Tíminn - 29.04.1975, Qupperneq 3

Tíminn - 29.04.1975, Qupperneq 3
Þriöjudagur 29. april 1975. ItMINN 3 „Hópslys" sett á svlð í Reykjavík: ÆFINGIN TÓKST VONUM FRAMAR — Verða björgunaraðgerðir vegna flugslyss æfðar næst? Gasl-Reykjavik — Almannavarn- ir rikisins og Reykjavikur geng- ust fyrir viöamikilli æfingu á iaugardaginn. stórslys haföi veriö sviösett á lóöinni viö Hliöaskól- ann i Reykjavik og rúmlega hundraö skátar léku þar hlutverk „slasaöra,” — og var þetta mesta æfing, sem gerö hefur veriö hér- lendis af þessu tagi. „Hópslysiö” hefur veriö I undirbúningi um alllanga hriö og allir þeir fjölmörgu aöilar sem i æfingunni tóku þátt vissu ekki hvenær hún yröi framkvæmd. Aö visu haföi þeim veriö sagt aö svona æfing stæöi fyrir dyrum — en flestum kom hún á óvart eins og jafnan er slys gerast. Tlminn haföi tal af Guöjóni Pet- ersen, fulltrúa Almannavarna og sagöi hann aö tilgangur æfingar- innar heföi veriö sá aö kanna hvort þær neyöaráætlanir, sem geröar hafa verið fyrir Reykja- vik, stæðust er á reyndi. — 1 þessari æfingu tókum viö fyrir aöeins einn þátt þessarar á- ætlunar, sagði Guöjón, — og viö vildum sjá hvernig hún virkaöi I raun. Annar tilgangur æfingar- ínnar var sá, að reyna innanhúss- áætlanir spitalanna viö móttöku sjúklinga sem slasazt hafa i hóp- slysi. Þá má ekki gleyma þvi, aö einn tilgangurinn var sá, aö finna veika hlekki I þessum áætlunum. Guðjón sagöi, aö þegar á heild- ina væri litiö, gætu þeir veriö mjög ánægöir með þaö, hvernig til hefði tekizt. Allar þær sveitir, sem tekiö hefðu þátt I æfingunni, bæði af hálfu hins opinbera og sjálfboðaliöar, heföu staöiö sig mjög vel. Miöaö við það, hvað æfingin var viötæk, var útkoman hreinlega mjög góð. Hins vegar er þvi ekki að neita aö viö fundum veika hlekki, sem þarfnast lagfæringar. Sá stærsti var sá, aö viö gerum ráö fyrir alltof fáum læknum viö greiningu á þeim slösuöu, þ.e. hvaöa sjúklingar ættu aö hafa forgang og I hvaöa röö ætti aö flytja sjúklinga á sjúkrahús, — og á hvaöa sjúkrahús þeir áttu aö fara. Einnig kom I ljós, aö spitalarnir þurfa hver fyrir sig aö hafa til staðar I sinni sjúkramóttöku, litla Framhald á bls. 13 AAikill halli vöruskiptajöfnuð- inum f marz- mánuði VÖRUSKIPTAJÖFNUÐUR okk- ar var óhagstæður um rúma 4,2 milljarða I marzmánuði siðast- liðnum, og samkvæmt bráða- birgðatölum Hagstofunnar er þvi vöruskiptajöfnuður okkar óhag- Athugasemd frá Póstmanna- félaginu VEGNA fréttar i Timanum 8. april s.l. um þátttöku póstmanna i ráöstefnuhaldi á Spáni, vill Póst- mannafélag Islands taka fram aö félagið hefur engin afskipti haft af þátttöku i póst- og simamála- ráöstefnum. Póstmannafélaginu þykir rétt aö þetta komi fram, þar sem gagnstæðan skilning mætti leggja I ummæli, sem blaðið hefur eftir Brynjólfi Ingólfssyni ráðuneytis- stjóra. Ef þessi framangreinda frétt er fyrirboði um áhrif félagsins á stjórn póst-og sima fer vel á þvi. stæður um rúmar 7.3 milljarði kr. fyrstu þrjá mánuði þessa árs. í marzmánuði var flutt út fyrir samtals 3,3 milljarða kr. en inn- flutingur nam alls 7,5 milljörðum kr. Útflutningur af áli og álmelmi var I marz fyrir tæpar 600 millj. kr., en innflutningur vegna ál- félagsins nam 1,2 milljörðum og innflutningur fyrir Landsvirkjun nam tæpum 30 millj. kr. Þessar tölur eru