Tíminn - 29.04.1975, Side 6

Tíminn - 29.04.1975, Side 6
6 TÍMINN Þriöjudagur 29. april 1975. Ómengað loft og vatn og umhverfi eru náttúrugæði óspillt eigi síður en svonefndar Ræða Eysteins Jónssonar á Náttúruverndarþingi Góöir þingfulltrúar. Náttúruverndarráð hefur nú starfað i 3 ár eftir nýju lögunum. Við höfum reynt að sinna þeim mörgu þáttum, sem lögin gera ráð fyrir að ráðið láti til sin taka. Starfið hefur reynzt býsna marg- bortið og ekki verið hægt að sinna öllu sem skyldi. Sumir þættir nýir og nokkuð erfiðir viðfangs eins og t.d. framkvæmd 29. gr. laganna um samráð við hönnun stórfram- kvæmda. Við höfum leitazt við eftir getu aö framkvæma álykt- anir fyrsta Náttúruverndarþings- ins 1972. Við höfum tekið það ráð að semja skýrslu um störf ráðsins, sem allir fulltrúar hafa fengið i hendur og við vonum að þeir brjótist i að lesa á þinginu. Höfum við haft hana þannig, að við telj- um okkur geta sparað langar ræður, til að telja fram hvað við höfum gert þessi þrjú ár. Hvorki ég né framkvæmdastjórinn mun- um þvi setja á langar ræður um þau efni, en gera fremur i al- mennu umræðunum nánari grein fyrir einstökum málum en i skýrslunni er gert, ef þess verður óskað. Við munum fjalla um nokkur grundvallaratriði umhverfismála og náttúruverndar, vinnuaðferðir og einstök óleyst verkefni, sem okkur sýnist nauðsyn bera til að vekja athygli þingsins á. bá munu nokkrir fyrirlesarar fjalla um einstaka þætti eða málaflokka að tilhlutan ráðsins eins og dag- skráin ber með sér. Náttúruvernd má skilgreina með ýmsu móti. t þetta skipti hef ég áhuga fyrir því að minna á, að I lifi menningarþjóða verður það að vera rikur þáttur i' þjóðlifinu að viðurkenna i verki, að ósnortin náttúra, hreint ómengað loft og vatn og óspillt fagurt umhverfi eru náttúrugæði eigi siður en þau sem i daglegu tali eru nefndar auðlindir. Það er þáttur i lifskjörum manna og þjóða að eiga heima i ó- menguðu, óspilltu og viðkunnan- legu umhverfi. Þetta hlýtur að vega þungt i lifsgæðamati þess fólks, sem hefur til hnifs og skeið- ar og veit um eða þekkir vaxandi vandkvæði viða vegna þrúgandi mengunar lofts og lagar, og sér dýrmætum náttúrugersemum og fögru umhverfi fórnað i kapp- hlaupinu mikla, sem sumir kjósa að kalla lifskjarabaráttu enn aðr- ir kalla hagvöxt. Reynsla okkar tslendinga i þessu tilliti er ekki ýkja mikil þó að hún sé nokkur, enn við vitum nægilega mikið til þess, að við ættum að vera fær um að gera okkur grein fyrir þvi, að móta verður skynsamlega landnýting- arstefnu, þar sem tekið er viðun- andi tilliti til þessára sjónarmiða og að þvi máli verður að gefa miklu meiri gaum en gert hefur verið. Verður um það efni flutt sérstakt erindi hér á eftir. Ég vil þvi á það eitt minna og leggja á þunga áherzlu, að liður i framkvæmd skynsamlegrar landnýtingarstefnu hlýtur að verða að vera viðurkenning á þvi, að vemdun þeirra staða og svæða, sem okkur þykir vænt um og viljum eiga ósnortin er nýting þessara svæða i þágu almenn- ings. Vernd að yfirlögðu ráði er nýting. Til þess að skýra þetta viðhorf mætti nefna ótal dæmi, sem við þekkjum nú þegar, þjóð- garðana okkar t.d. og margt fleira. Aðalatriðið er að gera sér grein fyrir þvi, að verndun af þessu tagi er nýting náttúrugæða.. Enginnskyldi þóhalda, að