Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 26

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 26
26 TÍMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Francis Lee Það var mark FRANCIS LEE.gleymir þvl aldrei, aö hann hefur áriöandi starfi aö gegna I sókninni — hann skorar mörk á ailan hátt. ..Ég var aldrei í neinum vafa með árang- Umsjón: Sigmundur Ó. Steinsrsson mér eins mikið og sl. fjögur keppnistimabil. Nú hugsa ég ekki lengur aðallega um peningana, eins og flestir knattspyrnumenn gera. Ég er mjög vel staddur fjárhagslega, og þvi er ég ákveð- inn i að láta knattspyrnuna vera mér til ánægju”. Franny þarf ekki að kviða, þótt hann verði fyrir meiðslum, eins og svo margir. — „Ég mæti alltaf til leiks, ákveðinn i að leggja alla mina krafta fram, hverju sinni. Ég vil gefa áhorfendum það sem þeir kaupa fyrir peninga sina”. Francis Lee hefur svo sannar- lega leikið fyrir áhorfendur. Þeir kunna að meta leik hans og það er engin spurning um það, hvaða leikmaður er vinsælastur hjá á- horfendum i ensku knattspyrn- unni i dag. Franny er fljótur eins og elding og hugrakkur — hann hættir aldrei við sóknir. Þótt hann sé einn á móti f jórum varnarleik- mönnum, sendir hann knöttinn aldrei aftur fyrir sig. — „Lee er min tegund af sóknarleikmönn- um”, segir Dave Mackay. COLIN TODD.hinn snjalli mið- vörður Derby og enska landsliðs- ins, sem var kosinn af leikmönn- um ensku liðanna bezti knatt- spyrnumaður Englands á keppn- istimabilinu, hefur þetta að segja um komu Franny til Derby: — „Það var mjög gott fyrir okkur að fá Lee, það hefur skapazt meira jafnvægi i leik liðsins eftir að hann kom. Hann kann að skora mörk og hann er óragur við að sækja. Koma hans til okkar varð þess valdandi, að sóknarmenn okkar fóru að vanda sig meira”. KEVIN KEEGAN.hinn frábæri miðvallarspilari Liverpool og enska landsliðsins, sagði þetta eftir að Derby gerði jafntefli við Liverpool á Anfield Road: — „Francis Lee var potturinn og pannan i leik Derby-liðsins. Ég hef aldrei séð hann leika af eins miklum krafti og áhuga”. Og Keegan bætti við: — „það er ekki nokkur vafi á þvi, að Derby-liðið leikur algjörlega eftir höfði Dave Mackay. Brian Clough er „úr leik” hjá leikmönnum liðsins”. Það er enginn vafi á þvi, að á- rangur Derby-liðsins i ár, er að mestu að þakka hinum frábæra framkvæmdastjóra Dave Mac- kay og Francis Lee, sem Mckay kallaði til liðs við sig. Enda er það þannig i dag, að forráðamenn Manchester City eru ekki ákafir að ræða, hvers vegna þeir seldu Franny. urinn — sagði Dave Mackay, eftir að hann hafði tryggt sér Franny VI EITT AF þeim atvikum, sem gerir þetta knattspyrnu- tímabil í Englandi ettirminnilegt, er furðuleg aftur- kema FRANCIS LEE. Þessi lágvaxni og þrekni leik- maður, sem minnir einna helzt á litla jarðýtu — hefur byrjað að leika með Derby-liðinu við góðan orðstír. All- ir eru sammála um, að Francis Lee, eða Franny, eins og hann er kallaður, sé skemmtilegasti knattspyrnu- maðurinn, sem sést hefur á völlum 1. deildarliðanna i vetur. Franny er fljótur eins og elding og mjög hug- rakkur, og hann er einn af þeim leikmönnum, sem leik- ur fyrir áhorfendurna. Francis Lee gleymir þvi aldrei, að hann hefur áríðandi starfi að gegna í sókninni — hann skorar mörk á allan hátt, skallar, neglir og potar. Þegar hann hefur skorað, fagnar hann eins og smá- strákur, og hann á það til að fara og tala við áhorfend- ur. Francis Lee hóf sinn knatt- spyrnuferil hjá Bolton, þar sem hann lék 189 deildarleiki og skor- aði 92 mörk i þeim. Manchester City keypti hann frá Bolton 1967 á 60 þús. pund. Hjá Manchester City hafði hann, á 7 ára keppnis- ferli sinum, fengið allan þann helzta heiður, sem knattspyrnu- manni getur hlotnazt á ævinni. — Hann hefur leikið 27 landsleiki fyrir England. Franny lék 249 deildarleiki með City og hann skoraði 112 mörk i þeim. Heppnin var ekki með honum á sl. keppnistimabili. — Franny var ó- heppinn upp við markið og hann lék langt undir getu. Enda fór það svo, að forráðamenn City töldu þennan 31 árs gamla leikmann „útbrunninn”, og settu hann á sölulista. Francis Lee viðurkenn- ir sjálfur, að hann hefði um tima haldið að ferli hans væri lokið á knattspyrnusviðinu. Dave Mackay, framkvæmda- stjóri Derby var ekki á sama máli — hann vissi að Francis Lee var ekki búinn að vera. Derby keypti Lee á 110 þús. pund — þetta var happdrætti, og vinningurinn vannst. — „Ég var aldrei i nein- um vafa um árangurinn — Franny er sú tegund leikmanna, sem áhorfendur fara til að horfa á”, sagði Dave Mackev, sem var áriö 1968 örugglega efst i huga, þegar hann keypti Lee til Derby. Árið sem forráða- menn Tottenham töldu hann (þá 33 ára) „úrbræddan” leikmann. Tottenham vildi þá láta hann hætta og hvila sig i elldnni. Þá var Brian Clough framkvæmdastjóri Derby — og hann hafði aðrar hug- myndir en forráðamenn Totten- ham. Mackay var mjög undrandi — á gamalsaldri — að Clough keypti hann frá Tottenham á að- eins 5 þús. pund til að láta hann taka við fyrirliðastöðunni hjá Derby. Við höfum sagt áður frá sögu Dave Mackay hjá Derby, en þessi eitilharði Skoti gerði krafta- verk þar. Nú virðist hann vera að gera það sama við Francis Lee og Brian Clough gerði við hann — Mackay hefur reist Lee við og endurvakið til leiks. Francis leikur nú knattspyrnu eingöngu til að hafa gaman af henni. — „Ég hef aldrei skemmt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.