þó ekki eins dökkar eins og þær sýnast, þvi að þess ber að geta, að útflutningur seinni hluta febrúar 1975 var vegna gengisfellingar 14. febrúar s.l. færður yfir á marzmánuð og sama gilti um þann innflutning i febrúar, sem tollafgreiddur var á nýju gengi. Af þessum sökum er innflutn- ingur og útflutningur I marz tal- inn miklu hærri að verðmæti, en annars hefði orðið. Sé þetta tekið inn i dæmið hefði hallinn á vöruskiptajöfnuðinum orðiö tæplega 3.4 milljarðar kr. 1 marzmánuði 1974 var vöru- skiptajöfnuður okkar óhagstæður um tæpar 740 millj. kr. Banaslys skammt frá Hnífsdal Gsal-Reykjavik — Banaslys varð á veginum milli Hnifsdals og tsafjarðar aðfaranótt sunnu- dags, er tvitug stúlka sem var fótgangandi á veginum varð fyrir bil, er ók á ofsahraöa á leið til tsafjarðar. Stúlkan mun hafa látizt samstundis. Ekki er unnt að birta nafn hennar að svo stöddu. Slysiö gerðist skömmu eftir aö dansleik lauk i félagsheim- ilinu á Hnifsdal og gekk stúlkan áleiöis til Isafjarðar, enda veður gott. Þegar stúlkan haföigengið nokkurn spöl kom bill á ofsa- hraða aðvifandi og skipti engum togum aö hann ók á stúlkuna sem kastaöist út I skurð við veg- inn. ökumaður stöðvaði bilinn, og fóru farþegar hans að gæta að liðan stúlkunnar. Eftir að farþegarnir höfðu farið út úr bilnum þá ók hann á brott á ofsahraða. Fljótlega dreif að sjúkrabif- reiö með lækna, svo og lögreglu- bila. Var stúlkan flutt á sjúkra- húsið á Isafirði, en var látin þegar þangað var komið. ökuþrjóturinn náðist i ön- undarfiröi, og var hann undir áhrifum áfengis. Hann hefur verið úrskurðaður i gæzluvarð- hald. Flestir þeir, sem I æfingunni tóku þátt, þóttu standa sig með mikilli prýði, ekki sizt sjúkrafiutningsmenn ogskátar sem léku hina „slösuðu”. Hér sjástsjúkraflutningsmenn veita „siösuðum” manniaðstoð. Afgreiðslustaður bílaferjunnar: Færeyingar völdu Seyðisfjörð gébé Rvik — Þá er loks búið að á- kveða afgreiðslustað fyrir fær- eysku bilaferjuna „Smyril”. Var sú ákvörðun tekin seinni hluta laugardags af forráðamönnum ferjunnar, og varð Seyðisfjörður fyrir valinu. Astæðan er fyrst og fremst talin sú, að bryggjan á Seyðisfirði er heppilegri viðlegu- staður fyrir ferjuna, heldur en sú á Reyðarfirði. Hörður Þórhalls- son sveitarstjóri á Reyðarfirði, taldi þó að Færeyingarnir gerðu mistök með þessu vali, og að tim- inn myndi leiða það i Ijós. Hörður Þórhallsson sagði einn- ig, að það væri misskilningur, að höfnin á Reyðarfirði væri of grunn fyrir bilaferjuna, sem rist- ir nokkuð djúpt, eða 4,20 metrar. — Minnsta dýpi við viðlegukant- inn hér, sagði Hörður, er fimm metrar á stórstraumsfjöru, en teikningarnar sem Færeyingar ina, en nýrriteikningar voru ekki fengu I hendur eru frá 1968, en þá til. — Hitt er annað mál, að var einmitt verið að dýpka höfn- Framhald á 19. siðu Frá Seyöisfirði. örin visar á bryggjuna þar sem bilaferjan kemur til meðaðliggja. Nauösynlegt er aðhafa „L-bryggju” þvibifreiðunum er ekið inn I ferjuna að aftan. Náttúruverndarþing: Nauðsyn að gera úttekt á vatna- og jarðhitasvæðum SJ-Reykjavik — Náttúruverndar- þing var haldið að Hótel Loftleið- um um helgina. Margar tillögur komu fram á þinginu og ýmsar ályktanir voru gerðar. Þingið ályktaði m.a. aðnauðsynlegt væri að gera úttekt á vatna- og jarð- hitasvæðum landsins. Einnig verði gerð heiidaráætlun um frið- un þeirra fossa, hvera, vatna- og jarðhitasvæða, sem réttmætt þykir að vernda. 