Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 14

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga? Manstu ga mla daga? Manstu gamla daga? Manstu gamla Fimm manna band — ogbassinn kominn til sögunnar. Myndin tekin i Sjáifstæðishúsinu en hljómsveitin er þekktari úr Þórscafé. Axel Kristjánsson, bassi, Garöar Jóhannesson, harmónika, Þorsteinn Eirfks- son, trommur, Guömundur Vilbergsson, trompet og Jónatan viö pfanóiö. Sala á lausum mtöum stendur yhr. með rytma-hljóma að visu, en það skipti mestu mdli með trommarann, enda voru þetta hörkukallar, Skafti Ólafs, Jóhann Eggertsson, Guðmundur R. og Gunnar Jónsson. Maður heyrir þetta sving ekki núna. — Var hljóðfæraskipanin yfir- leitt sú sama? — Yfirleitt., já, — á Borginni voru að visu þrir saxófónar, Þórir var með fiðluna og sax, svo pianó og trommur, hvorki gitar eða bassi. Þetta var svona smáútúr- dúr úr stóru bandi. íslendingar inni útlendingasveitirnar — Hvaða fyrirmyndir höfðuð þið? — Til að byrja með voru það yfirleitt útlendingar, sem spiluðu hér, Þjóðverjar á Hótel tsland og Englendingar á Borginni, og það var náttúrlega fyrirmyndin. Skipanin var svona hjá þeim, Svo eftir að félagið er stofnað, ber Bjarni okkar Bö það i gegn að koma íslendingum inn i þessar hljómsveitir. Það byrjaði þannig, að það var einn tslendingur, sem komstinn i fimm manna band, og hann þurfti að spila á fleiri en eitt hljóðfæri, fón og fiðlu Aa fón og harmóniku. Þetta voru ptð góðir hljóðfæraleikarar, að þeir höfðu alveg sérstaka skipan i völsum og tangóum. Þá var það fiðla, harmónika og pianó, og svo blást- ur i hinu. — Svo að kaffihúsalifið hefur verið töluvert öðruvisi i þá daga? — Það var allt annað. Þá var eftirmiðdagsmúsik, og spiluð alls konar músik, hálf-klassisk, óperettumúsík. Maður fór á veit- ingastaðina til að hlusta, og mað- ur kynntist fallegri músik. Við áttum lika úrvals hljóðfæraleik- ara, sem sinntu þessari kaffi- húsamúsik og dansmúsikinni. Tveir hljóðfæraleikarar, Villi Guðjóns og Svenni Ólafs, fóru eitt sumar til Danmerkur, þvi að það var svo litið að gera hérna þá, til þess að reyna að koma sér i vinnu. Nú, i sambandi við félagið úti voru þeir látnir taka próf, og þeir flugu I gegn og gerðu það mjög gott, þvi að þetta voru fyrsta flokks hljómsveitarmenn. — Manstu, hver var fyrsti hljóðfæraleikarinn, sem komst inn i útlendingasveit hérna i Reykjavik. — Það var hann Karl heitinn Matthiasson, sem komst inn i hljómsveitina á Hótel Island. Hann haf ði lært fiðluleik og verið i músikskóla i Danmörku, en hafði eitthvað litið að gera við kennslu, eftir að hann kom hingað upp. Hann dó tiltölulega ungur. Svo er Billich þarna á Hótel Island, og hann tekur Adólf Theódórsson á fón og nikku i bandið hjá sér. Svo kemur Jakob Einarsson, faðir hennar Svanhildar, Akureyring- ur, hann spilaði á fiðlu og saxófón og hafði mjög góða rödd. Spesialt til að sjá hann Bjarna —■ Það var sem sagt Bjarni Bö, sem var frumkvöðull að félags- samtökum hljóðfæraleikára? — Bjarni var driffjöðrin i fé- laginu, meðan hans naut við. Þetta var ljómandi maður, hann Bjarni, en hann var eitthvað svo sérstakur blessaður. Fólki datt eiginlega allt annað en músikant I hug, þegar það sá hann. En músikalskur var hann og þetta var öðlingur og duglegur, og reglumaður alla sina ævi, utan hvað hann reykti — og það eftir- minnilega. Hann vann i plötunum i útvarpinu, og hann stofnaði fyrstu hljómsveitirnar, sem spil- uðu i útvarpið, með söng og ann- að, og