Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 17

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 17
Sunnudagur 27. apríl 1975. TÍMINN 17 Ólafur Jóhannesson um frumvarp um upplýsingaskyldu: GRUNNTONN FRUMVARPSINS ER RÉTTUR EINSTAKLINGSINS Frumvarp um upplýsinga- skyldu stjórnvalda, var til 2. umræðu i neðri deild I gær, og gerði Ellert B. Schram (S) grein fyrir nefndaráliti alls- herjarnefndar, sem treysti sér ekki til að mæla með samþykkt þess, en lagði til, að þvi yrði vísað til rikis- stjórnarinnar með ábending- um nefndarinnar. Ólafur Jóhannesson dóms- málaráðherra sagðist geta fellt sig við þá afgreiðslu, að rikisstjórnin fengi málið til umfjöllunar, _________ þó að hann væri ekki sammála rök- semdarfærsíu allsher jar- nefndar í öllu. Sagði hann, að i umræðum u m þe 11 a frumvarp, — AAisskilningur, að frumvarpið hafi verið samið fyrst og fremst fyrir og vegna blaðamanna innan þings sem utan, hefði gætt þess misskilnings, að þetta frumvarp væri samið fyrst og fremst fyrir og vegna blaðamanna. Frumvarpið væri fyrst og fremst samið með það I huga að tryggja rétt einstaklingsins, sem fjarlægzt hefði kerfið, en hins vegar væri ljóst, að fréttamenn myndu njóta góðs af þvi, er þeirleituðu til opinberra aðila um upplýsingar. Ólafur Jóhannesson taldi fráleitt, að aðgangur að opin- berum skýrslum væri alger- lega opinn. Hins vegar gæti verið nauðsynlegt, að einstak- lingar hefðu aðgang áð skjöl- um, sem varðaði þá persónu- lega. Ráðherrann gagnrýndi nokkuð vinnubrögð allsherjar- nefndar, og taldi, að hún hefði átt að gera breytingartillögur við frumvarpið i stað þess að leggja til, að rikisstjórn fjall- aði um málið. Þessu næst gerði Ólafur Jóhannesson að umræðuefni þær tvær greinar frumvarpsins, sem mestum ágreiningi hafa valdið, þ.e. 2. greinina, sem fjallar um undanþágur um upplýsinga- skyldu stjórnvalda, og 12. greinina, sem kveður á um Ur- skurðarvald ráðherra um upplýsingaskyldu. Varðandi siðara atriði sagði dómsmála- ráðherra, að miðað við gang mála fyrir dómstólum hér- lendis, væri ljóst, að verulegur dráttur gæti orðið á þvi að úr- skurður félli um upplýsinga- skyldu. Þess vegna sýndist sér vera skynsamlegast, að I sllk- um tilvikum fjallaði sérstök nefnd eða ákveðnir aðilar um ágreiningsefni til að flýta úr- skurði. Varðandi 2. grein sagði ráðherrann, að það hefði verið gagnrýnt hve mörg undan- tekningaratriðin væru. Sagði hann, að það væri til að auð- velda einstaklingum að átta sig á rétti slnum. Hægt hefði verið að draga þessa grein saman og stytta hana veru- lega, en það hefði einfaldlega þýtt, að stjórnvöld gætu frem- ur skotið sér á bak við óljósa lagagrein um upplýsinga- skyldu. Ólafur Jóhannesson sagði að lokum, að grunntónn frum- varpsins væri réttur einstak- lingsins. Kvaðst hann harma, að allsherjarnefnd hefði tekið um of mið af öðrum sjónar- miðum, þegar hún fjallaði um málið. Sem fyrr segir, gerði Ellert B. Schram grein fyrir nefndaráliti allsherjarnefnd- ar. 1 nefndarálitinu segir m.a., að kanna þurfi rækilega sam- bærilega lög- gjöf á Norður- löndunum. Þá segir, að vafa- samt sé að hafa I löggjöf eins ítarlega upptalningu á undanþágum eins og i 2. grein frumvarpsins. Enn fremur segir, að skilgreiningu skorti á ýmsum hugtökum, svo sem hvað sé stjórnvald. Loks telur nefndin eðlilegra, að úrskurðarvald sé I höndum