Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. apríl 1975. TÍMINN stærstu framkvæmdaaðila. Þaö hefur hjálpað, að yfirleitt hefur tekizt gott samstarf við stærstu aðilana, sem að staðaldri hafa framkvæmdir með höndum. Samt fer þvi fjarri að viðunandi tök hafi náðst á þessum verkefn- um, enda kannski tæpast við þvi að búast. Erfiðast er, að oft er farið af staö með framkvæmdir, án þess aö leita álits Náttúruverndarráðs skv. ákvæðum laganna. Er þá stundum of seint ur að bæta þegar þess háttar mál koma til kasta ráðsins eftir dúk og disk. Veldur þetta oft miklum leiðindum, ó- þægindum og tjóni, sem hægt hefði verið að komast hjá. Sjá menn þá oft, en of seint, að koma hefði mátt öllu betur fyrir ef menn hefðu borið málið undir Nátturuverndarnefndir eða Nátt- Uruverndarráð fyrirfram og I tæka tið eins og lög gera ráð fyrir. Areiðanlega er hér stundum um vangá að ræða, og verðum við að vona að það verði mönnum æ rik- ara ihuga að muna eftir Náttúru- verndarráði þegar til koma fram- kvæmdir, sem röskun valda. Telur Náttúruverndarráð afar miklu skipta að náttUruverndar- nefndir og náttúruverndarsamtök vinni að þessum þáttum heima i héruðum I samvinnu við þá, sem i framkvæmdum standa. Það er mála sannazt að sum á- kvæði náttúruverndarlaga eru þannnig, að farsæl framkvæmd þeirra veltur mest á viðhorfi manna til góðrar sambUðar við landið. Vilja menn ekki vera nær- gætnir við landið? Það er spurn- ing, sem hver maður ætti að bera upp vib sjálfan sig. Það mundi breyta miklu ef menn myndu eftir að spyrja sjálfa sig að þessu. Ég efast ekki um svarið. Þetta á við um almennar framkvæmdir, sem éghef drepið á, og ekki siður um óþarfana akstur utan vega, en ógætilegur akstur um viðkvæmt land er að verða alvarlegt vanda- mál. Sumir virðast leggja kapp á að kalla torfæruakstur iþrótt og að utbreiða hann sem keppnis- grein. Þeir, sem þetta vilja verða aö gera sér grein fyrir þvl, að á þeim hvflir þá sú skylda að hafa fullnægjandi hemil á þeim öflum, sem þeir leysa með þessu úr læð- ingi, þvl undir keppni æfa menn. Ráða þeir við það og hvað vilja þeir á sig leggja til þess? Nátt- úruverndarráð vill hafa sam- vinnu við öll þau félög og aðra, sem setja vilja torfæruakstri eðli- leg takmörk, þar með bæði æfing- um og samkeppni. Það verður að vera sameiginlegt áhugamál landsmanna ab rótfesta þá skoð- un, að það er engum manni sæm- andi að gera sér það að leik, að særa landið meiðslasárum, sem seint eða aldrei gróa. TrUi ég ekki öðru en að góð samvinna náist um þessi efni, þvi reynslan sýnir mjög skýrt, að ef menn koma auga á vandamál þessu lik þá leysast þau. Við komum alltaf að þessu sama: Viðunandi framkvæmd náttUruverndar verður að byggj- ast á vinsamlegu viðhorfi ein- staklinga til landsins, sem reynist mönnum nógu ofarlega I huga að jafnaði til þess að móta verkin og sambUðina. Með mörgu móti má minna sig á þetta t.d. með þvi að hafa fast I huga að meiða landið sem minnst, og að koma mann- virkjum vel fyrir i landinu, smá- um og stórum. Fjárveiting til náttUruverndar- mála hefur aukizt verulega, — og er það vel, enda var nánast engu til þeirra kostað. Samt sem áður eru fjárráð mjög takmörkuð og afar Htið hægt að vera til friðunar landi þar sem fé þarf til að kosta, og til að bua þjóðgarða hæfilega, hvað þá stofna nýja, nema Ur fjárráðum rætist. Er það brýnt úrlausnarefni að fá ráðna á þessu bót. Verður það eitt af verkefnum næstu ára að vinna að auknum fjárráðum I þessu skyni. Að lokum vil ég þakka sam- starfsmönnum minum i ráðinu mjög góða samvinnu og fágætt á- hugastarf. Þar á varaformaður ráðsins Eyþór Einarsson óskilib mál með aðalmönnum i ráðinu þvihann hefur allan timann unnið með okkur fullt starf. Framkvæmdastjóranum Arna Reynissyni þakka ég frábært starf og þeim, sem kynna sér starfsskýrsluna verður ekki skotaskuld úr þvi að skilja, að hann hefur ekki auðum höndum setið þessi þrjU ár. Menntamála- ráðuneytinu' þakka ég ágæta samvinnu. dekk VERÐTILBOÐ till.mai! 5vaftveim %^%%af fjóium ' dekkjum m%0' dekkjum Sumarhjólbarðar: STÆRD 5% 10% 155—12 Kr. 4.150 Kr. 3.930 135—13 4.230 4.010 145—13 4.290 4.060 155—13 4.320 4.090 165—13 4.940 4.680 . 175—13 5.740 5.440 155—14 4.400 4.170 165—14 5.580 5.290 175—14 6.180 5.850 185—14 7.250 6.870 215/7Q—14 10.980 10.400 550—12 3.490 3.310 600—12 4.030 3.820 615/155—13 4.370 4.140 560—13 4.450 4.220 590—13 o 4.150 3.930 Sumarhjólbarðar: STÆRÐ 640—13 700—13 615/155—14 5,0—15 560—15 590—15 600—15 Kr. 5.090 5.410 4.020 3.570 4.080 4.730 5.030 Kr. 4.820 5.130 3.810 3.330 3.870 4.480 4.770 Jeppahjólbarðar: 600—16/6 4.930 4.670 650—16/6 6.030 5.710 750—16/6 7.190 6.810 Weapon hjólbarðar: 900—16/10 16.970 16.080 TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDIH/F AUÐBREKKU 44 - 46 SÍMI 42606 Garðahreppur: Hjólbarðaverkstæðið Nýbarði Akureyri: Skoda verkstæðið á Akureyri h.f. Óseyri 8 Eyilsstaðir: Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.