hann var dáður um allt landið. Ég man eftir þvi, að við héldum konsert á Akureyri. Þá kom maður þarna, einhvers stað- ar úr sveitunum, spesialt til að sjá Bjarna Bö. Gekk til okkar strákanna og bar upp erindið. Bjarni var uppi á senu að bjástra oglaga til, þræða saman hátalára og svoleiðis. Aðkomumaðurinn fer upp á senu til að skoða hann, virðir hann lengi fyrir sér, hristir siðan höfuðið og segir: „Nei, nei, það getur ekki verið....” Við hlóg- um mikið að þessu, sérstaklega Bjárni sjálfur. — Jónatan, segðu okkur nú svolitið frá lagasmiðinni þinni. — Æ, ég hef nú aldrei verið neitt fyrir það að láta heyrast mikið eftir mig af þessu fikti. Þess vegna skil ég aldrei, að ég skyldi ráðast i að láta fjölrita lag eftir mig, þegar ég var á Siglu- firði. Það hét Fögnum fögrum degi, og var svona Sving-foxtrot. En ætli það hafi ekki valdið um, að það voru gefin út nokkur lög hérna fyrir sunnan. Henni Rasmus gaf út, og einhverjir fleiri, Kalli Run, svo að ég hugs- aði vist sem svo, að ég gæti verið •með lika. Kalli spilaði þarna á Síglufirði á sumrin. Þetta var engin köllun hjá mér, sjáðu, og ég hef engan boðskap að flytja, rétt eins og menn sem tálga spýtu og gera eitthvað úr henni, eða búa til visu. Um lög og lagasmiði — Nokkur sérstök tónlist, sem heillar þig annarri fremur? — Nei, ég er hrifinn af allri góðri tónlist. Það er svo með suma popp-músfk, að ef hún er góð, þá er gaman að henni. Það er margt vel gert. En það er voða- legur skaði með islenzku strák- ana. Þetta eru afskaplega músikalskir strákar, en þetta er bara alltof mikill uppáhellingur hjá þeim. Þeir hlusta á plötur og eru alltaf að reyna að gera eins og aðrir gera. Það er neikvætt. Þeir eiga að reyna að gera eins og þeir geta og reyna að flytja. Þetta eru afbragðs músikantar, eins og t.d. Gunnar Þórðarson. Hann er kenndur við popp-músfk, en hann er alhliða tónlistarmaður, og mjög góður. Flestir eru þeir i of þrpngum hring, þeir spila svo ein- hliða.músik, að þeim fer ekkert fram. — Nú hefur þú samið verð- launalög, Jónatan? — Já, ég hef stundum sent lög i danslagakeppni. Það var þarna fyrst hjá dægurlagahöfundum, þar fékk ég þriðju verðlaun fyrir Ast við fyrstu sýn. Ég hafði að vfsu sent áður lagið Kvöldkyrrð i keppni SKT, en fékk ekkert út úr þvi, annað en það, að Sigurður bróðir söng það inn á plötu og það vakti mikla athygli þá. Svo sendi ég I landhelginni 1958. Þá stóð landhelgisdeilan yfir, og það fékk 1. verðlaun. Það var alltaf verið að spila það. Svo sendi ég eitt lag i siðustu keppnina, 1962, og það náði 1. verðlaunum lika, — Laus og liðugur. Ég hef náttúr- lega enga rödd Við minnum Jónatan á kabarett-myndina, þar sem þeir bræður, Sigurður og hann, eru að glettast. Jónatan hlær við. — Já, það er að segja um þessa mynd.aðhúnerfrá 1956. Ég er að byrja þarna innfrá, hætta hljóð- færaleiknum, og það er verkfall og ég hef ekkert fyrir stafni. Sig- urður er þá i þessum kabarett þarna I Austurbæjarbiói, og hann vill endilega, að ég komi með honum og syngi Landleguvalsinn. Ég hafði aldrei sent það lag i neina keppni, en Sigurður var mjög ánægður með það og söng það mikið. Ég hef náttúrlega enga rödd. Nú, hann spanar mig upp i það að syngja það i dúett á móti sér. Við klæddum okkur upp Hallbjörg og Nat King Cole skemmtu á sama stað i Osló, — og nöfnin þeirra beggja voru skráft jafn stóru letri á auglýsingunum. Manstu gamla daga? Manstu gamla daga?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.