dómstóla en ráðherra. Frekari umræðum um mál- ið var frestað. MEÐ HJÓLHÝSIN TIL ÚTLANDA? — Hjólhúsaklúbburinn athugar hagstæð kjör fyrir félaga sína gébé-Rvík — Geta islenzkir hjól- hýsaeigendur nú brugðið sér með farartæki sín til annarra landa? Þegar bilaferjan færeyska, „Smyrill”, hefur ferðir sinar hingað til lands i júni, þá gefst hjólhúsaeigendum kostur á að fara með farartæki sin til Fær- eyja og þaðan með dönskum eða brezkum ferjum til Esbjerg eða Shetlandseyja. Nýlega var aðal- fundur Hjólhúsaklúbbs tslands haldinn, en mikill hugur er í félagsmönnum að efla starfsemi klúbbsins, og þar á meðal að at- huga um hagstæð kjör fyrir félaga, sem hug hafa á að ferðast með bilaferjunni á komandi sumri. Eins og kunnugt er, mun fær- eyska ferjan „Smyrill” hefja vikulegar ferðir milli Islands og Færeyja I sumar. í eigu is- lendinga eru nú yfir fjögur hundruð hjólhýsi og tjaldvagnar, sagði Einar Þ. Mathíesen, ný- kjörinn formaður Hjólhúsa- klúbbsins, en meðlimir I klúbbn- um eru liðlega eitt hundrað, flest- ir á Stór-Reykjavikursvæðinu. Fjölmenni var á aðalfundi klúbbsins sem haldinn var 17. þ.m., og mikillhugur i félögum að efla starfsemina, sem hefur verið fremur dauf undanfarið, en klúbburinn var stofnaður árið 1972. Ný stjórn var kjörin á fundinum, og hefur hún mörg verkefni á prjónum og mun m.a. boða hjólhúsaeigendur til svo- kallaðs Vorfundar 1. mai n.k., sem haldinn verður að Hótel Esju kl. 20:30. Á þeim fundi verður sérstak- lega rætt um ýmsan öryggisút- búnað hjólhúsa, svo og annan búnað og Ólafur Friðsteinsson flytur erindi. Sýndur verður tækniútbúnaður og hjólhúsaeig- endum leiðbeint I meðferð hjól- húsa og tækjum þeim tilheyrandi. Þess er vænzt að félagar taki maka sína á vor-fundinn, en klúbbur sem þessi er ætlaður fyr- ir alla f jölskylduna. Auk þess sem stjórn klúbbsins er með I athugun að fá hagstæð kjör fyrir félagana til ferðalaga með færeysku bilferjunni, er at- hugun um hagstæð viðskiptakjör á öðrum sviðum f gangi, svo sem með kaup á útbúnaði Ihjólhýsi, og viðleguútbúnað ýmsan. Jón Oddsson Hæstaréttarlögmaður Garðastræti 2, simi 1-30-40. Reykjavik. Fró Ljósmæðra- skóla íslands Samkvæmt venju hefst kennsla i skólan- um hinn 1. okt. n.k. Inntökuskilyrði: Umsækjendur skulu ekki vera yngri en 20 ára og ekki eldri en 30 ára, er þeir hefja nám. Undirbúningsmenntun skal vera gagnfræðapróf eða tilsvarandi skólapróf. Krafist er góðrar andlegrar og likam- legrar heilbrigði. Heilbrigðisástand verður nánar athugað i skólanum. Eiginhandar umsókn sendist skólanefnd skólans I Fæðingardeild Landspltalans fyrir 1. júnl 1975. Umsókn skal fylgja læknisvottorð um andlega og llkamlega heilbrigði, aldursvottorð og löggilt eftirrit prófa. Umsækjendur eru beðnir að skrifa greinilegt heimilisfang á umsóknina, og hver sé næsta slmstöö við heimili þeirra. Umsóknareyðublöð fást I skólanum. Upplýsingar um kjör nemenda: Ljósmæðraskóli Islands er heimavistarskóli og búa nemendur I heimavist námstimann. Nemendur fá laun námstímann. Laun þessi eru ákveðið hlutfall af launum ljósmæðra. Fæðingardeild, 25. april 1975. Skólanefndin. FERÐINA, MEÐ S1INNU Þúsundir ánægðra viöskiptavina velja SUNNUFERÐIR ár eftir ár. Ferðafréttir Sunnu eru komnar út! Fjölbreytt ferðaval. FERÐASKRIFSTOFAN SUNNA Lækjargötn 2 súnar 16400 12070

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.