allur vandi sé leystur þótt þetta sé viðurkennt, þvi að eftir er matið. A hinn bóginn er afar þýðingar- mikið að menn viðurkenni þetta sjónarmið, þvi þá er ekki regin- djúp óbrúað og likur á góðum úr- lausnum, aukast að mun. Viðfangsefni, sem meta þarf eru margs konar og við skulum taka einn fyrirferðarmesta mála- flokkinn, þar sem mat af þessari gerðkemur til, virkjanir og stór- iðju. Það má reyna að skýra við- fangsefnið með spurningum af ýmsu tagi. Kannski er skýrast að ganga beint i þetta til að forðast málalengingar og spyrja t.d.: Hvað vilja menn ganga nærri landinu, til þess að framleiða stóriðjurafmagn? Lika mætti spyrja: Hvað vilja menn ganga F.I.L. Loftskeytamenn Félagsfundur verður haldinn að Bárugötu 11, i dag kl. 14. Dagskrá: 1. Kjaramál. 2. Önnur mál. Stjórnin. fhl-Ö-G-G-D-E-Y-F-A-R "1 Þekkt merki Eigum fyrirliggjandi höggdeyfa í flestar gerðir bifreiða Póstsendum um allt land TF ARMULA 7 - SIMI 84450 nærri landinu til þess að fá raf- magn til heimilisnota og annarra lifsnauðsynlegra nota lands- manna sjálfra. Svörin við þessum^ spurningum munu iiklega verða mjög ólik og svörin frá mörgum við þeirri siðari mjög ölik svörum við þeirri fyrri. Hvað er átt við með þvi að ganga nærri landinu. Nefna má: Að taka vötn óg fossa úr farveg- um, setja landsvæði undir land og að raska fágætum hverasvæðum og laugum. Til þess að skýra úrlausnarefni, Eysteinn Jónsson. sem hér koma til eða gætu komið til er einfaldast að nefna þekkta staði og svæði. Hvað finnst mönn- um um Gullfoss, Goðafoss, Fjall- foss, Skógarfoss, Þjórsárver, Hvannalindir. Hefði komið til að menn vildu setja jökulfljót ofan i Vatnsdalinn, þótt eitthvað hefði verið hagkvæmara enn annað, sem til samanburðar gat komið við öflun orku eða setja Fljótsdal- inn undir vatn eða strönd Lagar- fljóts. Hvað um Geysi i Haukadal og hverasvæði hans eða hverina á Hveravöllum. Hvað um að flytja jökulfljót milli byggðarlaga eða landshiuta með þeirri landslags- og lifrikisröskun, sem þvi mundi fylgja og i hvaða skyni? Þannig mætti halda áfram og „fylla hús- ið” með spurningum, sem ekki er ætlazt til að verði svarað á stund- inni. Ég hef aðeins nefnt örfátt og þetta eru aðeins dæmi, til þess að skýra viðfangsefnið og sjálfsagt finndu menn enn betur að hér er vandi á höndum, ef ég nefndi fleiri dæmi. Hér er ekki um mál að tefla, sem koma einhvern tima Ifjarlægri framtið, heldur verður að ráða fram úr mörgum málum af þessu tagi á næstunni. Náttúru- vemdarráð hefur þegar sam- þykkt að stefna að friðun Gullfoss og Þjórsárvera. Hvannalindir eru þegar friðaðar. Það verður að horfast i augu við það, að matið á þvi hve mikilli orku Islendingar geti haft yfir að ráða t.d. til stóriðju, og þá meina vist flestir umfram það, sem landsmenn þurfa til sinna eigin forgangsþarfa um langa framtið, matið á þvi fer að verulegu leyti eftir þvi, hvernig menn lita á þá hlið þessara mála, sem ég er að draga athygli að. Það er ekki rétt að ræða orkubúskap og stóriðju- fyrirætlanir án þess að reyna að gera sér nokkuð nána grein fyrir þessum þáttum. Hversu nærri menn vilja ganga landinu? Hvernig menn vilja notfæra sér landið, nýta landið. Hvert verð- mætamatið er. Norðmenn og Sviar hafa und- anfarna áratugi fengizt við þetta verkefni. Haft