Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 4

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 4
TÍMINN Þriöjudagur 29. apiil 1975. c ;;,,:::: nrt l ¦llllllll.ltllllllllll ........llllll.llllllllMI Rækileg viðgerð Bolsjoleikhússins Holsjojleikhúsirt i Moskvu held- ur á næsta ári hátíðlegt 200 ára afmæli sitt. Þess vegna verða geröar I ár vlötækar lagfæring- ar á áhorfendasal leikhússins, sem er eitt hið elzta i Rússlandi. Hinn kunni safnvöröur Stepan Tjudakov, sem er þekktur fyrir þátttöku í viðgerð málverka I listasafninu i Dresden, mun framkvæma viðgerð á fortjald- inu fræga, með hinni sigildu mynd af Apollo og mennta- gyðjunum. Þess verður vand- lega gætt, aö viðgerðirnar á salnum skemmi ekki hinn frá- bæra hljómburö, sem gerir veikasta tón heyranlegan I fjar- lægustu sætum. Til þess að endurnýja áklæöiö á sætunum verður ofiösérstakt ullaráklæði, sem ekki er framleitt að jafnaði. Viðgerðinni lýkur I haust. ** Ostran er komin aftur í Svartahafið Fyrir nokkrum árum var ostrunni sem mikið var af utan við strendur Krim-skagans nær útrýmt með innrás fiska, sem eru kjötætur, og annarra óvina ostrunnar sem fylgdu i kjölfar skipasiglinga meðfram ströndinni. Fyrir fjórum árum var þess vegna sett upp ostru- eldisstöö i Jaogorlitskij-flóan- um. Gerð var stlfla sem myndað 500 fermetra svæði og fjögurra metra djiipt. Fengið var ungviði úr Kyrrahafinu, og það óx svo fljótt, að þegar eftir ár var hægt sð sleppa þvi I hafiö, þar sem nú er byrjað að veiöa þaö með góðum árangri. Sér- fræðingar álíta, að stofninn við Krím-ströndina telji nii að minnsta kosti 250 milljón stykki. ** „Demantur — 75" í Moskvu stendur nú yfir sýning á verkfærum og fleira, sem demantar eru notaðir I. Á sýningunni, sem ber nafnið „Demantur — 75" getur að Hta ýmiss konar framleiðsluvörur, sem að einhverju leyti eru úr demöntum. Mesta athygli sér- S2.QD fræðinga vekja nýjar gerðir af vélum, sem margar eru prógramstýrðar, en einnig eru á sýningunni skrautdemantar og skartgripir. Samanlagtsvara demantarnir á sýningunni til 260.000 karata. Notkun mjög harðra málma eykst stöðugt, og eftirspurnin eftir þeim vex ört. Notkun demantsverkfæra eykur fram- leiöslugetuna mjög verulega, og getur i sumum tilfellum allt að fimmtugfaldað hana. Sovétrikin eru einn helzti demants- verkfæra-framleiðandinn I heiminum. Þau flytja slik verkfæri Ut til 30 landa, meðal annars Bandarikjanna, Vestur- Þýzkalands, Frakklands, Itallu og Japans. Alþjóðleg samkeppni í húsagerðarlist Arkitektar frá átta sósialista- rlkjum — Búlgarlu, Ungverja- landi, Þýzka-Alþýöulýðveldinu, Póllandi, Rúmenlu Tékkóslóvakiu, Júgóslavíu og Sovétrikjunum — munu taka þátt I fjölþjóðlegri samkeppni „Varsjá — 74" um beztu til- íöguna um visindamiðstöð. Visindamiðstöðin verður ein hinna stærstu I Evrópu. 50.000 vlsindamenn og námsmenn ' munu starfa þar samtímis. Á 90 hektara svæði verður reistur fjöldi æðri menntastofnana. Sovézkir arkitektar hafa sent tvær tillögur til samkeppninnar. Eins og fuglinn fljúgandi Walter Cornelius er einn af „klikkuðu Englendingunum", sem oft er talað um i gaman- sömum tón, en þó með tals- verðri aðdáun og virðingu. Hann er að minnsta kosti enginn hversdagsmaður, og hann á enga ósk heitari en að geta svif- ið um heiðloftin blá eins og fugl- inn frjáls. Þótt kominn sé á sex- tugsaldurinn, lætur hann sér ekki nægja drauminn einn, og eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, hefur hann orðið sér úti um stórglæsilega vængi með til- heyrandi útbúnaði. Gallinn er bara sá, að ennþá hefur honum alls ekki tekizt ætlunarverk sitt. Tvisvar sinnum hefur honum að vfsu tekizt að komast á loft, en hvflik lending! Cornelius var i marga mánuði að jafna sig eftir hvert fall, en ekki lét hann hug- fallast. Hann undirbýr næstu flugferð af miklu kappi og hefur keypt sér tugi metra af'sérstak- lega sterkri teygju, sem hann hyggst nota við flugtakið. Auk þess hefur hann fengið hvorki meira né minna en tvöhundruð manns til að aðstoða sig. Helmingur þessa mannafla á að standa honum á hægri hönd, og hinn helmingurinn vinstra meg- in við hann og toga I teygjuna af lífs og sálar kröftum. Þegar Cornelius gefur ákveöið merki, eiga svo allir að sleppa taki sinu á teygjunni góðu! Þannig hyggst þessi bjartsýnismaður ná góðu flugtaki, svifa siðan góða stund i loftinu, og lenda að lokum mjúklega.Hanner meira að segja biiinn að ákveða stund og stað, sem er bakki allbreiðr- ar ár i Lincolnshire. ¦»!.!!!..i!.JL.iinl.j. , Máttu ekki vera að þvl að blða, ofurlitla stund? Það er senn kominn tlmi til þess að þú farir að hugsa um eitthvað annað en föt og peninga, Karen. Voru þau ekki að segja, að það væri leiöinlegt, að við skyldum þurfa að fara svona snemma. DENNI DÆMALAUSI Hringdu strax i dýralækninn, Snati át kattamat.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.