Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 29. aprfl 1975. TÍMINN 5 1 II Verðugasta verkefnið Á sama tima og hverfasam- tök annarra stjórnmálaflokka en Sjálfstæðisflokksins i Breiðholti III beita sér fyrir framfaramálum hverfisins, virðist Sjálfstæðismenn i hverfinu hafa þá einu hugsjón að koma þaki yfir „starfsemi” sina. Þeim kemur ekkert við, þótt allflestar framkvæmdir i hverfinu séu langt á eftir áætl- un miðað við hinn mikia bygg- ingahraða, sem átt hefur sér stað. Þaðkemur ekkert við þá, þótt nær alla félagsaðstöðu vanti i hverfið. Þeim er sama um það, þótt aka verði börn- um úr hverfinu alla leið vestur i bæ til að hljóta sund- kennslu. Þeir kæra sig koliótta, þótt iþróttahús, sem tilbúið átti að vera um ára- mótin 1973-’74 sé ekki tilbúið. Og þó að tilfinnanlcga vanti lágmarksaðstöðu I leikvalla- málum, þá er það ékkert á- hyggjuefni. Nei, það, sem skiptir máli I augum hverfa- samtaka Sjáifstæðismanna, er einungis að hverfasamtökin komist í húsnæði. Það er að þeirra dómi veröugast alira verkefna og I anda Sjálf- stæðisstefnunnar. Sérstaða Sjálf- stæðismanna Þetta kom m.a. fram á mjög fróölegum fundi, sem Fram- farafélagið i Breiðhoitshverfi III efndi til I fyrrakvöld, en á þann fund var boðið fulltrúum allra stjórninálaflokkanna. Húsnæðismál Sjálfstæðis- manna komust á dagskrá, þegar skýrt var frá þvi, að bciðni Hverfasamtaka Fram- sóknarmanna um aðstöðu i Fellahelli undir spiiakvöld hefði veriö hafnað i borgarráöi með öllum greiddum atkvæð- um, Það sjónarmið mun hafa ráöið afstöðu borgarráðs- manna að með sliku leyfi yrði gefið hættulegt fordæmi, og að þvi kæmi, að fleiri slikar beiðnir úr öðrum hverfum borgarinnar bærust. Vissulega á þetta sjónarmið nokkurn rétt á sér, en á það ber að lita, aö sérstaðan I Breiðholtshverfum er mikil, og þar er ekki I nein sam- komuhús aö venda, önnur en Fellahelli. Og enda þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hafi ótak- mörkuð fjárráö, er ekki vist, aö hverfasamtök, sem byggö eru upp á fólkinu sjálfu, sem býr I hverfinu, hafi efni á þvi aö leigja húsnæöi til langs tima. Og ótrúlegt, aö þau nái eins hagstæðum leigu samningum viö þann kaup- mann, sem leigir Sjálfstæöis- mönnum húsnæði. Þaö er nú einu sinni Sjálfstæöisflokkur- nn, sem ræöur lóöaúthlutun I Reykjavik. Framkvæmdirnar neðanjarðar En hvaö, sem þessu máli liöur, var mjög athyglisvert að hlýöa á málflutning fulltrúa Sjálfstæðisfiokksins á þessum fundi, og þá sérstaklega borg- arfuiitrúanna Óiafs B. Thors og Magnúsar L. Sveinssonar. Á þeim var helzt aö skilja, aö þeir væru hissa á kvörtunum fólksins. Ólafur B. Thors benti fólkinu m.a. á, aö ekki væri að marka það, þótt framkvæmdir Sjálfstæðismanna sæjust ekki allar. Sumt væri nefnilega neðanjarðar! Það var einnig á fulltrúum Sjálfstæöisflokks- manna að heyra, eftir að þeir fundu ■ að máiflutningur þeirra féll ekki I góöan jarð- veg, aö vissulega væri um nokkra erfiöleika að ræða, — en þeir væru vinstri stjórninni að kenna. Þannig höfðu þeir skýringar á reiðum höndum, hvernig sem að þeim var sótt. Hins vegar þóttu þessar skýringar mjög ódýrar. Kona, sem tók til máls á fundinum, benti á, að börn úr Fellaskóla þyrftu að sækja sund alla leið vestur I Vesturbæjarlaug. Slfkt ferðalag gæti tekið upp undir 3 tima, auk þess, sem fyrir heföi komið, að börn hefðu verið skilin eftir, ef þau voru ekki nógu fljót að koma sér út I bilinn, sem sá um akstur þeirra. Mörg fleiri dæmi voru nefnd. Vfst er um þaö, aö enda þótt borgarfulltrúar Sjálf- stæöisflokksins hafi reynt aö baða sig f einhverjum imynd- uðum dýrðarljóma fram- kvæmda I Breiðholti — ofan jarðar og ncðan — er tækni- lcga útilokað, að þeir geti yfir- leitt baðað sig í sundlaug i Brciöholtinu. Langur timi iið- ur nefnilega enn þá, þar til sundlaugarbygging sér dags- ins Ijós f þessum fjöimennustu hverfum borgarinnar. Á meö- 'an veröa börn og sá borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins, sem býr I Breiðholtsverfi, aö sækja út fyrir hverfamörkin eftir slfkum þægindum, sem sundlaug er. — a.þ. Grásleppu- NET á gamla veröinu fyririiggjandi úr girni 60 og 120 fm. Hafið samband við okkur sem fyrst. *seifurh.f: Tryggvagötu 10 Símar: 21915 & 21286 Bændur athugið Er 15 ára og vantar vinnu í sveit í sumar, er vanur. Vinsamlega hringið eða skrifið. Guðmundur Guð- brandsson írabakkaS, Reykjavík, simi 7-16-82. Auglýsícf ITiiwamwn PÓST- OG SÍMAMÁLASTJÓRNIN Útboð Óskað er tilboða i smiði og fullnað- arfrágang póst- og simahúsa á Breiðdalsvik Djúpavogi Stöðvarfirði. Útboðsgögn verða afhent á skrif- stofu Tæknideildar Pósts og sima, Landssimahúsinu i Reykjavik, svo og hjá viðkomandi stöðvarstjórum, gegn 15.000.- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Tæknideildar Pósts og sima mánu- daginn 19. mai 1975 kl. 11 f.h. Akranes Vantar börn til að bera út Timann. Guðmundur Björnsson, simi 1771. RAFSTILLING rafvélaverkstæöi DUGGUVOGI 19 Sími 8-49-91 Gerum við allt í rafkerfi bíla og stillum ganginn OLDHAM RAFGEYMAR StaKYNNING í dag og á morgun frá kl. 14-18: ' Kynntar verða nýjar uppskriftir af ostaréttum. Komið og kynnið ykkur hina nýju rétti. ókeypis leiðbeiningar og nýjar úrvals uppskriftir. Sterkur ostur 8-12 mán. gamall i heilum og hálfum bitum. Osta- og smjörbúðin - Snorrabraut 54 ) )■ ) ...■<.. c

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.