svip, sko. Það varð allt einhvern veginn öðruvisi. Þeir áttu voðalega bágt, aumingja Bretarnir, þegar Kaninn kom, þvi að þeir höfðu meiri aura og voru flottari, — betur klæddir. Það kom annar svipur á þetta. Fyrst kom að visu algjör ribbaldalýður, en þeir stóðu nú stutt við. Hitt er annað mál, að það var ágætt að spila þarna, ágætir strákar, og lenti snemma i þvi að spila á eftirmiðdögunum i kömpunum, Ekki fyrir dansi, heldur i kantin- um, hjá „sersjöntunum". — Hvað voru þessar kantinur? — Þetta voru eins konar barir, tómstundastaðir, nokkrir skál- ar byggðir saman. Þar var bar og billiard, og einnig gátu þeir setið við lestur. Þá spilaði maður svona „huggumúsik" frá 3-5. Þeim þótti voðalega gaman að þvi, Amerikönunum, og ég hafði passa i alla kampana hérna frá herstjórninni, og i Rauða kross- inn, sem þeir voru með inni á Snorrabraut, þar sem skátarnir voru seinna. Þangað komu" skemmtikraftarnir sunnan úr Keflavik, og þetta voru stór nöfn, kvikmyndaleikarar og söngvar- ar, sem maður sóttist eftir að hlusta á og sjá. Ég heyrði þarna i Bob Hope og Marlene Dietrich og fleiri. — Lékstu undir hjá nokkrum þessara skemmtikrafta? — Nei, það gerði ég ekki, það voru tveir strákar, sem komu mikið á Björninn, annar var ein- staklega góður tenörsaxófónleik- ari, og hann kom og spilaði með okkur, svona að gamni sinu. Svo var trommuleikari, sem hét svin. Ég var nú grannur þá, og ég fann byssuna alveg inn i hrygg. Ég hafði hrökklazt i upp i skot, og ég gat mig hvergi hreyft, svo að ég segi: „Þú verður bara að skjóta'." En hann gerði það nú ekki. Ég er þarna alveg á nálum, og ég sé, að strákarnir, hermenn- irnir, þeir ganga þarna framhjá, og virðast ekki taka eftir neinu, en svo allt i einu taka tveir sig til og afvopna hánn, alveg á stund- inni. Hann var þá þekktur, var eitthvað bilaður á taugum. — En þorðu þeir að leggja hendur á lögreglumann, með öllu þvl, sem slikt getur haft 1 för með sér i hernum? — Hann var að koma af vakt, og þess vegna ekki að störfum. Annars er ekki að vita, hvernig hefði farið. — Nokkur fleiri ævintýri af þessu tagi? — Nei, ég lenti ekki I neinu þarna, ekki i neinu ljótu. En menn urðu að passa sig i umgengni við þá, og abbast ekki upp á þá með svivirðingar, þótt fullir væru, og menn urðu að gjöra svo vel og hlýða þvi að fara ekki inn á bann- svæði, sem þeir ákváðu. Þá skutu þeir.''.. Spilaði i öllum kömpum — Hvaða músik spilaðirðu i kantinunum? Islenzka? — Jájá, það sem var til. Ann- ars spi.laði maður fyrir Bretann helzt lög, sem hann kunni, hann tók undir. Þegar maður byrjaði að spila á kvöldin klukkan 9, þá var allt orðið fullt, og þá spilaði maður þessa ensku slagara. Ef það var ekki byrjað að dansa, þá söng Bretinn. Hann syngur alltaf, og meira að segja varð ég var við það I bió hjá þeim. Ef það komu lög, sem þeir þekktu, þá tóku þeir undir. Þetta er svolitið ólikt okk- beint í ástandið MANSTU GAMLA DAGA? Um seinustu helgi rif juðum við Jóna- tan Ólafsson upp ýmis- legt um sildarbransann á Sigló, þegar ævintýrin gerðust þar i stólum stíl. Nú bregðum