Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 34

Tíminn - 27.04.1975, Blaðsíða 34
34 TtMINN Sunnudagur 27. apríl 1975. Dagana 14. febrúar til 2. marz s.l. var haldin „Sögusýning” I Varsjá i tilefni af ellefu alda byggö á Is- landi, og jafnframt til að minnast 30 ára afmælis hins fslenzka lýöveldis. Sýningin var skipulögö af Þjóöfræöasafni Varsjárborgar og Pólsk-Isienzka menningarfélaginu I Pól- landi, en utanrlkis- og menntamálaráöuneytin Islenzku Sjó- og Þjóöminjasafn islands veittu margvls- lega aöstoö. Sýningargripir voru hinir sömu og voru á sams konar sýningu, er haldin var I Moskvu seint á árinu 1974. Sýningin I Varsjá var fjölsótt og þótti takast meö afbrigöum vel. IslaSIálaláEatstaBIaíalalaláSBtalalalsIalalalaEalalaSIalaS BÆNDUR ■ BÆNDUR SLÁTTUÞYRLAN KEMUR MEÐ VANDAÐRI GÚM-HLÍF, SEM UMLYKUR SLÁTTUBÚNAÐINN SLATTUÞYRLUR Þær eru komnar til iandsins PZ sláttuþyrlurnar VERÐ PZ CAA-l 35 KR. 187.600 Viðurkennd varahlutaþjónusta og hagstæð kjör Kaupfélögin UM ALLTIAND lalalalalalalalalálalalalalalalÉiIalalalalalalalalalalalalaSIala Samband islenzkra samvinnufélaga VÉLADEILD Ármula 3 Reykjavik simi 38900 Sýning á íslenzkri nytjalist: Á að stuðla að bættu listmati og betri framleiðsluháttum gébé-Rvik — fslenzk Nytjalist I, nefnist sýning sú er félagið List- iön stendur aö I húsakynnum Heimilisiönaðarfélags tsiands, Hafnarstræti 3 I Reykjavlk. Sýn- ing þessi er sú fyrsta I röö sýn- inga, sem fyrirhugaö er aö halda á þessu ári, og er samsýning fimm hönnuöa. Slöan er ætlunin aö hafa sýningarnar minni og kynna þá verk eins eöa tveggja hönnuða. Þeir, sem taka þátt I þessari fyrstu sýningu eru: Asa Ólafs- dóttir textllhönnuður, Sigrún Guöjónsdóttir listiönhönnuöur, Jens Guðjónsson gullsmiöur, Pét- ur Borgholt Lúthersson hús- gagnaarkitekt og Baldvin Björns- son teiknari. Það var I janúar 1974, sem fé- lagiö Listiðn var stofnað i Reykjavik. Það er samband list- iðnaðarmanna, iðnhönnuða og arkitekta. Tilgangur félagsins er meðal annars að stuðla að bættu listmati og betri framleiðsiuhátt- um fsl. listiðnaðar, auk þess að kynna hann hérlendis og erlendis. Þá stuðlar félagið að bættum skil- yrðum til menntunar I listiðnum hér á landi og gæta hagsmuna þeirra er starfa að honum. Asa Olafsdóttir textilhönnuöur við eitt verka sinna, sem sýnt er á sýningunni. Tlmamynd: Gunnar. STOFNKOSTNAÐUR FISKKASSAVERK- SMIÐJU 170 MILLJ. A SÍÐASTLIÐNU SUMRI var stofnað Undirbúningsfélagið Fiskkassar hf. og skyldi verkefni þess vera að kanna rekstrar- grundvöll hugsanlegrar fiskkassa verksmiðju hér á landi, þvi að ljóst var að um verulegan markað fyrir fiskkassa gæti orðið að ræða. Samkvæmt áæltun sem félagið hefur látið gera er stofn- kostnaður fiskkassaverksmiðju nálægt 170 millj. kr. Eins liggja fyrirtillögur hjá félaginu að is- lenzkum fiskkassa. I greinargerð, sem Timanum hefur borist frá undirbúnings- félaginu segir, að á siðastliðnum 2-3 árum hafi orðið verulegar breytingar á fiskveiðum hér við land m.a. vegna endurnýjunar togaraflotans. Auknar hafi verið kröfur um vörugæði og nytingu aflans ásamt strangari kröfum um hreinlæíi á vinnustöðum og um aðstöðu starfsíólks og það hafi leitt til breytinga á vinnslu á fiski f landi. Fiskkassar úr plasti er ein af þeim nýjungum, er haslað hafa sér völl hér á landi á undanförn- um 3 árum. Um 200.000 kassar hafa verið fluttir inn og sagði i greindargerðinni að væru flestir af svonefndri Strömbergsgerð og hafi þeir verið notaðir um borð i nýju togurunum. Einnig er tekið fram, að þessir kassar hafi yfir- leitt reynzt tiltölulega vel þ.e.a.s. gæði aflans væru meiri, ef kassað væri um borð, og hærra verð fengist fyrir aflann, þar sem hann flokkast betur. 1 fyrstu grein laganna um stofnun undirbúningsfélags Fisk-. kassaverksmiðju segir: „Rikisstjórnin skal beita sér fyrir stofnun undirbúningsfélags, sem hafi það markmið, að kanna hagkvæmni og aðstoða við að koma á fót framleiðslu fiskkassa, flutningspalla og annarra sam- 'bærilega vara úr plasti, og stuðla að þvi að að slikt félag verði stofnað.” Stjórn undirbúningsfélagsins er þeirrar skoðunar, að nauðsynlegt sé að setja á stofn framkvæmda- féiag, og hefur hún lagt til að framkvæmdum verði skipt i áfanga og ákvarðanaþrep. 1. Skipulags- og tilraunaþrep. Kostnaður metinn 50 millj. kr. 2. Bygging verksmiðjuhúss hafin. Kostnaður metinn á 40 millj. kr., en i greinargerðinni segir að byggingin sem slik geti haft sjálf- sætt verðmætagildi, a.m.k. i upphafi. 3. Vélar pantaðar. Kostnaður metinn á 80 millj. kr. 4. Framleiðsla hafin. Undirbúningsfélagið hefur unnið að ýmsum athugunum varðandi þetta mál og eru helztu niðurstöður þessar. Stofn- markaður fyrir fiskkassa mun að nokkrum árum liðnum verða um 600.000 Varnalegur endur- nýjunarmarkaðui- fyrir fiskkassa verður nálægt 100.000 kassar á ári. Strömbergkassinn er ekki fullnægjandi. Unnin hefur verið áæltun um stofnkostnað fiskkassaverksmiðju o^ er hann áætlaður nálægt 170 millj. hr. Fyrir liggja tillögur að íslenzkum fiskkassa.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.