nefndir starfandi. Gert itarleg yfirlit um vatna- svæði. Norska Stórþingið hefur samþykkt að friða og vernda æði mörg vatnasvæði varanlega og auðlindir önnur timabundinni friðun. Hlið- stætt hafa Sviar gert. Þegar talað er um, að vatnsorka þrjóti brátt i þessum löndum er of ónákvæmt komizt að orði. Réttara væri að segja, að brátt gæti orðið á þrot- um þau vatnasvæði, sem þessar þjóðir timi að taka til orkuöflun- ar. Náttúruverndarráð og Iðnaðar- ráðuneytið hafa haft samstarfs- nefnd til þess að auðvelda fram- kvæmd 29. gr. náttúruverndar- laga að þvi er virkjunarmál varð- ar og hefur hún unnið gott verk. Að dómi Náttúruverndarráðs er þetta þóalls ekki nóg. Það þolir ekki bið að taka þessi mál nýjum tökum. Lita yfir þau meira i heild og reyna ekki að dæma um of hvert einstakt mál slitið úr sam- hengi við önnur. Við getum áreið- anlega notfært okkur að ein- hverju leyti reynslu Norðmanna og Svia um vinnuaðferðir, sem Náttúruverndarráð hefur kynnt sér nokkuð. Náttúruverndarráð leggur fyrir þingið tillögu um þetta efni svo- hljóðandi: Tillaga um úttekt á vatna- og jaröhitasvæðum landsins, frá Náttúruverndarráði. Náttúrverndarþing 1975 telur nauðsynlegt að gerð sé úttekt á vatna- og jarðhitasvæðum lands- ins. Verði einnig gerð heildará- ætlun um friðun þeirra fossa, hvera, vatna- og jarðhitasvæða, sem réttmætt þykir að vernda. Telur þingið að til álita komi að greina vemdarsvæði i tvo flokka. 1. Svæði, sem rétt sé að friða var- anlega og 2. svæði, sem sæta skuli tima- bundinni friðun, þar til endan- leg ákvörðun hafi verið um það tekin, hvernig með þau skuli fara. Þingið felur Náttúruverndar- ráði að hafa forgöngu um þessi mál, og leita um það samvinnu við þá aðila er hlut eiga að máli. 1 nánum tengslum við þessi sjónarmið og tillöguna, sem ég var að segja frá leggur Náttúru- vemdarráð svohljóðandi tillögu fyrir þingið: Tillaga: Um undirbúning bygg- ingar orkumannvirkja. frá Náttúruverndarráði. Náttúruverndarþing 1975 telur nauðsynlegt að tryggt verði með löggjöf, að þeim vinnuaðferðum sé beitt við undirbúning ákvarð- aða um byggingu orkumann- virkja að öruggt sé, að fram hafi komið þau umhverfissjónarmið, sem meta ber áður en Alþingi tekur ákvörðun um heimild til virkjunar. Þingið felur Náttúruverndar- ráði að vinna að nýrri skipan þessara mála og leita um það samvinnu við þá aðila, sem hlut eiga að máli. Að fenginni reynslu telur ráðið sem sé mikilvætt, að breytt sé um vinnuaðferðir við undirbúning virkjunarmála þannig, að um- hverfisþættir þeirra mála hafi hlotið afgreiðslu áður en málin eru lögð fyrir Alþingi. Orkuöflun og iðnaður verður að 'eflast i landinu svo að þjóðin geti búið vel og eflt hag sinn. Um það er ekkert að efast. Auðlindir þarf að nýta i þvi skyni og i þágu alls mannkyns, sem gengur svo hörmulega illa að fæða sig og klæða, svo ekki sé fleira nefnt. Vandinn er að koma þvi sem gera þarf vel fyrir og að koma i veg fyrir að þvi sé spillt eða raskað, sem við megum sizt missa eða skemma. Þá kemur það til, að það er ekki sama hvar verksmiðjan og iðju- verum er valinn staður. Sum svæði, jafnvel stór landssvæði eru viðkvæmari en önnur og meira verð til annarra nota, m.a. til vemdunar og dvalar i fristundum ogferðalögum, sem látlaust verð- ur stærri og