1 ályktun þingsins um þetta mál segir að til greina komi að greina vemdarsvæði I tvo flokka. Svæðið, sem rétt sé að friða varanlega og svæði, sem sæta skuli timabundinni friðun, til end- anleg ákvörðun hafi verið um það tekin, hvernig með þau skuli fara. Þingið fól Náttúruverndarráði að hafa forgöngu um þessi mál og leita um það samvinnu við þá aðila, sem hlut eiga að máli. Þingiðlagði áherzlu á,að teknir séu upp þeir starfshættir, að áður en teknar eru ákvaröanir um stofnun iöjuvers eða iðnreksturs á ákveðnum stað fari fram allar þær rannsóknir, sem rétt er að gera kröfu til, og verði haft sam- ráð við þá aðila og stofnanir, sem hlut eiga að máli. Er brýnt að slikum undirbúningi sé lokið, áöur en yfirvöld taka ákvörðun um aö heimila rekstur á tiltekn- um stað eða leggja slik mál fyrir Alþingi. Þá taldi þingið rétt að fylgt sé þeirri reglu, að á íslandi sé ein- ungis leyfður iðnrekstur, sem hefur fullnægjandi tök á meng- unarvörnum vegna umhverfisins og heilbrigði þeirra, er við hann vinna. Þá fól náttúruverndarþing Náttúruverndarráði að kanna hvort ekki séu tök á að hætt verði keppni I torfæruakstri. Æfingar I slikum akstri fari aðeins fram á skýrt afmörkuðum svæðum, sem til þess hafa verið valin og sam- þykkt af Náttúruverndarráði. Strangt eftirlit sé með þvf haft, að slikur akstur verði ekki stundað- ur utan þeirra svæða. Einnig fól þingið Náttúruvernd- arráði að stuðla að þvi að settar verði reglur og/eða hert á ákvæð- um um umferð ýmissa vélknú- inna tækja, svo sem bifhjóla, vél- sleða og hraðbáta með það að markmiði aö draga úr röskun lif- rikis, landspjöllum, hávaða og annarri truflun af þeirra völdum. Minnt var á bann viö notkun skot- vopna á slikum tækjum og þvi beint til Náttúruverndarráös hvort ekki sé ástæða til endur- skoðunar viðeigandi laga að þvi er varðar notkun vélsleða i veiöi- ferðum. Náttúruverndarþing gerði ályktanir um mengun vegna oliu- geyma við hús, fiskvinnslu og fiskim jölsverksmiðja , um sjávarrannsóknir og mengun sjávar. Náttúruverndarráði var falið aö kanna hvort tök séu á að koma á eftirliti með innfluttum vörum og innlendri vöruframleiðslu með tilliti til skaðlegra umhverfis- áhrifa. Ályktanir um landslagsvernd, þjóðjarðaáætlun, náttúrukönnun, stuðning við ferðalög og útivist almennings og um akstur á vél- sleðum og reglur um hann voru meðal árangurs af starfi þessa annars náttúruverndarþings. Þá var lagt til að hið fyrsta verði komið á umhverfisfræðslu I framhaldsskólum og sérskólum og náttúruverndarmiðstöðvum veröi komið á fót i landshlutum fjarri höfuðborginni. Þessir menn voru kosnir i Náttúruverndarráð: Arnþór Garðarsson, dýrafræð- ingur. Hjörleifur Guttormsson, lif- fræðingur. Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi. Páll Lindal, lögfræðingur. Sigurður Þórarinsson, jarð- fræðingur. Vilhjálmur Lúðviksson, efna- verkfræðingur. Varamenn eru: Agnar Ingólfsson, vistfræðing- ur. Hjálmar Bárðarson, siglinga- málastjóri. Jón ólafsson, haffræðingur. Jónas Jónsson, búfræði- kandidat. Snæbjörn Jónasson, yfirverk- fræðingur. Þorleifur Einarsson, jarðfræð- ingur.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.