Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 16

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Silfurbillinn var afhentur á fundinum og hlaut hann aö þessu sinni Bindindisfélag ökuinanna fyrir framlag þeirra til umferðaröryggis. Silfurbillinn er sem kunnugt er gefinn af Samvinnutryggingum og hér á myndinni sézt Baldvin Þ. Kristjánsson (t.h.) afhenda Helga Hannessyni þennan fallega grip. Frá fimmta fulltrúafundi Landssamtaka klúbbanna öryggur akstur. Þeir, sem hlotið hafa silfurbllinn, t.f.v., Pétur Sveinbjörnsson, Sigurjón Sigurðsson, Helgi Hannesson, Baldvin Þ. Kristjánsson (Samvinnutryggingar) og Lýður Jónsson. Auglýsið í Tímanum Stefán Jasonarson, formaður samtakanna I ræðustóli Fundur klúbbanna Öruggur Akstur: Stefán Jasonarson endurkjörinn formaður samtakanna FYRIR NOKKRU lauk fimmta fulltrúafundi Landssamtaka klúbbanna öruggur akstur, en fundurinn var haldinn að Hótel Sögu. Fundurinn hófst föstu- daginn 18. april með þvi að Hallgrimur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Sam- vinnutrygginga bauð gesti- og fulltrúa velkomna. Þá flutti Sigurjón Sigurðsson, lögreglu- stjóri i Reykjavik formaður Umferðarráðs ávarp. Fulltrúafundurinn var siðan formlega settur af Stefáni Jasonarsyni, bónda og hreppstjóra i Vorsabæ, en hann er formaður samtakanna. Halldór E. Sigurðsson samgönguráðherra flutti siðan ávarp. Þrir fyrirlestrar voru fluttir fyrri fundardaginn. Tryggvi Þor- steinsson. læknir á Slysadeild Borgarspitalans, flutti fyrirlestur um umferðarslys, orsakir þeirra og afleiðingar. Pétur Sveinbjarnarson framkvæmdastj., Umferðarráðs ræddi um umferðaröryggismál landsmanna og Páll Þorsteins- son, bóndi og fyrrv. alþingis- maður á Hnappavöllum i öræfum flutti fyrirlestur, sem hann nefndi ..Hringvegurinn og áhrif hans.” Auk erindanna sýndi Einar Einarsson, uppfinningamaður i Reykjavik örstutta kvikmynd um „nýjung i notkun nagladekkja” og lýsti athyglisverðri uppgötvun sinni i þvi sambandi. Þá flutti Stefán Jasonarson skýrslu stjórnar fyrir s.l. tvö ár, en fulltrúafundirnir eru haldnir annað hvort ár. Eftir tölu Stefáns var fulltrúum skipt i starfsnefnd- ir. Siðari fundardaginn var i upphafi fluttar fréttir úr heima- högum, en þar gerðu fulltrúar grein fyrir afskiptum og viðfangsefnum klúbba sinna. Eftir erindin skiluðu nefndir störfum. Klúbbarnir öruggur akstur eru 33 að tölu og lauk fundinum með stjórnarkjöri til tveggja ára. Nú- verandi stjórn samtakanna var þannig skipuð: Stefán Jasonar- son, formaður, Hörður Valdi- marsson, varáform., Kristmund- ur J. Sigurðsson, ritari, Ingjaldur ísaksson, meðstj., og Friðjón Guðröðarson, meðstj. 1 vara- stjórn voru kosnir Kári Jónasson, Hermann Björnsson og Stefán Tryggvason. Meðal tillagna frá fundinum má nefna tillögu um merkingar i sambandi við umferð, tillögu um endurskinsmerki, tillögur til að auka áhuga ungra ökumanna á umferðaröryggi. Fundurinn tók undir þær tillögur sem fram hafa komið um að notkun bilbelta verði lögleidd, auk þess. sem at- hugað yrði hvort ekki beri jafn- framt að banna með lögum, að börn undir tilteknum aldri séu i framsætum bifreiða. Þá skoraði fundurinn á vegamálastjóra, að hann leggi til við dómsmála- ráðherra, að hringvegurinn skuli teljast aðalbraut og njóta réttar samkvæmt 2.-4. mgr. 48. gr. um- ferðarlaga. Fundurinn skoraði á dómsmálaráðherra að lögbund- inn Ijósatimi verði allan sólár- hringinn 3—4 dimmustu mánuði ársins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.