Tíminn - 29.04.1975, Síða 2

Tíminn - 29.04.1975, Síða 2
2 TÍMINN Þriðjudagur 29. apríl 1975. Kristinn Hallsson syngur hiutverk Papagenos úr Töfraflautunni eftir Mozart i einu atriðanna I Afmælissyrpu. 80 listamenn koma fram í Afmælissyrpu SKEMMTIDAGSKRA sú, sem tekin var saman i tilefni 25 ára af- mælis Þjóðleikhússins og sýnd starfsfólki og boðsgestum á af- mælisdegi leikhússins 20. april, hlaut svo góðar viðtökur, að ákveðið hefur verið að hafa nokkrar sýningar fyrir almenn- ing. Sú fyrsta var s.l. sunnudags- kvöld fyrir fullu húsi og næsta sýning verður á sunnudaginn kemur (4. mai). Um 80 listamenn koma fram i Afmælissyrpu, en þar eru fluttir þættir úr verkum, sem sýnd hafa verið i Þjóöleik- húsinu á liðnum rum. Má þar nefna verk eins og Islandsklukk- una, Gullna hliðið, Pétur Gaut., Gisl, Ó, þetta er indælt strið, Kabarett, Fiðlarann á þakinu, May Fair Lady, Leðurblökuna, Coppeliu, Þrymskviðu svo eitt- hvað sé nefnt. Gisli Alfreðsson hefur tekið afmælissyrpu saman og stjórnað flutningi, Carl Billich er hljóm- sveitarstjóri en Birgir Engilberts gerir leikmyndir. Skagfirskar konur halda basar og kaffisölu KVENNADEILD Skagfirðingafé- lagsins i Reykjavik heldur basar og kaffisölu i Lindarbæ fimmtu- daginn 1. mai nk. kl. 2 sd. Deildin hefur um árabil haft ýmis áhuga- mál að starfa að, og hefur starf- semin einkum verið tengd við málefni Skagafjarðar, sem ofar- lega eru á baugi hverju sinni, Það er einlæg ósk að allir velunnarar félagsins leggi leið sina i Lindar- bæ 1. mai og styrki þannig gott málefni. Nýjung, sem kemur ferðafólki vel: Tjaldað með einuhandtaki HAFINN er innflutningur á nýrri tegund ferðatjalda. Eins og myndirsýna, er tjaldið á þaki bif- reiðanna. Tjaldið er reist með einu handtaki og tekur það að- eins um eina minútu, enn fremur fer aðeins ein minúta i að fella það ogganga vel frá öllu. Nýjung þessi mun auðvelda útilegur og ferðalög og þá ekki siður þeim mönnum, er búa vilja i tjöldum i ferðalögum, einnig þó að dvalið sé i stórum bæjum Allir öröug- leikar og leit að tjaldstæðum eru horfnir, hægt er að tjalda svo að segja hver sem er, jafnvel i bila- stæðum, Mikinn sparnað getur nýjung þessi skapað þeim sem oft þurfa að leita gistingar á ferða- lögum sinum, þar sem að hótel- herbergi eru mjög dýr nú á dög- um. Það er innflutningsfyrirtækið Festi i Reykjavik, sem flytur tjöldin inn. Félagar úr björgunarsveitinni flytja einn hinna slösuðu frá borði I Húsavfkurhöfn á sunnudaginn Alvarlegt slys um borð í Lifeline Gsal-Reykjavik — Þrir menn af brezka björgunarskipinu Lifeline slösuðust mikið I fyrradag, er hlekkur úr keðju siitnaði og slóst i mennina. Hlutu mennirnir allir mikil sár en þó er enginn þeirra talinn i lifshættu. Slysið varð um hádegisbilið, er verið var að vinna að björgunar- aðgerðum. Við höggið féll einn mannanna i sjóinn en fljótlega tókst að bjarga honum. Svo heppilega vildi til að yfirhjúkr- unarkonan á sjúkrahúsinu á Sel- fossi var stödd i Flatey er slysið varð og gerði hún að sárum mannanna, — sem allir hlutu opin Sam- staða briggja um 1. maí BH-Reykjavik. —Samstaða hefur náðzt um sameiginlega kröfu- göngu og útifund á vegum þriggja aðila 1. mai n.k. Hér er um að ræða FuIItrúaráð verkalýðsfélag- anna i Reykjavik, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja og Iðn- nemasamband íslands. Undirrit- uðu fuiltrúar þessara samtaka 1. mai-ávarp og ræðumenn verða frá þessum aðilum á útifundi, scm haldinn verður á Lækjar- torgi. Heita má, að hér sé um algera samstöðu að ræða, i ávarpi og kröfum. Þá undirritaði Guð- mundur Hallvarðsson fulltrúi Sjómannafél. Rvikur, ávarpið með fyrirvara, hvað snertir tvær greinar þess, þar sem bein gagn- rýni er á stefnu rikisstjórnarinn- ar i efnahagsmálum og i kröfu- göngunni ganga hernámsand- stæðingar undir kröfuborðum þar sem þess er krafizt að herinn og NATO viki. Er það gert án sam- þykkis annarra aðila að göng- unni, en átölulaust