Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.04.1975, Blaðsíða 8
TÍMINN Þriðjudagur 29. aprll 1975. Ráðherrarnir ráði sjálfir hvort þeir veita vín eða ekki i Sem kunnugt er voru áfengismál nokkuft rædd á Alþingi fyrir ára mót og kom þá m.a. fram tillaga um afnám vlnveitinga á vegum hins opinbera. Þessari tillögu var vlsað til allsheriarnefndar sam- einaos þings og hefur nefndin nú skiláð áliti, þar sem seglr, að það sé mat nefndarinnar, að Alþingi geti ekki sett ráðherrum reglur I þessum efnum „heldur sé það þeirra sjálfra að ráða sfnum veit- ingum, eins og aðstæður bjóða hverju sinni", eins og það er orðað I nefndarálitinu. Nefndin segir, að ákvörðun menntamálaráðherra um að veita ekki áfengi I móttökum eða veizlum, sem hann býður til, hafi vakið verðskuldaða athygli, en á það beri að lita, að afnám vlnveitinga á vegum rfkisins hafi ekki úrslitaáhrif á almenna vinneyzlu, frekar en aðrar takmarkaðar ákvarðanir. „t þessum efnum stoða skammt boðog bönn", segir enn fremur I nefndaráliti allsherjarnefndar, en I henni eiga sæti þeir EUert B. Schram (S!, Ólafur G. Einarsson (S), Jón Skaftason (F), Magnús Torfi Ólafsson (SFV), Jónas Arnason (Ab) og Lárus Jónsson (S). Vilja fella niður söluskatt, sem greiddur er vegna snjómoksturs INGI Tryggva- son (F) fylgdi I gær úr hiaði I efri deild frum- varpi, er hann og Steingrimur Hermannsson (F) flytja um breytingu á lögum um söluskatt. Er tiilagan þess efnis, að heimilt sé að endurgreiða sveitarfélögum og öðrum þeim, sem kosta snjó- mokstur á vegum eða götum, sannanlegan greiddan söluskatt af þessum framkvæmdum. t framsöguræðu sinni gat Ingi Tryggvason um kostnað við snjó- mokstur á nokkrum stöðum.m.a. Akureyri. I greinargerð með frumvarpinu segir: „Eins og kunnugt er, hefur söluskattur hækkað mjög á und- anförnum árum og hlutdeild hans i tekjuöflun rikisins farið vax- andi. Eftir þvi sem upphæðir söluskatts hafa hækkað, hafa betur komið i Ijós ýmsir vankant- ar á lögum þeim, sem sett voru um söluskatt. 1960, enda hafa ver- ið gerðar á þeim allmiklar breyt- ingar. Með frumvarpi þvi, sem hér er flutt, er lagt til að heimilað verði að endurgreiða sveitarfélögum og öðrum hliðstæðum aðilum, t.d. mjólkurflutningafélögum, greiddan söluskatt af snjó- mosktri. Kostnaður við snjómokstur er mjög misjaft eftir landshlutum. Þá er einnig misjafnt, hvernig framlag rikisins til snjómoksturs nýtist hinum ýmsu byggðarlög- A sumum þjóðvegum kostar Vegasjóður allan snjómokstur, annars staðar eru vegir ruddir á kostnað Vegagerðar tvisvar i viku eða sjaldnar, allviða, jafnvel i þéttbýlum og snjóþungum sveit- um, kostar Vegagerðin snjó- mokstur að i'uilu aðeins einu sinni á ári. Ef menn þurfa að ryðja veg- ina.oftar, verður helmingur kostnaðar að koma frá heima- mönnum. Þung rök má færa fyrir þvi, að samgöngur 4 landi séu jafnnauðsynlegar allan ársins hring og þvi sé eðlileg skylda samfélagsins að gera það sem unnt er til að vegum sé haldið opnum án sérstaks kostnaðar fyr- ir þá, sem búa við snjóþyngsli eða lága vegi, sem ekki verjast fyrir snjó. Skattheimta til almennings- þarfa verður seint með þeim hætti, að öllum þyki fullu jafnrétti framfylgt. Söluskatti fylgir t.d. sá galli, að fjárhagsleg óhöpp eða skaðar geta orðið tekjulind fyrir rikissjóð. t þjóðfélagi, sem stefnir að auknu félagslegu réttlæti, hlýt- ur að vera eðlilegt og sjálfsagt að nema burt þau lagaákvæði, sem auka misrétti með þeim hætti, að óviðráðanlegir örðugleikar við lifsframfærslu séu gerðir að tekjulind fyrir samfélagið. örðugar vetrarsamgöngur i bæ eða byggð af völdum vegleysis eða snjólaga eru eitt þeirra at- riða, sem afkomumismun valda. Með frumvarpi þvi, sem hér er flutt, er gert ráð fyrir heimild rik- issjóðs til að leiörétta að nokkru þennan aðstöðumun." Ríkisstjórnin kannar möguleika á