við okkur suður á bóginn, en árið 1941 verða þáttaskil i lifi Bjarni Böftvarsson — forvlgismaöur hlióftfæraleikara. Jónatans, sem þá var búinn að vera búsettur á Siglufirði i sjö ár .... Við Jónatan Ólafsson erum komnir þar i viðtali okkar, að við erum farnir að tala um Björninn i Hafnarfirði, en það hús er vist löngu gleymt, enda rifið og horfið. — Björninn stóð á horninu við Reykjavikurveginn, Vesturgata 2 var hiísið og stóð þarna uppi á skansinum. Ég spila seinast fyrir norðan sumarið 1941 og kem suður um haustið. Við vorum þrir saman I Birninum. Ég fékk Stebba Þorleifs — gæzkinn — hann ha'fði verið fyrir norðan með mér um sumarið, og hann var viðloðandi þarna á Birninum og stuðlaði að þvi, að ég fór suður. En það var svo sem fleira, sem olli þvl, að ég lagði land undir fót. Mamma var orðin veik, og það hefur alltaf verið mikill samhug- ur I fjölskyldunni. En sem sagt, ég fór suður — og beint i ástandið! Frægir skemmtikraftar i kömpunum — Viltu nú ekki segja okkur frá þvl, hverjir voru gestirnir á Birn- inum? — Það voru hermenn, eigin- lega eingöngu hermenn. Að visu voru þarna árshátiðir og skemmtanir, af þvi að það var ekki um annað hús að gera, þó að Gúttó væri þarna með einhver smáböll. En þegar voru kvöld- Blackie, hann var hljómsveitar- leikari, en ég spilaði aldrei með hljómsveitinni. Þeir voru með stórt band hérna, 30-40 manna band, brass-band, mjög góð hljómsveit. Ég þekkti hljómsveit- arstjórann, Bud Bradley hét hann, var kunnur hljómsveitar- maður og trompetleikari á sinum tlma. Hann var við aldur, senni- lega kominn nokkuð yfir fimmtugt, þegar hann var hérna. Hánn hafði skrifað tónlist fyrir kvikmyndir. Með vopnið i magann — Þeim hefur verið góð dægra- stytting að þessu tónlistarlifi? — Jájá, þessi hljómsveit fór mikið i kampana og spilaði, og svo lika I Rauða krossinn og suður á völl. — Lentir þú I nokkru ævintýri þarna i kantinunum? — Já, það má vist segja það. Ég var að spila I kampinum við Geitháls, og það var þarna sveit af strákum af austurrisku og þýzku bergi brotnir. Huggulegir strákar og góðir i viðmóti, og þeir biðja mig að spila Rinarlög, og ég kunni talsvert af þessari músik, Strauss-völsum og þess háttar, þvl að þýzk músik gekk svo mikið hérna fyrir strfðið. Það voru þarnasamlokurogkaffi,ogég fer fram á ganginn að ná mér I snarl, þegar veður að mér lögreglumað- ur og rekur byssuna á kaf i mag- ann á mér, og kallar mig nazista- — Hvar voru helztu kamparn- ir? — Ég spilaði held ég i þeim öll- um. Uppi á Geithálsi, I Tripoli- kamp, svo var kampur hjá Einarsstöðum, svo var kampur á Hvaleyrarholtinu, og uppi i Mos- fellssveitinni, nokkrum sinnum spilaði ég á Valhúsahæðinni. Þetta voru helztu kamparnir fyrir utan fangelsiskampinn i Laugar- nesinu, en þangað kom ég aldrei. — Ég kynntist mörgum strákum I þessu starfi, þetta voru góðir strákar. Þeim þótti erfitt að bera Síðari hluti viðtals BH við Jónatan Ólafsson um músík og meiri músík, — <aðallega á höfuðborgar- svæðinu að þessu sinni..... Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.