af þeirra hálfu. Samstaða sem þessi er nýjung 1. mai, og má geta þess, að fimmtán ár eru siðan fulltrúi BSRB hefur flutt ræðu 1. mai. Iðnnemasambandið hefur gert sér dagamun 1. mai og tekið þátt i kröfugöngum og útifundum, en þetta er i fyrsta skipti, sem INSI undirritar 1. mai-ávarpið og einn- ig I fyrsta skipti, sem stúlka er ræðumaður þess 1. mai. beinbrot, — unz frekari hjálp var fengin. Björgunarskipið hélt þegar áleiðis til Húsavikur og á móti skipinu komu læknar af sjúkra- húsinu ásamt félögum úr björg- FIMMTUPAGINN 1. mai heldur söngflokkurinn Hljómeyki tón- leika i Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut í Reykjavik. Gestir Illjómeykis á þessum tónleikum eru Jósep Magnússon flautuleik- ari, Páll Gröndal cellóleikari og Jónas Ingimundarson pianóleik- ari. A efnisskrá Hljómeykis eru ein- göngu gamlir og nýir brezkir söngvar. Söngvar eftir gömlu meistarana Henry Purcell, Thomas Morley, Orlando Gibbons og John Dowland og svo nýlegri söngvar frá 19. og 20. öldinni eftir Edward Elgar, John Hind, C.N. gébé Tvik — Akveðið hefur verið hjá Kaupfélagi Eyfirðinga Akur- eyri, að hætt verði að smiða skip i Skipasmiðastöð KEA. Það var árið 1940 sem Skipa- smiðastöð KEA tók til starfa og hafa þar verið smiðaðir 107 bátar og skip, allt upp i 165 tonn. Stærsta skipið, sem smíðað var þar, var hið aflasæla happaskip, Snæfell, sem Útgerðarfélag KEA á og gerði út i rúm 30 ár, eða til ársloka 1973. er þvi var lact. unarsveitinni á staðnum. Þegar til Húsavikúr var komið voru hin- ir slösuðu fluttir út á flugvöll, þar sem flugvél beið þeirra og flutti þá til Akureyrar. Stanford, Richard Rodney Bennet og Benjamin Britten. Margir þessir söngvar hafa ekki heyrzt hérlendis fyrr en nú, þ.á.m. lagaflokkurinn Five flow- ersongs eftir Benjamin Britten. Fyrrnefndir gestir Hljómeykis leika svo tvö trió eftir Haydn og Martinu, einnig leikur Jónas Ingi- mundarson með nokkrum söngvanna. Þetta verða einu sjálfstæðu tón- leikar Hljómeykis að þessu sinni og hefjast þeir klukkan 8:30. Aðgöngumiðar verða seldir við innganginn. Siðasti báturinn, sem Skipa- smiðastöð KEA smiðaði, var Sól- rún EA 251, sem er 27 tonna eik- arbátur, en hann var afhentur eiganda, Sólrúnu h.f. Arskógs- sandi, þann 1. marz sl. Skipasmiðastöð KEA hefir einnig i fjölda ára rekið innrétt- ingaverkstæði, þar sem smiðað- ar eru eldhúsinnréttingar, glugg- ar, hurðir o.fl. og mun sú starf- semi halda óbreytt áfram. Ung skáld og æsku• Ijóð á fjölunum ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ hefur ákveðið að endurtaka i kvöld ljóða- og söngdagskrána UNG SKALD OG ÆSKULJÓÐ vegna mikillar að- sóknar. Dagskrá þessi var flutt siðasta vetrardag á Litla sviðinu i Leikhúskjallaranum og hlaut hin- ar ágætustu undurtektir. Hér er um að ræða ljóð og söngva eftir 20 höfunda, einkum þá, sem enn eru ungir að árum, en einnig æskuljóð nokkurra eldri höfunda. Flytj- endur eru leikararnir: Edda Þór- arinsdóttir, Herdis Þorvaldsdótt- ir, Margrét Guðmundsdóttir, Þórhallur Sigurðsson og Ævar R. Kvaran. Meginþungann af tón- listarflutningnum ber söngtrióið Þrjú á palli (Edda, Halldór Krist- insson og Troels Bendtsen), ásamt Carl Billieh. Stefán Bald- ursson hefur stjórnað sýningunni og valið efnið ásamt leikurunum. Sýningin hefst kl. 20:30, og geta áhorfendur setið við borð og notið veitinga meðan á sýningu stend- ur. Leshringir 1 VETUR og vor hafa 3 leshringir verið starfandi hjá kvenfélögum i Eyjafirði og á Akureyri. Þetta eru kvenfélög i Saurbæjar- og Hrafnagilshreppum og um sumarmál lýkur tveim leshring- um hjá Kvenfélagasambandi Akureyrar. Allirlásu leshringirn- ir sama efni hjá Bréfaskólanum, þ.e. „Fundarstjórn og fundar- reglur” og allir hafa þeir sýnt mjög góða ástundun og áhuga. Leiðbeinandi allra leshringanna er Gunnlaugur P. Kristinsson. Hljómeyki í Félags stofnun stúdenta KEA hættir skipasmíði

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.