frekari fyrirgreiðslu til stærri togaranna Togaradeilan til umræðu í neðri deild í gær: A FUNDI neðri deildar I gær kvaddi Magnús Kjartansson (Ab) sér hljóðs utan dagskrár og spurðist fyrir um það hvað rlkis- stjórnin hefði gert eða hvað hún hygðist gera til að vinna að lausn togaradeilunnar. Sagði hann, að þetta mál varðaði ekki aðeins togaramenn heldur væri mikið I luii'i fyrir verkafölk I landi, sem sagt hefði verið upp störfum I frystihúsum vegna verkfallsins. Geir llall- grlmsson for- sætisráðherra sagði, að staða stóru skuttog- aranna væri erfiðari en ann- arra fiskiskipa, þar sem það heföi sýnt sig, a6\ þær ráö- stafanir, sem rfkisstjórnin hefði' beitt sér fyrir i þágu sjávarUt- vegsins almennt hefðu ekki megnað að koma i veg fyrir tap- rekstur stóru togaranna. Forsætisráðherra sagði, að rlkisstjórnin hefði fylgzt náið með gangi samningaviðræðna og haft samband við báða deiluaðila, og minnti á þau fyrirheit, sem rikis- stjórnin hefði gefið ASÍ og sjó- mönnum sérstaklega með íviln- unum i skattamálum, þ.e. að skattfrjálsar brúttótekjur hækk- uðu, úr 8% I 10%. Auk þess hefði sá tlmi, sem áður þurfti til að hljóta þessar Ivilnanir verið lækkaður Ur 6 mánuðum i 4 mán- uði. Þá sagði Geir Hallgrlmsson forsætisráðherra, að rlkisstjórnin væri að kanna möguleika á frek- ari fyrirgreiðslu við stærri togar- ana, en ekki væri tímabært að gera grein fyrir þeim tillögum nú. Hins vegar sagðist hann vilja gera grein fyrir þremur atriðum I því sambandi: 1. Möguleika á þvl að létta greiðslubyrði stærri togaranna fyrst. um sínn og einkum á þessu ári með þvf að flytja af- borganir slikra greiðslna, t.d. stofnlánaskuldir, fram I tlm- ann. 2. Rikisstjórnin mun taka til meðferðar kröfu útgerðar- manna um greiðslur vegna lögbindingu kaups og kjara yf- irmanna á togaraflotanum I kjölfar togaraverkfallsins 1973. 3. Loks muni rikisstjórnin stuðla að þvl að samið verði um ýms- ar vanskilaskuldir til ákveðins lengri tima. Varðandi þá spurningu, hver afstaða rikisstjórnarinnar væri til sölu isíenzkra togara úr landi, svaraði forsætisráðherra, að rikisstjórnin hefði ekki tekið neina afstöðu til þess, þar sem engin beiðni um slikt hef ði enn þá komið fyrir hana. En forsætisráð- Viðlagatryggir.g íslands — er taki við of Viðlagasjóoi LAGT hefur verið fram á Alþingi stjórnarfrumvarp um Viðlagatryggingu tslands sem ætlað er að taka við af Við- lagasjóði, er starfi hans lýkur. Segir I 1. grein frumvarpsins, að sett skuli á fót stofnun, er hafi það hlutverk að tryggja gegn tjóni af völdum náttúru- hamfara og sknli stofnun þessi nefnast Viðlagatrygging ts- lands. Gert er ráð fyrir þvi, að Við- lagatrygging tslands vátryggi gegn beinu tjóni af völdum eftirtalinna náttúruhamfara: Eldgosa, jarðskjálfta, skriðu- falla, snjóflóða og vatnsflóða. f frumvarpinu segir enn- fremur, að vátryggingaskyld- ar séu allar húseignir og lausafé, þar með taldar vöru- birgðir, vélar og tæki, sem brunatryggðar eru hjá vátryggingarfélagi, er starfs- leyfi hefur hér á landi. Trygg- ingarskyldan nær einnig til lausafjár, sem tryggt er sam- settri tryggingu, er innifelur brunatryggingu, enda flokkist slik trygging undir eigna- tryggingar. Nánar segir frá þessu frumvarpi siðar. herra kvaðst vilja leggja áherzlu á það, að fiskifloti landsmanna væri sem fjölbreyttastur. Það væri t.a.m. ljóst, enda þótt stærri togaratnit hefðu átt við rekstrar- örðugleika að striða, að þeir væru nauðsynlegir til sóknar á djúp- miðin. Magnús Kjartansson (Ab) þakkaði forsætisráð- herra fyrir svörin. Sagðist hann álita, að ekki hefðu átt sér stað neinar alvarlegar við- ræður millil deiluaðila. Verkfallið heföi nú staðið I þrjár vikur. Lagði hann áherzlu á, að rikisstjórnin beitti sér I málinu og sagðist ekki telja óeðlilegt, að hún.tryggði rekstur stóru togaranna. Eftir