stærri þáttur i þjóð- arbúskapnum. Augljóst er, að vinna þarf að þessum þætti af meira yfirliti en tiðkazt hefur. Læra má einnig um þetta af nágrönnum, sem um skyld efni hafa fjallað meira en við. Náttúruverndarráð leggur svo- hljóðandi tillögur fyrir þingið um þessi efni: Tillaga: Um iðnrekstur. frá Náttúruverndarráði. Náttúruverndarþing 1975 telur rétt, að fram fari athugun á þvi hvaða staðir á landinu henti bezt til meiriháttar iðnrekstrar og hvaða svæðum sé sérstök ástæða til að hlifa við þvi raski og þeim á- gangi sem sllkum rekstri fylgir. Leggur þingið áherzlu á, að teknir séu upp þeir starfshættir, að áður en teknar eru ákvarðanir um stofnun iðjuvers eða iðnrekst- urs á ákveðnum stað fari fram allar þær rannsóknir, sem rétt er að gera kröfu til, og verði haft samráð við þá aðila og stofnanir sem hlut eiga að máli. Er brýnt að slikum undirbúningi sé lokið áður en yfirvöld taka ákvörðun um að heimila rekstur eða leggja slik mál fyrir Alþingi. Þá telur þingið rétt, að fylgt sé þeirri reglu, að á tslandi sé ein- ungis rekinn iðnaður sem hefur full tök á mengunarvörnum vegna umhverfisins og heilbrigði þeirra er við hann vinna. Felur þingið Náttúruverndar- ráði að beita sér fyrir aðgerðum i þessa átt i samvinnu við stjórn iðnaðar- og heilbrigðismála. Tillaga þessi er þriþætt. í fyrsta lagi um nauðsyn þess að velja heppileg svæði fyrir iðnaðarfyrir- tæki, sem veruleg röskun fylgir. I annan stað um náuðsyn þess, að allar eðlilegar rannsóknir og athuganir þeirra stofnana, sem um eiga að fjalla frá umhverfis- sjónarmiðum fari fram áður en til kasta yfirvalda kemur að heimila rekstur eða leggja þess háttar mál fyrir Alþingi, og telur ráðið afar brýnt að þessi háttur sé upp tekinn. Loks er sú stefna mótuð, að íslendingar eigi ekki að koma á fót né leyfa annan iðnað en þann, sem full tök hefur á meng- unarvörnum. Hér er vaxandi hætta á meng- un, ekki aðeins með aukningu iðn- aðar heldur einnig frá þéttri byggð. Nægir i' þvi sambandi að visa til þess hvernig ástatt er um mengun sjávar nú þegar, þar sem þéttbýlið er mest. Náttúruverndarráð telur nauð- syn bera til að sett verði heildar- löggjöf um mengunarmál og rit- aði rikisstjórninni i des. s.l. um nauðsyn þess. Rikisstjórnin taldi skoðun á þvi máli geta samrýmst þeirri endur- skoðun á heildarskipan umhverf- ismála, sem Náttúruverndarráð hefur verið að koma af stað, og sem nú er hafin og Páll Lindal mun greina frá i erindi sfnu. Samkvæmt þessu á að fara fram endurskoðun allra lagaá- kvæða um mengunarvarnir og er það mjög aðkallandi og mikils- vert. Eins og vænta mátti hefur framkvæmd nýju náttúruvernd- arlaganna reynzt afar fjölbreytt og erfitt verkefni, og litla inn- lenda reynslu við að styðjast. Framkvæmd 29. gr. laganna um að skyit sé að leita álits ráðsins áður en framkvæmdir hefjast, sem valdið geta þvi að land breyti varanlega um svip, náttúruminj- ar spillist o.s.frv., og ákvæði sömu greinar um að meiri háttar mannvirki skuli hönnuð i samráði við ráðið, hvila þungt á ráðinu og valda miklu álagi á fram- kvæmdastjórann og ráðsmenn, sem nærri má geta. Er þvi nokk- uð lýst i skýrslu ráðsins hvernig reynt er að vinna þetta m.a. i undirnefndum i samstarfi við

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.