þvi væri beöið. Viðurkennt væri af báðum deiluaðilum, að hægt væri að semja fljótlega. Pétur Sig- urðsson (S) tók næstur til máls. Sagði hann, að mikið væri I hiifi fyrir Reykjavík, Hafnarfjörð og Akureyri, þar sem fiskiðnaður á þessum stööum byggðist á tog- araUtgerðinni. Sagði hann, að of hægt miðaði i þessu máli, enda þótt ljóst væri, að togarasjómenn á minni togurunum myndu njóta góðs af bátakjarasamningunum. Þá gerði þingmaðurinn að um- talsefni lögin frá 1973 og taldi, að þeim þyrfti að breyta. Loks sagði hann það vera álit sitt, að stærri togararnir hefðu verið hraktir Framhald á 19. slðu Frumvarp um járnblendið orðið að lögum Frumvarp rlkisstjórnarinn- ar um járnblendiverksmiðju á Grundartanga I Hvalfirði var afgreitt sem lög frá Alþingi á laugardaginn. Frumvarpið var samþykkt eftir 3. umræðu Ineðri deild með 19 atkvæðum gegn 8. Tiu þingmenn voru fjarverandi, en þrlr þingmenn sátu hjá. Þáð voru stjórnar- þingmennirnir Ragnhildur Helgadöttir, Ingvar Glslason og Sverrir Hermannsson. Nafnakall fór fram um 3. grein frumvarpsins er varðar eignaraðild tslendinga. Sú grein var samþykkt með 21 at- kvæði gegn 8. Meðal þeirra, sem greiddu atkvæði á móti, var Ragnhildur Helgadóttir. Fjórir þingmenn sátu' hjá, Ingvar Glslason, Magnús, Torfi ólafsson, Sigurlaug Bjarnadóttir og Sverrir Her- mannsson. Gylfi Þ. Gíslason: íslenzkir skákmenn ráðnir til kennslu skákíþróttar Gylfi Þ. Glslason (A) hefur lagt fram frumvarpl um skákkennslu.l t frumvarpinu er| gert ráð fyrir, aa| ráðherra sél heimilt að skipa I Islenzka skák- menn I fast starf | til kennslu I skák. ( Skilyrði sé, aol skákmaður hafi hlotið stórmeist- aratitil eða annan alþjóðlegan tit- il I skák. Laun skulu vera há- markslaun menntaskdlakennara. t greinargerð með frumvarpinu segir flutningsmaður ni.a.: „Lengi hefur verið mikill áhugi á skák á tslandi. Skákkunnátta er mjög Utbreidd og hefur farið vax- andi. Jafnframt hafa tslendingar eignazt marga afburða skák- menn, og hafa ýmsir þeirra kom- izti fremsturöð skákmanna, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur einnig á heimsmælikvarða. Astundun skákiþróttarinnar er meðal hollustu og beztu tóm- stundaiðkana, sem völ er á, Eng- in leið er líklegri til þess að vekja áhuga ungs fólks á taflmennsku og efla þann áhuga, sem fyrir er, en sU, að það eigi þess kost að njóta tilsagnar I skák og tefla við snjalla skákmenn á vegum skóla þess, sem það sækir. Nokkuð hefur kveðið að þvl, að góðir skákmenn tefldu við skólafólk. En því starfi þyrfti að koma i fast horf. Þess vegna er lagt til i frv. þessu, að ráðherra sé heimilt að ráöa skákmenn til þess að kenna skák I skólum og tefla við skóla- fólk. Er þá eðlilegt, að þeir, sem mestum árangri hafa náð á al- þjöðavettvangi, gangi fyrir um sllk störf, ef þeir óska þess, en nokkrir Islendingar hafa nU öðl- azt stórmeistaratitil og aðra al- þjóðlega titla I skák. Flutnings- manni frv. er ljóst, að slikt starf mætti skipuleggja á margan hátt og að mörg sjónarmið gætu komið til greina við val á skákmönnum til slikra starfa. Þess vegna eru ákvæði frv. almenn heimildará- kvæði um aðalatriði málsins, þ.e. að efnt verði til skákkennslu i skólum og að beztu skákmenn þjóðarinnar eigi kost á slíku starfi, ef þeir óska þess, og ætti þaö að geta verið þeim stuðningur við iðkun skáklistarinnar. Fram- kvæmd málsins yrði i hendi ráð- herra, og væri eðlilegt, að hann hefði um framkvæmdaratriði öll samráð við samtök skákmanna." Efnahagsráð- stafanirnar samþykktar Frumvarp rikisstjórnarinnar um ráðstafanir i efnahagsmálum var afgreitt sem lög frá Alþingi á laugardaginn. Smávægilegar breytingar voru gerðar á frum- varpinu iefri deild og varð þvi að senda það aftur til neðri deildar til endanlegrar samþykktar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.